Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 .Ri mnwsla Ný þjónusta Við vélritum aðeins einu sinni, leiðréttum síðcin, breytum og baetum við á tölvuskermi. Þá tekur við sjálfvirk hreinritun og fjölföldun frumrita ef óskað er, -allt afgreitt á smekklegu hefðbundnu vélritunar- Ietri. Pappírsstærð cillt að A-3. Diktafón- snældur Ritvinnslan hf. Laugavegi 170-172, 105 Reykjavík S: 25490 r<ön 1000 KRÓNURÚT Philips ryksugur. 2JA ÁRA BYRGÐIR AF POKUM BÓZÓ ER KOMINN ÍSAUNN Aumíngja Bozo (þú hefur etv. séö hann í sjónvarpinu). Fyrst komu skipulagðar bensín- hækkanir. . . Svo seldu þeir þér bensinhák. Síðan kom olíukreppan eins og högg í andlitið. Nú er þin freistað með litlum bílum, svo kýla þeir á þig verðinu. Settu þig í varnarstöðu og skoðaðu Volvo. Nýi Volvoinn er rúmgóður, traustur og umfram allt peninganna viðri. Valið ereinfalt: Fjárfestu í Volvo eða haltu áfram að láta fara með þig eins og Bozo Minning: Guðný Sigurðar- dóttir frá Laxárholti Fædd 27. júlí 1902 Dáin 17. mars 1983 Hinn 17. mars sl. andaðist í Borgarspítalanum eftir stutta legu Guðný Sigurðardóttir frá Laxárholti á Mýrum. Þar lauk lífi sínu sú sérstaka mannkostakona, sem mig langar að minnast með nokkrum fátækiegum orðum. Hún var fædd að Ytri-Skógum í Kolbeinsstaðahreppi 27. júlí 1902. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórðarson bóndi þar og Guðrún Guðjónsdóttir frá Laxárholti í Hraunhreppi. Voru þau af kunn- um ættum af Snæfellsnesi og Mýrum. Þó var langamma hennar frá Eyrarbakka, Sigríður, dóttir Hafliða Kolbeinssonar frá Háeyri. Sigríður var sem ung stúlka vinnuhjú hjá séra Guðmundi Vig- fússyni á Stóra-Núpi. Þegar hon- um var veitt Borgarprestakall á Mýrum, óskaði hún að fá vistar- bandinu slitið, svo hún þyrfti ekki að flytjast í fjarlægt hérað, þar aem hún var heitbundin ungum pilti í Hreppunum. En sá góði prestur mat meira sinn hag, að hafa dugmikla vinnukonu, en til- finningar ungu stúlkunnar og neitaði beiðni hennar. Frá Borg fluttist Sigríður út í Hjörsey og giftist þar ekkjumanni, sm átti 3 ung börn, sem hún annaðist af svo miklum myndarskap og kærleika að umtal vakti. Frá Skógum, æskuheimili Guð- nýjar, er vítt útsýni yfir láglendi Mýranna og út til hafsins og frá- bær fjallasýn. Hefir það án efa haft mikil og mótandi áhrif á litlu stúlkuna, enda átti hún kærar minningar frá þeim æskudögum, sem mótuðu trausta konu, sem mörgum verður lengi minnisstæð fyrir sérstæðan og sterkan per- sónuleika. Þegar Guðný var 10 ára andaðist móðir hennar innan við fertugt frá 5 börnum, það elsta Þórður 12 ára. Hætti þá faðir hennar búskap og fóru börnin í fóstur til frænda og vina. Fór Guðný í fóstur til hjónanna á Litla-Kálfalæk í Hraunhreppi, Jó- hönnu Jónsdóttur og Sigurbjörns Jónssonar, og fluttist síðar með þeim að Laxárholti í sömu sveit. Átti hún lengst af heimili hjá þeim meðan bæði lifðu, en flutti eftir fráfall Sigurbjörns, 1959, til Reykjavíkur ásamt fósturmóður og uppeldissysturinni, ólöfu. Jó- því fóstursysturnar búið tvær ein- ar síðustu 23 árin hér í Reykjavík. Á fyrstu áratugum þessarar aldar var lítið um skóla, og ennþá minna um fjármuni í námskostn- að. Þótt Guðný hefði skarpar gáf- ur og meðfædda hæfileika til hjúkrunar- eða ljósmóðurstarfa átti hún ekki kost annarrar fræðslu en þeirrar, sem fékkst í stopulli farkennslu fyrir ferm- ingu. En það kom eins og af sjálfu sér að til hennar var fljótlega leit- að er sjúkleiki kom upp á heimil- um í sveitinni eða konur þurftu hjálpar vegna barnsburðar. Var hún oft dögum og vikum saman hjálparkona þar sem veikindi og erfiðleikar steðjuðu að. Oftast kom lítil eða engin greiðsla fyrir þessi störf, sem unnin voru af fórnfúsum kærleika. Nokkur miss- eri starfaði hún að hjúkrunar- störfum í Borgarnesi á vegum Kvenfélags Borgarness og átti hún þá heimili hjá Þórði bróður sínum og konu hans, önnu Guðmunds- dóttur, er þar bjuggu. Var hún mjög vinsæl af sjúkl- ingum sínum. Styrkur hennar og fórnfýsi græddi sár og erfiðieika þeirra, sem um sárt áttu að binda. Hin líknandi hönd, sem hjúkrar af einlægni og ósérhlífni, hefir meiri græðimátt en hægt er að skýra. Hún sýndi þá ró og sálarþrek, sem marga styrkti. Guðný var mikill dýravinur og undi sér vel í návist þeirra, hvort sem um var að ræða 'Kvennalistinn í Reykjavík er til Hverfisgötu 50, 3. hæö. Símar 13725 og 24430 — 17730. Opiö alla daga frá kl. 9—19. Gírónúmer 25060—0. Valiö er X-V húsa aö lambfé um sauðburð eða húsdýrin hunda og ketti, sem löðuðust mjög að henni. Vegna heilsubrests fóstra síns varð hún oft að stunda gegningar á vetrum, einnig orfslátt að sumri til. Guðný var mjög jafnlynd og skipti vart skapi, en hláturmild og glaðsinna, hnytt- in í orðum og lífgaði umhverfi sitt með glaðlegu viðmóti. Hún var mjög bókhneigð og las mikið, ef hún áttj tómstund, sem var helst nú síðustu árin, er hún varð að draga við sig vinnu vegna þreytu og lúa. Átti hún nokkurt safn úrvals- bóka. Gert Madsen Kveðjuorð Fæddur 24. júlí 1927 Dáinn 11. aprfl 1983 „Þú komst í hlaðið i hvítum hesti þú komst með vor í augum þér. Ég söng of> fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Einhvern veginn svona kom Gert Madsen inn í líf mitt. Þau stuttu en góðu kynni sem ég hafði af honum voru mér dýrmætar og dásamlegar stundir. Hann hafði svo margt að gefa öðrum, allskon- ar tilfinningar sem svo margir fara á mis við í lífinu. Já, hann var ríkari en hann hélt. Fyrir mér varð allt miklu léttara. Hann gaf mér nýjan og betri skilning á líf- inu. Ég gleymi aldrei þeirri stund, að þegar við lágum báðir á gjör- gæslu eftir erfiðan hjartaupp- skurð úti í London og vorum að vakna, að ég kallaði: Gert, er du der? Ja, svaraði hann. Og ég spurði: Hvordan har du det, og þá svaraði hann: O, Bjössi, det er ikke godt, men det kommer til lykke med livet. Svona gekk þetta allt saman dag frá degi og heilsan kom smám saman. Síðast þegar ég sá Gert var hann svo sprækur að ég trúði varla mínum eigin augum. Þess vegna kom þessi harmafregn eins og reiðarslag yfir mig, ég varð reiður, missti nærri því stjórn á skapi mínu. Guðný var mjög liðtæk við eld- hússtörf, matargerð og bakstur. Og lagvirk með afbrigðum og handavinna var henni töm. Hún var ógift og barnlaus, en sérstak- lega barngóð og þess nutu annarra manna börn í ríkum mæli. Þannig var líf þessarar rólegu prúðu og velgefnu konu, að þjóna öðrum, líkna þeim sjúku, en ganga hljótt um og berast lítið á. Hún var ein þeirra kvenna, sem fórna lífi sínu í annarra þágu, án teljandi launa, og andaðist útslitin og eignalaus. Undirritaður, sem sat við sama borð hjá farkennaranum forðum daga, þakkar henni af alhug við- kynningu og vináttu í rúm 70 ár og sérstaklega þá ómetanlegu hjálp, sem hún veitti foreldrum mínum, allt til þeirra hinstu stunda. Hún unni sveit sinni og heimsótti hana á hverju sumri, eftir að hún flutti úr sveitinni. Hún var jarðsett að sinni gömlu sóknarkirkju á Ökrum á Mýrum eftir útfararathöfn í Fossvogskap- ellu, að viðstöddu fjölmenni. Eitt af því síðasta, sem sungið var yfir moldum hennar, var: „Blessuð sértu sveitin mín“. Ég votta systkinum hennar, fóstursystrum og mágkonu dýpstu samúð og bið henni blessunar Guðs. Blessuð sé minning Guðnýjar Sigurðardóttur. Sigurjón Sigurbjörnsson En það er víst tilgangur með þessu öllu. Kannski var hans síð- asta og jafnframt það dýrmætasta hlutverk að hjálpa mér og öðrum til að skynja betur hvað lífið er dýrmætt, hver veit. Guð geymi Gert og blessi um alla eilífð, þess óskum við allir samsjúklingar hans úti í London; Frímann Stef- ánsson og kona hans, Unnur, Ás- dís dóttir þeirra, Bjarni Guð- mundsson og tengdadóttir hans, Guðrún. Blessuð sé minning Gerts og hafi hann þakkir fyrir allt. Björn Birgisson, Álfhildur Þormóðsdóttir og börn, Ólafsvík. Setning: Guðmundur H. Garðarsson Ávörp: Albert Guðmundsson Ragnhildur Helgadóttir Bessí Jóhannsdóttir Geir Hallgrímsson Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur í upphafi. Elísabet F. Eiríksdótir og Júlíus Vífill Ingvarsson syngja við undir- leik Ólafs Vignis Albertsson- ar. Kvartett nemenda úr menntaskólanum í Kópavogi syngur. Graham Smith og Jónas Þórir Jónasson leika saman á fiðlu og píanó., Kynnir: Svavar Gests. Stórhlutavelta Vardar í kjallarasal Valhallar. Gleöilegt •umar SjálfstæAisfélögin í Reykjavík Opið hús í Valhöll á sumardaginn fyrsta Húsid opnað kl. 14.30 — Dagskrá hefst kl. 15.15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.