Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 35 maður sér fjallið best af slétt- unni (Kahlil Gibran) Við systurnar höfum víst allar upplifað í æsku, að hlaupa á eftir mömmu á götum úti, hrópa á eftir henni, en þegar hún loks sneri sér við, var það ekki mamma, heldur Anna, systir hennar. En æska okkar og fortíð fór annars ekki í eilíf hlaup á eftir Önnu/mömmu um götur Vestur- bæjarins. Anna var farin að tala við okkur sem viti bornar mann- eskjur, löngu áður en við náðum lögaldri. Anna var róleg, umburð- arlynd og geðgóð. Eiginleikar sem voru eins og vin í eyðimörk fyrir unglinga, sem töldu sig hafa margt merkilegt að segja, en nutu takmarkaðs álits og virðingar þorra fólks með kosningarétt. Anna frænka var vinkona okkar allra, í stað þess að láta sorgina ná yfirtökum, vil ég frekar þakka fyrir að hafa fengið að þekkja Önnu í heilan aldarfjórðung. Frændur mínir áttu góða móð- ur, mamma átti góða systur. Hjá mér skilur Anna eftir aðeins góð- ar og verðmætar minningar. Erla Sigurðardóttir „|)ýpsta sa*la og sorgin þunga svífa hljódlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð.“ (Ó.A.) Hjördís Einarsdóttir Skín, guðdóms sól, á hugarhimni mínum, sem hjúpar allt í kærleiksgeislum þínum. Þú, Drottinn Jesú, lífsins Ijósið bjarta, ó, lýs nú mínu trúarveika hjarta. (Ó.A.) Fyrir þrettán árum hófust kynni okkar Önnu og hafa allt tíð síðan verið mér og börnum mínum sem glaður geisli. Anna tengdamóðir mín var í raun og sannleika hin trausta og góða amma, sem strax vann ást og trúnað barna minna frá fyrra hjónabandi og gætti hún þess vel að mismuna ekki kærleika sínum við hin sér nátengdari. Mér var hún móðir og vinur alla tíð, og studdi mig og hvatti, hún var sérstaklega jákvæð og æðrað- ist ekki. Hún hafði áhuga á öllu sem börnin voru að gera, alltaf vissi amma ef þau höfðu verið í prófum og hringdi og spurði hvernig hefði gengið. Ef þau svöruðu því til að ekki hefði nú gengið nógu vel, þá átti amma uppörvunarorðin, sem þurfti til þess að gengi betur næst. Ég lærði það af henni, hvers virði þetta var börnunum, þessi vakandi áhugi hjá henni á öllu. Þær eru líka fallegar peysurnar sem hún prjónaði á barnabörnin sín og ekki máttu dúkkurnar eða bangsinn verða útundan, svona var hún ómissandi vinur barn- anna í gleði og sorg. Það var ýmislegt rabbað við ömmu, sem ekki var sagt við pabba og mömmu. Sérstaklega vil ég minnast þess hve fjölskyldan naut þess að amma var þátttak- andi í öllu hátíðahaldi, jólum, af- mælum o.s.frv. sem dæmi, fyrir tveimur árum vorum við á ferða- lagi fyrir norðan, þá stóð hún niður á bryggju og veiddi fiska með sonarsyni sínum, svona var Anna, hún gaf sér tíma. Hina erfiðu sjúkdómsraun bar tengdamóðir mín af slíkum dugn- aði og hörku að við hin gerðum okkur ekki alltaf ljóst hve veik hún var, en svo er það með okkur öll, að þó langvarandi sjúkdómur bendi raunar á hvert stefnir, og við sjáum breytingu dag frá degi, erum við ekki viðbúin. En stundin kemur, og elsku Anna er horfin yfir móðuna miklu. Hugurinn fyllist söknuði, en jafnframt þakklæti, og trú á heimkomu hennar. Baráttunni er lokið og við lausn- arans hönd er gengið til birtu og eilífðarnóns. I»ó vió ^istum svartan sal af sorgar þungum dómi, stígur upp úr dimmum dal Drottins sólarljómi. (P.Þ.) Ég kveð með trega ástkæra tengdamóður, vin og ömmu og þakka henni fyrir allt og allt. Guð blessi hana. I*órunn Jensen Útför mannsins míns, AOALSTEINS JÓHANNSSONAR, Samtúni 16, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 19. apríl nk. kl. 3 e.h. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag islands. Guöný Helgadóttir. Unnusti minn og sonur BJÖRN FOSSDAL HAFSTEINSSON veröur jarðsunginn frá Hólaneskirkju Skagaströnd, föstudaginn 29. apríl. Kveðjuathöfn verður frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 19. apríl kl. 16.30. Rósa Björg Högnadóttir, Svanbjörg Jósefsson. Faðir okkar, GEIR BENEDIKT BENEDIKTSSON, Hvammsgerði 6, veröur jarösunginn frá nýju Fossvogskapellu miövikudaginn 20. apríl kl. 16.30. Fyrir hönd aöstandenda, Oddur Geirsson, Benedikt Geirsson, Gunnar Geirsson. Sonur okkar og bróöir GUDMUNDUR EINARSSON, Skálholtsbraut 5, Þorlékshöfn, veröur jarösunginn frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, fimmtudaginn 21. apríl kl. 2 e.h. Einar Sigurösson, Helga Jónsdóttir, og systkini. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi SIGURJÓN KJARTANSSON, Háteigsvegi 4, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu, miövikudaginn 20. apríl kl. 10.30. Gunnlaug Gísladóttir, Stefán Sigurjónsson, Erna Smith, Ingvi Jón Sigurjónsson, Hrafnhíldur Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Eiginmaður minn, faöir okkar og sonur, JÓHANNES SÆMUNDSSON, íþróttakennari við Menntaskólann i Reykjavík, veröur jarösunginn frá Landakotskirkju í dag, þriöjudaginn 19. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minn- ast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Margrét G. Thorlacius, Guðni Thorlacius Jóhannesson, Sæmundur Patrekur Jóhannesson, Jóhannes Ólafur Jóhannesson, Sigurveig Guðmundsdóttir, Sæmundur Jóhannesson. t Kveöjuathöfn eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINS ELLERTSSONAR, fyrrv. mjólkurbústjóra, Blönduósi, " fer fram frá Blönduóskirkju, föstudaginn 22. apríl kl. 14. Jarðsett verður í Reykjavík. Alma Ellertsson, Bragi Sveinsson, Brynhildur Sigmarsdóttir, Eva Sveinsdóttir, Jóhann Aadnegard, ida Sveinsdóttír, Ríkharöur Kristjánsson, og barnabörn. t Þökkum kærlega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og jarð- arför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu SIGRÍDAR EINARSDÓTTUR, fyrrum kaupkonu, Akureyri. Sérstaklega færum við starfsfólki Dvalarheimilisins Hlíö, Akureyri, okkar innilegasta þakklæti fyrir þá miklu umhyggju er þaö auð- sýndi henni. Þóra Ottósdóttir, Örn Hauksson, Ottó Páll Arnarson. NÖRSKU RÚMIN frá bahus eru úr massivum við-Furu Maghony og Brenni ww t-» ALFA Kr. 18.927 stgrv. Kr. 17.981 IRENA Kr. 17.869 — Kr. 16.975 KARI Kr. 18.504 — Kr. 17.578 SILJA Kr.21.483 Kr. 22.614 Rúm 150x200 m/dýnum og 2 nattborðum. Greiðsluskilmálar Va hluti útborgun. Eftirstöðvar á 6 mánuðum. Stærð 150X200 180X 200 Skenán. Smiðjuvegi 6 - Simi 44544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.