Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 3 „Þar þekki ég minn Guð og mína sál“ — segir Guölaugur á Litlabakka „HÚN HEFUR ekki verið góð núna seinast, ég var farinn að koma mikið til og svo fékk ég inflúensu nýlega og varð fárveikur svona snöggvast, eina nótt, en núna er ég á batavegi, kominn á lappir svolítið," sagði Guðlaugur Jóhannsson á Litlabakka í Miðfirði í samtali við Morgunblaðið. Guðlaugur varð fyrir því óhappi í ársbyrjun að lærbrotna er hestur sló hann, og tók það hann fjórar stundir að komast heim til bæjar til að hringja á hjálp, rúmlega 100 metra leið. „Ég held að það sé alveg furða hvernig til hefur tekist með löpp- ina. Þetta hefur gengið vel. Mér fór þó aftur í bili við að veikjast þetta, en ég er farinn að staulast um við prik. En læknarnir halda aö ég verði enginn dugnaðarforkur. Það er nú kannski varla von. Ég hef það gott hér, svona eins og gerist á sjúkrahúsum. En svona sveitamönnum bregður nú við loft- ið. Það er náttúrulega nógu hlýtt hérna, en ég er vanur svo góðu lofti," sagði Guðlaugur, sem liggur á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Þangað kom hann í febrúarlok eft- ir vist á Landspítalanum i Reykja- vík. „Já, ég sakna skepnanna. Og það er kominn hugur i mig að fara að Gudlaugur Jóhannsson er hann li i sjúkrahúsi í Reykjavík. líta heim eitthvað. En skepnurnar eru allar hjá öðrum og verða. Það er ómögulegt annað. Ég tel víst og treysti alveg á að þær séu vel haldnar. Þær eru hjá nágrönnum mínum á Bjartshóli og Mýrum. Ég hef von um að geta bráðum flust heim, en ég hygg að lítið verði um búskap hjá mér. Þar er nú margt að gera, en fæst af því get ég víst gert fyrst um sinn að minnsta kosti. Kannski get ég slóðadregið þegar að því kemur,“ sagði Guð- laugur. Guðlaugur er 85 ára og hefur bú- ið einn að Litlabakka frá 1970 er móðir hans dó, rúmlega eitthundr- að ára gömul. Höfðu þau búskap saman lengi. Guðlaugur var aðeins nokkurra daga gamall er hann kom að Litlabakka og er þar uppal- in. „Ég sakna æskustöðvanna. Þar þekkti ég minn Guð og mína sál og það er eitthvað sem dregur mig þangað síðan.“ Okkur er Ijóst að SAABINN er ekki ódýrasti bíllinn á markaðnum, enda þarf yfirleitt að greiða meiri gæði svolítið hærra verði. Til þess að koma til móts við SAAB kaupendur höfum við nú hækkað lánin í 30% af kaupverði. Komdu og talaðu við sölumenn okkar. Skoðaðu SAABINN og keyrð'ann. Vid leggjum okkur fram um ad létta þér kaupin. TÖGGURHR UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.