Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 33 Meðal verkefna Skógræktarfélags Reykjavíkur í fyrra: Sáð í 450 fermetra og plantað um 150 þúsund græðlingum AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn 28. aprfl sl. Á fundinum fluttu formaöur og framkvæmdastjóri skýrslur um starfsemi félags- ins og helstu viðfangsefni þess áriö 1982. Þaö ár var t.d. sáö 20 tegundum trjáa og runna í um 450 m! og plantaö var um 150 þús. græðlingum. Skógræktarfélagið haföi eins og áöur umsjón með gróöursetningu á Öskjuhlíö í Elliöaárhólunum, í Breiðholti við Reynisvatn og á Heiðmörk. Voru gróöursettar um 140 þús. plöntur á þessum stööum. Auk þess er unnið aö vegaviðhaldi, gerð gangstíga og viðhaldi giröinga, einkum í Heiömörk. Vegakerflð þar er um 25 km og er þörf verulegs átaks í viðhaldi þeirra. Heiðmerkurgirðingin er sömu- leiðis afar viðhaldsfrek og liggur undir verulegu álagi frá þéttbýlinu og verður oft fyrir verulegum skemmdum. Umsjónarmaður Heið- merkur og veiðivörður býr á Elliða- vatni. Á árinu hóf félagið framkvæmd- ir á landi sínu á Reynivöllum í Kjós. Þar var girt, grafnir skurðir og settur upp vinnuskáli. Nú er ætlunin að byrja verulega gróður- setningu þar í vor. Talsvert fræðslustarf er jafnan unnið á vegum félagsins. Veitt er ráðgjöf um val og meðferð trjáteg- unda, haldnir fræðslufundir, félag- ið gefur út félagsritið Skóginn og nú í haust kom út bókin Tré og runnar á íslandi, að frumkvæði Skógræktarfélagsins. Plöntuframleiðsla í Fossvogi eykst ár frá ári og er það nú eitt helsta verkefnið að reisa nýtt og vandað gróðurhús í gróðrarstöð- inni en fjármagn skortir í bili. Af því tilefni var samþykkt tillaga á aðalfundinum þess efnis að Skóg- ræktarfélagið gefi út skuldabréf er nemi alls einni milljón, eitt þúsund krónur hvert. Skuldabréfin verða til 10 ára og bundin lánskjaravísi- tölu með 3‘á% vöxtum. Það er hins vegar nýmæli að afborganir verða inntar af hendi í plöntum. í félaginu eru nú um 1300 manns, starfsmenn þess eru 12—14 allt ár- ið og 50—60 að auki á sumrin. í stjórn félagsins eru nú: Form. Jón Birgir Jónsson, yfirverkfræð- ingur, ritari: Þorvaldur S. Þor- valdsson, arkitekt, gjaldk.: Björn Ófeigsson, heildsali, meðstj.: Lárus Bl. Guðmundsson, bóksali, Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, varam.: Þórður Þ. Þorbjarnarson, borgarverkfr., Reynir Vilhjálms- son, landslagsarkitekt, Kjartan Sveinsson, raffræðingur. Fram- kvæmdastjóri er Vilhjálmur Sig- tryggsson. (Fréttatilkynnjng) Gestur Halldórsson (t.v.) og Bergmann Ólafsson viö bflana í hinu nýja húsnæði bflasölunnar. Lj6slll.: t|f„ Agústsson. ísafjörður: Bílasala með að- stöðu innandyra ÍNafírði, 29. apríl. VÉLSMIÐJAN Þór á ísafirði opnaði í mars sl. nýja og glæsilega bflasölu í húsakynnum sínum við Suðurgötu. Þetta er eina bflaverslunin, sem hef- ur bfla til sýnis innandyra, á Vest- fjöröum. Fyrirtækið hefur umboð fyrir Mazda, Hino, BMW og Renault- bifreiðir, auk þess selja þeir Kommatsu-þungavinnuvélar, Yamaha-skellinöðrur, DBS-reið- hjól og snjósleða og tjaldvagna frá Gísla Jónssyni. Nú fyrir nokkrum dögum byrjuðu þeir svo sölu á not- uðum bílum. Þegar opnað var í nýju verslun- inni seldust fimm bílar fyrstu vik- una, og síðan hefur verið reyt- ingssala, að sögn Bergmanns ólafssonar verslunarstjóra. Mikil sala hefur verið í reiðhjólum, og búið er að selja þrjá gaffallyftara. Bergmann sagði að fólk kynni vel að meta þessa nýju þjónustu, og taldi að þó nokkur bíla- og tækja- sala yrði næstu vikurnar þrátt fyrir almennan efnahagssam- drátt. Þá er fyrirtækið byrjað að selja gróðurhús og er þegar búið að reisa fyrsta húsið. Á bílaverkstæði félagsins er byrjað að ryðverja nýja bíla og er það nýjung hér vestra. Vélsmiðjan Þór er með 23ja manna starfslið í vélsmiðju, 8 menn á bílaverkstæði og 5 á skrifstofu og við sölustörf. Fram- kvæmdastjóri er Gestur Hall- dórsson. - Úlfar s ■....... S.Á.Á. Ráðstefna S.Á.Á. heldur árlega ráðstefnu fyrir stjórn, trúnaðarmenn og aðra þá er áhuga hafa á, laugardaginn 7. maí nk. Ráðstefnan hefst í átthagasal Hótel Sögu kl. 9 árdegis og stendur til kl. 17. M.a. verður á ráðstefnunni gestur, John Wallace p.hd. dagskrárstjóri Edgehill, sem er meðferðarstofnun fyrir alkóhólista í Bandaríkjun- um. John Wallace er vel þekktur í heimalandi sínu fyrir störf í þágu alkóhólista og hefur yfir 20 ára reynslu sem ráðgjafi, greinahöfundur og fyrir að rita bækur um alkóhólisma. Erindi John Wallace hefst kl. 13.30. S.Á.Á. athugö að þú sparar bensín með því að aka á réttum dekkjum Goodyear hjólbarðar eru hannaðir með það í huga, að þeir veiti minnsta hugsanlegt snúningsviðnám, sem þýðir öruggt vegagrip, minni bensín eyðslu og betri endingu. FUUKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING GOODWYEAR GEFUR 0'RETTA GRIPIÐ [hIheklahf J Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.