Morgunblaðið - 19.04.1983, Side 48

Morgunblaðið - 19.04.1983, Side 48
^^^skriftar- síminn er 830 33 ”7\uglýsinga- síminn er 2 24 80 ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983 Þjóðhagsstofnun um árið 1983; Mesta verðlagshækkun á einu ári frá 1914 Mikil hætta á ferðum — 1800 atvinnulausir — Kaupmáttur rýrnar um 8—9% — erlendar skuldir nær helmingur þjóðarframleiðslu VERÐLAG mun hækka meira á árinu 1983 en nokkru sinni fyrr frá því að vísitölureikningur verðlags hófst á árinu 1914. Þetta er niðurstaða Þjóðhagsstofnunar í endurskoðaðri þjóðhagsspá fyrir árið 1983, sem út kom í gær. Þjóðhagsstofnun segir, aö „þessar verðbólguhorfur feli í sér mikla hættu fyrir þjóðarbúskapinn" og að „atvinnuöryggi og afkomu fólks og fyrirtækja og þjóðarbúsins alls (sé) teflt í tvísýnu". Enn segir í hinni endurskoðuðu þjóðhagsspá, að „verðbólguhraðinn, sem undir býr er meiri en áður var talið og verðlagshorfur fyrir næstu mánuði mjög alvarlegar". 1.800 manns atvinnulausir f skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir, að fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi að meðaltali um 1.800 manns verið atvinnulausir og er það þreföldun miðað við sama tíma árin 1979—1981 er 600 voru að meðaltali atvinnulausir. Kaupmáttur rýrnar um 8—9% Þjóðhagsstofnun reiknar með því að kaupmáttur tekna rýrni að meðaltali frá fyrra ári um 8—9% á mann og er þá ekki gert ráð fyrir frekari efnahagsaðgerðum á ár- inu. Þessi spá er þó sett fram með þeim fyrirvara, að ekki verði at- vinnubrestur. Erlendar skuldir nær helm- ingur þjóðarframleiöslu Þjóðhagsstofnun segir, að er- lendar skuldir íslendinga hafi í árslok numið 48% af þjóðarfram- leiðslu samanborið við 34—37% árin á undan. Greiðslubyrðin af þessum erlendu lánum sem hlut- fall af útflutningstekjum hefur aldrei verið þyngri eða 21,4%. í krónum talið námu greiðslur vaxta og afborgana af erlendum lánum til langs tima nær 2.800 milljónum króna á síðasta ári og erlendar skuldir jukust um 14% í dollurum talið. Minnkandi þjóðarfram- leiðsla og þjóðartekjur Þjóðhagsstofnun telur, að þjóð- arframleiðslan muni minnka um 4V£— 5'A% á þessu ári til viðbótar við 2% minnkun á síðasta ári. Þá er spáð 3—4% samdrætti þjóðar- tekna til viðbótar við 2,3% sam- drátt á sl. ári. Minni einkaneyzla Þjóðhagsstofnun spáir því, að einkaneyzlan verði 6% minni en á liðnu ári vegna samdráttar í tekj- um einstaklinga. Hins vegar er talið að útgjöld til samneyzlu (þ.e. útgjöld opinberra aðila) verði svipuð og áður en fjármunamynd- un minnki um 8%. Sovéskur „ryksugufloti“: 43 togarar á karfaveiðum við landhelgismörkin Verður 250 þúsund tonna loðnuveiði leyfð í haust? HUGSANLEGT er, að leyft verði að veiða um 250 þúsund tonn af loðnu á næsta hausti. Kemur þetta fram f endurskoðaðri þjóðhagsspá Þjóð- hagsstofnunar, sem gerir ráð fyrir slíkum loðnuafla f öðru dæmi um þróun sjávarvöruframleiðslu. Hins vegar er ekki reiknað með því, að afurðir þessarar væntanlegu loðnu- bræðslu verði fluttar út fyrr en í árs- byrjun 1984. f þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir, að skreiðarbirgðir, sem voru um 12.000 tonn um síðustu áramót, minnki um 3.000 tonn á árinu, en fyrstu tvo mánuði ársins voru flutt út 800 tonn af skreið. Þá kemur fram í skýrslu Þjóðhagsstofnunar, að saltfiskur muni lækka f verði um 20% á árinu en freðfiskverð hækki um 5%. Búist er við 20% verðhækkun áls og 11% hækkun á verði kísiljárns. Ekki kosið á sunnudag þó ófærð verði EKKI verður kosið sunnudaginn 24. apríl þó illa viðri á kjördag, laugardaginn 23. apríl, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Friðjóni Sigurðssyni, skrifstofustjóra Alþingis í gær. Spurning þar að lútandi var lögð fyrir Friðjón vegna óhag- stæðrar veðurspár í þessari viku og hugsanlegs illviðris víða um land fram að kjördegi og á kjör- dag. Friðjón sagði að fyrir þessar kosningar hefði verið ákveðið að hafa einn kjördag og það gilti, þrátt fyrir spádóma um ófærð. Benti Friðjón á að í kosningun- um þyrftu menn ekki að ferðast um kjördæmin í heild heldur um einstakar kjördeildir og væri þar mikill munur á. Friðjón benti jafnframt á, að ef illa viðraði gæti orðið tafsamt að safna saman kjörgögnum í kjördæmunum og því gæti taln- ing tafist eitthvað. ____ Stór floti sovéskra fiskiskipa er nú á veiðum á Reykjaneshryggnum, líklega karfaveiðum, að því er Krist- inn Arnason, skipherra hjá Land- helgisgæslunni, tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gærkveldi. Krist- inn var þá nýkominn úr könnunar- flugi á flugvél Gæslunnar um land- helgina. Þessi floti Sovétmanna, sem oft hefur verið nefndur „ryk- sugufloti" vegna mikillar aflagetu, telur 43 skip, að því er Kristinn Árnason sagði. Sagði hann flotann vera að veiðum í þéttum hnapp, og voru þau skip er næst voru nánast alveg á íslensku 200 mflna mörkun- um. Sem fyrr segir taldi Kristinn líklegast að flotinn væri á karfa- veiðum, en ekki væri þó hægt að fullyrða það, enginn fiskur væri á dekki en um annað væri varla að ræða. Flotann kvað hann saman settan af stórum togurum, en ekki hefðu neinir stórir verksmiðjutog- arar eða birgðaskip fylgt flotan- um. Þá sagði Kristinn Gæsluna hafa flogið norður á Dornbanka, og þar hefði floti rækjuveiðiskipa verið að veiðum um 20 mílum utan ís- lensku fiskveiðilögsögunnar. Skip- in kvað hann meðal annars hafa verið frá Danmörku, Frakklandi, Vestur-Þýskalandi, Færeyjum, | Noregi og Grænlandi. Danskt varðskip, Fyllu, kvað hann hafa fylgst með flotanum, og hefði gúmbátur verið til taks eins og varðskipsmenn ætluðu að kanna afla eða veiðarfæri. Enn sagði Kristinn hafa verið flogið og ástand hafíss kannað, og virtist hann fremur sakleysislegur um miðlínuna milli Islands og Grænlands, mjög eðlilegur miðað við árstíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.