Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAl 1983 37 Margrét Halldórs- dóttir — Minning í dag verður mágkona mín, Margrét Halldórsdóttir, kvödd frá Garðakirkju á Álftanesi, en hún lézt 22. apríl síðastliðinn. Með Margréti er gengin óvenju- leg kona að allri gerð. Hún bar með sér ættareinkenni forfeðra sinna, greind og góðvild, og hún hafði á langri lífsleið þroskað með sér einstæða mannlega innsýn. Margrét fæddist á Fáskrúðsfirði 3. október 1895 og var því á 88. aldursári er hún lézt. Foreldrar Margrétar voru Soffía Valtýsdóttir og Halldór Stefánsson, prests á Kolfreyju- stað, en hann var sonur séra Jóns Guðmundssonar prests á Hjalta- stað, en Guðmundur, faðir séra Jóns, var bróðir Benedikts Grön- dal eldri assessors. Margrét mágkona bar nafn móður séra Stefáns, Margrétar Stefánsdóttur prests á Sauðanesi, en móðir hennar var systir Reyni- staðabræðra. Móðir Margrétar, Soffía Val- týsdóttir, var systir hins þjóð- kunna ungmennafélagsfrömuðar, kennara og skálds Helga Valtýs- sonar. Ekki er ofsagt, að að Margréti stæðu kunnar kennimanna- og skáldaættir, enda var hún sjálf gædd mikilli lífsspeki og áhuga á dulrænum fræðum. Systur Margrétar voru Unnur, kona mín, og Elsa, er lézt 6. apríl 1978. Árið 1919 gekk Margrét að eiga Sigurð Davíðsson, kaupmann og bónda á Syðsta-Hvammi við Hvammstanga. Þau slitu samvist- ir 1928. Flutti Margrét þá til Reykjavíkur, og þar átti hún síðan heima til dauðadags. Börn hennar voru: Davíð, íþróttakennari og síðar kunnur bílasali hér í Reykjavík, en hann er nú látinn fyrir nokkru. Davíð var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóna Ingimarsdóttir, og áttu þau þrjá syni. Seinni kona hans var Anna Einarsdóttir, og áttu þau hjónin fimm syni. Halldór — Gunnar Dal — rithöfundur og kennari. Hann giftist Pálínu Guð- varðardóttur og átti með henni þrjá syni. Þau slitu samvistum. Síðan gekk hann að eiga Maríu Sigurðardóttur, en er nú giftur Elísabet Linnet. Anna, gift Sören Jónssyni, deildarstjóra, og eiga þau eina dóttur. Garðar, bílasali og sameignarmaður Davíðs bróður síns í fyrirtækinu Davíð Sigurðs- son hf. Hann er giftur Elínu Guð- brandsdóttur, og eiga þau fimm börn. Guðmann Heiðmar ókvænt- ur, en á einn son. Soffía Sigurrós var gift Dagfinni Stefánssyni, flugstjóra, og eiga þau tvö börn. Dóttir Soffíu, Inga Björk, var að mestu alin upp hjá Margréti ömmu sinni, og var hún henni einkar kær. Fyrir 46 árum eða fljótlega eftir að ég kom til Reykjavíkur, kynnt- ist ég Margréti, þar sem hún var systir unnustu minnar. Þá þegar tókst með okkur góð vinátta, er hélst til hins síðasta. Það var mjög kært með þeim systrum þó ald- ursmunur væri talsverður. Á þess- um árum komum við oft til Mar- grétar, en hún bjó þá í lítilli íbúð á Laugavegi 76. Við Unnur fengum þar inni um tíma, þó þröngt væri sumarið 1940, en það sumar gift- um við okkur. Margrét vann þá og lengi síðar við ýmiss konar störf á Rannsóknarstofu Háskólans. Síð- ar keypti Margrét sér litla íbúð í Drápuhlíð 44, og þar bjó hún þar til hún veiktist á sl. ári. Það er ekki auðvelt að lýsa fyrir því fólki, er nú byggir þetta vel- ferðarþjóðfélag, aðstöðu einstæðr- ar móður með barn á kreppuárun- um fyrir stríð, en Margrét hafði tekið Halldór son sinn með sér til Reykjavíkur, og hann bjó þar með móður sinni, þar til hann hafði lokið langskólanámi. Við hjónin lögðum oft leið okkar til Margrétar ekki sízt ef eitthvað blés á móti, og þar fengum við oftsinnis andlegan styrk, sem hún átti svo mikið af. Og hún veitti okkur sýn inn í þá framtíð er síðar beið okkar. Hún var þeirri gáfu gædd að sjá fyrir óorðna hluti og átti því auðveldara með að ráða fram úr þeim viðfangsefnum sem við var að glíma. Fyrir þessar stundir vil ég nú þakka mágkonu minni að leiðarlokum. Gunnar Friðriksson Sumardagurinn fyrsti varð hennar síðasti dagur hér. Hann var rétt liðinn þegar amma Mar- grét var kvödd héðan. Hennar sumar kallaði að annars staðar frá. Tilhlökkunin sem hafði búið um sig undanfarnar vikur, að hitta hana aftur er voraði, fölnaði í jarðneskum skugga hennar. Ömmustelpa hef ég verið frá fyrstu tíð og þótt árin færðust yf- ir, þá varð engin breyting þar á. Samverustundir þær sem við átt- um forðum er hún sagði mér Fræðsluráð skorar á menntamálaráðuneyti: Bætt verði úr tækjaskorti Kenn- araháskólans FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti affundi sínum 18. apríl síðast- liðinn að beina eindreginni áskorun til menntamálaráðuneytisins um að ráða bót á tækjaskorti Kennaraháskóla ís- lands til tölvukennslu, en hann hefur meðal annars valdið því, að hætta varð við námskeið til endurmenntunar kennara, sem fyrirhugað var nú á vormisseri. í frétt Morgunblaðsins um það kom meðal annars fram að aðeins ein tölva er f eigu skólans eins og stendur. I tillögu formanns að bókun sem samþykkt var á fundinum með fimm samhljóða atkvæðum, en tveir sátu hjá, segir: „Þann 10. janúar sl. gerði fræðslu- ráð samþykkt um notkun tölva og myndbanda í skólum borgarinnar. I samþykkt þessari var kveðið á um samstarf við menntamálaráðuneyt- ið um framgang málsins. í viðræð- um við fulltrúa ráðuneytisins hefur komið fram, að þeir telja að líta beri svo á að námskeiðahald vegna und- irbúningsmenntunar kennara í tölvufræði og meðferð tölvubúnaðar sé grundvallaratriði er uppfylla verði áður en hægt sé að hefja al- menna notkun tölvunnar og kennslu í meðferð hennar meðal nemenda í skólunum. Svo illa er nú búið að Kennarahá- skóla íslands að hann hefur þurft að hætta við boðað tölvunámskeið, sem halda átti fyrir starfandi kennara nú á vormisseri, þar eð ekki hefur fengist fjármagn til kaupa á tölvum til kennnslunnar. Af þessu tilefni beinir fræðsluráð þeirri eindregnu áskorun til menntamálaráðu- neytisins að það beiti sér fyrir því að Kennaraháskóli íslands, sem er rétti aðilinn til að standa skipulega að samræmdri menntun og endur- þjálfun kennarastéttarinnar á þessu sviði, fái nausynlegar fjárveitingar til að rækja það hlutverk sitt og að upppfyllt verði þar með um leið grundvallarskilyrði fyrir því að skólarnir geti almennt gefið nem- endum sínum kost á að tileinka sér nýja tækni og ný vinnubrögð sem útbreiðsla tölvunotkunar í skólum myndi hafa I för með sér.“ ævintýr, við báðum bænir og hún signdi mig, þegar farið var í hreina nærskyrtu, eru mér jafn nálægar og þær stundir sem við áttum saman hin síðustu ár. Þeirri ástúð og umhyggju sem ég varð aðnjótandi frá upphafi mun ég ætíð búa að og vera þakklát fyrir. Æfi ömmu var orðin löng og hafði oft á tíðum verið ströng. Þegar við spjölluðum saman bar oft á góma lifnaðarhætti hinna gömlu daga, sem eru okkur yngra fólkinu svo framandi. Samanburð- ur á lífsbaráttu þeirra eldri og okkar er svo mikilfenglegur að ekki er annað hægt en að fyllast aðdáun og þakklæti til alls þess fólks sem nú er óðum að hverfa héðan, fyrir þá velsæld og þann andlega auð sem það hefur látið okkur í té. Framkoma ömmu einkenndist af góðvild og veivilja. Hún lagði ekki mikið uppúr að safna að sér veraldlegum hlutum, heldur jók hún stöðugt sinn andlega sjóð; og þrátt fyrir lítil auraráð skorti hana ekki gjafmildina. Flestar gjafir sem henni voru gefnar, gaf hún áfram til annarra, því hún gladdist yfir að eiga eitthvað til að gefa öðrum. Þegar hún lagði sjálf upp í „kaupstaðarferð" til gjafa- kaupa, þá sóttist hún ávallt eftir því besta sem völ var á, þótt svo fjárhagurinn leyfði það varla. Hún bar næmt skyn á fegurð og gæði, ekki síður mannfólks en hluta og var fljót að segja til um manngerðir þótt það tæki aðra langan tíma að gera sér grein fyrir að hún hafði á réttu að standa. Gestrisni hennar og góð ráð voru oft þegin af fólki sem leitaði til hennar með vandræði sín, eða bara leit inn. Þá var undantekn- ingalaust hellt uppá könnuna og hvort sem það var með sandköku- bita eða bara molasopi. Mun margur hafa farið frá henni létt- ari í lund fyrir bragðið. Þegar illa áraði hjá henni sjálfri, setti hún sitt traust á Guð og sagðist hafa sannreynt að Hann hjálpaði. Til dæmis hafði hún eitt sinn áhyggjur af því hvað hún gæti haft í matinn, en hugsaði með sér að Guð mundi örugglega senda sér eitthvað og skrapp síðan út. Þegar hún kom heim aftur var komin stóreflis lúða í eldhúsvask- inn. Þá hafði einhver gamall kunningi, sem hún hafði ekki séð í fjölda ára skotist með þetta rétt á meðan hún fór frá. Amma var hógvær að eðlisfari þrátt fyrir stórmennsku og höfð- ingsskap. Það lýsir henni ef til vill best að einhverju sinni bað hún um að það yrði ekkert lof borið á hana, hvorki í ræðu né riti að henni látinni. Hins vegar hlýtur hverjum og einum sem þekkti eitthvað til hennar að vera það ljóst, að jafnvel þurrustu heimildaskrif hljóta að einkennast af góðvild hennar. Þannig vilja hinir mestu láta sem minnst á sér bera. Sú lífsskoðun sem amma hafði, hefur haft sín áhrif á mig og gerði hún mér það meðal annars ljóst, hvað það er í þessu lífi sem skiptir máli og leggja beri rækt við og svo hitt hversu minna er vert og það er ekki svo lítið veganesti á iífs- leiðinni. Stefnumót við skilnaðarstund er óumflýjanlegt, þó það sé ekki í okkar valdi að ákveða stað eða stund. Við amma áttum margar skilnaðarstundir að baki og óttinn við að hver þeirra yrði sú síðasta, gerði ávallt vart við sig. Þó megn- aði hann að gera endurfundina enn gleðilegri og þeir endurfundir urðu svo margir, að það næstum hyllti undir þá óraunsæju von, að þar yrði endalaust framhald á. Samt er okkar síðasta skilnaðar- stund að baki og ef til vill verður aðskilnaðurinn lengri í þetta skiptið en nokkru sinni fyrr, en ég er ekki í nokkrum vafa um að ef hún getur þar nokkru um ráðið, þá mun amma Margrét bíða mín og tilhlökkunin að hitta hana dafnar á ný. Að lokum biðjum við systkinin þess að Guð verði með ömmu okkar í ljósi hinna björtu sumar- nótta sem fylgja henni á leið. Inga og Stefán t Innilegar þakkir tyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför HARALDAR ADÓLFSSONAR. Sýta Dal Siguröardóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auösynda samúö og vlnarhug vegna andláts og útfarar móöur okkar, tengdamóöur og systur, JÓNÍNU GUDJÓNSDÓTTUR, Njaröargötu 37. Elínborg Guöjónsdóttir, Guðjón Reynisson, Guörún Reynisdóttir, Sigurður Reynisson, Guörún Guöjónsdóttir. Skarphéóinn Árnason, Laufey Magnúsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Kristjana Guömundsdóttir, + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og utfor moöur okkar og tengdamóöur, MAGNÚSÍNU FRIÐRIKSDÓTTUR, Auóarstra ti 5. Einar Hannesson, Helga Jónsdóttir, úgmundur Hannesson, Ragnhildur Sigurjónsdóttir, Magnús Geirsson, Hansína Hannesdóttir, Haraldur Haraldsson, Vigdís Hannesdóttir, Ragnar Jakobsson, Guöbjörg Hannesdóttir, Árni Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. OSVIKINN GÆÐINGURI íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.