Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983- 15 íslendingar á Norðurlöndum — eftir Birgi Isl. Gunnarsson, alþm. Viðræður við íslendinga Dagana 18.—26. mars sl. ferð- aðist ég ásamt Geir Haarde, for- manni Sambands ungra sjálf- stæðismanna til 9 borga í Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð. Til- gangur ferðarinnar var fyrst og fremst að halda stjórnmálafundi á þessum stöðum með þeim ís- lendingum, sem þar eru búsettir. Á þessu ferðalagi hittum við fjölda íslendinga. Á fundum okkar og í viðræðum við þá komu fram ýmis mál, sem snerta samskipti íslenskra stjórnvalda við þetta fólk. Ég verð að viður- kenna að margt af því, sem þarna kom fram, kom okkur á óvart og er tilgangur þessarar greinar fyrst og fremst að varpa ljósi á þau vandamál, sem steðja að íslendingum erlendis og ís- lensk stjórnvöld gætu leyst með einum eða öðrum hætti. Þessi mál snerta öll tengsl þessa fólks við ísland. Það er sammerkt með því fóiki, sem við var rætt, að hugur þess stefnir heim og það jafnvel þótt menn hafi dvalið langdvölum erlendis við nám eða störf. Það kemur ekki síst fram í því, að vilja stuðla að því að börnin geti lært íslensku og orðið raunverulegir íslendingar, þótt þau dvelji er- lendis á viðkvæmum aldri. Skulu nú reifuð þau helstu mál, sem fram komu í þessum viðræðum. Kosningaréttur l. Kosningaréttur á íslandi var mikið umræðuefni, þar sem við komum. Skv. stjórnarskrá Is- lands er skilyrði kosningaréttar íslenskur ríkisborgararéttur og lögheimili á íslandi. íslendingar, sem búa á Norðurlöndum, flytja yfirleitt lögheimili sitt þangað, m. a. til að njóta ýmissa félags- legra réttinda þar. Námsmenn hafa þó fengið að halda lögheim- ili sínu á lslandi og hefur það verið framkvæmt nokkuð frjáls- lega. Þeir njóta því kosninga- réttar. Aðrir missa kosningarétt sinn og fá þá hvergi að kjósa í þingkosningum, því að ríkis- borgararéttur er skilyrði kosn- ingaréttar á Norðurlöndum eins og hér. í þeirri tillögu að stjórn- arskrárbreytingu, sem Alþingi samþykkti nú í vetur og kemur aftur til afgreiðslu á næsta þingi, er gert ráð fyrir því, að Alþingi geti með einfaldri laga- setningu veitt undanþágu frá því skilyrði kosningaréttar, að menn eigi lögheimili á Islandi. Með þessu er opnuð leið til að veita þeim íslensku ríkisborgurum, sem búa erlendis kosningarétt. Brýna nauðsyn ber til að rýmka þennan rétt, þó að vafalaust þurfi hann að vera einhverjum skilyrðum bundinn. „Það er sammerkt meö því fólki, sem viö var rætt, að hugur þess stefnir heim og það jafnvel þótt menn hafi dvalið langdvölum er- lendis við nám eða störf. Það kemur ekki síst fram í því, að vilja stuðla að því að börnin geti lært íslensku og orðið raunverlegir Is- lendingar, þótt þau dvelji erlendis á við- kvæmum aldri.“ Ú t varpssendingar. 2. Ríkisútvarpið sendir á degi hverjum út stutta dagskrá, sem ætluð er íslendingum erlendis. Aðallega eru það fréttir. Fyrir stóran hóp manna eru þetta nán- ast einu tengslin við lsland, því að íslensk blöð berast strjált á marga staði, þar sem íslend- ingar eru búsettir. Sá er hins vegar galli á þessari sendingu, að erfitt er að ná henni. Á sum- um stöðum heyrist hún alls ekki á venjuleg útvarpstæki og illa annars staðar. Þessa dagskrá þarf þvi að senda út á meiri styrkleika og þyrfti Ríkisútvarp- ið að taka þetta til athugunar. Námsbækur 3. Það var sameiginlegt áhuga- mál foreldra, sem við hittum, að börn þeirra gætu lært íslensku og tengst þar með ættlandi sínu sterkari böndum. í Svíþjóð t.d. greiðir sænska ríkið laun fyrir kennara, sem kenna íslensku ákveðinn tímafjölda í viku. Það sem háir þessari kennslu er skortur á bókum. íslenska ríkið virðist ekki hafa verið reiðubúið til að afhenda íslenskum börnum erlendis kennslubækur í íslensku eða ísl. bókmenntum á sama hátt og gert er í skólum hérlend- is. Þetta mál þarf að taka til at- hugunar. Tollamál 4. Langflestir þeir íslendingar, sem erlendis búa, halda heimili. Þeir hafa því keypt sér húsgögn, tæki og annað, sem þarf til heimilis. Margir eiga einnig bíla. Við flutning heim til íslands fá menn að taka með sér án tolla húsgögn og heimilistæki og gilda um það ákveðnar reglur. Hins- vegar fá menn ekki að taka bif- reiðir með sér á sama hátt. Þetta gerir það að verkum, að í flestum tilvikum rýrna eignir manna við heimflutninginn. Væri eðlilegt að sömu reglur giltu um bíla og um búslóð manna. Birgir ísl. Gunnarsson Athugist betur 5. Ýmis fleiri atriði komu til umræðu á þessum fundum. Þar má nefna flutning lífeyrissjóðs- réttinda milli landa, en þar er væntanlega um að ræða mál, sem er ákvörðunarefni hvers líf- eyrissjóðs fyrir sig. Gildi is- lenskra ökuskírteina í Norður- löndum kom og til umræðu svo og möguleikar tslendinga er- lendis til að fá úthlutað lóðum til íbúðabygginga. Þessi mál og reyndar ýmis fleiri, sem snerta réttindi og stöðu íslendinga erlendis þarf að taka upp til gaumgæfilegrar at- hugunar. Þessi mál snerta mörg ráðuneyti og reyndar önnur stjórnvöld. Því er spurning, hvort ekki eigi að taka þau upp í einni heild, t.d. á vegum sér- stakrar þingkjörinnar nefndar. plussákleoði, vtóarklætt mæter* krómliatar 4 brettaköTmvn,^ 1^x14 hjólbarðar med hvíwm Vi American Motors Ogf tll fjalía IUXUSM ÞÆGINDI AMERICAN EAGLE 4X4 innaiíbæfar 1 í íi ri w 1 _ American Eagle 4 x 4 er fyrsti ameríski fólksbíllinn með fjórhjóladrifi. Þú skiptir milli drifs á 2 eða 4 hjólum með einu handtaki, svokallað “select drive“. Innréttingin er _____________amerískur klassi, með öllum sinum iburði. American Eagle sameinar kosti jeppa og fólks- bíls á mjög sannfærandi hátt. American Eagle er lipur í innanbæjar akstri og eyðslugrannur miðað við stærð. American Eagle er fjölhæfur fjölskyldubíll. Fjórhjóladrifið gerir fjallaferðina mögulega hvenær ársins sem er. American Eagle er kraftmikill og traustur þegar mest á reynir. Ameri- can Eagle 4 x 4 er valkostur þeirra sem vilja bíl fyrir íslenskar Nú er örfáum American aðstæður. Eagle árg. 1982 óráðstaf- að á aldeilis frábæru verði. Við hvetjum þig til að bera saman verð og gæði á öðrum Amerísk- um fólksbílum, — og þú munt sjá að jeppinn er i kaupbæti!!! Stórlækkað verð frá verksmiðjununt aðeins kr. 520.000- Mióad við gengi i apnl 1983. EGILL. VILHJALMSSON HF Smidjuvegi 4, Kópavogi, s. 77200 og 77202

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.