Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 pítrgii® Utgefandi HXiTabib hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 15 kr. eintakiö. Atvinnuleysið Nafliið ÆSKIILOS — eftir Helga Hálfdanarson Þeir eru nú orðnir æði marg- ir, sem hafa hringt til mín, tekið mig tali á förnum vegi eða sent mér línu til að finna að stafsetningu minni á nafni þess forngríska skálds, sem ég hef leyft mér að kalla Æskflos, og er höfundur þríleiks þess, sem nefndur hefur verið Orest- eia. Vegna nýlegrar útgáfu þýðingar minnar á leikverki þessu vildi einhver fyrir hvern mun að ég gerði grein fyrir sérvizku minni um þetta at- riði, og má vel vera að það sé réttmætt. Þarna hafa menn annars ekki verið á einu máli, fjarri því; en flestir virðast mér hall- ast að rithættinum Aiskýlos eða Eskýlos, einkum vegna þess, að á annan hvorn þann veg hafi ýmsir stafsett nafn þetta áður. í rituðu máli íslenzku hefur nafnið verið stafað á fleiri vegu en þessa tvo, svo ekki er um neina hefð að ræða. En nöfn manna og staða úr forn- grískum bókmenntum hafa ís- lendingar löngum leitazt við að íslenzka eftir atvikum, þannig að sem bezt fari um þau í voru máli. Með þeim hætti hafa til orðið grísk- íslenzk tökunöfn eins og Seif- ur, Menelás, Deley o.s.frv. Þegar nafn þess skálds, sem hér um ræðir, kemur fyrir á íslenzku máli, tel ég eðlilegt að stafsetja það samkvæmt ís- lenzkum framburði þess, þ.e. þeim framburði, sem kemst af með íslenzkt hljóðkerfi en fer þó sem næst þeirri mynd, er helzt má ætla, að nafnið hafi haft í munni eiganda síns, og það því fremur, að það er kom- ið úr máli, sem ritað er með öðru stafrófi en íslenzkt mál. Hér má svo að því hnýta, að örugg vitneskja um hljóðgildi grískra leturtákna að fornu liggur ekki alltaf á lausu. Nú eru það einkum tvö at- riði, sem koma til álita, en þau eru fyrsti og annar sérhljóður nafnsins, sem ég hef ritað með Æ og í. Astæðan til þess, að ég hafnaði stafsetningunni Ai, var sú, að mér þótti hún blátt áfram of annarleg, enda yrði þar ekki að íslenzkum hætti borinn fram tvíhljóður. En stafsetningunni E hafnaði ég einmitt vegna þess að helzt má ætla, að þarna eigi að vera tví- hljóður. Og hver svo sem hann hefur verið, var hann stafsett- ur með grísku bókstöfunum alfa og jóta, og mætti því ætla, að stafurinn Æ og sá íslenzki tvíhljóður sem hann táknar, kæmi þar helzt til greina. Og þannig ritar t.d. Hallgrímur Melsteð þetta nafn í Fornald- arsögu sinni. Um síðara atriðið, annan sérhljóð nafnsins, er það að segja, að mér virðist út í hött að rita hann með ý, þegar á annað borð er stafsett sam- kvæmt íslenzkum framburði á fjarlendu nafni. Þarna gæti ý ekki gegnt öðru hlutverki en að vísa að ófyrirsynju til hljóðs, sem er ekki til í málinu, en hefur fyrir mörgum öldum breytzt í það hljóð, sem vér táknum með bókstafnum í, nema það sama í-hljóð sé af rökum íslenzkrar málsögu táknað með ý. Fyrir löngu hafa menn afrækt að mestu þann hlálega sið að rita grískættuð tökuorð, þegar svo ber undir, með y eða ý til þess eins að minna á tiltekið grískt hljóð með bókstaf sem táknar annað hljóð á íslenzku. Enginn ritar framar y eða ý í orðum eins og kristall, kirkja, simfón, pappír eða stfll, svo dæmi séu nefnd. Þessir bókstafir eiga þangað ekkert boðlegt erindi. Og hví skyldi þá nafnið Æskflos frem- ur ritað með ý? Um rök mín fyrir stafsetn- ingunni Æskflos má eflaust deila; enda sé ég, að nær allir, sem minnzt hafa á Órestesar- þríleikinn í blöðum að undan- förnu, hafna þeim rithætti. En samskonar röksemdir hafa ráðið mestu um mynd nafna í því verki, svo sem það hefur verið þýtt og út gefið nú fyrir skemmstu. Það liggur víst í hlutarins eðli, að þrátt fyrir allt yrði föstum og óbilgjörn- um reglum um rithátt naum- ast við komið á þeim vettvangi, enda skal játað, að stöku sinn- um hefur einkasmekk haldizt uppi að blanda sér ögn í málið. Varnarlidsmenn aðstoðuðu sovéska sjómenn tvívegis Varnarliðsmenn frá Keflavík bera sjúkan sovéskan sjómann frá þyrlunni við Borgarspítalann. Maðurinn hafði fengið hjartaáfall. Ljósra.: Ragnar Axelsson. eir aðilar sem kunnugast- ir eru stöðu atvinnumála í landinu skýra frá því hér í blaðinu á sunnudag, að stöð- vun atvinnufyrirtækja sé yfir- vofandi, ekki séu bjartar horf- ur fyrir skólafólk með hliðsjón af sumarvinnu og lítil ástæða sé til bjartsýni á ástandið al- mennt á næstunni, enda sé at- vinnuleysi meira og atvinnu- ástand nú verra en það hefur verið í fjölmörg ár. Kjartan Ólafsson, varaformaður Al- þýðubandalagsins, lét að því liggja í sjónvarpsumræðum á sunnudag, að kannski stæðu allt að 14 þúsund manns í þeim sporum innan skamms að hafa enga atvinnu. í marsmánuði voru að meðaltali 1.400 íslend- ingar án atvinnu, en það er 130% fjölgun frá því á sama tíma fyrir ári. Þá er það stað- reynd að á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs hefur jafn há fjárhæð verið greidd í atvinnu- leysisbætur úr Atvinnuleys- istryggingasjóði og allt árið 1982. Augljóst er að þeir stjórn- málaflokkar sem nú fara með úrslitavald í stjórn landsins, Alþýðubandalag og Framsókn- arflokkur, hafa haldið þannig á stefnumótun í atvinnumál- um, að aðeins með rösklegu og samhentu átaki verður snúið af þeirri óheillabraut. í fráfar- andi ríkisstjórn hefur Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins og félagsmála- ráðherra, haft þá sérstöku skyldu að fylgjast með at- vinnustiginu og hringja neyðarbjöllum ef í óefni stefndi. Svavar hefur auðvitað ekki gert það í tæka tíð og læt- ur í kosningabaráttunni eins og atvinnuleysivofan muni hörfa, komist hann aftur í ráðherrastól að kosningum loknum. Embættismaðurinn í ráðu- neyti Svavars Gestssonar sem fylgist með þróun atvinnum- ála, Óskar Hallgrímsson, var hreinskilnari en ráðherrann þegar hann sagði hér í blaðinu á sunnudag: „Og ég veit ekki um neitt sem ætti að geta breytt þessum slæmu horfum, þessu slæma ástandi, snögg- lega... Maður hefur ekki leyfi til að vera með neitt bjartsýn- istal við þessar erfiðu aðstæð- ur, og það þarf að fara á annan áratug aftur í tímann til að finna hliðstæður. Framundan er erfitt ástand og hörð sam- keppni milli atvinnulausra og skólafólks um vinnu, og mjög víða hjá fyrirtækjum fær fólk þau svör núna þegar sumarið fer í hönd, að þar sé heldur verið að fækka fólki en ráða nýtt.“ Aðeins með skynsamlegri nýtingu sjávarafla og skipu- legri sókn á sviði orku- og ið- naðar verður snúið af þeirri óheillabraut sem kommúnistar og framsóknarmenn ganga í atvinnumálum. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins og sjáv- arútvegsráðherra, hefur ráðið mestu um mótun fiskveiðist- efnunnar undanfarin ár. Hefur atbeini hans verið þjóðinni til heilla? Stefna Alþýðubandal- agsins í iðnaðarmálum undir forystu Hjörleifs Guttormss- onar hefur beinlínis verið at- vinnuleysisstefna og með hlið- sjón af því ofurkappi sem Al- þýðubandalagið hefur lagt á þessa stefnu Hjörleifs þarf engum að koma á óvart, þótt Svavar Gestsson hafi ekki hringt neyðarbjöllum félags- málaráðuneytisins vegna minnkandi atvinnu. w Abyrgðar- leysið Iskoðanakönnun Hagvangs hf. var þessi almenna spurning lögð fyrir þátttak- endur: „Hver telur þú vera helstu vandamál íslendinga?" Það kemur ekki á óvart að flestir telja verðbólguna vera mesta vandamálið og almennt efnahagsástand næstmesta. Hitt vekur nokkra athygli að í þriðja sæti er málaflokkurinn „stjórnleysi-ábyrgðarleysi". Þessi niðurstaða hlýtur að vera öllum mikið íhugunarefni sem hafa afskipti af stjórn- málum og ekki síst þeim sem setið hafa við völd og ganga nú fram fyrir kjósendur með 100% verðbólgu á öxlunum. Þeir fjórir sjónvarpsþættír sem fluttir voru um helgina til kynningar á stefnumálum flokkanna í einstökum kjör- dæmum sýndu áhorfendum hvers vegna mönnum er stjórnleysi og ábyrgðarleysi ofarlega í huga þegar þeir líta til helstu vandamála þjóðar- innar. Nú á tímum mikils upp- lýsingastreymis dugar það ekki hjá stjórnmálamönnum að halda alltaf á loft sömu „klissjunum" þegar þeir koma fram fyrir kjósendur. Grobb framsóknarmanna af áratugn- um sem við þá er kenndur og svo afsökunin um að stefna þeirra hafi þó aðeins náð fram að ganga í nokkra mánuði á þessum áratug er dæmi um pólitíska hræsni sem kemur óorði á stjórnmálin og það ábyrgðarleysi sem nauðsynlegt er að sporna gegn. Þyrlur frá bandaríska varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli fóru tver ferðir til að sækja veika menn um borö í sovéska verksmiðjutogara við landið um helgina. Báðar ferðirnar gengu vel, annar maðurinn, sem hlotið hafði slæm brunasár, er enn í lífshættu, en hinn, er fengið hafði hjartaáfali, mun við sæmilega líðan en báðir eru þeir í sjúkrahúsum í Reykjavík. Hannes Þ. Hafstein fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, að ósk um aðstoð í fyrra tiivikinu hefði borist um klukkan 20.30 á laugardagskvöld. Ekki hefði verið látið að því liggja að um líf eða dauða væri að tefla, og að höfðu samráði við Skipadeild SÍS, sem er umboðsaðili fyrir sovéska tog- ara hér um slóðir, og sendiráð Sovétríkjanna í Reykjavík, hefði verið ákveðið að fara af stað um nóttina, til að ná fyrstu dags- skímu. Sagði Hannes þyrlu varnarliðsins hafa farið af stað um klukkan 04 aðfaranótt sunnu- dags, og var með í förum læknir frá varnarliðinu, sem og túlkur. Komið var að togaranum, sem var 70 til 80 mílur út af Reykjanesi, um kl. 05. Sigu þá læknirinn og túlkurinn um borð, og dvöldu þar í um eina klukkustund. Sagði Hannes að þá hefði þá er voru um borð í þyrlunni verið farið að gruna að um mikið slys væri að ræða. Reyndist það líka svo er mennirnir komu upp aftur,- með þeim var sovéskur sjómaður með um 70% líkamans brenndan 3. stigs brunasárum. Hefði hann slasast þegar um hádegi á laug- ardag, sennilega í bruna um borð í verksmiðjuskipi, en Hannes kvaðst ekki vita hvers vegna svo lengi dróst að kalla á aðstoð. Kom- ið var til Reykjavíkur um kl. 7 árdegis á sunnudag. Síðara kallið kom frá svovésk- um verksmiðjutogara eftir hádegi á sunnudag. Var skipið statt um 170 mílur suður í hafi, og af sjúk- dómslýsingu sem skipverjar sendu til fslands, var talið rétt að sækja manninn á þyrlu, en hann hafði fengið hjartaáfall. Fóru í þessa ferð sami læknir og sami túlkur frá varnarliðinu, en nýir flug- menn. Gekk ferðin vel að sögn Hannesar og var komið til Reykja- víkur um kl. 18.20 á sunnudag. Hannes Þ. Hafstein sagði að lok- um að bæði þessi sjúkraflug hefðu tekist með miklum ágætum, en rétt væri þó að hafa í huga að ferðir sem þessar væru síður en svo neitt gamanmál, menn færu oft í náttmyrkri hundruð mílna á haf út í slæmu veðri. Um það væri hins vegar ekki spurt þegar mannslíf væri annars vegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.