Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 Vestmannaeyjar: Steftiir í meðalvertíð Yestmannaeyjum 18. apríl 1983. Nú um miðjan mánuðinn var vertíðaraflinn hér kominn í 23.505 tonn. Bátaflotinn hafði skilað á land 19.255 tonnum, meðalafli í löndun 9,2 tonn. Togarar hafa landað 4.250 tonnum, og hjá þeim er meðalafli í löndun 2,8 tonn. Er heildaraflinn nú um 2.900 tonnum lakari en á sama tíma og í fyrra. Þegar aflatölur nú eru bornar saman við næstu ár á undan, kem- ur í ljós að það stefnir í meðalgóða vertíð í ár, verði gæftir og afla- brögð sæmileg til vertíðarloka 15. maí. Netaafli er nú minni en und- anfarnar þrjár vertíðir, en afli í botnvörpu er mun meiri, raunar er meiri afli kominn á land úr troll- inu en alla vertíðina síðustu tvö árin. Ef skoðaður er nánar vertíðar- afli bátanna nú í ár og síðustu fimm vertíðir þar á undan, miðað við afla á land kominn 15. apríl ár hvert, er niðurstaðan þessi: 1983: 19.255 tonn, meðalafli í löndun 9,2 tonn. 1982: 21.580, meðalafli 10,6 tonn. 1981: 19.062, meðalafli 12,4 tonn. 1980: 17.602 meðalafli 10,8 tonn. 1979: 14.261, meðalafli 7,9 tonn. 1978: 11.222 tonn, meðalafli 6.8 tonn. Hörður Jónsson skipstjóri á Heimaey er aflahæstur með 871 tonn. Suðurey er með 800 tonn, Valdimar Sveinsson með 724 tonn og Sighvatur Bjarnason er með 714 tonn. Af trollbátum er Huginn aflahæstur með 653 tonn, Frár með 555 tonn og Helga Jóh. er með 490 tonn. Breki er með mestan afla tog- ara, 12.078 tonn. Þess má geta að í fyrra varð vertíðaraflinn fram til 15. maí 33.804 tonn. — hkj. Fáskrúðsfirðingar taka upp olíukyndingu á ný: 30—40% ódýrara að kynda sundlaug- ina með hráolíu Upphitunarkostnaður á Austur- landi er orðinn gífurlegur og að sögn Sigurðar Gunnarsson, sveit- arstjóra á Fáskrúðsfírði, er áætl- aður kostnaður við upphitun íþróttahúss og sundlaugar staðar- ins, sem hituð eru með rafmagni, 300 þúsund krónur í ár. Með því að skipta yfír í olíuupphitun sund- laugarinnar á ný verður reikning- urinn 30—40% íægri og sagði Sig- urður að þar sem allur búnaður væri enn fyrir hendi til olíukynd- ingar væri ákveðið að skipta yfir í hráolíu. um byggingum er greitt sam- kvæmt iðnaðartöxtum. Hann sagði að þessi niðurstaða með upphitun sundlaugarinnar væri líklega talandi dæmi um hvern- ig komið væri í upphitunarmál- unum. Fáskrúðsfirðingar hafa lagt um 120 þúsund krónur í búnað við sundlaugina til að geta notað raforku sem verður nú lagður til hliðar. Sigurður sagðist þó vonast til að einhver lagfæring fengist á þessum málum. Einar Jónsson, leiðangursstjóri á Hafþóri, með „vítisgadd“ úr tundur- duflinu, sem skipið fékk í trollið í „Rósagarðinum“ fyrir nokkrum dögum. Ijósm.: Kristján Einarsson. Hafrannsóknarskipið Hafþór: Þýskt tiindurdufl dansaði um á þilfari skipsins! Skipverjum á hafrannsóknar- skipinu Hafþóri varð ekki um sel er stóreflis tundurdufl kom upp með vörpunni þar sem þeir voru að veiðum í svonefndum „Rósagarði" á Færeyjahryggnum fyrir nokkrum dögum. „Okkur fannst þetta ekki síst óskemmtileg „veiði“ fyrir þá sök að veðrið var slæmt og skipið lét illa, og þetta rúllaði til og frá,“ sagði Einar Jónsson leiðangurs- stjóri, er blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við hann í gær. „Þetta dansaði þarna allt til og frá,“ sagði Einar, „í belgnum á trollinu, en okkur virtist þó fljót- lega, sem þetta myndi ekki mjög hættulegt. Veðrið var það sem gerði okkur einna hræddasta, því ein- mitt um líkt leyti og duflið kom inn fyrir reið brotsjór yfir, og einn skipverjanna fékk höfuð- högg. Tundurduflið var stórt, ekki aiveg hnattlaga, en um 1,5 metri í þvermál. Okkur tókst að koma því útbyrðis á ný, en sam- kvæmt upplýsingum er við höf- um fengið hjá sprengjusérfræð- ingum Landhelgisgæslunnar, mun hér sennilega hafa verið þýskt dufl á ferð frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir sögðu rétt hjá okkur að losa það á ný í hafið, þar yrði það ekki hættu- legt, eina hættan væri sú, að púðrið gæti sprungið, en það ger- ist aðeins ef það nær að þorna. En leiðslur virtust vera heilar, og „vítisgaddarnir" stóðu út úr duflinu, þeir sem eiga að orsaka sprengingu við snertingu. Það varð þó ekki, en til minja tókst mér að ná einum gaddinum áður en við hentum duflinu fyrir borð,“ sagði Einar að lokum. Skákþing íslands: Úrslitakeppni þriggja manna hafin Ágúst Karlsson og Hilmar Karls- son tefldu í gærkveldi fyrstu úrslita- skákina í úrslitakeppni þriggja manna um íslandsmeistaratitilinn 1983, en þeir hlutu ásamt Elvari Guðmundssyni 7,5 vinninga á ný- afstöðnu Skákþingi íslands. Dan Hansson, er varð efstur með 9 vinn- inga, varð ekki íslandsmeistari þar eð hann er sænskur ríkisborgari. Önnur umferð úrslitakeppninnar verður tefld í kvöld, og tefla þá Elv- ar og Ágúst. Tefld verður tvöföld umferð, og er teflt í húsakynnum Skáksambandsins við Laugaveg. Dan Hansson hlaut Seikoúr frá Þýskíslenska í verðlaun fyrir sigur sinn á mótinu. íslandsmeistarinn mun síðan fá 3ja vikna sólar- landaferð frá Útsýn, og Dan og íslandsmeistaranum verður boðið að tefla á Norðurlandamótinu, sem fram fer í Esbjerg í Dan- mörku í júlí. Einmitt á Norðurlandamótinu sigraði Frið- rik Ólafsson fyrir 30 árum, 1953, að því er Gunnar Gunnarsson for- seti Skáksambandsins sagði í samtali við Mbl. í gær. Höfuðborgarsvæðið: Mikiðum sinuelda MIKLIR sinueldar loguðu víða á höfuðborgarsvæðinu í gær, og í flest- um eða öllum tilvikum voru elds- upptök þau að börn og unglingar voru að fíkta með eld. Ekki var í gær vitað um mikið tjón af völdum sinueldanna, en lögreglan í Kópavogi bað Morgun- blaðið að koma þeim tilmælum á framfæri við forráðamenn barna og unglinga, að þeir brýni fyrir þeim að verða ekki völd að sinu- eldum. Eldarnir geta náð mikilli út- breiðslu á ótrúlega skömmum tíma í þurru veðri eins og nú er á S'uðurlandi og mikið tjón getur skapast af því sem í upphafi var aðeins saklaus leikur. Kostnaður sveitarfélaga af upphitunarkostnaði er gífurleg- ur að sögn Sigurðar, en raf- magn til húshitunar í opinber- Á sunnudag: Varað við snjó- flóðahættu í Siglufirði — hættan nú liðin hjá SNJÓFLÓÐAHÆTTA var yfir- vofandi í Siglufírði á sunnudag og var fólk á hættusvæöunum í bænum varað við og birtust við- varanir þessar í fjölmiðium á sunnudag. í samtali við Mbl. sagði Óttar Proppé, bæjarstjóri í Siglufirði, að óvanalega mikil snjókoma hefði verið um helg- ina og hefðu kannanir manns á vegum Veðurstofunnar bent til snjóflóðahættu á staðnum. Jafnframt var það mat Veð- urstofunnar að snjóflóðahætta væri yfirvofandi. Sagði óttar að þrjú snjó- flóðasvæði væru þekkt við bæ- inn og þó einkum eitt, í Strengsgili syðst í bænum. Ekki hefði sést til fjalls fyrr en í gær, mánudag, og þá hefði komið í ljós töluverðar hengju- myndanir í giljum, en hins veg- ar væri nú talið að snjó- flóðahættan væri liðin hjá. Guðlaugur Bergmann tekur einn við rekstri Karnabæjar GUÐLAUGUR Bergmann, annar framkvæmdastjóra og annar aðaleig- andi Karnabæjar, hefur að fullu tekið við rekstri fyrirtækisins. Haukur Björnsson, sem hefur verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins með Guð- laugi hefur hins vegar hætt störfum. „Fyrirtækið er stofnað af okkur Birni heitnum Péturssyni og ég hef því átt gott samstarf við fjölskyldu Björns í tæplega 17 ár. Þegar Björn lézt fyrir nokkrum árum tók Pétur sonur hans fyrst við starfi hans. Pétur gekk síðan út úr fyrirtækinu og hóf rekstur fyrirtækisins Hljómbæjar og þá tók Haukur bróðir hans við starfinu, en hann hafði verið framkvæmdastjóri Fé- lags íslenzkra iðnrekenda um ára- bil. Báðir hafa þeir reynzt hinir ágætustu samstarfsmenn. Það hafa hins vegar verið uppi ólíkar skoðan- ir um hvernig standa ætti að rekstrinum, sem síðan leiddi til þess, að aðilar voru sammála um að eðlilegt væri að slíta samstarfinu," sagði Guðlaugur Bergmann í sam- tali við Mbl. „Þótt menn hafi ólíkar skoðanir á málunum segir það ekkert til um hæfileika manna í sjálfu sér. ís- lenzk fyrirtæki hafa hins vegar átt við ákveðna rekstrarerfiðleika að stríða á undanförnum árum og höf- um við í Karnabæ að sjálfsögðu ekki farið varhluta af því. Við þær aðstæður hefur svo komið í ljós, að ég og samstarfsmenn mínir höfum haft mismunandi skoðanir á því hvernig standa bæri að málunum. Auk þess er það mín skoðun, að Karnabær hafi í raun ekki þörf fyrir nema einn framkvæmda- stjóra. Endirinn varð því sá eins og áður sagði, að menn urðu sammála um að fara hvor sína leið. Ég og fjöl- skylda mín tókum við öllum rekstri fyrirtækisins, þ.e. saumastofu og verzlunum, en Haukur og Pétur Björnssynir og fjölskyldur þeirra tóku hins vegar yfir húsnæði fyrir- tækisins að Fosshálsi í Reykjavík. Á þessari stundu get ég því ekki annað en óskað fyrrverandi sam- starfsfélögum mínum alls hins bezta í framtíðinni," sagði Guðlaug- ur. Aðspurður sagði Guðlaugur ennfremur, að hann ætlaði ekki að gera neinar sérstakar breytingar á rekstri fyrirtækisins. „Ég er t.d. harðákveðinn í því að gefast ekki upp við iðnaðinn, þótt hann sé og hafi verið erfiðasti þáttur fyrirtæk- isins í gegnum árin. Þar kreppir skórinn reyndar sérstaklega að um þessar mundir, eins og almennt í iðngreininni á Islandi. Ég stefni því að því að halda áfram í framleiðslunni og stefni að því að efla hana þótt hún sé kannski ekki arðvænleg um þessar mundir við þau starfsskilyrði, sem iðnaðinum eru búin. Starfsskilyrðin hafa verið mjög slök undanfarin ár og hefur þar ekki skipt neinu hvaða menn hafa verið við stjórnvölinn. Ég trúi því hins vegar, að sú ríkis- stjórn sem taka mun við að loknum kosningum, muni og verði reyndar að gera eitthvað í málefnum iðnað- arins, ef á að vera búvænlegt í þessu landi í framtíðinni. Ég mun berjast fyrir lífi einkaframtaksins í landi og mun því standa og falla með hugmyndum mínum," sagði Guðlaugur ennfremur. Að sfðustu kom það fram í sam- talinu við Guðlaug Bergmann, að Karnabær rekur verzlanir á fimm stöðum í Reykjavík, auk þess sem 25 verzlanir úti á landi verzla að- eins með vörur frá fyrirtækinu. Þá hefur Karnabær rekið innflutn- ingsverzlun um árabil og eins og áður sagði verið 1 framleiðslu á fatnaði. Hjá fyrirtækinu hafa starfað 130—140 starfsmenn að undanförnu við þessa starfsemi. Átök í Vestmannaeyjum: Lögreglumaður slasast og fjórir menn handteknir Vestmannaeyjum 18. apríl 1983. Lögreglumaður slasaðist á höfði í átökum við hóp manna, sem aðfara- nótt sl. laugardags reyndu að hindra handtöku félaga síns. Tveir lögreglu- menn, sem voru á eftirlitsferð um bæ- inn, stöðvuðu bifreið, sem var of- hlaðin fólki. Brást fólkið illa við þess- ari afskiptasemi lögreglunnar, og hafði einn farþeganna sig mest í frammi. Svo mjög lét hann til sín taka, að vegna framkomu hans og ölvunar- ástands ákváðu lögreglumennirnir að færa hann á lögreglustöðina. Fé- lagar mannsins brugðust hinir verstu við, og kom til mikilla átaka. Hlutu báðir lögreglumennirnir högg og spörk, og annar þeirra hlaut slæman skurð á höfuðið og þungt högg aftan við eyra. Lögreglumönnunum barst liðs- auki, og lauk þessum átökum á þann veg að fjórir menn voru fluttir í fangageymslu lögreglunnar. — hkj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.