Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 r Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í__ Reykjavík í alþingiskosningunum 23. apríl vilja opið stjórnmálastarf, sem byggist á sterkum tengslum kjósenda og kjörinna fulltrúa þeirra._______________________ Þess vegna erum við tilbúin að hitta ykkur að máli og skiptast á skoðunum, til dæm- is í heimahúsum, á vinnustöóum eöa hjá félögum og klúbbum. Síminn okkar er eða 82963 — hafið samband Frambjóðendur Sjálfstæðis flokksins í Reykjavík. Kveðjuorð: Samúel Jónsson frá Ísafirði Við lát Samúels Jónssonar er horfinn góður drengur, fjölhæfur mannkostamaður. Þegar hann og Ragnhildur Helgadóttir kona hans fluttu hingað suður var þeirra mjög saknað á ísafirði. Heimili þeirra á Bjargi hafði lengi verið eitt af mestu myndarheimilum í bænum. Þau höfðu tekið mikils- verðan þátt í athafna- og menn- ingarlífi höfuðstaðar Vestfjarða. Börnin þeirra fimm, sem öll lifa, eru óvenju mannvænlegt og glæsi- legt fólk. Fyrstu verulegu kynni mín af Samúel hófust þegar ég var búsettur á Isafirði. En áður hafði ég þekkt foreldra hans, Jón Bjarnason snikkara og Danielu Samúelsdóttur. Jón var listasmið- ur, skemmtilegur og hvers manns hugljúfi. Var ég ungur dregnur er hann vann að smíðum fyrir for- eldra mína heima í Vigur. Það var alltaf bjart yfir þessum öðlings- manni. Foreldrar Ragnhildar Helgadóttur þekkti ég einnig frá æskuárunum. Þau voru sveitungar okkar í ögursveit, höfðinglegt fólk og vel gefið. I mínu minni bjuggu þau Helgi Jónsson og Dagbjört Kolbeinsdóttir í Ögurnesi, þar sem Helgi stundaði sjómennsku. Því minnist ég foreldra þeirra Sam- úels og Öddu að kynni mín við þá voru í raun og veru upphafið af nánum samvistum við þau á Bjargi. Samúel Jónsson átti mikinn þátt í margháttuðu félagslífi á Isafirði. Störf hans hafa áður ver- ið rakin hér i ágætum minn- ingargreinum, sem birtust hér í blaðinu sl. sunnudag. Verða þau ekki endurtekin hér. Þess skal þó getið að hann átti mikinn þátt í listalífi Isfirðinga um langan ald- ur. Allt lék i höndunum á Samúel. Hann var ákaflega félagslyndur og er ánægjulegt að minnast sam- starfs við hann í ýmsum félaga- samtökum á IsaFirði. Einnig í bæj- arstjórn ísafjarðar og skógrækt- arfélaginu í bænum. Þau hjón byggðu fallegan trjágarð við hús sitt og tæktuðu hann með prýði. Það merki stendur þótt maðurinn falli. Höfðingsskapur og gestrisni þeirra á Bjargi var þeim ekki utan garna. Hlýleiki og elskulegt við- mót setti þar svip sinn á allar móttökur. Samúel var gleði- og drengskaparmaður, sem fagnaður var að samvistum við. Ég minnist þessa trygga vinar og góða drengs með innilegu þakklæti. Veri hann heill og sæll á landi lifenda. Ragnhildur kona hans, sem lifir mann sinn, er glæsikona, sem einnig kom víða við í lista- og fé- lagslífi ísafjaðar. Það er ávallt reisn yfir henni, einnig þótt árin líði og erfiðleikar steðji að. Kæra Adda mín, við Vigurfólk og fjölskyldur okkar biðjum þér, börnum þínum og fjölskyldum blessunar í nútíð og framtíð. Sigurður Bjarnason frá Vigur REGINA C MEÐ LEIÐRÉTTINGU Nýja rafritvélin frá Olympia er léttbyggö og fyrirferöar• lítil, en hefur þó kosti stærri ritvéla. ,,Skjalataska“, 31 sm vals, 8 endurtekningarvinnslur, hálft stafabil, 9 léttur ásláttur og áferðarfalleg skrift. Sjálfvirkur leiörettingarbúnaöur léttir og eykur afköstin. o Olympia QMDÆ^IML!)® KJARAINI HF [ ÁRMULI 22 - REYKJAVIK - SÍMI 83022 Loftur J. Jóns- son - Minning Fæddur 14. desember 1916 Dáinn 9. aprfl 1983 Elskulegur vinur okkar, Loftur Jóhann Jónsson málmsteypu- maður, varð bráðkvaddur hinn 9. þessa mánaðar og langar mig til að senda þakkar- og kveðjuorð. Hann var fæddur í Lækjarbotn- um í Landssveit 14. desember 1916, sonur hjónanna Steinunnar Loftsdóttur og Jóns Árnasonar. Var Loftur af Víkingslækjarætt og Rangæingur í báðar ættir. Hann var einstakt prúðmenni og sannkallaður kærleiksmaður og sérstakur barnavinur. Alltaf tal- aði hann hlýlega til barna og þau hændust að honum. Ég var tveggja ára er foreldrar mínir SELTJARNARNES Magnús Erlendsson Matthías Á. Mathiesen Salóme Þorkelsdóttir Bragi Michelson Sigurgeir Sigurðsson Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn á Seltjarnarnesi, þriöjudaginn 19. apríl kl. 20.30 í félagsheimilinu. Frummælendur eru Matthías Á. Mathiesen, alþingismaöur, Salóme Þorkelsdótt- ir, alþingismaöur, Bragi Michelsson, framkvstj. og Sigurgeir Sig- urösson, bæjarstjóri. Fundarstjóri er Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar. Aö loknum framsöguræöum veröa fyrirspurnir, eftir því sem tími leyfir. FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA Á SELTJARNARNESI. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN Á SELTJARNARNESI. fluttu í sama hús og hann hér í Vesturbænum og tók hann strax ástfóstri við mig og bræður mína. Var hann einstakur fjölskyldtivin- ur á heimili okkar. Ég var ekki gömul þegar bróðir minn og ég fórum með honum í sveitina hans og fórum við margar slíkar ferðir með honum þangað. Eru nú liðin 25 ár frá því ég kynntist Lofti. Þessi ár eru mér dýrmæt. Vil ég þakka Lofti alla þá gæsku og tryggð sem hann sýndi mér og syni mínum, Ragnari Jóhanni. Honum var Loftur sem besti afi. Margar ánægjustundir áttu þeir saman, einkum er Loftur fór að Lækjarbotnum til systkina sinna er þar búa, Þórunnar og Brynjólfs. Loftur var hagmæltur vel og þessa vísu orti hann til Ragnars Jó- hanns er hann varð fjögurra ára á afmæli hans (1976): Veitist þér föjfur fróm fagnandi a*vidaginn. Vermi hún öll þín vonarblóm og vaxi þér í haginn. Við þökkum Guði fyrir að hafa kynnst þessum góða manni. Bless- uð sé minning hans. Systkinum, ættingjum og vinum sendum við samúðarkveðjur. Carlotta Rós Guðmundsdóttir og fjölskylda. Askrifuirsiminn er83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.