Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 32
^/\skriftar- síminn er 830 33 pggttnMgtMfe S ^iglýsinga- síminn er 2 24 80 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Niðurstaða Orkustofnunar: Rafinagnsverð mun hærra án samninganna við ÍSAL Skýrsla, sem iðnaðar- ráðherra birtir ekki RAFMAGNSVERÐ til almennra notenda hefði verið mun hærra sl. áratug, ef Álverið í Straumsvík hefði ekki verið byggt og samningur gerður um orkusölu til þess. Ætla má, að rafmagnsverðið til almennra notenda hefði verið um 20% hærra. Þetta er niðurstaða greinargerðar, sem Orkustofnun tók saman fyrir Hjörleif Guttormsson. Iðnaðarráðherra hefur hins vegar ekki skýrt frá þessum niðurstöðum opinberlega. eftir því, að Orkustofnun gerði könnun á því hvert orkuverð Lands- virkjunar til rafveitna hefði orðið sl. áratug, ef álverið hefði ekki komiö til sögunnar. Niðurstaða Orku- stofnunar mun hafa verið afhent ráðherranum fyrir nokkrum vikum. Heimildir Morgunblaðsins gefa til kynna, að um 10 ára skeið hefði orkuverðið til almennra notenda orðið hærra án ÍSAL en eitthvað lægra á árunum 1979—1981. Iðnaðarráðherra mun hafa gefið Orkustofnun ákveðnar forsendur til þess að byggja þessa útreikninga á, en þær munu í stórum dráttum hafa verið þær, að virkjunarframkvæmd- ir hefðu verið með svipuðu sniði og orðið hefur, þ.e. að ráðizt hefði verið í Búrfellsvirkjun, en tímasetningar ef til vill aðrar. Hins vegar mun það vera mat kunnugra aðila, að það sé mikil bjartsýni að ætla, að hægt hefði ver- ið að ráðast 1 Búrfellsvirkjun á þeim tíma án orkusölusamningsins við ISAL. . að FLUTNINGASKIPIÐ Saóurland kom ( gær til Keflavfkur og þá var hafin upp- skipun á saltfiski, sem skipið flutti til Portúgal, en varð að koma með heim vegna selorma, sem fundust ( farmin- um. Sjá bls. 2: „Daufleg og þreytandi bið“. Ljíffln.: EFI Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun iðnaðarráðherra hafa óskað Sjópróf í dag í máli Einars Benediktssonar SJÓPRÓF í máli togskipsins Einars Benediktssonar BA 377 verða haldin eftir hádegi ( dag í Hafnarfirði. Varðskipið Ægir kom inn til Hafnar- fjarðar með skipið á hádegi í gær, eftir að skipstjórinn hafði rofið far- bann sem sýslumaðurinn á Patreks- firði hafði lagt á skipið að beiðni Siglingamálastofnunar og haldið til veiða frá Tálknafirði. Að sögn Guðmundar L. Jóhann- essonar, héraðsdómara í Hafnar- firði, barst um miðjan dag í gær formleg beiðni um það frá Sigl- ingamálstofnun að sjópróf yrðu haldin í málinu og bjóst hann við að af því gæti orðið í dag. Varðskipið kom að skipinu um klukkan 17.00 í fyrradag, um 17 inílur út af Blakk, og fóru varð- skipsmenn um borð og tóku stjórn skipsins í sínar hendur. Var skip- inu síðan siglt til Hafnarfjarðar og þangað var komið á hádegi í gær eins og fyrr sagði. Sjá myndir og viðtöl við skipherra varðskipsins, skipverja og Sigl- ingamálastofnun á bls. 18 í blað- inu (dag. Fimm fyrrverandi forsetar ASI f gær var móttaka að Hótel Sögu í tilefni 80 ára afmælis Hannibals Valdemarssonar hinn 13. janúar sl. Þar voru m.a. saman komnir núlifandi fyrrverandi forsetar Alþýðusambands íslands. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Kristján Örn Elíasson, tók þessa mynd af þessum gömlu verkalýðsforingjum í móttökunni. Þeir eru frá vinstri: Björn Jónsson, Helgi Hannesson, Hannibal Valdemarsson, Ilermann Guðmundsson og Guðgeir Jónsson. MorpnbUAiA/RAX Skipstjórinn á Einari Benediktssyni BA 377 nýkominn í land. 79 manns á vegum sov- éska sendiráðsins í Rvík í SOVÉSKA sendiráðinu á íslandi eru nú 37 starfsmenn og þar af 15 á þeim lista sem utanríkisráðuneytið ( Reykjavík gefur út yfir skráða stjórn- arerindreka erlendra ríkja. Auk þess eru hér 33 eiginkonur þessara starfs- manna, en sumar þeirra vinna einnig á vegum sendiráðsins. 9 börn þessa fólks dveljast einnig hér á landi. Alls eru þvf 79 manns tilheyrandi sovéska sendiráðinu í Reyjavík. Vegna nýlegra frétta um brottvís- un 47 Sovétmanna frá Frakklandi Rotterdam-markaður: Benzínverð hækkar um tæp 11% á 2 til 3 vikum Stórhækkun hefur orðið á olíumarkaðnum í Rotterdam undanfarnar 2—3 vikur, en þar áður hafði olíuverð lækk- að umtalsvert í kjölfar lækk- unar hjá framleiðendum hrá- olíu. Hinn 11. apríl sl. var skráð verð á bensíni í Rotterdam 290,75 doll- arar hvert tonn. Hafði hækkað úr 262,25 dollurum 23. marz, þegar verðið var lægst, eða um 10,8%. Gasolíuverðið hafði hækkað á sama tíma úr 231 i 253 dollara tonnið eða um 9,5%. Minni hækk- un varð á svartolíu, úr 181,75 ( 188,25 dollara tonnið, eða 4%. lét Capman Pincher, blaðamaður í Bretlandi, sem hefur kynnt sér njósnastarfsemi Sovétmanna á Vesturlöndum og ritað um hana bækur, hafa eftir sér að í sovéskum sendiráðum væri að jafnaði 60% starfsmanna njósnarar þjálfaðir á vegum KGB, öryggis- og njósnalög- reglunnar. Sé sú mælistika notuð ættu 22 af starfsmönnum sovéska sendiráðsins í Reykjavík að hafa fengið þjálfun hjá KGB. Á sínum tíma gaf John Barron út bók um KGB og birti þar iista með nöfnum manna sem tekist hefði að sann- reyna að væru í þjónustu KGB. í þeim hópi er Vladimir I. Prosvirnin, sem nú er fyrsti ritari og konsúll í sovéska sendiráðinu í Reykjavík. AP-fréttastofan hafði það eftir Pincher 7. apríl, að hlutverk KGB-mannanna væri meðal annars að undirbúa Jarðveginn fyrir skemmdarverk á flugvöllum og ratsjárstöðvum og fleira af þvf tagi ef til árásar kynni að koma“. Til samanburðar við fjölda starfs- manna ( sovéska sendiráðinu f Reykjavfk má geta þess, að starfs- menn islenska utanrfkisráðuneytis- ins á skrifstofum þess f Reykjavfk eru 26 og eru þá bifreiðastjóri og dyravörður taldir með. Þrír starfsmenn eru í sendiráði íslands í Moskvu. Hluti þýfis fannst í bíl sýslumanns Eskifirdi, 13. aprfl. Er sýslumaður Suður-Múla- sýslu, Bogi Níelsson, kom að bfl sínum í gær, tók hann eftir að handtaska sem hann ekki kannað- ist við, lá í bílnum. Við nánari skoðun reyndust ýmis verðmæti vera f töskunni. Kom í ljós að það var þýfi og varningur, sem stolið hafði ver- ið við innbrot f pöntunarfélag Eskfirðinga fyrir skömmu. Hef- ur innbrotsmaðurinn trúlega iðrast gerða sinna og valið þenn- an kost, þó óvenjulegur sé, aö skila mununum aftur. Þó munu fjármunir þeir er hurfu ekki hafa verið f töskunni, en kannski koma þeir sfðar. Hver veit? Ævar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.