Morgunblaðið - 05.05.1983, Side 2

Morgunblaðið - 05.05.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 Qlæti á ný í Breiðholtinu: Lögreglan hand- tók unglinga ÓLÆTI brutusl út í Fellahverfi í Breiðholti í gær og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum unglingum, eftir að númerslausum bíl hafði verið velt og kveikt í bensíni sem rann úr honum á götuna af þeim sökum. Ólætin byrjuðu með grjótkasti milli krakka á grunnskólaaldri í Fella- og Seljahverfi yfir Breiðholts- brautina og bárust lögreglunni ítrekaðar kvartanir frá fólki í bílum og gangandi vegfarendum sem leið áttu um Breiðholtsbrautina vegna grjótkastsins. Farið var með unglingana á lög- hættulegri atvikum í gærkveldi, sem reglustöðina við Hverfisgötu, nöfn hefðu auðveldlega getað valdið al- þeirra tekin niður, hringt í foreldra þeirra og þeir beðnir um að sækja börn sín. Að sögn lögreglunnar bar meira á varlegum slysum, heldur en fyrri kvöldin sem ólæti hafa orðið og hafi lögreglan beðið með það í lengstu lög að skerast í leikinn. Seyðisfjörður: Nýr skuttogari í stað Gullvers Vorverk íbúanna við Hólmgarð: meiri sandur“ „Aldrei „I>að hefur aldrei verið jafn mikill sandur á götunni og eftir veturinn í vetur, enda hefur mikið verið sandað,“ sagði íbúi við Hólmgarð í samtali við Morgun- blaðið um kvöldmatarleytið, en íbúar við Hólmgarð 17—32 tóku sig til og sópuðu götuna fyrir fram- an hús sín í gær. Það kom fram hjá íbúunum að bæjarvinnumenn hefðu í nógu öðru að snúast, einn vélsópur af þremur væri ekki í notkun sem stendur og því hefðu þau drifið í þessu sjálf að frum- kvæði eins íbúans við götuna. A morgun kæmu bæjarvinnumenn og hirtu hauginn, sem þau hefðu sópað saman, en þegar mátti sjá myndarlegan sandhaug við aðra brún götunnar. Á myndinni getur að líta það sem eftir var af hinum fríða flokk við sópunina, þegar Morg- unblaðið mætti á staðinn, en um helmingi fleiri hófu starfið. Myndina tók RAX. Suðureyri: Látlausar símhringingar frá fólki sem vantar vinnu Suðureyri, 4. maí. EFTIR FRÉTTINA hér í Morgunblaðinu sl. föstudag þess efnis, að verið væri að ráða danskar stúlkur í fiskvinnu á Suðureyri, virðist margur hafa áttað sig á því að þeir ættu eftir að fá sumarvinnu, bæði skólafólk og aðrir. GULLBERG hf. Seyðisfirði er nú með nýjan skuttogara í smíðum í Flekke- fjord slipp- og maskinfabrik í Noregi. Mun skipið koma í stað Gullvers, nú- verandi togara fyrirtækisins, og gengur gamla skipið upp í kaupverð hins nýja. Nýja skipið er skuttogari af full- komnustu gerð hvað allan útbúnað varðar. Skipið er tæpir 50 metrar að lengd, 9,50 metrar á breidd og ristir 6,60 metra. Það er búið 1.770 hest- afla aðalvél af Mak-gerð, 499 brúttó- lestir að stærð og lestarrými er 400 rúmlestir, eingöngu fyrir kassa. Kaupverð er 36,5 milljónir norskar krónur, en með fjármagnskostnaði er reiknað með að kaupverðið nemi allt að 120 milljónum íslenzkra króna. Reiknað er með að byggingu skipsins ljúki í lok júní og það komi til heimahafnar á Seyðisfirði í upp- hafi júlí næstkomandi. Gullver, skip Gullbergs hf. er nú 15 ára gamalt, byggt í Danmörku 1968 og kom hingað til lands 1972 og var fjórði fyrsti skuttogarinn, sem kom til landsins. Siðan á föstudag hafa verið lát- lausar símahringingar, bæði til verkstjóra og á skrifstofu Fisk- iðjunnar Freyju hf. með beiðni og fyrirspurnir um vinnu og virðist lítið lát vera á þeim, allavega í dag. Stór hluti þessa fólks er skóla- fólk, í leit að sumarvinnu, einnig fjölskyldufólk, sem er að athuga með húsnæði og aðrar aðstæður á staðnum. Til Fiskiðjunnar hefur verið hringt úr öllum kjördæmum, þó að meirihlutinn sé af Stór- Reykjavíkursvæðinu. Einnig hefur Fiskiðjan fengið símahringingu frá Svíþjóð, en þar voru hjón að lesa Morgunblaðið og höfðu hug- leitt að flytja um tíma aftur heim til íslands og gátu vel hugsað sér að fara í fiskvinnu. Verkstjóri fyrirtækisins hefur nú flokkað úr milli 20 og 30 aðila, sem helst koma til greina og verð- ur tekin ákvörðun um ráðningu á því fólki fyrir helgi. Verður þar miðað við það pláss, sem er í ver- búðum fyrirtækisins og öðru hús- næði, sem það hefur yfir að ráða. Nú er vorið komið hér fyrir vestan með sunnan mara og blíðu. Snjór er óðum að síga niður fyrir girðingar, þó svo að mikið vanti uppá að hann sé horfinn úr byggð. Fjallvegir eru að verða greiðfærir öllum bílum og farið að sjást til álfta á flugi og annarra vorfugla, sem er merki þess að sumarið sé ekki langt undan. Togarinn Elín Þorbjarnardóttir Ríkisstjórnin: Gjaldskrárhækk- unum enn frestað Á ríkisstjórnarfundi ( gærmorgun var afgreiðslu gjaldskrárhækkana ým- issa opinberra fyrirtækja enn frestað til næsta ríkisstjórnarfundar, sem haldinn verður á fimmtudag. Eins og Mbl. hefur skýrt frá, hafa hækkanabeiðnir ýmissa opinberra fyrirtækja legið óafgreiddar í nokk- urn tíma. Ríkisstjórnin hefur fjallað um málið á nokkrum fundum og m.a. sent beiðnirnar til frekari athugun- ar og endurskoðunar í viðkomandi ráðuneyti. er væntanlegur inn til löndunar í nótt og er áætlaður afli 90—100 tonn. — Halldór. Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri. Morgunblaðift/ KEE Spurt og svarað um garðyrkjumál Lesendur eru minntir á að Morg- unblaðið býður lesendum sínum í ár eins og undanfarin ár upp á les- endaþjónustu um garðyrkjumál. Geta lesendur komið spurningum sínum á framfæri í síma 10100 á morgnana milli klukkan 11—12 og munu svörin síðan birtast í blaöinu nokkrum dögum síðar. Fyrirspurn- ir þurfa að vera undir nafni og heimilisfangi. Morgunblaðið hefur fengið Hafliða Jónsson, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, til að svara þeim fyrirspurnum, sem kunna að koma frá lesendum. Hótel rís í Svartsengi „ÉG REIKNA MEÐ að geta hafið framkvæmdir eftir um mánuð og húsið ætti að verða tilbúið tveimur mánuðum seinna,“ sagði Þórður Örn Stef- ánsson framreiðslumaöur í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur fengið jákvæðar undirtektir við áform sín um að reisa hótel (mótel) í Svartsengi. „Ég hef hugsað mér að reisa þarna 400 fermetra mótel, með 12 tveggja manna herbergjum og mötuneyti. í hverju herbergi verður svefnsófi að auki svo fjöl- skyldur geti dvalið þar saman. Húsið, sem er einingahús, er teiknað af Sigurði Sigurðssyni og framleitt hjá Húsasmiðjunni. Hið eina sem tefur að ég geti hafist handa er að áður þarf að mæla út og staðsetja nákvæm- lega lóð Hitaveitu Suðurnesja og hefja undirbúning að skipulagi svæðisins, en þau mál leysast vonandi fljótlega, því nú þegar er ég kominn á fulla ferð og til dæmis búinn að kaupa dúnsæng- ur í alla bygginguna hjá Dún- og fiðurhreinsuninni. Ég hef átt góða samvinnu vegna þessa máls við félag psori- asis- og exemsjúklinga, formann þess, Valdimar ólafsson, við Jón Tómasson, formann Landeig- endafélags Járngerðarstaða og Hóps, og við Ingólf Aðalsteins- son hjá Hitaveitu Suðurnesja, og fleiri, og kann ég þessum aðilum öllum hinar bestu þakkir," sagði Þórður Örn. Að sögn Þórðar verður gerð góð aðstaða til böðunar i Bláa lóninu svonefnda I Svartsengi, en hótelið rís í nágrenni þess. „Þetta byrjaði með því að ég sótti um leyfi fyrir mótelbygg- ingu í Mosfellssveit 1980 og fékk synjun. Eftir það leitaði ég til Hafnarfjarðarkaupstaðar sömu erinda og hef enn ekki fengið svar frá þeim. En í millitíðinni beindist hugurinn að þessum möguleika, að byggja gistiað- stöðu í Svartsengi þar sem psori- asis- og exemsjúklingar virðast geta fengið bót sinna mála með böðun í lóninu," sagði Þórður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.