Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 29 störfum meðal Vestur-íslendinga. Hann var forseti hins evangel- íska-lúterska kirkjufélags íslend- inga í Vesturheimi um langt skeið og ennfremur forseti Þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi. Hann hlaut að verðleikum ýmsan sóma fyrir störf sín. Heiðursdokt- or í guðfræði var hann gerður frá United College í Winnipeg árið 1953 einkum fyrir bók sína um lút- ersku kirkjuna í Kanada og árið 1977 var hann sæmdur sama titli frá Háskóla íslands fyrir ritstörf og annað framlag til kirkju- og menningarmála. Þá var hann og sæmdur stór-riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Séra Valdimar var mikilvirkur rithöfundur og liggja eftir hann ýmsar bækur og fjölmargar rit- gerðir í blöðum og tímaritum. Reit hann m.a. merka ferðasögu úr för sinni til Landsins helga 1961. Þá er nýlega komin út ævisaga hans og er það besta heimildin um fjöl- breyttan lífsferil hans. Það mun hafa verið ætlun séra Valdimars í fyrstu að hverfa aftur heim til íslands og starfa hér sem prestur. Það fór þó á annan veg. En aldrei slitnaði sú taug, sem batt hann við ísland. Ræktarsemi hans og sonartryggð var frábær. Tíu sinnum kom hann hingað til lands og ávallt lagði hann leið sína norður í átthagana. Hið mikla og vandaða bókasafn sitt, um 2.500 bindi, gaf hann héraðsskólanum að Reykjum í Hrútafirði árið 1977 og mun það reynast óbrotgjarn minnisvarði um drenginn unga sem braut sér leið til mennta og frama en hélt alla tíð órjúfanlega tryggð við æskubyggð sína. Dr. Valdimar var sífellt að afla sér fróðleiks með ýmsu móti og einkum var saga hans eftirlætis- grein. Hann talaði og ritaði ís- lensku með ágætum alla tíð og vald hans á enskri tungu vakti at- hygli. Þá hafði hann og gott vald á norsku og þýsku, enda þjónaði hann söfnuðum, þar sem fólk var fyrir af þessu þjóðerni. Hann var frábær ræðumaður bæði í prédik- unarstóli og á öðrum vettvangi. Fór þar saman sérstakur flutning- ur hans og málsnilld. Hann var orðhagur og framúrskarandi fundvís á eftirminnilegar líkingar, sem gáfu ræðum hans bæði dýpt og meitluðu þær í minni. Við fyrstu kynni gat séra Valdi- mar virst þungbúinn og jafnvel þurr á manninn. Kímnigáfu hafði hann skarpa, en kaldranalega á köflum og beita ef nauðsyn bar til. Við nánari kynni komu þó í ljós hinir sönnu eiginleikar hans. Fáa menn hef ég þekkt honum fremri um órofa tryggð, hjálpfýsi og vel- vild. Það eru og margir sem eiga honum og heimili hans að þakka einstaka aðstoð fyrr og síðar. Það er mikið þakkarefni við leiðarlok. Dr. Valdimar J. Eylands vann ævistarf sitt i þremur löndum og eftir hann liggur það mikla afrek að bregðast engu þeirra um trúmennsku í öllu því, sem honum var falið. En fyrst og fremst var hann þjónn í kirkju Krists. Ungur fann hann köllun til þeirrar þjónustu. Og þeirri köllun var hann trúr til hinsta dags. Kirkja íslendinga báðum megin hafsins kveður nú einn af sínum bestu sonum. Dr. Valdimar J. Eylands var einlægur trúmaður og innsta þrá hans var að boða söfnuðum sínum trú á Drottin Jesúm Krist hinn kross- festa og upprisna. Það gerði hann af djörfung og einlægni. Þann 12. ágúst 1956 flutti hann prédikun hér í Dómkirkjunni. Hann lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Umfram allt, minnist þess, að þér eruð sjálf á leið yfir hafið. Og þó að stormarnir geisi og ljósin slokkni, er ekkert að óttast. Ef þér eruð með Guði, mun hann ekki frá yður víkja. Trúið á Guð.“ Sjálfur er hann nú farinn yfir það haf, sem hylur sýn um stund. Við sendum eiginkonu, börnum og ástvinum samúðarkveðjur vestur yfir hafið og blessum minningu þá, sem við eigum sameiginlega. „Þó stormarnir geisi og ljósin slokkni, er ekkert að óttast. Trúið á Guð.“ Bragi Friðriksson Minning: Oddfríður Hákon- ardóttir Sœtre Fædd 4. júní 1904 Dáin 7. aprfl 1983 í dag er til grafar borin Oddfríður Hákonardóttir Sætre afasystir okkar. Við kynntumst henni ekki fyrr en hún var komin á efri ár. Hún hvarf ung út til Noregs til hjúkrunarnáms, en ílengdist, giftist og eignaðist fjöl- skyldu. Hún missti mann sinn og seinna dóttur sína líka. Ekki bar hún þennan mikla missi utan á sér þótt djúpt risti. Oddfríður var lífs- glöð kona, kjarkmikil og framsýn. Það sem heillaði okkur mest við hana frá fyrstu kynnum var hið jákvæða lífsviðhorf. Ekkert var ómögulegt eða vonlaust. Hún hreif fólk auðveldlega með sér og allir komust í gott skap við að hitta hana. Sérstaklega átti hún auðvelt með að umgangast unglinga. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar von var á henni í heimsókn til for- eldra minna. Oddfríður hafði yndi af að ferð- ast og ferðaðist mikið, bæði hér heima á íslandi og erlendis. Oft sagði hún skemmtilega frá ferðum sínum. Þá hafði hún ákaflega gaman af og vissi mikið um íþrótt- ir. Enda lét hún fátt framhjá sér fara í þeim efnum. Hún miðlaði bæði fróðleik og þekkingu en var um leið síspurul. Það er lærdómsríkt að fá að kynn- ast góðu fólki sem er vel gefið og hefur mikla lífsreynslu að baki og skaparinn hefur gefið góða heilsu og langa ævidaga. Oddfríður er nú farin í sína síð- ustu ferð. Við minnumst hennar með söknuði ánægjulegra kynna. Blessuð sé minning hennar. Bjarni Hákonarson, Hörður Hákonarson. Syng mig Hjem Syng mig hjem, hvis I kan, jeg vil dö i mil land, syng mig frem til mit hjem: Jeg vil dö i et syn av dets bláhvite bryn, av dets jord hos min mor. (Björnstjerne Björnson) í dag er til moldar borin Oddfríður Hákonardóttir Sætre. Hún lést úti í Lundúnum þann 7. apríl sl. eftir stutta sjúkrahúslegu þar í borg. Fædd 1. september 1910 Dáin 15. janúar 1983 Árstíðirnar verka misjafnlega á okkur, sem gistum þessa jörð. Hér á norðurslóðum verður koma vors- ins okkur flestum kærkominn gleðigjafi. Þeir eru þó til, sem sætta sig allvel við dimma daga, en þá getur læðst að manni sá grunur að eitthvað sé að sálarlífi viðkomanda, ef vorsins með yl og Oddfríður heitin vildi ótrauð og ákveðin freista þess að ganga und- ir mikla hjartaaðgerð, þótt hún nærri áttræð að aldri og af kröft- um þrotin vegna langvarandi sjúkdóms, trúlega vissi að þetta yrði hennar síðasta för. Hún var aldrei hikandi, konan sú, og ekki vantaði hana sálar- styrkinn og þessa bjargföstu trúarvissu, sem svo mjög einkenn- ir þá, er öllum hlutum taka með jafnaðargeði og æðruleysi. „Betra er að fara strax, ef það er Hans vilji, en að vera smásaman að fjara út.“ Það var henni og mikill styrkur, að náfrænka henn- ar, Gróa Salvarsdóttir frá Reykjarfirði við Djúp, fór með henni og annaðist hana svo sem hún framast gat til hinztu stund- ar. En hjá Gróu hafði Oddfríður búið siðustu ár ævi sinnar, þegar hún dvaldi ekki úti í Noregi. Þar áður hafði hún búið hjá Ragnheiði systur sinni, sem látin er fyrir nokkrum árum. Úti í Noregi lifði Oddfríður öll sín manndómsár og átti þar heim- ili um hálfrar aldar skeið. Oddfríður fæddist að Reykhól- um í Barðastrandarsýslu 4. júní 1904. Hún var yngsta barn hjón- anna Arndísar Þórðardóttur og Hákonar Magnússonar bónda þar. Hún ólst upp á mjög stóru og mannmörgu heimili og naut ást- úðar og umhyggju, en það var viss agi viðhafður í því uppeldi. Hún sagði mér seinna, að sér hefði betur og betur með árunum orðið ljóst hve slíkur uppeldismáti væri farsæl undirstaða hamingju og velferð sérhverrar manneskju. Hún var tápmikil og skapið heitt eins og reyndar hjá flestöll- um systkinum hennar, sem voru mörg og báru sterkan svip kjarn- mikilla foreldra sinna. Nú er að- eins Kristinn Hákonarson fyrrv. yfirlögregluþjónn i Hafnarfirði lifandi af þeim Reykhólasystkin- um. Tæplega tvítug fór Oddfríður í hjúkrunarundirbúningsnám að Vífilstöðum og ári síðar til Noregs að læra hjúkrun. Þá var í Noregi Magnús bróðir hennar við bú- fræðistörf og gat liðsinnt systur sinni næstu árin, því hann dvaldi um fimm ára skeið í Noregi. Mikið sagðist Oddfríður hafa metið þessa aðstoð bróður síns. Með birtu verður ekki tilhlökkunar- efni. Það er staðreynd, að við fáum misjafnar vöggugjafir og sumir öðrum fremur ávaxta allt það besta og verða sem vorkoman, strá birtu og yl í kringum sína nánustu og aðra, sem þeir umgangast. Dóra var ein af þeim. Er hinni opinberu starfsævi er lokið getur stundum komið tíma- þeim var enda alla tíð náinn kær- leikur. Oddfríður vann síðan við líf- starf sitt, hjúkrunina, á nokkrum stöðum í Noregi, Ósló, Þrándheimi og loks í Álasundi. Árið 1939 giftist hún Paul Sætre, yfirmanni Rafveitu Ála- sunds. Paul Sætre var rólegur maður að eðlisfari, mikill per- sónuleiki og greindur vel og um margt fróður. Hann var vellátinn og honum voru falin margskonar trúnaðarstörf í heimabyggð sinni Álasundi. Ekki fór framhjá neinum, sem þekktu þau hjón, að jafnræði var á með þeim og unun að kynnast þeirri gagnkvæmu virðingu, sem þau báru í brjósti hvort til annars. Það var mér mikil skólun að njóta þess að fá að dvelja hjá þeim um stund í nokkur skipti. Fyrir það skal nú þakkað af alhug. Þau hjónin eignuðust aðeins eina dótt- ur, sem dó mjög ung eða ekki fullra tíu ára. Þessi dótturmissir varð þeim vitanlega ólýsanlegur harmur, en þessi sára lífsreynsla tengdi þau enn sterkari tryggða- böndum en áður. Oddfríður starfaði mikið að líknar- og hjúkrunarmálum sem áður sagði. Hún var iðulega full- trúi íslands við hvers konar sam- komur og mannfagnaði. Hún var óþreytandi í að kynna land sitt og vera því sem mest til sóma. Hæst bar í minningu hennar heimsókn fyrrv. forseta íslands Ásgeirs Ásgeirssonar og frú Dóru Þórhallsdóttur til Noregs og þá þau komu til Álasunds og Oddfrið- ur fékk að leggja sinn skerf til þess mannfagnaðar með því að bil, sem fólk einangrast um of og verður í meiri þörf en áður fyrir birtu. Dóra kom svo sannarlega með birtu og gleði, þegar hún kom í heimsókn á Suðurgötu. Hlýleg orð og elskuleg framkoma voru henni eðlislæg og það svo, að að- standendur þeirra, sem hún heim- sótti, fóru að treysta á að Dóra kæmi að vitja þeirra. Ég man eftir Dóru sem ungri glæsilegri konu, giftri einum af mínum gömlu kennurum. Þá var ég of ung til þess að skilja, að það var engin miðlungs eiginkona er bjó kennara mínum heimili. Árin líða og við nemendur míns gamla kennara erum búin að flytja snjallt ávarp til gestanna á sinni þróttmiklu islensku. Menn gleymdu því ekki strax hve mikil reisn og gneistandi ætt- jarðarást ljómaði af henni Oddfríði í það skiptið. Vitanlega eignaðist Oddfríður marga vini og góðkunningja í Ála- sundi eftir að hafa búið þar í yfir fjóra áratugi. Ég veit með vissu að þetta fólk mat hana mikils. Ekki get ég stillt mig um að nefna hér tryggðatröllið Ingeborg Johansen, yfirhjúkrunarkonu í Álasundi, sem var náin vinkona Oddfríðar og bjó með henni í fjölda ára. Síðustu árin kom hún oft í heimsókn til Oddfríðar hingað til íslands, án þess að gera boð á und- an sér frá Noregi. Rétt eins og þetta væri að skreppa á milli bæja hér innanlands. Þetta gerði Inge- borg þegar hún vissi að Oddfríður hafði mesta þörf fyrir uppörvun í veikindum sínum. Þær systur Ragnheiður og Oddfríður áttu mikið saman að sælda seinni hluta ævinnar. Þær voru mjög samrýmdar og dvöldu langtímum hjá hvor annarri, ýmist í Noregi eða á íslandi. Þegar Ragnheiður systir Odd- fríðar féll frá tók Gróa dóttir hennar upp merkið og veitti Odd- fríði skjól og athvarf í ellinni. Það veit ég, að Oddfríður mundi vilja biðja mig að færa henni ást- arþakkir fyrir. Sjálf var hún frændrækin og mat Gróu mikils og alla hennar fjölskyldu. Nú er horfin af sjónarsviðinu enn ein aldamótamanneskjan sem mikill sjónarsviptir er að. En minningin um stórbrotna persónu lifir. Mættum við öll læra af ævisögu slíks mannræktarfólks sem Oddfríður tilheyrði og taka okkur líf þess til fyrirmyndar. Ég sendi öllum ættingjum og vinum samúðarkveðjur frá móður minni, mér og fjölskyldu minni um leið og ég bið þess að minning- in um sæmdarkonuna Oddfríði Hákonardóttur Sætre megi lengi í heiðri höfð. Það getur varla farið betur en fá norska skáldjöfurinn Björnstjerne Björnson til þess að hafa síðasta orðið í þessari minningargrein eins og ég leyfði mér að láta hann byrja hana. Syng mig hjem 3. vers Syng mig hjem, hvis I kan, jeg vil dö i mit land: Lad min sans fá litt glans av dets böjfjell og hav, syng mig hjem til en grav i dets jord hos min mor. (Björnstjerne Björnson) Hákon Magnússon stofna okkar eigin heimili, og nú skiljum við margt betur, er við upplifðum sem börn og unglingar. Eg rifja hér upp eitt vorkvöld í heimabæ mínum. Dóra og Hálf- dán voru ásamt glöðum bæjar- búum að fagna góðum árangri Svananna á liðnum vetri. Á þess- um árum var kennari minn á kafi í bæjarmálum og öðrum málum, sem voru honum kær. Og þar var heimilið ekki síður en skrifstofan vettvangur þessara umsvifa. Skyldi maður nú ætla að þægi- legra hefði verið að þiggja boð annarra en fylla stofuna á miðri nóttu af veizluglöðu fólki. Nei. Hálfdán sagði: Dóra á eitthvað í svanginn handa okkur. Jú, það var rétt, við vorum svo sannarlega velkomin. Þau voru höfðingjar heim að sækja, og það var ekkert vafamál, að Hálfdán naut mann- kosta Dóru oftar en þessa björtu vornótt, er ómar Svanasöngs bár- ust út um glugga á.Sunnubraut. Nú eru þau bæði horfin langt fyrir aldur fram, en fjögur börn þeirra og aðrir, er þeim voru kær- ir, munu heiðra minningu þeirra um ókomin ár. Ég vil með þessum síðbúnu lín- um þakka Dóru af alhug allar heimsóknir og tryggð, er hún sýndi foreldrum mínum. Blessuð sé minning Dóru og Hálfdáns. Sigríður S. Sigmundsdóttir Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Dórothea Erlends- dóttir — Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.