Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 68 Lúter var enginn sjómaður Fjölmargar skemmtilegar frá- sagnir er að finna í „Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar", sem Þórbergur Þórðarson færði í letur. Þar á meðal eru þessar tvær frásagnir sem Árni segir af vinnu- manni sínum Árna Árnasyni: „Eitt sinn kom Árni barn að aldri að Ytra-Skógarnesi. Þar sá hann hækju og sagði: „Þarna er klakk- ur“. Þetta festist við hann, og var hann síðan kallaður Árni klakkur. Aimennt var Árni talinn ógreindur. Það var sakir kæru- leysis, sem mjög gætti í tali hans. Hann þóttist allt vita, alls staðar hafa komið og alla hafa þekkt. Ef nefndur var á nafn einhver látinn maður, hver sem hann var og hvar sem hann hafði átt heima á jarð- arhnettinum, var Árni vanur að segja: „Ég þekkti hann“. Hann hafði verið við jarðarför Abra- hams og fylgt Jóhannesi skírara til grafar. Hann réri með Lúter í Grindavík, þó ekki á sama skipi. „Lúter var enginn sjómaður. Allt- af að snuðra í bókum, þegar hann var í landi. Seinn að gera að. Ófær flatningsmaður." Ég spurði Árna, þegar ég frétti, að Georg fimmti hefði tekið við konungdómi í Bretlandi: „Þekkirðu Georg V. bretakon- ung, Árni?“ „Hann Geggja? Já, ég held ég hafi nú þekkt hann. Hann reri í Grindavík, þegar ég var þar til sjós. Og þeir kölluðu hann prins." Þá kom einhver inn í baðstof- una, og annar, sem hlustað hafði á Árna, sagði: „Hann Árni segist hafa róið í Grindavík á sama skipi og hann Georg V. Bretakonungur". Þá svaraði Árni: „Það er lygið mál. Ég sagði það aldrei, að ég hefði róið á sama skipi og hann. Hann reri á öðru skipi þar. En við fórum margar ferðir saman inn í Keflavík að sækja salt og bárum það á bakinu. Ég hvíldi hann oft með pokann, sem hann bar. Hann viki góðu að mér, ef ég fyndi hann.“ Um Karl XII. sagði Árni: „Hann var skratti fimur að henda. Þeir kalla það leikfimi núna.“ Það var ekki mikið mark tekið á Árna. Það gerði ég ekki heldur, nema þegar hann sagði mér fyrir atburði, er fram komu síðar. Samt var Árni sá maður, sem ég hef menntazt mikið á að vera með. Þegar ég talaði við hann einan, var hann skynsamur, ágætur mannþekkjari og framar í mann- lýsingum en gerðist í prestakalli mínu. Ég átti marga skemmtilega stund í viðræðum við Árna. En fyrir því urðu ekki aðrir." Árni prófastur segir þennan nafna sinn hafa verið gæddan ótrúlegum dulargáfum, bæði spá- dómsgáfu og skyggni, og segir af honum nokkrar sögur því til stað- festingar. Ekki var hann þó alveg óskeikull, eins og eftirfarandi frásögn ber með sér: „Árni var vanur að spá vetrum. Oft fór hann nærri um það, hvernig vetur yrði, en ekki gekk það alitaf eftir. Eitt haust spáði Árni hörðum vetri. Nokkru eftir veturnætur gerði snjóa og vond veður. Þá voru lömb tekin í hús undan ánum. Þau höfðu verið hýst í tvær nætur og ekki ennþá lært átið. Þá gerði góð- viðri og nóga jörð. Lömbunum var nú hleypt út til beitar, og stóð Árni yfir þeim í bezta veðri. Skammt þar fyrir ofan voru ærn- ar jarmandi, og varð annar maður að gæta þeirra, að þær hlypu ekki til lambanna. Seinni daginn, sem Árni kemur heim frá lömbunum, segir hann upp úr eins manns hljóðum, þegar hann er að éta, en þá spáði hann helzt og leit alltaf um leið á hnífs- blaðið sitt: „Hann er vitleysa hjá mér spá- dómurinn um veturinn. Það verð- ur bezti vetur í vetur." „Því helduru það?“ spyr ég. „Ég sé það á því, hvað huldu- fólkið fjölgar fé. Og það veit betur um þetta en við. Það var fullt af huldufólkslömbum hérna frá klettunum saman við lömbin hjá mér í dag. Ég var orðinn stein- þreyttur að hlaupa þau úr. Loks- ins hafði ég ekki brjóst til að vera lengur á þönum innan um lömb huldufólksins. Það horfði á mig. Ég hætti við það. Það urðu þrjú lömb eftir frá okkur í lömbunum þess, þegar ég lét inn. En þetta er gott fólk. Ég býst við, að það standi yfir lömbunum við lamb- húsdyrnar, þegar komið verður á fætur í fyrramálið." „Það er nú alveg óhugsandi," svara ég, „því að jarmurinn er ekki ennþá af ánum og þær þarna í húsi rétt hjá og engir hagar í túninu." „Ætli það geti ekki staðið hjá lömbunum, þó það sé haglaust!“ Næsta morgun var ég kominn á fætur um leið og Árni. Þá var orð- ið albjart. En hvað sjáum við? Lömbin standa svo sem þrjá faðma frá lambhúsdyrunum og ærnar jarmandi í húsi skammt í burtu. Þetta fannst okkur svo furðulegt, að ég trúði varla mínum eigin augum. Veturinn var hinn bezti." Guðs vetur- gamiir sauðir Eftirfarandi kímnisögur er að finna í safnritinu „íslenzkar þjóð- sögur", sem Ólafur Davíðsson safnaði til. „Einhverju sinni var karl að lesa húslestur, og komu þar fyrir „guðs lömb“. Karl las „guðs vet- urgamlir sauðir". Hann var spurð- ur, því hann gerði það, en karl kvaðst hafa lesið lömb í fyrra, og síðan væri heilt ár.“ „Andsk... er hann illmannlegur“ Einu sinni kom karl í búð á Skagaströnd, eins og ekki er frá- söguvert. í búðinni hékk mynd af Kristi, og rak karl augu í hana. Hann spurði, af hverjum myndin væri, en búðarmennirnir gerðu það af bölvun sinni að segja, að hún væri af Nikulási Rússakeis- ara, sem þá réði ríkjum á Rúss- landi, og margar harðneskjusögur fóru af. Karl starði lengi á mynd- ina og virti hana fyrir sér í krók og kring, til þess er hann sagði: „Já! Satt er það, sem sagt er. Andsk... er hann illmannlegur.“ „Er þetta nú Ameríka?“ Tvær kerlingar úr Múlasýslum voru á leið til Akureyrar. Þó var ferðinni ekki heitið þangað, því að þær ætluðu alla leið til Ameríku. Kerlingar þessar höfðu ekki farið víða um ævina, og mátti kalla, að þær hefðu aldrei farið út fyrir sveit sína. Þá er þær sáu Akur- eyri, spurðu þær einn samferða- mann sinn: „Er þetta nú Ameríka?" Hann neitar því og spurði, hvers vegna þær héldu það. Þá mælti önnur: „Ég hélt, að húsin væru hvergi jafnskrautleg og hér, nema í Am- eríku og í Himnaríki", — en hin sagði, að þau hefðu þegar farið svo langan veg, að hún byggist við að koma til Ameríku þá og þegar. Óviðeigandi mismæli Meðhjálpari nokkur var að lesa bæn eftir messu og byrjaði eins og vant er: „Drottinn! Eg þakka þér ... “ Þá ætlaði meðhjálparinn að taka grallara, sem vanur var að liggja á bita í kórnum, og lesa eft- ir honum bænina, en grallarinn var ekki á vanastað sínum; brá meðhjálparanum svo við það, að hann sagði: „Hann er þá ekki hérna, helv... að tarna.“ „Sælir veri þér, gemlingur góður“ Karl missti prestseldi í dýi. Hann fór þá til prestsins og sagði honum frá slysinu á þessa leið: „Sælir veri þér, gemlingur góður. Prófasturinn drap sig í dýinu í morgun, og lét ég þó ekki sólina út, fyrr en gemlingarnir voru komnir upp á háloft." Árni Sigurðsson að Skútum í Eyjafirði hefir ort svo um svipað- an atburð. Prófastur einn um foldar flet í fóður vetrung til bónda lét. Duglaus hann missti dáð og þrótt, drapst svo loksins úr höfuósótt; sinn þá vinnumann sendi’á leiÓ aó segja tíóindin hökla meió. Buchtal úti sem inni Allar Buchtal-flísarnar eru bæði eldfastar og frostheldar. Væri það ekki góö lausn að flísaleggja t.d. svalagólfiö, veröndina eöa útidyratröppurnar. Buchtal er alls staðar rétta lausnin. Varanleg lausn. Ekkert við- hald. Eigum nú fyrirliggjandí flestar geröir af hinum viðurkenndu v-þýsku vegg- og gólfflísum. Fyrsta flokks vara á viðráðan- legu verði. Einnig fyrirliggjandi límin góöu frá PCI fyrir hvers konar notkun. Ótrúlega hagstæöir greiösluskilmálar, allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar til allt að sex mánaða. JL BYGGINGAVORUR C HRINGBRAUT 120: Simar: Timburdeild 28-604 T I Byggingavörur 28-600 Málningarvörur og verkfæri... 28-605 I l 4 l Golfteppadeild 28-603 Flísar og hreinlætistæki 28-430 J Góóan daginn! FJORAR 4 af helstu verslunum sem bjóða ferðabúnað á höfuðborgarsvæðinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA Bílastilling Birgis Skeifan 11 — Sími: 37888 við hliðina á Braut. NOTUM 1212 STILLITÖLVU Mótorstilling Hjólastilling Ljósastilling VÖNDUÐ VINNA Seljum og setjum í bíla Sparkrite, platínulausu, raf- eindakveikjuna. Seljum einnig kerti, platínu, þétta- kveikju hamra, kveikjulok, kertaþræði, háspennukefli, mótstöður, Redex sóthreinsiefni, loftsíur, bensínsíur, bensínslöngur, ljósaperur, samlokur, ísvara o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.