Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 73 [TJ EINS OG [A HJÁ SÉR“ Sendiráð Sovétríkjanna í París minnir á virki frá miðöld- um. Inni í garði þess er gluggalaus bygging og birtist þessi mynd af henni í vikuritinu Paris-Match. Segir blaðiö að þessi bygging hafi verið reist í því skyni aö útiloka, að unnt sé að hlera fundi KGB-manna í sendiráðinu. Þaðan séu sendar leyniskýrslur á dulmáli til Moskvu. í sendiráð- inu sé búnaður til að hlera fjarskipti og öll símtöl sem fari fram með aðstoð gervihnatta. Aðeins örfáir hinna 600 starfsmanna í sendiráðinu gegni því hlutverki að afla upplýsinga utan veggja þess. Langflestir sendiráðsmann- anna haldi kyrru fyrir innan veggjaþess og þar sé að finna skóla fyrir börn starfsmannanna. I lok síðari heimsstyrj- aldarinnar hafi Sovétmenn handtekið einn þeirra manna sem sátu í herstjórninni í París og hafi hann látið þeim í té teikningar af samgönguæðum neðanjarðar í stórborginni. Undir sendiráðsbyggingunni sé kjallari á sjö hæðum og líggi göng úr honum út í þessar æðar. Allur tæknibúnaöur sendiráðsins sé hinn fullkomnasti og nýttur til hins ítrasta í grimmilegu fjarskiptastríði sem háð er með rafeindatækj- um. hendi að láta efndir fylgja orðum ..." Þannig komst Claude Cheys- son eitt sinn að orði. Með öðrum orðum: Enginn er hræddur við pappírstígrisdýr. Samtal Cheys- sons við Andropov krafðist þess, að Frakkar væru sjálfum sér sam- kvæmir í þessu máli. En hvaða afleiðingar kann þetta mál að hafa fyrir samskipti París- ar og Moskvu, sem þegar voru orð- in anzi kuldaleg? „Franska ríkisstjórnin gerir ekki ráð fyrir því, að þessar aðgerðir muni spilla fyrir frekari þróun vinsamlegra samskipta ríkjanna," var það látið heita í opinberri yfir- lýsingu frá Quai d’Orsay um af- stöðu frönsku stjórnarinnar. Moskva heldur hlífi- skildi yfir sínum mönnum í frönsku stjórninni Það er sem sagt reiknað með því, að Moskvu-forystan geri greinar- mun á utanríkispólitískum hags- munum og svo hagsmunum KGB. Ef til vill er einnig litið svo á, að Kreml taki í sínum pólitíska reikn- ingi ekki síður tillit til þeirrar hag- kvæmni, sem felst í því að nokkur hluti franska stjórnkerfisins er einmitt í höndum kommúnískra ráðherra. Það er að minnsta kosti fyrir löngu orðið lýðum ljóst, að Kreml- forystan hafði tiltölulega fljótlega unnið að fullu bug á þeirri andúð, sem hún hafði í fyrstu sýnt gegn aðild franska kommúnistaflokks- ins að ríkisstjórninni. Þetta stóð sennilega einnig í sambandi við þá breytingu, sem orðin var til batn- aðar á samskiptum rauðu bræðra- flokkanna í Ráðstjórnarríkjunum og í Frakklandi. Eftir þær ýfingar, sem verið höfðu milli franska og sovézka kommúnistaflokksins á ár- unum um og eftir 1970, höfðu sam- skiptin tekið að batna stórum á milli Kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna og kommúníska útibúsins í París í árslok 1979. Allt frá því að fjölmenn frönsk sendinefnd kommúnista undir leið- sögn Georges Marchais kom í heimsókn til Moskvu í janúar 1980, hefur Kommúnistaflokkur Frakk- lands, „aftur skipað hinn gamla hefðbundna sess sem elzta dóttirin í hinu kommúníska trúarsamfé- lagi.“ Þannig hafði Mitterrand komizt að orði á þeim tíma. Frá því að franskir kommúnistar fóru í þessa pólitísku pílagrímsferð til móðurlandsins, hafa heldur ekki orðið neinar greinir milli hinna meira eða minna Moskvuhollu á flokksráðsskrifstofu kommúnista í París. Aftur á móti eru vissar deil- ur uppi milli forystuliðs franska kommúnistaflokksins og óbreyttra liðsmanna flokksins. Þessar log- andi deilur hafa kviknað út af þeim vonbrigðum, sem meirihluti vinstri sinnaðra Frakka hefur orðið fyrir vegna þess sáralitla árangurs, sem stefna ríkisstjórnarinnar hefur megnað að koma í kring. Það eru einkum fylgismenn kommúnista- flokksins, sem teknir eru að spyrja sig í fullri alvöru, „hvort það gagni yfirleitt nokkurn skapaðan hlut að kjósa róttækan vinstri flokk, úr því að ríkisstjórnin virðist notast við pólitískar uppskriftir hægri- sinnaðra ríkisstjórna annars stað- ar í Evrópu". Það var André Laj- onie, formaður þingflokks Komm- únistaflokks Frakklands, sem orðaði þetta svona, en þeir eru margir, sem líta á Lajonie sem eft- irmann Georges Marchais, aðalrit- ara kommúnistaflokksins, enda hafa þessi og önnur áþekk ummæli Lajonies sízt orðið til að draga úr þeim vangaveltum. André Lajonie setti á svið mjög svo æsispennandi milliþátt í um- ræðum franska þingsins um stjórnaryfirlýsinguna á dögunum. Hann lýsti því yfir, að þingflokkur hans myndi ekki samþykkja neitt umboð þingsins til ríkisstjórnar- innar til að gefa henni frjálsar hendur um framkvæmd sparnaðar- aðgerða, hafi stjórnin ekki áður veitt „verkafólki raunverulegar til- slakanir" frá þessu sparnaðar- prógrammi." „Þið ættuð að sækja peningana til hinna ríku!“ Þær fimm breytingartillögur, sem hann lagði fram við sparnaðarfrumvarp stjórnarinnar, voru mjög í þessum anda, og umræðurnar í þinginu um þessar breytingartillögur Lajonies stóðu heilan dag. Franski kommúnista- flokkurinn tapar tiltrú kjósenda sinna En þegar svo upp var staðið, hafði þingflokkur kommúnista lát- ið sér nægja að koma fram heldur lítilvægum tilslökunum til hags- bóta fyrir hina fátækari þjóðfé- lagshópa og fyrir barnmargar fjöl- skyldur. Það var aftur komin á full eining innan stjórnarliðsins, en Kommúnistaflokkur Frakklands hafði aftur verið þess megnugur að sýna, að taka verði fullt tillit til röksemda hans. í rauninni var þessi sjónleikur kommúnista í franska þinginu að- eins nýtt tilbrigði við þann póli- tíska tvískinnung, sem flokkurinn tók að aðhyllast á flokksþinginu í febrúar 1982, og sem ætlunin er að beita til framdráttar enn um nokk- urt skeið: Ráðherrar kommúnista eiga samkvæmt þessari formúli að styðja allar ákvarðanir frönsku ríkisstjórnarinnar og aðgerðir hennar af fyllstu hollustu. En flokkurinn lætur hins vegar óspart í ljós þá kröfu sína að teljast sverð og skjöldur verkalýðsins og vera hinn allra traustasti talsmaður í baráttumálum verkamanna, jafn- vel gegn rikisstjórninni, ef nauðsyn ber til; í þessu nýtur fiokkurinn venjulega stuðnings franska verka- lýðssambandsins CGT. Ef til vill mun svo Kommúnista- flokkur Frakklands láta af þessum leik einn góðan veðurdag, af því að forystumönnum flokksins er að verða það æ ljósara, að kommún- istar eru að missa tiltrú fylg- ismanna sinna með þessum tví- skinnungi. Það má telja allt að því öruggt, að afleiðingin af þessum pólitísku þrengingum verði víðtæk mannaskipti í röðum æðstu manna kommúnistaflokksins. Fyrst um sinn virðist Kommún- istaflokkur Frakklands ætla að bíða átekta og sjá, hvort sú leið, sem Francois Mitterrand hefur valið til leitar lausnar á hinum mörgu vandamálum landsins, sé þó ekki hin rétta. Franski kommún- istaflokkurinn álítur það sem sagt vissara að halda sig um sinn í nánd við Mitterrand. Leiðtogarnir austur í Kreml virðast hugsa eitthvað líkt þessu. Ernst Weisenfeld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.