Morgunblaðið - 19.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1983
23
íslandsmeistaratitillinn að Hæðargarði f jórða árið í röð
Ólafur Jónsson:
„Sætasti titillinn
sem ég hef unniö“
„ÞETTA er sætasti íslandsmeist-
aratitill sem ég hef nokkurn tíma
unniö og eru þeir nú orönir
nokkrir. Nú ætla ég aö spila þrjá
leiki í viöbót — ég ætla aö leika
til úrslita í bikarkeppninni, og svo
er ég hættur,“ sagöi Ólafur
Jónsson, eftir sigur Víkings é
Stjörnunni é sunnudagskvöldiö.
„Viö sönnuöum það í þessu móti
aö ákveöin uppbygging og taktísk-
ur handbolti er þaö sterkasta sem
til er. Viö fórum rólega af staö og
vorum svo sterkastlr nú í sex siö-
ustu leikjunum.
íslandsmótið i vetur hefur veriö
mjög skemmtilegt, og þessi breyt-
ing sem gerö var, aö koma þessari
úrslitakeppni á, er þaö besta sem
viö gátum fengiö. Nú eru komin
fjögur jöfn og góö liö og þaö breyt-
ir handboltanum hér mikiö. Ég
held að þaö yröi enn betra aö
koma hér á sex liöa úrvalsdeild, en
þetta er vissulega breyting til batn-
aðar,“ sagöi Ólafur.
Hann vildi aö lokum þakka frá-
bærum þjálfara, Bogdan Kowalc-
zyk, fyrir þaö sem hann hefur gert
fyrir Víking. „Við munum eflaust
aldrei kynnast öörum eins manni."
— SH.
Lfótm. Krittján Einartton.
• .Sigri fagnaö. Víkingar faðmast eftir leikinn við Stjörnuna og að-
dáendur þeirra þyrpast inn á gólfið til að óska þeim til hamingju.
Porbergur Aðalsteinsson:
„Tökum stefnuna
á bikarinn"
„ÞAÐ er stórkostlegt að geta yfir-
gefið Víking eftir aö hafa náð
svona árangri," sagöi Þorbergur
Aðalsteinsson á eftir, en sem
kunnugt er hefur hann ákveðið aö
flytja til Vestmannaeyja og þjálfa
Þór næsta vetur.
Þorbergur sagöi aö mótiö í vet-
ur heföi verið mjög skemmtilegt.
„Þessi úrslitakeppni hefur verið
mjög til góöa, en ég held aö þetta
sé of mikiö. Leikirnir eru of margir.
Þaö væri betra ef leikiö væri bara
heima og heiman. Sex leikir á
hvert liö í staö 12 leikja.
Aftur á móti held ég aö sex liða
úrvalsdeild yröi skref aftur á bak
fyrir íslenskan handbolta. Þá yröu
sex góö liö, sem yröi auövitaö
gott, en ég er hræddur um aö önn-
ur liö yröu þá slök.“
Tobbi sagöi aö nú tækju Vík-
ingar stefnuna á bikarinn, og fyrir
honum yrði barist af hörku. „Nú
tökum viö hvern leik fyrir sig og
berjumst upp á líf og dauöa. Og
helst vildi ég mæta KR-ingum í úr-
slitaleiknum," sagöi hann aö lok-
um.
— SH.
• Eftir sigurleikinn á Stjörnunni — er íslandsmeistaratitillinn var í höfn — tóku Víkingar hinn frábæra
þjálfara sinn, Bogdan Kowalzcyk, og tolleruðu hann. Á þessari frábæru mynd Kristjáns Einarssonar svífur
Bogdan í lausu lofti, yfir sig ánægðir Víkingar standa í hóp fyrir neöan, reiðubúnir að taka á móti honum er
hann kemur til baka.
„Nú eru jólin hjá mér“
- sagði Bogdan, þjálfari Víkings, eftir að hafa
leitt liðið til sigurs í Islandsmótinu fjórða árið í röð
„NÚ ERU jólin hjá mér,“ sagði
Bogdan Kowalczyk, þjálfari Vík-
inga, í samtali viö Mbl. eftir leik-
inn við Stjörnuna á sunnu-
dagskvöldiö. Víkingar höföu þar
með tryggt sér íslandsmeistara-
titilinn í handknattleik fjórða áriö
í röð undir stjórn þessa frábæra
þjálfara, og hann hafði svo sann-
arlega ástæðu til aö vera ánægö-
ur. Nú voru jólin hjá honum —
hann ætlaði aö fagna sigri — og
sagðist ekki vilja svara á þessari
stundu hvort hann yrði áfram hér
á landi.
„Ég sagöi í ágúst aö þetta yröi
mitt síöasta tímabil hjá Víkingi og
það breytist ekkert.”
Bogdan sagöi aö í leiknum gegn
FH á laugardaginn heföi alla ein-
beitingu vantaö í leikmenn sína.
Þeir heföu leikiö mjög vel gegn KR
kvöldið áöur og fyrir leikinn gegn
FH haldiö aö mótiö væri búiö. „I
kvöld aftur á móti einbeittu þeir
sér aö leiknum og því unnum viö.“
Óhætt er aö segja aö Víkingur
hafi veriö á toppnum nú seinni
hluta úrslitakeppninnar, og þannig
átti þaö auövitaö aö vera eftir und-
irbúning Bogdans. Tveir toppar
áttu aö vera hjá liðinu í vetur — sá
fyrri í Evrópukeppninni — og sá
síðari nú. Sá fyrri náöist reyndar
ekki og kom þar margt til. „Viö
vorum óheppnir í sambandi viö
Evrópukeppnina," sagöi Bogdan.
Frábær
árangur
Bogdans
BOGDAN Kowalczyk hefur náð
frábærum árangri meö Víkings-
liðið. Þetta er fimmta áriö sem
hann þjálfar liðið. Nú hafa Vík-
ingar unnið íslandsmótiö fjögur
ár í röö, aðeins fyrsta árið náöu
þeir ekki titlinum.
Áöur en Bogdan kom hingaö til
lands þjálfaöi hann Slask Wroclaw
í heimalandi sínu. Liöiö varö meist-
ari sex ár í röö undir hans stjórn,
og árin áöur en hann hóf aö þjálfa
liöiö var hann meistari meö því
sem leikmaöur fjögur ár i röö.
— 8H.
„Þá voru margir af mínum
mönnum á æfingum með landsliö-
inu. Viö höföum lítinn tíma til und-
irbúnings meö öllum leikmönnurn
fyrir leikinn í Prag og einnig höföu
meiösli sín áhrif.”
Víkingar hafa aldrei náö aö
vinna bikarkeppnina sama ár og
þeir hafa sigraö í islandsmótinu.
Bogdan sagöi þá hafa stefnt aö því
að ná tveimur bikurum af þremur.
„Þetta er spurning um einbeitingu,
sagöi hann, en við munum berjast
af krafti í bikarkeppninni. Óskalið í
úrslitunum? „Ja, ef viö komumst í
úrslit væri gott aö leika gegn Val.“
Ég spuröi Bogdan hvort hann
heföi áhuga á aö þjálfa íslenska
landsliöiö nú.
„Mér hefur ekki veriö gert tilboö
um aö þjálfa liöið — hvorki fyrr né
nú — þannig aö ég hef ekki hugs-
aö um það. Ef mér yrði gert tilboö
myndi ég hugsa um það.“
Þess má geta aö Bogdan hefur
fengiö tvö tilboö frá vestur-þýsk-
um liöum, en greinilega er óliklegt
aö hann fari þangað til starfa. „Ég
hef engan áhuga á aö starfa í
Þýskalandi — ekki nokkurn,"
sagöi hann.
- SH.
Viggó Sigurðsson:
„Dásamleg
tilfinning“
„ÞETTA er dásamleg tilfinning,"
sagði Viggó Sigurösson, hetja
Víkings í leiknum, á eftir. „Það er
líka gaman að eiga toppleik á
toppstundu. En leikmenn Stjörn-
unnar eiga heiður skilinn fyrir þá
geysilegu baráttu sem þeir
sýndu, og leikurinn var mjög erf-
iður.
Þá er eitt sem ekki má gleymast.
Þaö er þáttur Bogdans. Þaö hefur
veriö stórkostlegt aö vera undir
hans stjórn — hann er algjör snill-
ingur," sagði Viggó Sigurösson.
— SH.
• íslandsmeistarar Víkings
ásamt forráðamönnum liðsins.