Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 MITTERRAND OG KOMMÚNISTAR „Alveg fáránleg hugmynd," var svarið hjá leiðtoga franska kommúnistaflokksins við spurningunni um það, hvort Kommúnista- flokkurinn hygðist ekki slíta stjórnarsam- starfinu við Sósíalistaflokk Mitterrands eftir að frönsk stjórnvöld vísuðu á dögunum 47 sovéskum njósnurum, þar á meðal 40 Kreml- diplómötum, úr landi. Staðan er sem sagt þessi: Þegar Kommún- istaflokkur Frakklands gerir einn góðan veðurdag upp hug sinn um að slíta stjórnar- samstarfinu við Sósíalistaflokk Mitterrands, þá vill flokkurinn ekki gefa neinum aðila hið minnsta tilefni til ásakana um, að franskir kommúnistar hafi nú enn einu sinni lent í alvarlegri klípu vegna fylgispektar sinnar við Moskvu. Franski Kommúnistaflokkurinn mun vissu- lega bíða betra tækifæris til þess að geta fundið sér hentugra tilefni og einhverja trú- verðuga ástæðu til að slíta sjórnarsamstarf- inu. „SOVÉTMENNIRNIR LÉ1 ÞEIR VÆRU BARA HEIM Frakkar höfðu árangurslaust aðvarað Kreml-forystuna, áður en þeir vísuðu 47 sovézkum njósnurum úr landi Athyglisverð sviðsetning Var það ef til vill af ásettu ráði, að Mitterrand skyldi sviðsetja þessa óvæntu fjöldabrottvísun á svo háværan og eftirminnilegan hátt; var það gert til þess að veikja enn meira stöðu hins kommúníska samstarfsaðila síns, og gera sjálfa aðildina að stjórnarsamstarfinu ennþá neyðarlegri fyrir kommún- ista? Hann hefur þó þekkt þessa aðila nógu lengi til þess að vita manna bezt, að þess háttar mælikvarði gildir bara alls ekki um þá. En Mitterrand hefur örugglega látið sér mjög svo í léttu rúmi liggja, þótt franskir kommúnistar yrðu þannig enn einu sinni „að gleypa eina froskpöddu," eins og franskt máltæki orðar greiðasemi af þessu tagi. Sjálfir hafa jú franskir komm- únistar aldrei hlífst við að koma Mitterrand sjálfum í klípu, á með- an hann var í bandalagi við þá, löngu áður en hann varð forseti Frakklands. „Urrandi hundar“ Mitterrand lýsti eitt sinn á eftir- farandi hátt sambandi því, sem var á milli þessara tveggja flokka í tíð vinstri bandalagins: „Hundar úti á sama bæjarhlaðinu, sem fylgjast urrandi hvor með öðrum, allt þar til komið hefur endanlega í ljós, hvernig styrkleikahlutföllunum milli þeirra sé varið." Mitterrand hefur alltaf tekið það með í sinn pólitíska reikning, að franskir kommúnistar muni fyrst reyna að ganga gaumgæfilega úr skugga um þetta styrkleikahlut- fall, áður en flokkurinn færi að tefla í nokkra tvísýnu. fyrir nokkrum árum túlkaði einn af hinum veigameiri ráðherrum Mitterrands pólitískan hugsunar- hátt hans á þennan hátt: „Að öðl- ast fyrst fulla vissu um styrk- leikahlutföllin — og vera svo hvergi hræddur á eftir." Einmitt þennan pólitíska þanka- gang er núna ekki einungis að finna í stefnu Mitterrands í inn- anríkismálum, heldur kemur hann einnig mjög svo greinilega fram í afstöðu hans til Kreml. í máli því, er varðaði brottvísun sovétdiplómatanna var enn einn þáttur, sem gerði flækjuna hálfu verri. Þetta kemur í ljós, þegar far- ið er að rekja forsögu þessarar ákvörðunar í einstökum atriðum. Cheysson utanríkis- ráðherra í Moskvu Þegar utanríkisráðherra Frakk- lands kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til Ráðstjórnarríkjanna hinn 16. febrúar síðastliðinn, hafði hann meðferðis sérstakan persónu- legan boðskap Mitterrands forseta til Andropovs aðalritara. Þess ber og að geta, að vegna þróunar mála í Afganistan og í Póllandi, hafði Claude Cheysson utanrikisráð- herra lengi verið búinn „að humma fram af sér“ þessa opinberu heim- sókn til Moskvu. Nú snerust málin þannig, að Andropov lét Cheysson hins vegar bíða það lengi eftir áheyrn, að franski utanríkisráðherrann varð að lokum að fresta brottför sinni frá Moskvu um einn dag. Fundur þeirra Andropovs varð því líka með afar kuldalegu yfirbragði. Hvor um sig taldi upp þau atriði, sem helzt yllu misklíð og úfum í samskiptum ríkjanna. Ásakanir Andropovs snertu vitanlega einnig afstöðu Mitterrands forseta til frekari eflingar á eldflaugavopnum Atl- antshafsbandalagsins í Evrópu. Meðal þeirra ásakana, sem franski utanríkisráðherrann kom fram með á fundi sínum með Andropov, voru óvéfengjanlegar sannanir, sem lægju fyrir í máli nokkru sem fram að því hafði annars hvergi verið imprað opinberlega á af hálfu franskra stjórnvalda: Gifurleg aukning í starfsemi sovézkra njósnara í Frakklandi. Hæg heimatökin, meðan kommúnistar eru í stjórn Þessi starfsemi sovézkra njósn- ara er orðin „svo mögnuð" segir franskur heimildarmaður, sem vel þekkir til og er öllum hnútum kunnugur í franskri stjórnsýslu, að „það er hreint eins og Sovét- mönnum finnist, að þeir séu bara algjörlega á heimavelli hér í Frakklandi, eftir að franski komm- únistaflokkurinn komst í ríkis- stjórn." Það var varðandi þetta mál, sem Mitterrand forseti hafði snúið sér í boðskap sínum til fyrrverandi yfir- manns sovézku leyniþjónustunnar, KGB, Juri Andropovs: Þetta gæti ekki gengið lengur svona fyrir sig; þess væri fastlega vænzt af fransk- ri hálfu, að Sovétmenn brygðust nú skjótt og ákveðið við þessari um- kvörtun. En viðbrögð Sovétforystunnar urðu engin. Það næsta, sem svo gerðist í málinu, var, að í marzlok gerðu Frakkar fulla alvöru úr aðvörun sinni, og brottvísun hinna mörgu starfsmanna sovézka sendiráðsins frá Frakklandi var tilkynnt opin- berlega með átta daga fyrirvara. í tilkynningu franskra stjórnvalda var mjög stiklað á stóru um ástæð- urnar fyrir brottvísuninni. „Sov- étmenn vita sjálfir upp á hár, við hvað er átt,“ sagði talsmaður stjórnarinnar í þessu sambandi. Akveðin afstaða Frakka Ein af pólitískum grundvallar- reglum Francois Mitterrands er sú, að aldrei megi sýna kommúnistum neins konar undanlátssemi eða veikleika, og að þolinmæði kunni að verða túlkuð sem veikleika- merki af þeirra hálfu. Þessi póli- tíska grundvallarregla dugir samt engan veginn til skýringar á þeirri hörku og þeim hávaða, sem Frakk- ar viðhöfðu í brottvísunarmálinu öllu. Það var greinilegt, að stjórn- völd vildu með þessu einnig árétta trúverðugleika Frakklands sem kjarnorkuveldis. „Það má aldrei leika neinn grun- ur á um kjarnorkuveldi, að ekki sé fullur ásetningur og vilji fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.