Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ1983 o 1963 Unlverul Preu Syndlcile 3-iL r, Xanntu ek.k.i oÁ iokcx gamni r5" LÍo v>-1 ... að firera það besta úr því sem þú fékkst í afmæl- isgjöf frá honum. TM Rao U.S Pit. Otl -*» rights rwervoö •1082 Loa AngetM TlmM Syndtcata Ég sé þig klæjar undan henni, en er hún ekki annars í lagi? Með morgunkaffinu Hvernig var hægt að láta sér detta í hug að svona smurostur væri sem kviksandur! HÖGNI HREKKVÍSI .983 -S-IH McNauffht Synd . Inc HEILLAÓSKA’ KOR.T °°© o „HER EK EITT FyRlFL plGheilir hilpar til. tiElLlfZ HILPAR PR>V " Húsavík Áfram með heilsuvikurnar! Sigurbergur Sveinsson og Ingi- björg Gísladóttir skrifa: „Kæri Velvakandi. Alltof oft virðast blaðaskrif spretta af óánægju með ýmsa hluti. Megum við ekki snúa þessu við? Svo er mál með vexti að við hjónin komum fyrir nokkru frá Húsavík þar sem við vorum á Heilsuviku, sem þar er haldin á veturna. Það sem við leituðum að var ró og friður, slökun frá erli og amstri hversdagsins. Á Húsavík var öllum okkar óskum mætt. Viljum við leyfa okkur að koma á framfæri þakklæti okkar. Þetta framtak Húsvíkinganna er þeim til mikils hróss og hvetjum við þá til að halda áfram á sömu braut og landsmenn að notfæra sér þessa góðu þjónustu næsta vetur. Það sem okkur gestunum var gert þessa vikur í Hótel Húsavík, var bæði margt og gott. Hótelið er einkar glæsileg bygging og þar var hreinlega dekrað við okkur þessa viku, ekki síst af hinum unga hót- elstjóra, Auði Gunnarsdóttur. Sóknarpresturinn, sr. Björn H. Jónsson, gekk með okkur um bæ- inn og sýndi okkur hann á sérdeil- is skemmtilegan hátt. Gísli Auð- unsson, héraðslæknir, var hópnum innan handar og skoðaði hvern og einn í öryggisskyni. Sundlaugin var til reiðu fyrir hópinn með heitum pottum og gufuböðum. Þá nutum við þess að fara í nudd hjá Pálma Pálmasyni, íþróttakennara. Skil ekki þögn kirkjunnar Friðþjófur Þorgeirsson skrifar: „Velvakandi. Ég er dálítið ergilegur út af sjónvarpsþætti, sem var í gær- kvöldi (þriðjudagskvöld) og heitir Konubrjóst. Mér finnst það óvið- unandi, að verur, sem komnar eru af öpum að langfeðratali, skuli fá að vaða uppi í sjónvarpinu i hverj- um þættinum af öðrurti. Ég skil heldur ekki þessa þögn kirkjunn- ar, sem hreyfir sig ekki til and- mæla. í von um að þetta trúarníð taki enda þakka ég fyrir birtinguna." Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér I dálkunum. Nú er þessi Heilsuvika ekki fyrir sjúklinga. Hún er einmitt fyrir heilbrigt fólk, sem vill nota frístundirnar til að slaka á, fólk sem vill kynnast hollustuháttum og ætlar sér að læra að varðveita heilsuna, sem er okkur öllum dýrmætust alls. Og við vorum öll sammála um að aldrei hefðum við hvílst jafn vel og þessa daga fyrir norðan. Ekki hefðum við viljað skipta á þessari ferð og sólar- landaferð. Húsavíkurdvölin veitti okkur einfaldlega miklu meira en sólarlöndin megna, og kostnaður- inn lítill, ferðin með öllu kostaði aðeins 5.900 krónur. Hver dagur nyrðra leið alltof hratt að okkur fannst, vikan var liðin áður en við vissum af. Góð vinátta hafði skapast innan hóps- ins og við marga heimamenn, og fólk hélt heim hresst og kátt í bragði. Morgnarnir hófust með því að mannskapurinn var vakinn með léttri og ljúfri tónlist, sem hljóm- aði í hátalarakerfi hússins, en inn í tónlistina var fléttað leiðbeining- um um „líkamsteygjur“. Nokkru síðar var heitt sítrónuvatn borið á herbergin og það drukkið meðan farið var í íþróttagallann. í sam- komusalnum stýrðu þær Védís Bjarnadóttir og Björg Jónsdóttir morgunleikfiminni af mikilli röggsemi, en síðan var fólk mælt og vegið. Þá kom morgunmaturinn og þvínæst haldið til sundlaugar. Sara Klara sknfar: „Kæri Velvakandi. Ég vil mótmæla málfari Þor- geirs Ástvaldssonar, þegar hann segir í þætti sínum, Þriðjudags- syrpu: „Jæja, strákar minir, nú er kominn tími til að kaupa sér gúmmfskóna fyrir sumarið." Og ég, hinn mikli gúmmískó- unnandi og rauðsokkakvendi, vil Frjáls tími var fram að hádegis- verði. Eftir hádegi var hvílst fram að gönguferð kl. 14, en að henni lok- inni var létt miðdegiskaffi og eftir það nudd hjá Pálma Pálmasyni íþróttakennara. KI. 17 daglega var frjáls tími og kl. 19 kvöldverður. Lögð var áhersla á heilsusamlegt og fitusnautt fæði. Á kvöldin voru haldnar kvöldvökur sem tókust hið besta. Eitt kvöldið áttum við því láni að fagna að kommast í leikhús þeirra Húsvíkinga. Og hér komu heimamenn okkur heldur betur á óvart. Sýningin var aldeilis frá- bær og ekki síðri en það besta í stóru leikhúsunum hér syðra. Karl og kerling í túlkun þeirra Bjarna Sigurjónssonar og Herdísar Birg- isdóttur voru stórbrotnar persón- ur sem líða okkur seint úr minni. Að maður tali ekki um myrkra- höfðingjann sjálfan, sem leik- stjórinn, Einar Þorbergsson, lék. Þetta var eftirminnileg kvöld- stund. Á Heilsuvikunum hefur verið lögð áhersla á ýmsa þætti í hverri viku, stundum á megrun, eða þá snyrtingu, nú eða þá að hætta að reykja. Sjálf lögðum við áherslu á að slaka á og hvílast, láta okkur líða vel og njóta þess að vera til. Við munum alveg áreiðanlega mæta aftur til Húsavfkur að vetri. Kærar þakkir, Húsvíkingar, áfram með Heilsuvikurnar. minna á, að gúmmfskór eru ekkert frekar fyrir stráka en stelpur. Stelpur geta gert allt eins vel og strákar, jafnvel betur, og því til áréttingar vil ég minna á, að kon- um á þingi hefur fjölgað um sex. Og þær eru nú níu alls. Æ‘li efnahagsvandi þjóðarinn- ar megi ekki fara að vara sig? Með kveðju." Eitt kvöldið áttum við því láni að fagna að kommast í leikhús þeirra Húsvíkinga. Og hér komu heimamenn okkur heldur betur á óvart. Sýningin var aldeilis frábær og ekki síðri en það besta í stóru leikhúsunum hér syðra. Karl og kerling í túlkun þeirra Bjarna Sigurjónssonar og Herdísar Birgisdótt- ur voru stórbrotnar persónur sem líða okkur seint úr minni. Stelpur geta gert allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.