Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983
Hluti listahópsins fyrir utan leikhúsið í Caracas þar sem óperan var sýnd.
Gilbert Levine, kona hans Vera og Atli Heimir fyrir utan leikhúsið í Caracas.
Silkitromman
í Venezuela
Rætt vid Svein Einarsson leikstjóra hennar og Atla Heimi Sveinsson tónskáld
Óperan Silkitromman eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld er komin heim úr ferðalagi frá höfuðborg
Venezuela, Caracas, en hún var framlag íslands til alþjóðlegrar leiklistarhátíðar þar í landi fyrir stuttu.
Hátíðin var nú haldin í sjötta sinn og var þannig vandað til hennar, eins og fyrrverandi leiklistarhátíða
þar, að hún er sú hátíð, sem hvað mesta athygli hefur vakið bæði í Suður- og Norður-Ameríku.
Morgunblaðið hitti að máli Svein Einarsson leikstjóra sýningarinnar og Atla Heimi Sveinsson höfund
hennar, stuttu eftir komu þeirra frá Venezuela og spurði þá fyrst hvernig það hafi æxlast að óperan fór
á þessa listahátíð.
Sveinn Einarsson leikstjóri virðir fyrir sér veggspjald Silkitrommunnar.
„Þannig var, að hingað kom á
Listahátíð Rajatabla, sem er
kunnasti leikflokkur Suður-
Ameríku, en á undan honum kom
aðstoðarmaður leikstjórans, Carl-
os Gimenez, sem er framkvæmda-
stjóri leiklistarhátíðarinnar í
Venezuela. Hann sá síðustu sýn-
ingu Silkitrommunnar og sagði
Rajatabla-mönnum hvað honum
fyndist um hana. Þetta varð til
þess, að okkur var boðið á þessa
hátíð.
Þjóðleikhúsmenn hafa áður ver-
ið í S-Ameríku, það var Inuk-
hópurinn með leikrit sitt, sem
ferðaðist til fimm landa í Suður-
og Mið-Ameríku og var mjög góð
landkynning. Það barst oft í tal í
samtölum okkar við þá í Venezu-
ela, Inuk-leikritið, enda vakti það
mikla eftirtekt á stöðu íslenskrar
leiklistar.
Okkur hefur boðist að fara með
Silkitrommuna á tónlistar- og
leiklistarhátíðir víðar um heiminn
eins og t.d. til Frakklands, Belgrad
og Konunglega leikhúsið í Dan-
mörku hefur boðið okkur. Þeir í
Svíþjóð vilja setja hana upp sjálf-
ir, eins þeir í Dresden og V-Berlín.
Flestum þökkum við heiðurinn og
afþökkum boðið, því þetta er svo
dýrt fyrirtæki. Annars fer það eft-
ir menningarlegum skilningi
stjórnvalda og auðvitað væri gam-
an og mikilsvert að geta fylgt
þessum sigri eftir. Venezuela-
menn gerðu óvenju vel við okkur.
Þeir byggðu leikmynd fyrir Silki-
trommuna í leikhúsinu hjá sér,
okkar leikmynd var svo þung að
það hefði þurft stóran tankdall til
að flytja hana. Þeir æfðu sína
hljómsveit fyrir verkið og þó það
hafi verið súrt að skilja okkar
hljómsveit eftir á íslandi, reyndist
þeirra hljómsveit alveg prýðilega,
en það var borgarhljómsveit Car-
acas-borgar, sem sá um að flytja
tónlistina. Hljómsveitarstjórinn
Gilbert Levine kom fyrstur til
borgarinnar og hóf að æfa hljóm-
sveitina og gekk það mjög vel.
Hún var eldfljót að ná tónlistinni
enda var þetta góð hljómsveit, rétt
eins og okkar. Þeim fannst til-
breyting að spila þessa tónlist, og
höfðu mikinn áhuga á henni og
þeir réðu mjög vel við hana tækni-
lega.
Atli Heimir og Sigurjón Jó-
hannsson leikmyndahönnuður
komu næstir og fylgdust með gerð
sviðsmyndarinnar og með þeim í
för var Árni Jón Baldvinsson
Ijósameistari. Þeir unnu mikla
undirbúningsvinnu, dag og nótt.
En Caracas-búar vinna mun róleg-
ar en við. Þeir eru mikið fyrir að
segja, Já, það kemur á morgun",
eða „við gerum þetta á morgun".
Tæknilega var sýningin ekki
eins hrein og falleg í Caracas og
hún var hér í Reykjavík. Hún var
sýnd i afskaplega fallegu leikhúsi
en tækninni var nokkuð ábóta-
vant. Við urðum þess vegna að
finna nýjar og nýjar lausnir á
þeim tæknivandamálum sem upp
komu.
Við notuðum til dæmis kvik-
myndavél, sem varpaði mynd á
stórt tjald á sýningunni hér í
Reykjavík. Þegar til átti að taka
var ekki að finna eina einustu
kvikmyndavél í allri Caracas-
borg. Þeir lofuðu okkur henni á
morgun og svo á morgun og loks-
ins kom vélin á síðustu stundu á
frumsýningardaginn. Þá átti að
koma stór linsa í myndvarpa með
flugi frá Kólombíu. Það leið að
frumsýningu og sýningin hófst, en
aldrei kom nein linsa. Og er ekki
komin enn. Svona var lífinu nú
tekið með ró, enda segjast þeir
vera ánægðir ef sýning byrjar
klukkutíma eftir áætlun.
Hjá okkur var þetta ofboðsleg
vinna. Allt upp í 20 tíma starf á
sólarhring fyrir suma. Eitt sinn
æfðum við til klukkan fjögur um
nótt og vorum mætt klukkan tíu á
æfingar aftur. Það var mjög harð-
snúið lið í þessum hópi og það var
fljótt að laga sig að aðstæðum og
það munaði miklu hvað okkar fólk
er virkilega hæft. En við gerðum
ekkert fyrst annað en að vinna og
sofa. Við tókum okkur aldrei frí,
nema síðasta daginn og við af-
þökkuðum skoðunarferðir, sem
okkur var boðið uppá, því allir
vildu gera sitt besta til að sýn-
ingarnar tækjust vel.
Frumsýningin var sunnudaginn
24. apríl, fyrir fullu húsi. Henni
var tekið afskaplega vel, með
bravóhrópum og látum og við vor-
Að tjaldabaki. Ólöf Kolbrún Harðardóttir undirbýr sig fyrir frumsýningu á Silkitrommunni í
Caracas í Venezuela.
Það var sjaldan stund milli stríða, en síðasta daginn í Venezuela siöppuðu listamennirnir ærlega
af. Hér er hluti af þeim niður við strönd að fylgjast með innfæddum höggva niður pálmatré.