Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 27 Eilífur Þrastarson - Minningarorð Fæddur 2. janúar 1966 Dáinn 3. apríl 1983 Fagurt lífsblóm er fölnað. Eilífur er dáinn. Grimmar örlaganornir luku vef sínum s.l. páskadag. Heima sitja ástvinir hnípnir og hljóðir. Hann hefur gengið yfir hrjóst- urlönd mannlífs og siglir á haf ei- mér minningar indælar frá fyrri tíð. Á níunda aldursári urðu straumhvörf í lífi hans þegar hann fluttist til Berlínar. Við tók útlegð frá ástvinum og döpur raunasaga, sem aldrei verður að fullu sögð. En einmitt þegar ham- ingja þessa blessaða drengs var í molum, skein stjarna hans skær- ast. Gegnum ómennskar þrengingar tók hann hlutskipti sínu þögull og með þeirri einstöku hetjulund er fyllir mann aðdáun og klökkva. Þetta er okkur huggun í harmi. Enginn sem til þekkir getur sætt sig við hlutskipti Eilífs, en jafnt í drunga sem í fegurð himinsins minnust við þessarar hetju þar til eilífðarnón okkar rennur upp. Sól er á himni ... Ástmögur er allur, en nætur martraðar eru liðnar. Góður drengur hefur fundið hvíld frá geypilegum örlögum þessa lífs. Eins og amma hans söng hann í svefn forðum dag, vil ég minnast sömu Ijóðlína í fátæklegri hinstu kveðju: Sofðu ungi Nveinninn minn sástu hvíu engilinn. Leit hann til þín h«gt og hljótt og hvíslaði aó þér góóa nótt Guðm. P. Ólafsson Brídge Arnór Ragnarsson Opinn tvímenningur Samvinnuferða/ Landsýnar og Bridge- sambands íslands Undanfarin ár hefur tekist mjög gott samstarf með Sam- vinnuferðum/Landsýn og Bridgesambandi íslands. Þessir aðilar hafa meðal annars staðið að bridgemótum hérlendis og einnig haft samstarf um hóp- ferðir á opna bridgemótið sem haldið er árlega í Portoroz í Júgóslavíu. I ár falla dagsetningar bridge- mótsins í Portoroz illa að ferða- áætlun Samvinnuferða og því verður ekki skipulögð sérstök hópferð héðan. En bridgeíþrótt- in er vinsæl í Portoroz og ná- grenni og í sumar mun ítalinn Giorgio Belladonna, sem allir bridgeáhugamenn kannast við, dveljast í Portoroz og halda þar námskeið og fyrirlestra um bridge og á hverju kvöldi mun hann stjórna tvímenningsmót- um. f tilefni af þessu munu Sam- vinnuferðir/Landsýn og Bridge- samband fslands halda opið tví- menningsmót dagana 30. apríl og 1. maí nk. í menningarmið- stöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Þátttaka verður miðuð við 36, 42 og 48 pör. Spiluð verður þreföld umferð í 3 riðlum. í síðustu um- ferð verður pörunum raðað í riðla eftir árangri fyrri umferða og aðeins pörin sem þá spila í A-riðli geta unnið til aðalverð- launa mótsins sem eru: 1. 3ja vikna ferð til Portoroz dagana 18. júní til 9. júlí. Inni- falið er flugfar báðar leiðir, hótelkostnaður og hálft fæði. Einnig er vinningshöfum frjálst að sækja fyrirlestra Belladonna að vild. Heildarverðlaun verð- launanna eru um 50.000 krónur. 2. Flugfar til Kaupmannahafn- ar. 3. 4.000 krónur. 4. 2.500 krónur. 5.1.200 krónur. Auk þessa verða veitt 2.500 króna aukaverðlaun þeim pörum sem ná hæstu skor í sfðustu um- ferð í B- og C-riðli. Einnig fá hæstu pörin gullstig. Þátttökugjald í mótinu verður 600 krónur á par. Spilarar geta skráð sig hjá Bridgesambandi íslands í síma 18350 til 24. apríl nk. Þeim bridgeáhugamönnum sem hafa hug á að sameina sól- böð og leiðsögn eins besta bridgespilara heims í sumar er bent á að hafa samband við Samvinnuferðir/Landsýn sem veita allar nánari upplýsingar um þessa ferð. Bridgefélag Selfoss og nágrennis Þegar tveimur umferðum er ólokið í aðalsveitakepnni félags- ins er staða sveitanna þessi: Stig: Sveit Sigfúsar Þórðars. 159 Sveit Þórðar Sigurðss. 148 Sveit Gunnars Þórðarsonar 125 Sveit Brynjólfs Gestssonar 122 Sveit Hrannars Erlingss. 115 Sveit Páls Árnasonar 85 Sveit Jóns B. Stefánssonar 68 Sveit Valeyjar Guðmundsd. 61 Sveit Sigga 48 Suðursveit 41 Sveit Ragnars Óskarssonar 40 Sveit Stefáns Garðarssonar 22 Laugardaginn 9. apríl fórum við til Hafnarfjarðar og spiluð- um þar við heimamenn á 7 borð- um. Keppt var um sér sjötta borðs bikar og öldungabikar á sjöunda borði, en á fimm fyrstu borðunum var keppt um sameig- inlegan bikar. Úrslit urðu þessi (Hafnfirð- ingar taldir á undan): 1. borð: 17 3 2. borð: 5 15 3.. borð: 15 5 4. borð: 11 9 5. borð: 4 16 Samtals 52 48 6. borð: 14 6 7. borð: 19 1 Hafnarfjörður vann því alla bikarana í þetta sinn, en við er- um staðráðnir í að hefna okkar að ári liðnu. lífðarinnar, handan trega og óbærilegrar sorgar. Bróðursonur minn Eilífur fæddist í Vestur-Berlín og dó þar. Hann ólst upp hjá ömmu og föður á íslandi til átta ára aldurs. Eftir það bjó hann í Berlín, en hugur hans var ætíð hér hjá föður sínum og ömmu. Hann var gimsteinn lífs þeirra. Eilífur var glaðvært, en samt alvarlegt barn, næmur og tilfinn- ingaríkur og afar vel af guði gerð- ur. Barnslundin einkenndist af gáska og hlýju og þannig berast Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. SS5SWSSS ' Með því að kaupa þennan poka, styrkið þið gott málefní. Söludagur er 16. apríl takið vel á móti söluPörnum. LIONS KLÚBBURINN lllTYR iMS Tómas Guðmundsson - Rit I-X Þjóðskáldið góða. Hinn mikli listamaður bundins og óbundins máls. Ljóð I — Ljóð II — Ljóð III — Léttara hjal — Myndir og minningar — Menn og minni — Æviþættir og aldarfar I — Æviþættir og aldarfar II — Æviþættir og aldarfar III — Æviþættir og aldarfar IV. Almenna bókafélagið, Austurstræti 18, sími 25544. — Skemmuvegi 36, Kóp. Sími 73055. ír Cá rvt vvaU r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.