Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 47
Fyrri úrslitaleikur UEFA-keppninnar Anderlecht marði sigur — gegn Benfica á heimavelli sínum • Diamantino Miranda, ainn framharja Banfica, skýtur hér að marki Anderlecht í leiknum á Heysel-leik- vanginum í gær. Ekki tókst Miranda og félögum hans aö skora hjá belgíska liðinu þrátt fyrir ágæt færi — en heimamenn fengu einnig nokkur góð færi og nýttu eitt þeirra. Brylle hinn danski skoraði eina mark leiksins fyrir þá. Þaö er Hansen Frimann, leikmaöur Anderlecht, sem er til hægri á myndinni. símamynd ap. Bein útsending til Spánar: KSÍ fær erlendar auglýsingatekjur ANDERLECHT sigraði Benfica 1:0 í fyrri úrslitaleik UEFA-keppninn- ar í knattspyrnu er liðin léku á Heysel-leikvanginum í BrUssel í gærkvöldi. Danski leikmaöurinn Larsen Brylle skoraöi eina mark leiksins með skaila á 30. mínútu eftir góöa fyrirgjöf frá Vercauter- en, besta manni vallarins. Sigur Anderlecht var sanngjarn — liðiö sótti meira og lék betur, en telja verður möguleika Benfica á sigri í keppninni meiri. Liðin leika síðari úrslitaleikinn í Portúgal 18. þ.m. og hætt er viö að eins marks forysta Anderlecht dugi ekki. Baudouin, konungur Belgíu, var meðal 55.000 áhorfenda á leikn- um, en 10.000 Portúgalir komu til að styðja liö sitt. Anderlecht hóf mikla sókn strax í upphafi og fékk fljótlega tvær hornspyrnur, en Benfica náöi að verjast og ógnaöi síöan belgíska markinu og léku Portúgalirnir netta og skemmtilega knattspyrnu. Er síga tók á síöari hluta fyrri hálf- leiks náöu þeir öllum tökum á leiknum. Þeir fengu ágætis færi, en síðan skoraöi Brylle gegn gangi leiksins. Eftir markiö virtust bæöi liöin heldur taugaóstyrk og sérstaklega fóru leikmenn Anderlecht illa meö færi. í síöari hálfleik var Anderlecht sterkara liðiö, en fór hvaö eftir annað illa með góö marktækifæri, og leikmenn Benfica voru reyndar ekki heldur heppnir er þeir komust nálægt markinu. Miöaö viö mark- tækifæri heföu mun fleiri mörk átt aö geta séö dagsins Ijós en þetta KR vann EINN leikur fór fram í Reykjavík- urmótinu í knattspyrnu í gær- kvöldi. KR vann Ármann 2—0. I fyrrakvöld vann Valur Fylki 2—1. Staðan er nú þannig: Víkingur 5 5 0 0 10:1 11 Fram 4 3 1 0 8:1 9 Valur 5 3 0 2 8:4 7 KR 5 2 1 2 5* 5 Þróttur 5 1 1 3 3:8 3 Fylkir 5 1 0 4 4.-9 2 Ármann 5 0 14 1:10 1 eina og miöaö viö færi heföi sigur- inn svo sem getaö lent hvorum megin sem var. Lárus Guðmundsson, leikmaður Waterschei í Belgíu, sagöi í samtali viö Mbl. i gærkvöldi, aö leiknum heföi ekki veriö sjónvarpaö þar í landi vegna deilna um sjónvarps- samning. Anderlecht kraföist helmingi hærri upphæöar en liöin fengu í fyrra í UEFA-úrslitunum er Hamburger SV og IFK Gautaborg mættust, og belgíska sjónvarpiö hafnaöi þeim kröfum algerlega. Liöin voru þannig skipuö: ANDERLECHT: Munaron, Hofk- ens, Peruzovic, Olsen, De Groote, Frimann, Lozano, Coeck, Vercaut- eren, Vandenberg (Czerniatinsky), Brylle. BENFICA: Bento, Pietra, Humb- erto, Jose Luis Silva, Sheu, Carlos Manuel, Chalana, Diamantino, Al- varo, Frederico (Alberto Bastos Lopes), Filipovic. DÓMARI: Búlgarinn Dotchev. Knattspyrnusambandið hefur gert samning við svissneska auglýsingaskrifstofu og selt henni 100 metra langt auglýs- ingasvæði á Laugardalsvellin- um er landsleikur íslands og Spánar fer þar fram 29. maí. Að sögn framkvæmdastjóra KSÍ Páls Júlíussonar, er þetta byrj- unin á tilraunum KSÍ til að selja erlendum aðilum auglýsinga- svæöi á Laugardalsvellinum er landsleikir fara þar fram. Þaö sem gerir KSI kleift aö selja erlendum aöilum auglýs- ingarétt á vellinum er áhugi Spánverja á landsleik íslands og Spánar en leik liöanna veröur sjónvarpaö beint á Spáni og hef- ur íslenska sjónvarpiö tekiö það verkefni aö sér. í sambandi viö auglýsingarnar þá munu tveir menn koma frá Sviss gagngert til islands til aö setja auglýsingarnar upp. — ÞR. Bjarni Felixson: „Reikna fastlega með að sýna úrslitaleikinn í Evrópukeppni meistaraliða beint" — ÉG STEFNI fastlega aö því að sýna í beinni útsendingu úrslita- leikinn í Evrópukeppni meistara- liða í knattspyrnu. Leikurinn fer fram í Aþenu 25. maí og ef af út- sendingu veröur þá mun hún hefj- ast kl. 18.00 að íslenskum tfma, sagði Bjarni Felixson íþrótta- fréttamaður sjónvarpsins { spjalli við Mbl. í gær. Sjónvarpiö hefur þegar ákveöiö beina útsendingu frá Wembley- leikvanginum þegar úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni fer fram 21. maí. Þá hefst útsending frá Wemb- ley klukkan 13.40. Veröi líka bein útsending frá Aþenu 25. maí er úr- slitaleikurinn í Evrópukeppni meist- araliöa fer fram geta knattspyrnu- áhugamenn hér á landi virkilega hlakkaó til. Það eru tvö af stórliöum Evrópu í dag, Hamborg S.V. og Juventus, sem leika til urslita. Og í báöum þessum liöum eru heimsfrægir knattspyrnumenn. I italska liöinu eru til dæmis sex landsliösmenn sem uröu heimsmeistarar á Spáni síöastliöiö sumar. Jafnframt eru i liöinu snillingar eins og franski leik- maöurinn Platini og pólski leikmaö- urinn Boniek. Þessa leiks er beöiö meö mikilli eftirvæntingu af knattspyrnuáhugamönnum í Evrópu, því aö þar sjá menn fyrir sér annað uppgjör á milli ítalíu og V-Þýska- lands á knattspyrnuvellinum. En þaö voru einmitt þessar þjóöir sem lóku til úrslita i siðustu heimsmeist- arakeppni. un i ■■■'■» a ■■■■.! 47 Æskan er komin! Létt og iífteg. Meðal efnis er: ★ Björgvin í opnuviðtali ★ Líf og fjör í Þróttheimum ★ Rabbað við Bryndísi Schram ★ Skákskóli Friðriks Ólafssonar ★ Æskupósturinn ★ Hvaðviltu verða — snyrtifræðingur ★ Reiðhjól er frábært þjálfunartæki ★ Og fjölmargt annað forvitnilegt og spennandi Þ. 10. maí drögum við um Peugeot, Kalkhoff og Winther-hjólin... ALLIR EIGA SAMLEIÐ MEÐ ÆSKUNNI ■ Áskrifendasími 17336 p +GF+ RÖRA SAGIR Höfum tekiö að okkur umboð fyrir hinar viðurkenndu SVISSNESKU rafknúnu RÖRA SAGIR ... sendum kynningarbæklinga. Qt LANDSSMIÐJAN H 20680 o Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.