Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 KR-ingar léku sér að FH - höfnuðu því í ödru sæti KR-ingar burstuðu FH í síöasta leik úrslitakeppninnar í hand- bolta er fram fór á sunnudags- kvöldið. Lokatölurnar urðu 26—19 og var sigurinn aldrei í hættu. KR hafði oftast nær helm- ings forystu, t.d. 4—2, 10—5, 20—10 og gefa þessar tölur það glöggt til kynna að leikurinn var langt frá því að vera spennandi eöa vel leikinn, — spurningin aö- eins hversu stór sigurinn yrði. Þrátt fyrir stórkostlega mark- vörslu Haralds Ragnarssonar í marki FH, en hann varði alls 15 skot í fyrri hálfleik, náöu KR-ingar góðri forystu og um miðjan hálf- leikinn var staöan 6—2. Haraldur hafði þá varið 3 vítaköst með stuttu millibili, en það virtist ekkert stappa stálinu í FH-liöiö sem var algerlega broddlaust í sókninni, og ef leikmennirnir misstu ekki bolt- ann þá var þaö Jens Einarsson sem varöi skot þeirra, en hann átti einnig mjög góöan leik í marki KR. Varði alls 20 skot. FH skoraöi aö- eins 5 mörk í fyrri hálfleik en á móti skoruöu KR-ingar 10 og staðan í hálfleik því 10—5. Þaö bar helst til tíöinda í seinni hálfleiknum aö Haraldur varöi ekki eitt einasta skot og um miöjan hálfleikinn var honum skipt útaf í staö Sverris, en staöan var þá 20—10. KR-ingar héldu áfram aö hranna upp mörkunum, en iönast- ur viö þaö var Stefán Halldórsson sem skoraði alls 7 mörk, öll í seinni hálfleik. Þegar um sjö mínútur voru til leiksloka var enn 10 marka munur, 25—15. Guömundur Magnússon skoraöi þá 3 mörk í röð fyrir FH og breytti stööunni í 25—18. Hvort liö skoraöi síðan eitt mark fyrir lokin og úrslitin því öruggur KR-sigur, 26—19. KR-liöiö var reglulega jafnt í þessum leik, breiddin í sþilinu ágæt og markvarsla Jens stórgóö. Fyrirstaðan var hins vegar ekki mikil og því kannski ekki rétt aö dæma þá eftir þessum leik. FH-ingarnir voru ekki svipur hjá sjón, og ef tína á einhvern úr slöku liði er þaö helst Haraldur en mark- varsla hans datt aftur á móti alveg niöur í seinni hálfleik. Mörk KR: Stefán 7 (2 v), Gunnar 6, Alfreö 5, Guömundur 4, Anders og Jóhannes 2 hvor. Mörk FH: Hans 5, Guðmundur 4, Kristján 3 (2v), Pálmi og Theo- dór 2, Sveinn, Finnur og Guöjón eitt mark hver. Varin víti: Haraldur varöi frá Anders, Alfreö og Gunnari. Brottvísanir af leikvelli: Þremur úr liöi FH var vikiö af leikvelli. Þeim Pálma, Theodóri og Guömundi. — BJ Handknattlelkur ] L J I • Bogdan Kowalzcyk. Hann hef- ur náð frábærum árangri meö Víkingsliðið. Mynd. KEE_ Friðrik Þorbjörnsson: „Finnst leikið of þétt“ FRIÐRIK Þorbjörnsson, fyrirlMM KR, sagöi að þetta nýja fyrir- komulag hefði komið sór illa fyrir lið hans. „í annarri umferöinni voru t.d. tveir leikmenn veikir og hefur það sitt aö segja þegar leik- ið er þrjá daga í röö. Ég er því hálfvegis á móti þessu, einkum þó hversu þétt er leikiö.“ Hvaö sigur Víkings í mótinu varöar sagöi Friðrik aö liöiö heföi komið vel út á lokasprettinum, en ekki sýnt neina yfirburöi í vetur. — BJ. Stigið náðist ekki - FH-ingar sigruóu Víking örugglega á laugardag VÍKINGUM nægöi eitt stig úr við- ureign sinni viö FH á laugar- daginn en ekki tókst þeim að ná í stig. Eftir leik Víkings viö KR á föstudaginn sagði ág aö eitthvaö mikið mætti koma fyrir ef Víking- ur ætti ekki aö vinna meistaratit- ilinn eins vel og liöiö léki um þessar mundir. Ekki þurfti iengi að bíöa, eftir því „að eitthvað mikið kæmi fyrir“. Strax daginn eftir léku Víkingar hroðalega illa á köflum og FH-ingar unnu mjög öruggan sigur á þeim — 24:21. FH haföi 12:8 yfir í hálfleik. Víkingar byrjuöu vel og komust í 5:2 eftir nokkrar mínútur, en síöan fóru FH-ingar í gang. Þeir jöfnuðu 5:5 og síöan var jafnt upp í 8:8, FH skoraði svo fjögur síöustu mörk hálfleiksins. Lokakafli fyrri hálfleiksins var vart til annars en aö hlæja aö, og þaö hátt. Rugliö og vitleysan á vell- inum var slíkt aö meö endemum var. Menn misstu boltann trekk í trekk, á þaö viö um bæöi lið, og geröu sig seka um alls kyns mis- tök. Um tíma voru FH-ingar þremur leikmönnum færri en þrátt fyrir þaö tókst Víkingum ekki að skora. Er FH-ingar voru svo aftur orönir tveimur færri skoruöu þeir mark! Þegar slíkt hendir Víkinga hlýtur eitthvaö mikið aö vera að hjá þeim. Sennilegt veröur aö teljast aö leikmenn liösins hafi verið held- ur sigurvissir fyrir leikinn, enda kannski ekki nema von. Þeir höföu rúllaö KR-ingum uþþ kvöldiö áöur en FH átti í basli meö Stjörnuna. En eftir eins góöan leik og Vtkingur Víkingur FH 21:24 haföi átt kvöldið áöur er ætíö erfitt aö ná öörum góöum leik strax á eftir því mikiö púöur fer í fyrri leik- inn. í seinni hálfleiknum léku FH-ingar mjög góöa vörn og sókn- arleikur Víkinga var oft á tíöum sem lamaður. FH-ingar tóku lang- tímum saman tvo Víkinga úr um- ferö — Þorberg og Viggó — og eölilega haföi þaö tilskilin áhrif. Oft voru þeir sem úr umferö voru tekn- ir allt of nærri FH-vörninni og voru þá fyrir félögum sínum, þannig að sóknarleikurinn var enn slakari en hann heföi þurft aö vera. Víkingar reyndu einnig aö taka tvo leikmenn úr umferð — fyrst Kristján og Svein, síöan Kristján og Hans. Þaö bar ekki árangur því FH-ingar voru mun betri og greini- lega ákveönir í aö berjast til síö- ustu mínútu og halda sínum hlut. Víkingar náöu aö minnka muninn niöur í tvö mörk, 14:16, eftir aö FH hafði haft fimm mörk yfir, en nær komust þeir ekki. FH-ingar sigldu aftur fram úr og náðú fjögurra marka forystu, og stóöu í lokin uppi sem öruggir sigurvegarar. Kristján Arason var mjög góöur í þessum leik, bæöi í sókn og vörn. Einnig var Pálmi góöur, geysilega ógnandi orðinn leik eftir leik ( horninu, og einnig fiskaöi hann boltann hvaö eftir annaö af Víking- um. Hans var ágætur í vörninni. Annars lék FH-liöiö vel sem heild í leiknum og vann leikinn á góöri baráttu. Haraldur varöi mjög vel ( markinu, m.a. tvö víti, og Sverrir varöi eitt. Víkingar voru langt frá sínu besta. Barátta var ekki fyrir hendi og liöið óþekkjanlegt frá leiknum viö KR kvöldiö áður. Guömundur Guömundsson var einna bestur þeirra, eldfljótur í hraöaupphlauþ- um og skoraöi falleg mörk úr horn- unum. Mörkin skiptust þannig: Víking- ur: Guðmundur Guömundsson 5, Viggó Sigurösson 5 (5 víti), Sigurð- ur Gunnarsson 4, Þorbergur Aöal- steinsson 3 (1 víti), Steinar Birgiss- on 2, Árni Indriöason 1, Ólafur Jónsson 1. FH: Pálmi Jónsson 6, Kristján Arason 6 (1 víti), Hans Guö- mundsson 5, Guömundur Magn- ússon 3, Sveinn Bragason 2, Val- garö Valgarösson 1 og Guöjón Árnason 1. Víkingar fengu níu víti, nýttu sex. FH-ingar fengu eitt víti og úr því skoraöi Kristján. Víkingar voru reknir af velli í samtals tíu mín., FH-ingar í 12 min. Mjög góöir dómarar voru Stefán Arnaldsson og Rögnvaldur Erlingsson. Þeir höföu góð tök á leiknum frá fyrstu mín. til hinnar síðustu. — SH. „Kem aftur ef ég hef einhver tök á‘ - segir Anders Dahl-Nielsen, þjálfari KR „ÞESSI úrslitakeppni var mjög erf- ið og hörð. Engu aö síður er ég hlynntur svona keppni þar sem fjögur efstu liðin berjast um úrslit- in og hvað mig varöar var þetta ekkert of strembiö. Víkingur náði sér vel á strik í lok keppninnar og liöið átti það reglulega vel skilið að vinna titilinn." Aöspuröur hvort hann myndi sakna islands og KR-liösins er hann færi aftur til Danmerkur eftir þetta tímabil svaraði Anders því játandi. „Vegna vinnu minnar verö ég aö fara heim aftur, en ef ég á einhver tök á því aö koma aftur mun ég hiklaust gera þaö.“ — BJ. • Pálmi Jónsson hefur hér snúið sig framhjá Hilmari Sigurgíslasyni og stuttu i góðan leik gegn Víkingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.