Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 7 Flóamarkaður ársins! Félag einstæöra foreldra heldur flóamarkað í Skeljanesi 6 (leið 5 hefur endastöö viö húsiö) laugardag 16. og sunnud. 17. apríl frá kl. 2—5. Þar veröur á boðstólum allt milli himins og jarðar; gam- all tízkufatnaöur af öllu tagi og öllum stæröum og gerð- um, húsgögn, m.a. barnarúm, sófar, kommóður, borð, svefnbekkir, gömul saumavél (í lagi) einnig nýr fatnaður á unga sem aldna, bækur, skrautmunir og hvers kyns gúrn. Allt á spottprís. Félag einstæöra foreldra. TS'iQiimat ka ?ufinrt ifTtl ^f-tcttlíýotu ! - - IS GALANT G.L. 1982 Hvítur ekinn 9 þús. Útvarp og mquI- band. Sem nýr bíll. Verð 215 þúa. PEUGEOT 504 1980 L|ósblár akinn 44 þúa. Sláltaklptur. Ot- varp og aaguftand. Varö 165 þúa. SUZUKI ALTO 800 1981 Brúnn eklnn 26 þús. Sn|ö- og aumar- dekk. Verð 115 bús. MAZDA 626 COUPE 2000 1980 GuD sanz eklnn 43 þús. 5 gfra, útvarp, segulband, grjótgrind og sflsallstar. Verö 150 þús. Ath.: Vantar nýlega bíla á staöinn. Sýningarsvæði úti og inni. MAZDA 323 SALOON 1981 Rauöur eklnn 26 þús. 1500 vél. Snjó- og sumardekk. Útvarp og segulband Verö 160 þús. TOYOTA CARINA D.L. Blár aklnn 10 þús. Útvarp. Varö 220 þúa. VOLVO 244 G.L. 1981 Ljósblár akirm 30 þús. Sjállsklptur A6- stýrl. útvarp og segutband. Varö 295 þús. SAAB 99 E.M.8.1978 Rauöbrúnn ekinn 100 þús. Útvarp. Varö 145 þús. SUBARU 1600 4x4 1961 Rauöur eklnn 30 þús. Útvarp og segul- band. Verö 195 þús. Veröbólgu ráðherrann og Hitaveitan Tómas Árnason, verðbólguráðherra, rauk upp á nef sér í Tímanum í gær út af fjárhagsvanda Hitaveitu Reykjavíkur og segir að það sé „frekja og taumleysi" aö ætla aö bregðast við honum. Hitaveitan sé ekkert of góð til að taka erlend lán! En spyrja má: Hvers vegna eru ráðherrann og Framsóknarflokkurinn svona mikið á móti því að Hitaveita Reykjavíkur sé skynsamlega rekin? Af hverju er þeim svona mikið kappsmál að koma fyrirtækinu og notendum þess á kaldan klaka í bókstaflegum skilningi? Okurstefna þessara manna í hitunarkostnaði úti á landi verður ekki réttlætt með því að Hita- veita Reykjavíkur verði sett á hausinn — eða hvað? Þá fyrst alvarlegt atvinnuleysi Svarthöfði segir meðal annars í fyrradag: „En um það bil sem at- ómsprengjunni hefur verið fullriðinn hnúturinn í um- rsðunni, byrja bæði fram- sókn og allaballar að kyrja nýjan söng yfir kjósendum. Það er söngurinn um at- vinnuleysið. í málgögnum þessara flokka og á mann- fundum er sungið um yfir- vofandi atvinnuleysi — ef íhaldið nái umtalsverðum kosningasigri. Þessi um- ræða er svo marklaus og beimskuleg, að hún minnir um margt á sönginn um at- ómsprengjuna hans Ólafs Ragnars og fréttamannsins fáfróða. Atvinnuleysi alla- balla og framsóknar verður fyrst alvarlegt, fái þessir tveir flokkar að stjórna áfram. Þetta er öllum Ijóst, sem eitthvað vita um ástand efnahagsmála um þessar mundir. I hundrað og tíu prósent verðbólgu með samsvarandi hækkun lánsfjárkostnaðar er alveg Ijóst, að hvert einasta fýrir- tæki í landinu fer annað hvort á hausinn eða verður að draga svo úr starfsemi sinni, að ekki verður um neinn atvinnurekstur að ræða.. “ Undir þessi ummæli Svarthöfða skal tekið. Sú stefna sem framsóknar- menn og kommúnistar boða nú fyrir kosningar er ekki annað en framhald á þeirri 100% verðbólguvit- leysu sem hefur einkennt störf og stefnu núverandi ríkisstjórnar og atvinnulíf- ið verður ekki eflt með 100% vitleysu í lands- stjórninni, þvert á móti er og hefur verið undan því grafið. Tómas og Reykjavík Þegar Verðlagsstofnun undir pólitískri forsjá Tóm- asar Arnasonar, viðskipta- ráðherra, hafði gert hverja vitleysuna eftir aðra í sam- skiptum við Reykjavíkur- borg vegna fargjalda Strætisvagna Reykjavíkur og vakið var máls á því að Framsóknarflokkurinn og Tómas Arnason bæru póli- tíska ábyrgð á þessum ax- arsköftum féll allt í dúna- logn og ekki hefur frést af því að rannsóknarlögregl- an hafi kallað á forsvars- menn Reykjavíkurborgar til yfirheyrslu. Nú hefur borgarráð Reykjavíkur samþykkt hækkun á gjaldskrá Hita- veitunnar. Davíð Oddsson, borgarstjóri, efndi af því tilefni til blaðamannafund- ar og skýrði með skýrum dæmum og rökum frá ástæðum þessarar sam- þykktar borgarráðs. Ein- kenndist málflutningur hans af þeirri hreinskilni sem setur svip á störf meirihluta sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn. Eins og við var að búast beið Tómas Árnason, verð- bólguráðherra, ekki boð- anna, hann segir í Tíman- um í gær af þessu tilefni: „Mér finnst framferði núverandi borgarstjórn- armeirihluta einkennast af frekju og taumleysi í þess- um málum. Ég er fylgjandi því að taxtar hitaveitunnar séu þannig að hún beri sig. En ég tel ekkert nauðsyn- legt að hitaveitan eigi alltaf það mikið eigið fé aö hún þurfí aldrei að taka lán til framkvæmda. Yfírleitt hef- ur mér fundist málflutning- ur þeirra hjá Hitaveitu Reykjavíkur og Reykjavík- urborgar I sambandi við hitaveituna alltaf vera litaður f pólitík og stjórn- arandstööu frekar en að ræða málin málefnalega." I>essi ummæli Tómasar Árnasonar eru dæmigerð fyrir þaö viðhorf sem ein- kennt hefur stjórn lands- mála hjá framsókn og kommúnistum og Svart- höfði segir að leiða muni til hins versta atvinnuleysis: Tómas, verðbólguráðherra, neitar að taka mið af stað- reyndum, hann byrjar strax pólitískt skítkast og vill frekar að tekin séu er- lend lán til Hitaveitunnar en gerðar ráðstafanir til að hún geti staðið á eigin fót- um. I Stjórn verð- lagsmála Siðan í febrúar 1980 hef- ur Tómas Árnason farið með yfírstjórn verðlags- mála í landinu. Eins og áð- ur sagði er það á pólitíska ábyrgð hans sem verðlags- stjóri ákvað að siga rann- sóknarlögreglunni á stjórn- endur Reykjavíkurborgar vegna fargjalda strætis- vagnanna. Um tíma var Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra og kynntist þar af eigin raun í hverju það starf er fólgið en frá 1956 hafa vinstrimenn setið f þessu embætti og stað- reynd er að formaöur verð- lagsráös, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, tekur engar ákvarðanir um meiri háttar mál án þess að vita nákvæmlega um eða hafa að minnsta kosti hugmynd um afstöðu síns pólitíska yfírmanns, við- skiptaráðherrans. Vegna ráðherrareynslu heldur Svavar Gestsson því nú fram hvað eftir annað að Tómas Árnason hafi brugð- ist í aðhaldssemi sem yfír- verðlagsstjóri, verðbólgan sé því honum og Fram- sóknarflokknum að kenna. Þessi kenning Svavars um að með verðlagslöggjöf sé unnt að ráöa við verðbólg- una er svona álíka mikil fírra og hitt að ætla að láta rannsóknarlögregluna vinna bug á veröbólgunni eða vinna sigurinn með þvi að lögbinda niðurtalning- una. En hitt er Ijóst að Tómasi Árnasyni tekst ckki að skjóta sér undan ráðherraábyrgð með því að hrópa slagorð gegn Hita- veitu Reykjavíkur. Kirkjur á landsbyggöinni Ferming Ferming í Árbæjarkirkju, Holta- hreppi, sunnudaginn 17. aprfl. Prest- un Auður Eir Vilhjálmsdóttir sókn- arprestur. Fermd verða: Jón Bergsson, Lyngási. Ragnheiður Pálsdóttir, Lækjarbraut 3, Rauðalæk. Valgerður Lára Runólfsdóttir, Syðri-Rauðalæk. Þórarinn Birgir Þórarinsson, Litlu-Tungu. Ferming í Keldnakirkju á Rang- árvöllum 17. aprfl kl. 14. Prestur: Sr. Stefán Lárusson. Fermd verða: Höskuldur Örn Lárusson, Hólavangi 7, Hellu. Ingibergur Ingvarsson, Geldingalæk, Rangárvallahr. Þór Þorsteinsson, Kornbrekkum, Rangárvallahr. Brynja Rúnarsdóttir, Svínhaga, Rangárvallahr. Fermingarbörn f Eskifjarðar- kirkju 17. aprfl, kl. 10. Anna K. Ragnarsdóttir, Strandgötu 7b. Arnar Þór Jónsson, Túngötu 10. Bentína Gylfadóttir, Réttarstíg 1. Bjartmar T. Hrafnkelsson, Fögruhlíð 9. Bogi Nils Bogason, Lambeyrarbraut 4. Brynjar Rafn Ingvason, Bleiksárhlíð 45. Dagmar ósk Atladóttir, Fögruhlíð 17. Dagmar Sigurðardóttir, Bleiksárhlíð 53. Egill Guðni Guðnason, Hlíðarendavegi 3. Elísabet ólöf Ásbjörnsdóttir, Strandgötu 15a. Elísabet Kristjánsdóttir, Bakkastíg 3b. Eva Vala Guðjónsdóttir, Bleiksárhlíð 58. Gréta Björg Grétarsdóttir, Strandgötu 81. Guðný Þórdís Jónsdóttir, Fossgötu 7. Hjalti Elís Einarsson, Steinholtsvegi 13. Helga Þuríður Ingvarsdóttir, Hlíðarendavegi 4. Hulda Kristín Oladóttir, Túngötu 2. Helena Rósalind Bjarnadóttir, Strandgötu 75a. Ingibjörg Bjarnadóttir, Strandgötu 75a. Jón Steinsson, Hátúni 7. Karl Heimir Búason, Bleiksárhlíð 21. Katrín Regína Rúnarsdóttir, Strandgötu 3. Kristjana Mekkin Guðnadóttir, Hlíðarendavegi 4a. Leifur Bremnes, Strandgötu 7a. Pálína Hildur ísaksdóttir, Bleiksárhlíð 39. Þórir Karl Jónasson, Strandgötu 69. Þorsteinn Snorrason, Bleiksárhlíð 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.