Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983
51
um afar ánægðir með undirtektir.
Við vissum ekki á hverju við ætt-
um von framan af, en undirtektir
reyndust svona góðar. Þriðja sýn-
ingin var sú besta. Og við vorum
svo heppin að þá sýningu tók sjón-
varpið í Caracas upp. Allt gekk
eins og í sögu. í salnum voru ákaf-
lega góðir áheyrendur, ungt fólk
úr listaskólum borgarinnar, af-
skaplega lifandi fólk og loftið i
salnum var rafmagnað. Það gerðu
allir sitt besta, og hljómsveitar-
stjórinn, meistari Levine, hann
sagði ekki orð og er hann þó mjög
kröfuharður. Og sú varð raunin að
eftir hverja sýningu gullu við
bravóhrópin og fólk stóð upp og
hyllti leikendur.
Það hafði lengi verið spurning
um hvort íslendingarnir kæmu
verkinu yfir til erlenda áhorfand-
ans. Sagan er óþekkt og textann
skildu þeir náttúrulega ekki. En
sýningin er mjög sjónræn, bún-
ingarnir litríkir, mikil hreyfing í
sviðsetningu og sýningin er hrein
og markviss í uppsetningu. Þannig
að með hjálp alls þessa og hreyf-
ingum söngvaranna og dansar-
anna og leik gat áhorfandinn lesið
atburðarásina í óperunni. Það er
ekki ein einasta hreyfing, sem
ekki hefur merkingu í sýningunni.
Enda sagði einn þekktasti gagn-
rýnandinn í borginni í sínu blaði:
„Sviðsetningin er tandurhrein og
nútímaleg í besta máta og það eru
ekki aðeins myndirnar sem varpað
er á veggina sem undirstrika
tískuheim og auglýsingaskrum,
heldur er öllu lýst skýrt með bún-
ingum og hárnákvæmni í hreyf-
ingum. Sagan sem íslendingar eru
að segja er fögur og mikilvæg."
Við komum þeim á óvart. Þeir
voru svo undrandi á víðfeðmi í ís-
lenskri leiklist. Þeir höfðu kynnst
Inuk, sem er mjög framsækið
verk, og nú óperunni Silkitromm-
an, sem er svo allt öðruvísi, og þeir
töluðu um hvað það væri spenn-
andi að svona ólíkir hlutir kæmu
frá íslandi. Það fannst þeim ótta-
lega spennandi.
Sýningarnar voru fjórar í allt
og þær voru fjóra daga í röð, sem
reyndi mikið á söngvarana. Þetta
var stífur tími fyrir þá. Venjan er
að söngvarar fái frí einn dag á
milli sýninga og þegar þeir hjá
listahátíðinni í Venezuela spurðu
hvort við gætum ekki haldið tvær
sýningar á dag, sögðum við nei
takk. Þegar Guðmundur Jónsson
söngvari heyrði að það yrðu sýn-
ingar upp á hvern dag, sagði hann
aðeins: „Já, jú,“ og var ekki að víla
það fyrir sér.
Það verður ekki annað sagt en
að við höfum vakið nokkra athygli
með Silkitrommunni. Við komum
þrisvar fram í sjónvarpi, þar sem
tekin voru viðtöl og sýnt úr óper-
unni. Þetta var líka góð landkynn-
ing fyrir ísland, því þarna voru
minnst 30 gagnrýnendur frá
S-Ameríku og Bandaríkjunum og
margir hverjir komu til okkar og
lýstu hrifningu sinni á verkinu og
flutningi þess. Söngvararnir fengu
mikið hrós, þeir léku og sungu eins
og þarf að gera í nútíma óperum,
sögðu gagnrýnendur. óperusöngv-
ari á að geta bæði leikið og sungið
í dag og það gerðu þeir.
Við frá íslandi vorum einu full-
trúar Norðurlanda á þessari lista-
hátíð, en þarna voru m.a. fulltrúar
níu landa í Evrópu, heimsfrægir
flokkar og leikstjórar eins og Pet-
er Stein og Strekler. Og það var
gaman, þar sem við vorum í boði
hjá dr. Bentata, sem er konsúll ís-
lands, þegar Norðmenn og Finnar
voru að segja að Svíar væru síknt
og heilagt að státa af því að þeir
væru leiðandi þjóð á Norðurlönd-
um hvað varðaði listir erlendis, og
þeir létu í ljós ánægju með að nú
væru það íslendingar sem leiddu á
erlendri grund.
Ætli við megum ekki segja að
þetta sé í fyrsta sinn, sem íslensk
ópera er sett á svið af íslendingum
erlendis og í fyrsta sinn, sem
söngvarar fara út, sem hluti af
óperuflokki og það er mikil upplif-
un fyrir þá. Þarna gátu íslend-
ingar kynnt margar listgreinar í
einu eins og söng, dans, leik,
myndlist og tónlist. Slíkt er enda
hugmyndin á bak við óperu. Hún
er ein allsherjar listgrein."
— ai
Tölvuborð, prentara-
borð, ritvélaborð,
myndvarpaborð
m/raílögn, diskettu-
geymslur og margs
konar búnaður sem
auðveldar nútíma
vinnubrögð.
Nánari upplýsingar í sima 13135
EYMUNDSSON
fylgisr með timanum
Austurstræti 18
satt
Matseöill
Rjómalöguö sveppasúpa.
Pönnusteiktar grísakótilettur Hawai
m. ristuöum ananas, brúnuöum jarð-
eplum, maísbaunum, gulrótum, hrásal-
ati og robertsósu.
Kr. 300,-
Borðhald hefst kl. 19.00 stundvíslega. Aðgangseyrir kr. 150,-
Miðasala í Broadway í dag frá kl. 9—5.
rokkhátíóin fer fram í
kvöldi
og hefst kl. 19.00
stundvíslega
.
Einar
Berti
Stafán
f
Harald
Sigurður
Mjöll
Þorsteinn
Astrid
Guöbergur
9
Við bjóðum góða gesti ffrá Akureyri vel-
komna á þessa 13. rokkhátíð í Broadway,
þau Ingimar Eydal, Helenu Eyjólffsdóttur og
Finn Eydal.
Á öllum Rokkkvöldum hefur vægast sagt verið æðisgengin stemmn-
ing enda hér á feröinni eitt hressasta stuðið allra tíma í rokkinu hérna
megin Alpafjalla. Rúmlega 2ja tíma stanslaust stuð og nú meö Akur-
eyringunum eldhressu, Ingimar, Finni og Helenu, ásamt eftirtöldum
stuöurum:
Harald G. Haralds, Guðbergi Auöunssynl. Þorstelnl Eggertssyni, Astrid Jenssen,
Berta Möller, önnu Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórssyni, Garöari Guö-
mundssyni, Stetáni Jónssyni, Einari Júlíussyni, Sigurði Johnny og Omari Ragnarssyni.
Hver man ekki eftir þessum kempum?
Hljómsveit Björgvin* Halldörtsonar leikur rokktónlist. Hljómsveitina skipa: Björn
Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jónsson, Pótur Hjaltested, Haraldur Þorsteinsson,
Rúnar Georgsson og Þorleifur Gíslason.
SÆMI OG DIDDA ROKKA. SYRPUSTJÓRARNIR ÞORGEIR ASTVALDSSON OG
PÁLL ÞORSTEINSSON KYNNA.
Auk þess að leika gömlu góðu rokklögin þá stjórnar Gísli Sveinn
Loftsson frábærum Ijósabúnaöi Broadway og Gunnar Smári Helga-
son leikur á hvern sinn fingur við hljóðstjórnina.