Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 29 Horfir þunglega með kosningaveður á Norð- ur- og Austurlandi HELDUR horfir þunglega með kosningaveður, en samkvæmt breskum tölvu- spám sem Veðurstolan hefur aðgang að, benda líkur til þess að norðaustan- átt og snjókoma verði í lok vikunnar, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Hafliða Jónssyni veðurfræðingi í gær. Ná spár þessar til föstudags og samkvæmt þeim verður norðaust- anátt ríkjandi á landinu frá mið- vikudegi til föstudags með élja- gangi og snjókomu um norðan- og austanvert landið -en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Miðað við að spár þessar gangi eftir, sagði Hafliði, að þá yrði ekki hægt að sjá fyrir neina verulega breytingu á veðri fram til laugardags. Því væri útlit fyrir gott kosningaveður fremur svart. Hafliði sagði hugsanlegt að fram á miðvikudag yrði snjókoma sunnanlands og vestan, því reikn- að væri með að lægð myndaðist á Grænlandshafi og hún ylli snjó- komu. Á meðan myndi draga úr norðanátt, en hún yrði síðan yfir- gnæfandi á ný og ekki væri séð fyrir endann á henni. Hafliði benti ennfremur á að í spám til þetta langs tíma væru margir óvissu- þættir og lítið á þeim byggjandi. Utankjörstaðakosningin: Mikil örtröð í gær Mikil örtröð var við ut- ankjörstaðakosningu í Mið- bæjarskólanum í Reykjavík, og í gærkveldi fékk Morgun- Þrettán sóttu um ÞRETTÁN umsóknir bárust um starf forstöóumanns rásar tvö hjá hljóðvarpsdeild Ríkisútvarpsins, sem taka á til starfa í haust. Hjá starfsmannastjóra Ríkisút- varpsins fengust þær upplýsingar í gær, að nöfnin yrðu kynnt á fundi útvarpsráðs í dag, þriðju- dag, og ekki birt opinberlega fyrr en að þeim fundi loknum. blaöið þær upplýsingar þar, að á fímmta hundrað manns hefðu kosið í gær. Heildar- tala þeirra sem þá höfðu kos- ið var þá komin yfir 2.300 manns. U tankj örstaðakosning hafði verið mjög lítil fram til dagsins í gær, en þá var hins vegar mikil örtröð og langar biðraðir. Töldu starfsmenn utankjörstaða- skrifstofunnar í gærkveldi að sennilega yrði fjöldi þeirra sem nú kysi utan kjörstaða síst minni en áð- ur, þótt kosningar beri nú upp á tíma utan venjulegra sumarleyfistíma. Laxaslátrun í Kelduhverfi Nú er verið að slátra um 30 tonnum af eldislaxi hjá ISNO hf. í Lónum í Kelduhverfi. Eru laxarnir hinir fegurstu, frá 2 til 15 kfió að þyngd eða 4—30 pund. Á næsta ári er gert ráð fyrir að um 150 tonnum af laxi verði slátrað, en andvirði þess er áætlað um 20 milljónir króna. Á meðfylgj- andi mynd er búið að króa af marga fiska og verið að hirða þá úr sjónum. Stjórn Borgarbókasafns Reykjavfkur. Lengst til vinstri er formaðurinn, Elín Pálmadóttir, þá borgarbókavörður Elfa Björk Gunnarsdóttir, Bessí Jóhannsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Anna Arnbjarn- ardóttir. Borgarbókasafn Reykjavíkur 60 ára í dag Borgarbókasafnið í Reykjavík er 60 ára í dag, en það var stofnað hinn 19. aprfl 1923 og nefndist þá Alþýðubókasafn Reykjavfkur. Það hét Bæjarbókasafn Reykjavíkur frá 1936 og síðan Borgarbókasafn frá árinu 1962. í safninu vinna nú um 60 manns í aðalsafni, þremur útibúum og tveimur bókabflum, og við heimsendingar- þjónustu. Fyrsta árið voru til í safninu um 1000 bindi bóka, en það telur nú 323 þúsund bindi. Fjöldi útlána á ári er um 900 þúsund bækur. Borgarbókavörður er Elfa Björk Gunnarsdóttir. Nánar verður sagt frá afmæli Borgarbókasafnsins í Morgunblaðinu síðar. Slitlag á rúma 100 km í sumar SLITLAG VERÐUR lagt á 100 til 110 kflómetra af vegum landsins í sumar, samkvæmt upplýsingum Helga Hallgrímssonar forstjóra tæknideildar Vega- gerðar ríkisins. Enn liggur ekki fyrir hversu mikið slitlag verður lagt á hverjum staö, en lagt verður á vegarspotta í hverju kjördæmi landsins, að sögn Helga. Þó sagði Helgi að lagt yrði mik- ið undir Eyjafjöllum og í Landeyj- um. Einnig yrði bætt töluvert við slitlag á Skeiðavegi og um Laugar- ás. Þá yrði byrjað að leggja bundið slitlag á veginn heim að Stykkis- hólmi. Jafnframt yrði lagt slitlag á Bíldudalsvegi, milli Patreksfjarð- ar og Tálknafjarðar, og eins í Skutulsfirði, frá flugvellinum áleiðis til Súðavíkur, og lítilshátt- ar í Dýrafirði einnig. Þá verður lagningu slitlags haldið áfram í Húnavatnssýslu, einkum og sér i lagi í vestursýsl- unni. Lítilsháttar verður lagt á Sauðárkróksbrautina, einnig í Siglufirði, í Eyjafirði, og í Þingeyjarsýslum. Á Áusturlandi verður víða lagt slitlag, einkum á Fagradal, þar sem meiriháttar slitlagsfram- kvæmdir munu eiga sér stað, og kringum Egilsstaði og við Djúpa- vog. Af öðrum vegaframkvæmdum í sumar, sagði Helgi gerð vegar fyrir Ólafsvikurenni stærsta Talið að öku- maður hafi dottað BÍLL af Lada-gerd fór út af Reykja- nesbraut á móts við Hvammahverfið í Hafnarfirði á sunnudagsmorgun- inn og eyðilagðist, samkvæmt upp- lýsingum rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði. Slysið varð rétt fyrir klukkan átta, en bíllinn var á norðurleið. Ökumaðurinn, sem var stúlka, var einn í bílnum og slasaðist ekki al- varlega. Bíllinn fór út af veginum Hafnarfjarðarmegin og niður 10- 15 metra og eyðilagðist, eins og áður sagði. Talið er að ökumaður- inn hafi dottað við stýrið. verkið. Þá hefur verið veitt nokk- uð stór fjárveiting í veginn yfir Holtavörðuheiði, að hans sögn. Á Vestfjörðum er tenging Djúpvegar yfir Steingrímsfjarð- arheiði einna stærst, að sögn Helga, en því verki verður lokið í sumar. Þar næst kæmi tenging Víkurskarðsvegar, sem tengdur Dagblaðið & Vísir birtir skoðanakönnun sína í gærdag, en hún er unnin um síðustu helgi. Hlutfall þeirra sem svara ákveðið er 53,4%. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fær Alþýðuflokk- urinn 7,3% atkvæða og 4 menn kjörna í stað 10 áður. Framsókn- arflokkurinn fengi 17,9% atkvæða og 12—13 menn kjörna í stað 17 áður. Bandalag jafnaðarmanna fengi 10,9% atkvæða og 6 þing- menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur- inn fengi 41% atkvæða og 24—25 þingmenn kjörna, en hafði 22 áð- ur. Alþýðubandalagið fengi um 15% atkvæða og 9 menn kjörna, en hafði 11 áður. Þá fengi kvenna- framboðið 7,2% atkvæða og 4 menn kjörna. Hlutfall þeirra sem svöruðu ákveðið í skoðanakönnun Helgar- póstsins var 39,7% í Reykjavík, 47,8% í Reykjaneskjördæmi og 44,9% á landsbyggðinni. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinn- ar fengi Alþýðuflokkurinn 5 menn kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi 8 menn kjörna, Bandalag jafnaðarmanna fengi 7 menn var til bráðabirgða í fvrra. Haldið yrði áfram að bæta Öshlíðarveg- inn með þvi að vinna hann fram frá hlíðinni. Á Suðurlandi verður gerð brúar yfir Sog við Þrastarlund og vega- gerð kringum hana ein stærsta framkvæmdin. Einnig verður unn- ið áfram við Reykjanesbrautina í nágrenni Vífilsstaða, en sú fram- kvæmd nýtist ekki á þessu ári, að sögn Helga. Þá verða byggðar brýr á Laxá og Leira í Leirársveit og haldið áfram með slitlagslögn í sveitinni. kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26 menn kjörna, Alþýðu- bandalagið fengið 9 menn kjörna, kvennaframboðið fengi 4 menn kjörna og sérframboð sjálfstæð- ismanna á Vestfjörðum fengi 1 mann kjörinn. í niðurstöðum skoðanakönnun- ar Hagvangs, sem birt var í Mbl. sl. laugardag var hlutfall þeirra sem gáfu ákveðið svar 80,3%, sem er mun hærri svarprósenta en áð- ur hefur fengizt í skoðanakönnun- um á fylgi flokka hér á landi. Samkvæmt niðurstöðum skoðan- akönnunar Hagvangs fengi Al- þýðuflokkurinn 7,3% atkvæða og 4 menn kjörna, Framsóknarflokkur- inn fengi 16,8% atkvæða og 13 menn kjörna, Bandalag jafnað- armanna fengi 9,9% atkvæða og 5 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 44,9% atkvæða og 26 þing- menn, Alþýðubandalagið fengið 13,1% atkvæða og 7 menn kjörna, kvennaframboðið fengi 7,2% at- kvæða og 4 menn kjörna og loks fengi sérframboð sjálfstæð- ismanna á vestfjörðum 0,8% at- kvæða og 1 mann kjörinn. Mismunandi niðurstöð- ur í skoðanakönnunum DAGBLAÐIfí & Vísir og Helgarpósturinn hafa birt skoðanakannanir, sem blöðin hafa gert vegna komandi alþingiskosninga nk. laugardag. Niðurstað- an úr könnununum er nokkuð mismunandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.