Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 17 MáJsvari eriendra útgerðarmanna Portúgalir fara fram á að fá að veiða við f sland Sjávarútvegsráðherra segir slíkar veiðiheimildir ekki koma til greina PORTÚGALIR hafa komié á framferi íhuga og óskum um að þeir fái hennild til fiskveióa í islenzkri lögsögu. Eins og fram hefur komió í fréttum sömdu Portúgalir við Kanadamenn um fiskveiðiréttindi við Kanada og sams konar kröfur hafa þeir sett fram í viðrcðum við Norð- menn, sem skilyrði fyrir saltfisksölu Norðroanna til Portúgal. ísland voru, auk annars, til um- ræðu er portúgalskir menn voru hérlendis á vegum Jóhönnu Tryggvadóttur fyrir tveimur ár- um,“ sagði sjávarútvegsráðherra. „Ræddu þeir þessi atriði á fundi með mér og viðskiptaráðherra. Þessu var algerlega vísað frá og það eru engar áætlanir um að leyfa slíkt núna, en í gegnum sölu- méMÍééiéMé Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra sagði I gær, að ráðamenn hefðu miklar áhyggjur af þessari þróun og samningum, t.d. Portúgala um veiðiheimildir. Hins vegar sagðist hann telja að ekki kæmi til greina að lslendingar gerðu slíkt sam- komulag viö Portúgali. „Fiskveiðiheimild Portúgala við eftir Friðrik Pálsson Síst átti ég von á því, að frú Jóhanna Tryggvadóttir Bjarna- son færi að velta sér upp úr hringormavandanum, sem fiski- ðnaðurinn á Islandi hefur átt við að stríða í áratugi. Frú Jóhanna hefur oft reynt að slá ryki í augu fólks með alls kyns fagurgala um það hvað hún geti gert og enginn annar, en í þessu tilfelli veit hvert einasta mannsbarn, sem einhvern timann hefur komið nálægt fiskverkun á ísfandi, að það vandamál sem hún gerir hér að umræðuefni, selormavanda- málið, er ekki til að hafa í flimt- ingum. Mikilli vinnu er varið á ári hverju til að hreinsa þennan ófögnuð úr fiskinum. í áratugi hefur allur frystur fiskur verið ormahreinsaður fyrir flesta markaði, en til skamms tíma hafa ekki verið gerðar sömu kröf- ur til saltfisks. Fyrir u.þ.b. þrem- ur árum kom fyrst upp krafa um ormalausan fisk frá matvælaeft-| irlitinu í Grikklandi og var brugðið við skjótt og allur fiskur, sem þangað fer, ormahreinsaður. Það hefur hvergi verið minnst á orma í neinum sölusamningum hingað til og við höfum í hyggju að tala sem minnst um þá yfir- leitt. Hringormur vekur svo mik- inn óhug hjá erlendum neytend- um, sem verða varir við hann, að áríðandi er að bregða við og ormahreinsa fiskinn, en gera sem minnst til að vekja athygli á hon- um. En þar sem frú Jóhanna vek- ur máls á þessu og reynir að gera það tortryggilegt, er nauðsynlegt að fara um það nokkrum orðum. Heygarðshornið Um fisksölumálin hefur frú Jó- hönnu verið svarað lið fyrir lið í grein eftir grein og hvergi verið hallað réttu máli, en það sem upp úr stendur er, að frú Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason tekur ekki sönsum. Það er þýðingar- laust fyrir hana að vera að nöldra um það að henni hafi ekki verið svarað, þegar hún hlustar ekki á það sem henni er sagt. Ég skil mjög vel að hún skuli sjá ástæðu til að þess að þakka Morgunblaðinu sérstaklega fyrir það að ljá sér rúm í blaðinu fyrir allar þessar endurteknu rullur sínar. Þar er illa farið með góðan pappír. Síendurteknum ásökunum hennar um „undirboð og aðra ósvinnu" hefur svo oft verið svar- að, að það er ekki nokkur ástæða til að gera það einu sinni enn. I málflutningi hennar stendur ekki steinn yfir steini frekar en fyrri daginn. Nú þykist hún hafa uppgötvað að heilum skipsfarmi af fiski hafi verið „laumað“ frá Ítalíu til Portúgal. Þetta mál hefur áður verið skýrt og er svo einfalt, að á árinu 1979 og aftur á árinu 1980 keyptu ftalir meira af fiski held- ur en þeir gátu selt. Fiskurinn var að fullu greiddur, og engar athugasemdir við hann gerðar. Fiskurinn var hreint ekki gerður afturreka eins og frúin heldur fram, en ítalskir eigendur fisk- sins seldu 1250 tonn til Portúgal með aðstoð SÍF. SÍF hafði á eng- an hátt með það mál að gera pen- ingalega, en á hinn bóginn vant- aði fisk í Portúgal og var of mikið af honum á Ítalíu og þess vegna hjálpuðum við til við að leysa málið með þessum hætti. Yfir þessu máli hvíldi aldrei nein leynd og Portúgölum líkaði þessi fiskur vel og þessi tilflutningur kostaði íslenska framleiðendur ekki eina einustu krónu, en bætti markaðsstöðuna í báðum löndum. Enginn engill í mörg ár hefur frú Jóhanna ráðist að ólíklegustu aðilum og borið þeim á brýn hinar verstu sakir, án rökstuðnings og látið svo sem hún væri sem hvítþveg- inn frelsandi engill. Frá því blaðaskrif hennar hófust fyrir nokkrum árum höfum við vitað hvað að baki býr, en höfum þó hlíft henni við því að skýra það opinberlega. Við höfðum ákveðið að draga það i lengstu lög, en þar sem það hefur komið fram í fjöl- miðlum nú þegar frá öðrum aðil- um, sem best þekkja til, þá telj- um við okkur skylt að greina frá því, að frá upphafi hefur Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason verið málsvari portúgalskra útgerð- armanna hér á landi, en þeir eru okkar hörðustu keppinautar á portúgalska markaðnum. Upphaf afskipta hennar af fisksölumál- um til Portúgal var það að portú- galskir útvegsmenn beittu henni fyrir sig til þess að reyna að kom- ast hér inn í landhelgi. Það gekk svo langt, eins og fram hefur komið opinberlega nú nýverið, að hún fór með þessa skjólstæðinga sína á fund ráðherra í ríkisstjórn íslands þessara erinda. Þessu er- indi var algjörlega vísað frá, en hún lét sér ekki segjast og hélt áfram að reyna „aðrar leiðir". Það hefur áður komið fram hve mikla áherslu portúgalskir út- gerðarmenn leggja á það að kom- ast hér inn í landhelgi, eins og víðar, en portúgölsk stjórnvöld hafa jafnframt lýst því yfir, að þau skilji að það komi ekki til greina, en leggja mikla áherzlu á að v^ið komum til móts við þá með stórauknum innkaupum frá Portúgal og að því er ötullega unnið. Það hefur jafnoft komið fram, að þar eð Islendingar byggja lífsafkomu sína að lang- mestu leyti á sjósókn og fisk- vinnslu, þá verða fiskimiðin okkar ekki opnuð öðrum þjóðum nema í ítrustu neyð, enda eru þau ofnýtt nú þegar, eins og Jóhönnu ætti að vera kunnugt um. Frú Jóhönnu hefur mistekist það sem að var stefnt, að koma portúgalska fiskiflotanum inn í landhelgina bæði til veiða og þó ennfremur til þess að kaupa saltfisk í veiðiskipin eða nýjan fisk til söltunar um borð í portú- gölskum skipum i íslenskum fiskihöfnum og flytja svo allt- saman til Portúgal sem eigin afla. Samt heldur frú Jóhanna því ennþá fram að hún sé að vinna að heill sjómanna og verkafólks í landi. Engum dettur í hug að frú Jó- hanna sé svo illviljuð íslenzkri þjóð, að hún hafi vísvitandi verið að reyna að koma illu til leiðar í þessu máli, en á hinn bóginn hef- ur hún aðeins verið leiksoppur manna, sem fundu inn á fáfræði hennar og auðsveipni. Fridrik Pálsson er framkræmdasljóri Sölusambands íslenskra fískframleid- enda. Fullyrðingar Þjóðviljans um skuldbreytingu húsbyggjenda hraktar: Þingmenn gerðu ekki athugasemd við afstöðu viðskiptabankanna 1982 íhaldið og Framsókn vill ekki lengja lán húsbyggjenda Stöðvuðu skuldbreytingu Framsóknarflokkurinn, Tómas Ámason, og SjálfstvSisflokkurinn, JÓnas Haralz, hafa komið i veg fyrir skuldbreytingar við húsbyggjendur og þó sem eru að kaupa ibúð frá þvf i fyrra. Þetta kemur fram i gögnum sem liggja fyrir Alþingi og i félagsmálaráðu- neytiau. Tómas tregðast við, lofar en svíkur 1 fyrrasumar samþykkti rikisstjórnin að ganga frá skuldbreytingu við húsbyggjend- ur á sama hátt og 1981. Tómas Arnason viðskipta- og bankamálaráðhcrra tregðaðist lengi vel við. Hann lofaði að lok- um að taka á málinu. 14. janúar sl. skrifaði Svavar Gestsson Tómasi bréf og minnti á samþykkt rfkis- stjómarinnar um skuldbreytinguna og krafðist svara um framgang málsins. Bréf- inu var f gær, 13. aprf), enn ósvarað. Jónas Haralz á móti Jónas Haralz er einn helsti leidtogi Sjálf- staedisflokksins í efnahagsmálum Þegar ríkisstjómin hafði samþykkt skuldbreyt- ingu við húsbyggjendur sl. sumar var leitað til bankanna seint og um sídir. Málid kom til kasta Alþingis. Fyrir þingnefnd lýsti Jón- as Haralz því yfir ad hann væri á móti því að koma til móts við húsbyggjendur með þess- um hctti. Einstaklingar mæta afgangi Ástæðan fyrir afstöðu Tómasar og Jónas- ar er sú að þeir telja að einstaklingarnir eigi að mæta afgangi og atvinnutíftö að hafa forgang í bönkunum. ólafur Jóhannesson sem var viðskiptaráðherra í fjögur ár skýrði frá því í útvarpi á laugardaginn var að atvinnuvegimir ættu að hafa forgang í þjón- ustu bankanna - einstaklingamir yrðu að bíða. Og hann lýsti andstöðu við lán út á eldra húsnæði. Olafur lýsti þannig hrein- skilnislega afstöðu Framsóknar sem til þessa hefur ekki verið flfkað. --ekh SJá 6 Þannig kynnti Þjóðviljinn „skuldbreytingarmálið" á forsíðu í gær. Jónas Haralz skýrir frá lyktum málsins á fundi fjárhags- og viðskiptanefnda alþingis 24. nóvember 1982 í meðfylgjandi frétt. Þess má geta, að Ólafur R. Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, var formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar alþingis. I FORSlÐUGREIN í Þjóðviljanum í gær er því haldið fram, að þeir Tóm- as Árnason, viðskiptaráðherra, og Jónas Haralz, bankastjóri Lands- hankans, hafi á si. ári stöðvað skuldbreytingu við húsbyggjendur og komi þetta fram í gögnum, sem liggi fyrir Alþingi og ■ félagsmála- ráðuneytinu. Morgunblaðið sneri sér til Jónasar Haralz vegna þessara ummæla. Sagði hann, að fyrir lægi minnisblað, sem hann hefði skrifað um fund með fjárhagsnefndum Al- þingis í nóvember 1982, þar sem skuldbreyting var til umræðu. Kæmi glöggt fram á þessu blaði, að afstaða viðskiptabankanna hefði verið sú, að ekki væri þörf neinnar sérstakrar lánalengingar vegna þess, að lán frá árunum 1978—80 hefðu þegar verið lengd og húsbyggjendum hefði á ár- unum 1981 og 1982 staðið til boða lán til allt að fimm ára. Taldi Jónas rétt, að minnishlaðið væri birt í heild sinni, úr því að málið hefði verið vakið upp að nýju með þessum hætti. Fer minnisblaðið hér á eftir. Þess má geta, að sú breyting lausaskulda húsbyggjenda, sem vikið er að í 1. lið minnisblaðsins nam rúmum 24 millj. kr. og náði til 413 húsbyggjenda. „25.11.82. Minnisblað um fund með fjárhags- nefndum Alþingis. Miðvikudaginn 24. nóvember sl. sat ég fund fjárhagsnefnda Al- þingis sem stjórnarmaður Sam- bands íslenskra viðskiptabanka samkvæmt ósk nefndanna. Til um- ræðu var sá liður stefnuyfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar frá því í ágúst sl., sem fjallar um lengingu lána banka og sparisjóða til hús- bygginga. Gerði ég grein fyrir stöðu mála og afstöðu bankanna með eftirgreindum hætti: 1. Nefndarmönnum var afhent fréttatilkynning viðskiptabank- anna dags. 2. október 1981, þar sem skýrt er frá breytingu lausa- skulda þeirra húsbyggjenda, sem rétt áttu*til lána frá húsnæðis- málastjórn á árunum 1978—80, í átta ára lán. 2. Þá skýrði ég frá því, að sam- kvæmt upplýsingum frá viðskipta- bönkunum hefðu, á árunum 1981 og 1982, viðskiptavinum flestra þeirra, sem þörf hefðu á lánum til lengri tíma, staðið til boða verð- tryggð lán til allt að fimm ára. Þeir bankar, sem ekki veita lán til þetta langs tíma, telja sig aftur á móti lengja lán til húsbyggjenda samkvæmt óskum þeirra eftir því sem þörf reynist vera. 3. Með tilliti til þess, að lán hefðu þegar verið lengd fyrir árin 1978—80 og lán til allt að fimm ára hefðu staðið til boða á árunum 1981 og 1982, væri það skoðun bankanna, að engin ástæða væri til neinnar sérstakrar lánaleng- ingar nú. 4. Þá rakti ég í stórum dráttum þróun inn- og útlána innlánsstofn- ana undanfarin tvö ár og lagði áherzlu á það, að innlánsstofnanir gætu ekki, eins og nú horfir við, aukið eða lengt útlán sín til hús- bygginga vegna lítillar sparifjár- myndunar annars vegar og mikill- ar lánsfjárþarfar atvinnulífins hins vegar. Til greina kæmi að gera sérstakar ráðstafanir tengd- ar skattfríðindum til aukinnar sparifjármyndunar, er gengið gæti til aukinna útlána vegna húsbygg- inga. Hugmyndir um þetta væru til athugunar í viðskiptabönkum og sparisjóðum. Engar fyrirspurnir eða athuga- semdir komu fram af hálfu nefnd- armanna nema ein, er snerti lausafjárstöðu bankanna. Minnisblað þetta er sent öllum viðskiptabönkum, Sambandi ísl. sparisjóða, viðskiptaráðherra, viðskiptaráðuneyti og bankastjórn Seðlabanka íslands."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.