Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.05.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1983 39 fólk í fréttum Nick Nolt* með nýju konunni, Sharon Haddad. Dýr sambúð hjá Nick Nolte + Kvikmyndaleikarinn Nick Nolte, sem margir kannast sjálfsagt við úr myndaflokknum um bræðurna, sem hér var sýndur fyrir nokkrum árum, þykir hinn mesti óreiðumaöur í einkalífinu. Þessi ókostur hans kann líka að verða honum dýr, eða sem svarar um 100 milljón- um ísl. kr. Fyrrverandi sambýliskona Nicks, Karen Ekland, hefur nú höfðaö mál á hendur honum og sakaö hann um aö hafa sparkaö sér út af heimilinu eftir sjö ára sambúö. Skaöabæturnar áætlar hún sanngjarnar 1.000 milljónir kr. Sambúö þeirra Eklands og Nolte lauk þannig, aö þaö var ekki aðeins aö hún fengi aö vita, aö hann heföi haldiö fram hjá henni, heldur einnig aö hann væri þegar búinn aö kvænast annarri konu, söngkonunni Shar- on Haddad. „Þegar ég hitti Nick var ég leikkona, en hætti því til aö geta veriö konan á bak viö manninn. Mér finnst ég hafa staöiö mig vel í því hlutverki og því ekki nema sanngjarnt að ég fái einhverjar bætur. Mér finnst ótækt, aö maður eins og Nick skuli geta látiö sig hverfa þegjandi og hljóöalaust án þess aö segja einu sinni svei þér eftir sjö ára sam- búð,“ segir Karen Ekland. + Michael Fagan, sá, sem ræddi viö Elísabetu Eng- landsdrottningu á rekkju- stokknum, hefur nú látiö að sér kveöa á nýjum vettvangi. Hann ætlar sér aö veröa söngvari og kom í fyrsta sinn fram fyrir nokkrum dögum í næturklúbbi viö Leicester Square. Fyrsta lagiö, sem hann söng, var pönkútgáfa af breska þjóösöngnum og á myndinni sést hvar hann er aö flytja þaö. f vinstri hendi heldur hann á textanum því aö þaö var ekki meira en svo aö hann kynni hann utan aö. Nú er hún koniin ... Vélin, sem tengist köldu vatni eingöngu eða heitu og köldu — sama vélin — en þú velur með spamaðartakka ódýrasta þvottamátann, við þínar heimilisaðstæður ^Hauknedit Hitun Þvottur Þurr — vinding • Þeytivindinj' með 850 sn. á mín. • Tekur 5 kg af þurrþvotti. • Hefur 10 grunnþvottakerfi. • Sjálfstilltur forþvottur og aðalþvottur. • Auk þess sjálfstætt hitaval fyrir 30. 40. 60 og 95 gráðu heitan þvott (suða). ^RAFBUÐ ^SAMBANDSINS Ármúla 3 ■ Simi 38900 SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN öfgafull, en það sá þó inn í kvikuna. Nú þykir honum það ekki verra, þegar hann lítur til baka. Hann veit, að hann er eini maðurinn í lífi hennar. Og honum finnst gott að vita til þess að hafa slíkan bakhjarl við stjórnvölinn. Hann kveikir sér í pípu og skilur ekki, hvers vegna hann fær ekki morgunverðinn. Þá birtast þau í dyrunum. Hann horfir á þau, undrandi. Þau eru öll náföl, þegar þau ganga inn í stofuna. Molotov gengur að honum, leggur höndina á öxl hans og segir: Hún er ekki lengur á meðal okkar, Josef. Stalín horfir á hann. Hann horfir á þau til skiptis, orðlaus. Hann reynir að rísa á fætur. Hann sundl- ar. Augu hans myrkvast. Þessi litlu, gulu augu, þar sem úlfar hafa búið sér bæli. Fórnardýr hans hafa séð þá. Nú skríða þeir í skjól. Hvar er hún? stynur hann. Hann reynir að jafna sig. Hann bítur á jaxlinn. Þau hjálpa honum á fætur og hann gengur inn í svefnherbergið. Hann horfir á Nadya, þar sem hún liggur látin í rúminu. Hann tekur herðasjalið og strýkur það. Segir ekki orð. Hann gengur út úr herberginu. Strunsar inn í skrifstofuna. Lokar að sér, einn með minningum sínum: Tsaritsyn, já! Þangað var hann sendur í miðri hungursneyðinni til að tryggja, að nægar matvælabirgðir yrðu sendar til Moskvu og Len- ingrað. Hann lygnir aftur augum, lamaður. í fyrsta og eina skipti á ævinni. 26 Svetlana segir, að Stalín hafi verið reiður og lostinn ofboði. Við hina opinberu kveðjuathöfn staðnæmist hann eitt andartak hjá kistunni. Allt í einu er eins og hann ýti henni frá sér, svo snýst hann á hæli og fer. Hann er ekki viðstaddur útförina. Það væri hægt að segja, að Nadya hafi dáið inn í myrkvan skóginn, en það væri of áhættusamt. Það væri hægt að segja, að slík samlíking væri útúrsnúningur. í réttarhöldum löngu síðar, líklega skömmu eftir dauða Stalíns, sagði opinber ríkissaksóknari við skáld, sem var dæmt í Gúlagið, en síðan til útlegðar í öðrum löndum: Þú crt með dylgjur. Þú snýrð út úr. Er það kannski ekki að snúa út úr að segja í skáldsögu, að hún hafi dáið inn í myrkvan skóginn, þegar hún dó í svefnherberginu sínu? Nadezdha Alliluyeva Stalína dó í svefnherberginu sínu. Yfirgefin af öllum — nema misjafnlega skemmti- legum minningum. 27 Mexikó, ágúst 1940 Aðalkeppinautur Stalíns, Leon Davidovich Trotsky, fyrrum yfirstjórnandi Rauða hersins í borgara- styrjöldinni og hægri hönd Lenins, situr í skrif- stofu sinni í vöktuðu húsi í Mexíkóborg og reynir að lýsa og skýra velgengni og valdatöku Stalíns í bók sinni um hann. En honum tekst ekki að ljúka henni, áður en blóðhundur harðstjórans myrðir hann við þetta sama skrifborð tveimur vikum síðar. Trotsky skrifar: „Það væri bamalegt að halda, að Stalín, óþekktur af fjöldanum, hafi skyndilega skotið upp kollinum, vopnaður fullkominni hernaðaráætlun. Auðvitað ekki. Kerfið fann hann, áður en hann fann sjálfan sig. Hann hafði alla kostina: var gamalgróinn bolshevíki, sterkur persónuleiki, hafði þröngan sjónhring og einu áhrif hans voru óbilandi bönd við apparat. Stalín var sjálfur í fyrstu undrandi á vel- gengni sinni...“ En margir draga þessa skýringu Trotskys í efa, m.a. Stalín sjálfur. Sjúklegt sjálfstraust Trotskys hafi verið sá naglinn í líkkistu hans, sem um munaði. Hann hirti aldrei FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.