Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 7 Þakka öllum er sendu mér skeyti, blóm og gjafir og þann hlýhug sem fylgdi sjötugsafmæli mínu þann 15. agríl síöastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Lárus Kr. Jónsson, Stykkishólmi. Hestamenn Námskeiö í hestamennsku hefjast mánudaginn 9. maí. Kennt veröur í eftirtöldum flokkum: 1. Byrjendur. 2. Almenn reiöhestaþjálfun fyrir vana. 3. Hlýðniæfingar. Kennari veröur Eyjólfur ísólfsson. Skráning á skrifstofu félagsins, sími 30178 kl. 13—18. Hestamannafélagið Fákur. Heba heldur heilsunni Nýtt námskeið að hefjast. Dag- og kvöldtímar tvisvar eða Ijórum sínnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leiklimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kaííi - Jane Fonda leikfimi Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 53, Kópavogi ----------Z A Tungijmálanámskeið og íiæðsluþættir á myndböndum It's Your Turn to Speak Þættir fyrir þá sem þurfa á tal æfingum að halda. Tveggja klukkustunda æfingar fyrir þá sem hafa byrjendakunnáttu í ensku. Æfingunum fylgir kennslubók og æfingabók. Engineering Fjölbreyttar æfingar og útskýr- ingar á ensku iðnaðarmáli t.d. málvenjum i framleiðsluiðn- aði. Æfingabók, hljóðkassetta og myndband sem er ómetanleg æfing og hjálp fyrir þá sem þurfa að hressa upp á enskuna í sambandi við atvinnugreinar í iðnaði og framleiðslu. Travel and Tourlsm Óvenju skemmtilegar og fjöl- breyttar æfingar fyrir þá sem þurfa á ensku máli að halda í sambandi við ferðir og ferða- lög. Æfingarnar eru til þess gerðar að liðka upp á talkunn- áttuna og orðaforðann. Sér- stök æfingabók, hljóðkass- etta og myndband. SnirbjörnlíóusionjlCb.h.f Hafnarstræti 4 og 9 símar 11936 og 14281 Akureyrarumboð Bókval Kafbátar á þurru landi Þjóðviljinn tekur sér þaö nærri að athygli almenn- ings á Norðurlöndum bein- ist að frekju Sovétmanna sem senda kafbáta í ögrun- arferðir inn í lögsögu Sví- þjóðar og að líkindum Nor- egs. Finnst Þjóðviljanum ástæðulaust að norrænir menn séu að velta þessu of mikið fyrir sér, það dreifi aðeins athygli þeirra frá óhæfuverkum Bandaríkja- manna. Ólafur Gíslason, blaðamaður á Þjóðviljan- um, sem hefur það sér- verkefni að dásaraa stjórn- arfar kommúnista á Kúbu og í Nicaragua, hefur þetta að segja um sovésku kaf- bátana við Norðurlönd í Þjóðviljanum á þriðjudag: „Það væri í rauninni ekki óeðlilegt að granda- lausum manni kæmi til hugar, að kafbátaleikur Sovétríkjanna við Noreg og Svíþjóð væri einmitt til þess fallinn að hylma yfir þá glæpi sem bandaríska leyniþjónustan er að fremja þessa dagana í Nicaragua." Þessi nýjasta röksemda- færsla í samanburðarfræð- unum sem miða að því að sanna að Bandaríkin séu verra risaveldi en Sov- étríkin er á þann veg, að ógerlegt er að finna heila brú í henni. Hún er þó dæmigerð fyrir þá ruglandi sem er helsta einkenni lygafréttamiðlunar Sovét- vina um víða veröld. Hvers vegna i ósköpunum skyldu Sovétmenn senda kafbáta inn í lögsögu Norðurlanda til að hylma yfir „glæpi bandarísku leyniþjónust- unnar" í Nicaragua? Eini sovéski kalbáturinn sem náðst hefur á Norður- löndum var á þurru landi við Karlskrona. En það eru fleiri sovéskir kafbátar á þurru landi á Norðurlönd- um, þótt þeir séu ekki öll- um sýnilegir eins og þessi við Karlskrona. Einn af þessum þurrlendis kafbát- um rak upp meira en sjón- pípuna á síðum Þjóöviljans í grein Ólafs Gíslasonar á þriðjudag. ífeMlHF Gagnkafbátaaðgerðir í Staksteinum í dag er rætt um sovéska kafbáta á þurru landi og bent á að þeir birtist stundum á síöum Þjóðviljans. Hljóö- merki frá þeim heyrast einnig af og til í Ríkisútvarpinu og oftar undanfariö en áö- ur. Þeirri spurningu er varpað fram, hvers vegna útvarpið hafi ekki beðiö Ólaf Þ. Jónsson, skipasmið, að fjalla um sovéskar kafbátasmíðar. Útvarpid og sagnfræðin Eins og við var að búast komst Þjóðviljinn í vörn fyrir Ríkisútvarpsins hönd vegna gagnrýni Morgun- blaðsins á þá ráðstöfun að láta Ólaf Þ. Jónsson, skipa- smið, fiytja kommúnískt erindi um sögulegt efni hinn 1. maí á þeim dag- skrártíma sem venjulega er ætlaður undir efni sem unnið er af virðingu fyrir því sem sannara reynist. í Þjóðviljanum í gær stendur meðal annars: „Út á hvað gengur lýð- ræði annað en rétt fólks til aö láta í Ijósi skoðanir sín- ar? Á ekki Ólafur Þ. Jóns- son fullan rétt á því að láta skoöanir sínar í Ijós? Og ber ekki rikisútvarpinu skylda til að kynna hinar ýmsu skoðanir manna til dæmis á sagnfræðilegum efnum?“ Auðvitað á Ólafur Þ. Jónsson rétt á því að láta skoðanir sínar í Ijós. Hitt er annað mál hvort Ríkis- útvarpið telur þær skoðanir eiga heima í dagskrá sinni og einnig er það matsatriði, hvar efninu er valinn stað- ur. Sérviska Ólafs Þ. Jónssonar á ekkert skylt við sagnfræði. Þaö er rangt að kynna erindi hans undir þeim hatti. heldur ber að fiokka það með ofurtrú Þorvalds Þonaldssonar á Sovétríkin, en Þonaldur flutti dýrðaróð um Stalín í Ríkisútvarpið á dögunum. Viðbrögd Þjóðviljans við réttmætum aðfinnslum vegna þessa furðulega efn- isvals Ríkisútvarpsins eru ekki annað en staðfesting á því, að málstaður blaðs- ins er enn hinn sami og á tímum Kommúnistaflokks íslands þegar blaða- mönnum þess var kapps- mál aö skrifa ekki stafkrók I sem þeir töldu að gæti styggt Stalín. Hins vegar er nýlunda að þessi pest skuli geisa á Ríkisútvarpinu hálfri öld síðar. Logið um leiðara Ákallið um skoðana- frelsið og Ríkisútvarpið sem auðvitað stangast algjörlega á við stjórnmála- skoðanir þeirra Ólafs Þ. Jónssonar og Þorvalds Þorvaldssonar, birtist í rit- stjórnargrein Þjóðviljans. Á fréttasíöu er hins vegar gerð tilraun til að sanna þá skoðun Þjóðviljans að í raun beri að líta á Olaf Þ. Jónsson sem sagnfræðing. Þar er þessu meðal annars logið: „Allur ber leiöarinn (í Morgunblaðinu á þriðju- dag, innsk. Staksteinar) vitni um hroka skrifarans: skipasmiðnum er bent á að hafa sig hægan því hvorki meira né minna en prófess- or hafi skrifað um sama efni — og auðvitað hafi al- þýðumenn ekkert að gera í slíka menn." Lesendur Morgunblaðs- ins geta kynnt sér um- ræddan leiöara. En vegna lyga Þjóðviljans skal enn ítrekað, að Ólafur Þ. Jónsson er ekki óhæfur til að flytja útvarpserindi vegna þess að hann er skipasmiður. Hins vegar eiga hhistendur Ríkisút- varpsins rétt á að vita um það þegar haldið er að þeim kommúnískum áróðri en ekki sagnfræði. Vilji Ríkisútvarpið kynna sagnfræðilega rannsókn á því efni sem Ólafur Þ. Jónsson lýsti skoðunum sínum á getur það fengið hana í ritgerð dr. Þórs Whitehead. En hvers vegna skyldi Ríkisútvarpinu ekki hafa dottið í hug að fá Ólaf Þ. Jónsson, skipasmið, til aö ræða um kafbátasmíði Sov- étmanna? Þeir eru til dæmis nýbúnir aö smíða nýjan risakafbát með ógrynni af kjarnorku- sprengjum sem sveimar um undirdjúpin fyrir norð- I an fsland. GEísiPf Sportblússur Aldrei glæsilegra úrval af sportblússum, buxum og skóm. Drengja- og herrastæröir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.