Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáti: Diner. Leikstjóri og höfundur handrits: Barry Levinson. Framleiðandi: Jerry Weintraub. Stjórn myndatöku: Peter Sova. Tónlist: Bruve Brody og Ivan Kral. Bílar frá Antique Motor Club of Greater Baltimore, og Steel Wheel’n OITruck. Sýnd í Nýja bíó. Heldur hafa mér nú fundist páskamyndir kvikmyndahús- anna að þessu sinni rista grunnt. Þar er varla að finna bitastætt verk utan kvikmyndarinnar „Missing" sem sýnd er í Laugar- ásbíói. (Hér er að sjálfsögðu Vinirnir fimm sem um ræðir í myndinni. Umskipti í vændum undanskilin páskamynd Austur- bæjarbíós; A hjara veraldar. Frumsýning ísienskrar myndar er vissulega alltaf stórviðburð- ur). En eiga páskamyndir kvikmyndahúsanna eitthvað fleira sameiginlegt utan að hefj- ast ekki upp af flatneskjunni, jú — þær eru flestar framleiddar í Hollywood. Eru menn virkilega búnir að gleyma því að fram- leiddar eru kvikmyndir víðar en í Kaliforníuríki í Bandaríkjun- um? Að nú er að vaxa úr grasi á fslandi kynslóð sem hefir á viss- an hátt víðari menningarlega sýn en fyrri kynslóðir. Kynslóð sem vegna aukinnar almennrar menntunar og bættrar sjón- menningar hefir ef til vill áhuga á að sjá kvikmyndir frá Evrópu ekki síður en frá Kaliforníu. Kynslóð eftirstríðsáranna trúði á „ameríska drauminn" og flykktist í bíó til að viðhalda tálsýninni. Sjálfir hafa Banda- ríkjamenn ráðist í ræðu, riti og kvikmynd gegn þessari draum- sýn, sem Benjamín Franklín grundvallaði á sínum tíma. Bandarískar kvikmyndir hafa raunar á síðustu árum orðið raunsæjari og líkst sífellt meir evrópskum kvikmyndum. Þess vegna held ég að nú sé grund- völlur fyrir því að velja til sýn- inga hér á landi það skástazaf kvikmyndaframleiðslu hins vest- ræna heims hvort sem sú fram- leiðsla kemur frá hinni sólríku vesturströnd Bandaríkjanna eða frá gömlu góðu Evrópu. Annars ætla ég ekki frekar að fjalla um páskamyndir kvik- myndahúsanna í þessari grein en víkja að páskamynd Nýja Bíós að þessu sinni. Þessi páska- mynd, sem nefnist á frummálinu „Diner", hefir nokkra sérstöðu að því leyti að hún birtist ekki í bíóinu fyrr en eftir páska. Hvað um það þá fjallar mynd þessi um fimm vini sem búa í Baltimore. Lýsir myndin sambandi hinna ungu manna á þeirri stundu er hjónabandið og þar með alvara lífsins kveður dyra. Tekst leik- stjóranum og handritahöfundin- um, Barry Levinson bærilega að lýsa þeirri upplausn sem grípur um sig í vinahópnum er einn þeirra ákveður að láta slag standa og stökkva í hjónabands- gryfjuna. En þetta eru ungir strákar og vart tilbúnir að læsa sig innan fjögurra veggja fjöl- skyldulífsins. Hygg ég að mynd þessi gæti átt erindi til þeirra karlmanna sem hyggja á hjóna- band áður en grön sprettur. Slíkt kann oft ekki góðri lukku að stýra; því það er nú stundum svo að ástin skolast burt með upp- þvottaleginum. Nú kann lesandinn að spyrja: Yfir hverju er maðurinn að kvarta, er hér ekki á ferð prýðis páskamynd þótt hún sé fram- leidd í Hollywood? Vissulega er lýsing Barry Levinson á tíma- mótunum í lífi vinanna nærfær- in en það skortir áherslumuninn að myndin hefjist til flugs. Ég held að ástæðuna sé að finna í aðalstefnu MGM/ United Art- ists samsteypunnar. Það hefir einfaldlega ekki verið nægilegt fjármagn tiltækt þegar myndin var á teikniborðinu. Leikstjórinn neyðist því til að grípa til nær- myndatöku — en siík mynda- taka hefir orðið sífellt meir áberandi í bandarískum kvik- myndum síðari ár. Ástæðuna tel ég vera þá að það skortir fjár- magn til að byggja hinar marg- ræðu sviðsmyndir sem báru uppi stórmyndir fyrri tíma. Sumir kvikmyndafræðingar myndu sennilega telja ástæðuna fyrir hinni auknu áherslu á nærmynd í bandarískum kvikmyndum, aukinn áhuga þarlendra á sál- arlífi leikpersóna. Má vera að sú skýring sé gild; en of mikið má nú af öllu gera. Það er ekki enda- laust hægt að skemmta sér við að horfa framan í fólk. Sýning Hjörleifs Sigurðssonar Myndlíst Valtýr Pétursson í Listasafni Alþýðu stendur nú yfir sýning á verkum Hjör- leifs Sigurðssonar. Þarna eru olíumálverk, vatnslitamyndir, krítarmálverk og teikningar. Þarna eru ný verk eftir Hjörleif og munu þau unnin á seinustu þremur árum, en tvö verk eru allt frá 1976. Það er heldur ekki langt liðið frá seinustu sýningu Hjörleifs hér heima, en hann hefur dvalið með annan fótinn í Noregi hin síðari ár. Hjörleifur hefur stundað myndlist um langt árabil og hef- ur fyrir löngu öðlast þann svip í myndgerð sinni, sem honum er eðlilegur og einkennandi fyrir hinn vandaða listamann, sem Hjörleifur er. Það er mjúkur tónn í flestum þessara verka og Ijóðrænn, á stundum bregður fyrir rómantískum köflum sem Hjörleifur túlkar á mjög per- sónulegan hátt í meðferð á fyrir- myndum úr náttúrunni. Fyrir- myndir hans eru aðallega úr heimahögum, en einnig hefur hann orðið snortinn af umhverfi Noregs, og sum verka hans eiga sér rætur þar. Yfirleitt byggir Hjörleifur myndir sínar á ein- faldan og hressilegan hátt. Hann heldur litum sínum í skefjum og verður heillaður af einstaka augnablikum í lofti og á láði. Það er ekki eftirhermur af landslagi sem við blasa á þessari sýningu, heldur áhrif, sem málarinn kem- ur fyrir á myndfleti. Hann not- færir sér vatnsliti á líkan hátt og litina í olíumyndum sínum, og krítarmyndir hans sverja sig einnig í þann persónulega far- veg, sem er Hjörleifi svo eðli- legur. Ég fæ ekki betur séð en Hjörleifur vinni út frá sömu for- sendum í þessum nýju verkum og hann gerði hér á árum áður, en hann var hvað harðastur í abstrakt myndum sínum og það mætti fullkomlega halda því fram hér, að enn einu sinni sannist, að stíllinn hefur ekki úrslitavaldið, heldur er það ætíð hinn mannlegi kraftur hvers og eins, sem máli skiptir. Það skipt- ir enginn listamaður um per- sónuleika, það er meðfætt og verður ekki falið. Þannig verður öll myndlist ætíð nátengd þeim, er hana skapar, og stíll aðeins stundarfyrirbæri, sem fellur að hug hvers og eins. Hjörleifur Sigurðsson hefur fyrir löngu mótast sem málari og þær myndir sem einna mest sitja í huga mér að þessu sinni eru: Nr. 6,15, 41, 55 og mynd sem nefnist TRANBY og er utan skrár. Það mætti minnast á fleiri verk á þessari sýningu, en engar stökkbreytingar hafa átt sér stað hjá Hjörleifi, síðan hann sýndi hér síðast. Þessi sýn- ing er hressileg í heild og vinnur á við kynningu. Þannig hefur það ætíð verið með verk Hjör- leifs og þannig er það enn. Það eru tæp 60 verk á þessari sýn- ingu og ég held að ekkert af þeim hafi komið fyrir almennings- sjónir áður. Síðustu árin hefur Hjörleifur einvörðungu helgað sig myndlist, og hér blasir árangurinn við. Það var ánægju- legt að sjá þessi verk. Ingunn er Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Ingunn Gylfadóttir Krakkar á krossgötum Einsdæmi „Born við erum ekki lengur, og þá ekki heldur stór, svona eitthvad hér um bil og mitt á miili. í þad yngsta til ad elska, alltof gömul til aó slást, og vid megum ekki heyrast eda sjást.“ Þannig syngur Ingunn Gylfa- dóttir í lagi Danans Gunnars Geertsen við texta Óskars Ingi- marssonar á nýlegri plötu sinni Krakkar á krossgötum. í raun má segja, að þetta textabrot sé innihald efnis plötunnar í hnotskurn. Hér er verið að fjalla um unglinga á erfiða skeiðinu frá sjónarhorni unglinganna sjálfra og að mínu mati tekst það mjög vel oft á tíðum. Krakkar á krossgötum er plata, sem vert er að veita at- hygli. Hún er um margt mjög sérstök og vel gerð þótt stundum finnist manni blærinn vera dá- lítið gamaldags. En hver er svo ekki til í að fá dálitla tilbreyt- ingu frá „sándi" nútímans af og til? Ingunn Gylfadóttir er ekki nema 14 ára gömul og því á svip- ekki í vafa uðu aldursskeiði og þeir ungl- ingar, sem um er fjallað í text- unum. Hún hefur kannski ekki neina óperurödd, en notar rödd sína út í ystu æsar og tekst vel upp. Ofgerir sér hvergi og texta- framburður hennar er lýtalítill. Lögin á þessari plötu eru öll dönsk að uppruna og bera frændum okkar Dönum gott vitni. Greinilegt að þeir eiga gnótt góðra laga, sem sjaldan fara lengra en út um gluggann. Það eru hins vegar ekki síður textarnir á þessari plötu sem vekja athygli. Mikil natni hefur verið lögð við að gera þá sem allra best úr garði og vissulega eiga þeir erindi til ungliiiganna, krakka á krossgötum. Hljóðfæraleikur á þessari plötu er allur mjög til fyrir- myndar og þá hefur að mínu viti tekist einkar vel til með hljóð- blöndun og lokaútkomu „sánds". Báðir þessir þættir eru vel fyrir ofan það meðallag sem íslenskar plötur hafa tekið mið af til þessa. Besta lag þessarar plötu er án efa Vonir og þrár. Þar er bæði grípandi laglínu og góðan texta að finna saman. Lögin sem að mínu mati standa þessu næst eru öll á hinni hlið plötunnar. Andaborg og Léreftskjóllinn eru bæði mjög góð og Kveðja til Klöru (Kim Larsen) og Sumarfrí eru einnig mjög frambærileg. Ein í betri Hljóm- plntur Finnbogi Marinósson Björgvin Gíslason Örugglega Steinar 065 „Þriðja sólóplata Björgvins og örugglega ein besta plata árs- ins,“ segir í auglýsingu útgef- anda um nýjustu plötu Björgvins Gíslasonar, Örugglega. Þetta er ef til vill aðeins of djúpt I árina tekið, en þó nærri lagi. Síðasta plata sem hann sendi frá sér, „Glettur", lofaði góðu. Á henni er að finna mjög gott efni en á milli dettur hún niður í ekki neitt. Þegar hefur verið hlustað nokkrum sinnum á „Örugglega" kemur í ljós að hún er örugglega betri. Hún er til að mynda miklu heilsteyptari en „Glettur". Á plötunni eru 11 lög og eru þau öll eftir Björgvin. Af þessum ellefu lögum semur Bjartmar Guðlaugsson texta við sex og einn er eftir Sigurð Bjólu. Önnur lög eru án söngs. Allur gítar er í höndum Björgvins auk þess sem hann syngur og grípur í hljóm- borð. Honum til aðstoðar er Ás- geir „Stuðmaður og Þursi" ósk- arsson en hann sér um allan ásl- átt auk þess sem hann spilar á bassa. Þriðji hljóðfæraleikarinn er Pétur Hjaltested en hann syngur og leikur á hljómborð. Auk þeirra kemur við sögu söngkona Tappa tíkarrass og syngur hún I einu laganna. Fyrri hliðin hefur sex lög að geyma og verður hún að teljast mjög vel heppnuð. Fyrsta lagið hefur þegar öðlast nokkrar vins- ældir, „L.M. Ericson" heitir það og er gott grípandi léttpoppað rokklag. Mest hissa varð ég á hvað rödd Björgvins fellur mjög vel að laginu og reyndar öllum lögunum þar sem hann sér um sönginn. Hann er ekki góður í þeim skilningi en samt má nota það orð þar sem annað betra er ekki við hendina. Gítarsóló í „L.M. Ericson" er smekklegt og sándið á gítarnum gott. „Voco- der“-notkunin á sennilega að vera til að ná fram áhrifum sím- ans og sem slíkt heppast það mjög vel. Hinsvegar hefur það valdið því að einhver sagði lagið vera lélega stælingu á „Five Mil- es Out“ (Mike Oldfield). Kannski á svona lagað einhvern rétt á sér en frá mínum sjónarhóli er það kantinum hart að ef einhver lítið notaður hlutur er notaður af einhverjum, með góðum árangri, þá megi enginn annar nota sama hlut án þess að vera ásakaður um stæl- ingu. „í takt við tímann" er ágætis lag en ekki eins skemmti- legt og „Tjútt". Þar er ekki sung- ið og gítarinn þræl-góður. Hann er smekklegur, hreinn og tvinn- ast sérleg skemmtilega orgelleik Péturs. Ekki er næsta lag verra, „Lukkutröll". Án þess að vera að gera á hlut nokkurs þá held ég að þetta sé eitthver skemmti- legasti og besti dægurlagarokk- ari sem út hefur komið á íslandi í langan tíma. Enn er það söngur Björgvins sem heillar og vinnur hann skemmtilega á. Textinn er smellinn, sem og allir hinir text- arnir, og fellur vel að rödd Björgvins og laginu. Síðan en ekki síst er það gítarsólóið. Hreint afbragð sem sýnir að Björgvin er engu að gleyma þótt árin færist yfir. „Hetjudraum- ur“ heitir næsta lag sem rennur undir nálina. Einhvernveginn finnst mér þetta lag ekki passa inn í heild- arsvip plötunnar. Aftur á móti er lokalag hliðarinnar afbragðs endir fyrir hliðina. Það er rólegt og gítarleikur Björgvins fær að njóta sín út í yztu æsar. Vel gert. Fyrr í greininni var „Lukku- tröllið" lofað upp í skýin. Raunar má endurtaka það þegar fyrsta lag seinni hliðarinnar hljómar, „Afi“. Það er sungið af söngkonu Tappa tíkarrass, Björk Guð- mundsdóttur. Hún er hreint frábær stúlkan og hér sameinast allt sem platan býður upp á. Góður hljómfæraleikur, frábær söngur og smellinn texti. Næsta lag er líka mjög gott. „Xyloph- one“ heitir það, en ég get ekki munað hvaðan laglínan kemur. Þau lög sem á eftir koma eru öll góð en rísa ekki eins hátt og t.d. tvö fyrstu lögin. Bestu lög plöt- unnar eru Xylophone, Afi, Lukkutröll og Tjútt. Að síðustu verður að geta um- slags plötunnar. Það er hreint afbragð. Framhliðin sérstök og smekklega frá henni gengið. Og á bakhliðinni er öllum nauðsyn- legum upplýsingum komið mjög haganlega fyrir og frágangur hinn besti. Það er gleðiefni að loksins sé fundinn maður sem hefur tilfinningu og áhuga á því sem hann er að gera og vonandi heldur hann áfram á sömu braut. Til hamingju Sveinbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.