Morgunblaðið - 15.04.1983, Side 3

Morgunblaðið - 15.04.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 3 Peysufatadagur Verzlunarskólanema Peysufatadagur Verslunarskólanema var í gær, og settu prúAbúnir hópar „Verslinga" því mikinn svip á bæjarlífíð, eins og alltaf þennan dag á hverju vori er þeir kveðja skóla sinn og byrja próflestur. Ljósm.: Emilía Bj. Björnsdóuir Dimisson MR Kennslu er nú lokið hjá mörgum framhaldsskólum, en upplestrarfrí komið og síðan prófannir með tilheyrandi áhyggjum nemenda. l»ó fagna menntaskólanemar byrjun upplestrarleyfís, eins og þessi hópur nema úr MR sem settu svip á bæjarlífíð í Reykjavík í gær, er þeir „dimmitteruðu“ í skrautlegum klæðum með söng og gleði. Frakklandsheimsókn forsetans: Afhenti skjöld af „Pourquoi-pas?a l'arÍN, 14. aprfl. Frá Elínu Pálmadóttur blaóamanni Morgunbladsins. VIÐ ákaflega hrífandi og virðulega athöfn í sjóminjasafninu í Schaillot-höll í París, þar sem er sérstök minningardeild um franska vísindamanninn dr. Charcot, afhenti Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands í dag koparskjöld með spurningamerki á, sem rekið hafði af skipi landkönnuðarins, Pourquoi-pas?, á Mýrum 1936 er hann fórst ásamt 38 skipverjum sínum, en Bonidec 3. stýrimaður, komst einn af. Á staðnum var Michelle dóttir dr. Charcot, mjög lík honum í útliti, maður hennar, dóttir og tengdasonur. Höfðu hjónin Benedikt Geirsson og Brynhildur Pálsdóttir haft skjöldinn undir höndum, en frændi hans Þorkell Benediktsson hafði fundið hann rekinn á Ökrum á Mýrum. Höfðu þau samband við forseta íslands í sambandi við heimsókn Vigdísar til Frakklands og sögðu að þau hefðu alltaf litið svo á að þau hefðu hann í geymslu, hann ætti að fara til Frakklands. Þarna innan um minjarnar um hrærð, sagði blaðamanni Morgun- dr. Charcot í safninu, styttu af honum, líkani af skipi hans og ýmsum öðru smámunum sem rek- ið höfðu, afhenti íslenzki forsetinn skjöldinn með hlýlegri ræðu, rifj- aði m.a. upp söguna sem höfð var eftir Bonidec stýrimanni um máv- inn, sem dr. Charcot gaf frelsi þegar hann vissi að þeir myndu ekki vakna í björtu. Einnig sagði hún sögu sem Halldór Laxness skrifaði undir áhrifum af slysa- fréttunum frá íslandi um mann- inn sem einn gekk á eftir líkkist- unum og úr augum hans mátti lesa pourquoi-pas moi?, því ekki ég? Janine Charcot, sem var mjög blaðsins að hún myndi ákaflega vel eftir slysinu. Móðir hennar, sem lézt 1960, og systir voru ekki heima í sumarhúsi þeirra í Savois þar sem þær mæðgurnar þrjár biðu komu dr. Charcot. Sjálf átti hún von á sínu fyrsta barni, dótt- urinni sem þarna var viðstödd, og var því heima. „Það var mikil sorgarstund," sagði hún. Og hún kvaðst vita hve mikinn þátt Is- lendingar hefðu tekið í sorg þeirra. Auk þess sem í safninu í París er sérstök minningardeild um þennan fræga vísindamann, er önnur sýningardeild í bænum Din- ard á Bretagne. Mikið slasaður eftir útafakstur Veggur hrundi á dreng í Hafnarfirði SJÖTÍU og níu ára gamall maður slasaðist mikið í gær, þegar bifreið hans fór út af Álafossvegi í Mos- fellssveit. Lenti bfllinn á Ijósastaur og stórskemmdist, en maðurinn brotnaði á báðum höndum, hlaut slæmt fótbrot og meiddist einnig innvortis, samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar í Hafnar- fírði. Var maðurinn fluttur á slysa- deild til aðgerðar. Þá var ekið á níu ára gamla stúlku í Þverholti í Mosfellssveit á miðvikudagskvöld, en stúlkan var að koma úr strætisvagni og lenti fyrir bíl sem ók hjá. Stúlkan fótbrotnaði, en ekki er talið að hún hafi slasast alvarlega að öðru leyti. Þá hrundi veggur á dreng í vest- urbæ Hafnarfjarðar og varð drengurinn, sem er tólf ára gam- all, undir honum. Tvíbrotnaði hann á fæti. Veggur þessi er hlað- inn og allgamall og hrörlegur orð- inn, samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar, og var drengurinn ásamt öðrum að leika sér við hann þegar atburðurinn varð. Slys þetta varð á mánudagskvöld. Á þriðjudag var ekið á dreng á Hverfisgötu f Hafnarfirði, en hann varð fyrir skellinöðru og einnig var ekið á dreng á hjóli á Flatahrauni á laugardag. Nýr bíll frá DAIHATSU - Nýr bíll frá DAIHATSU DAIHATSU 850 háþekjusendibíll Nýr og frábær valkostur fyrir þá sem þurfa lítinn, sparneytinn en rúmgóðan sendibfl vegna eigin atvinnureksturs eða annarra nota. OAtHA' CSU Þetta er DAIHATSU 850 3 heleðsludyr 3 strokka 850cc 41 hð din vél (hin frábæra DAIHATSU CHARADE vél í nýrri útfærslu) Eigin þyngd 740 kg Burðarþol 680 kg 12“ hjólbaröar Snuningsradíus 4,0 m Lengd 3,20 m Breidd 1,40 m Hæö 1,90 m Hasð undir lægsta punkt 17,5 cm - ■ Sýningarbíll á staönum. Fyrsta sending á leiöinni. Viðurkennd gæði, viöurkennd þjónusta. OPIÐ Á MORGUN LAUGARDAG DAIHATSU-umboöið, Ármúla 23, 85870 — 81733.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.