Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 „Til að skýra allt þetta mál, bæði starfsemi okkar erlendis og þau málaferli, sem sagt hefur ver- ið frá, tel ég rétt, að fara í stuttu máli vfir feril fyrirtækisins," sagði Oli Anton, „allt frá upphafi til þessa dags.“ „Nesco var stofnað árið 1968 sem verslunarfyrirtæki, sem eink- um skyldi fást við innflutning og sölu á sjónvarps-, útvarps- og hljómtækjum hér. Við vorum full seint á ferðinni, hvað varðaði sjónvarpstæki, sem þó skyldu vera aðalvöruflokkurinn, því íslenska sjónvarpið hafði byrjað útsend- ingar 1966, og þegar við komum til sögunnar voru landsmenn að mestu búnir að kaupa sín sjón- varpstæki. Við seldum þó töluvert af tækjum til Norður- og Austur- lands, og eins, reyndar, til þess fólks, sem fest hafði kaup á tækj- um til að horfa á Keflavíkursjón- varpið, og komið var að endurnýj- un hjá. Því var það, að þótt Nesco væri í upphafi stofnað fyrst og fremst sem íslenskt fyrirtæki, er ein- göngu skyldi starfa hér á landi, fórum við að leiða hugann að því, hvort ekki væri unnt að hefja starfsemi erlendis einnig. Hér kom það líka til, að markaður á íslandi er auðvitað mjög takmark- aður að stærð og þar með umsvifa- Óli Anton Bieltvedt, forstjóri Nesco. Rætt við Óla Anton Bieltvedt forstjóra Nesco um umsvif fyrirtækisins heima og erlendis Seljum sjónvarps-, myndbands- og hljómflutningstæki á Norðurlöndun- um fyrir 700 til 900 milljónir kr. í ár Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu, voru eigendur fyrirtækisins Nesco, þeir Óli Anton Bieltvedt og Sigurjón Ragnarsson, fyrir skömmu dæmdir í Bæjarþingi Reykjavíkur til að greiða Christiania Bank og Kreditkasse Oslo í Noregi um 30 milljónir íslenskra króna, auk 650 þúsund króna málskostnaðar, vegna ábyrgða þeirra fyrir Inter-Nesco-Norge, sem rekið var í Noregi. Hefur dómur þessi þó verið leiðréttur og fjárhæðir lækkaðar verulega, en farist hafði fyrir að draga frá innborganir að fjárhæð um 6—7 milljónir króna í dómsorði. Þá hefur komið fram í fréttum, að upphaflega gerðu ýmsir aðilar á Norðurlöndum kröfur á hendur þeim Nesco-mönnum, er námu 2,5 til 3 milljónum dollara, þegar samstarfsslit urðu milli þeirra og Marantz-Superscope-verksmiðjanna um markaðssetningu á Marantz- og Superscope-tækjum, fyrst í Noregi og síðan í Svíþjóð, árið 1979. Jafnframt hefur það komið fram, að Öli Anton og Sigurjón standa í málaferlum við Marantz-Superscope-verksmiðjurnar, sem hafa höfuð- stöðvar fyrir Evrópu í Briissel í Belgíu, vegna meintra vanefnda, og nema kröfur þeirra á hendur hinu belgíska fyrirtæki alls um 5 milljónum dollara, eða um 100 milljónum íslenskra króna. Loks hefur um það verið fjallað, að Nesco hefur nú með höndum umfangsmikla alþjóðlega fram- leiðslu- og verslunarstarfsemi, sem skila mun á annan tug milljóna í gjaldeyristekjur í ár og lækkar verulega verðlag á þeím varningi, sem Nesco flytur inn hér. Vegna þessara málaferla og mikilla og athyglisverðra umsvifa Nesco erlendis, hitti blaðamaður Óla Anton Bieitvedt, forstjóra Nesco, að máli og spurðist fyrir um málaferlin og hina alþjóðlegu starfsemi. möguleikar, og langaði okkur að kanna og — ef verkast vildi — takast á við stærri erlend eða al- þjóðleg verkefni. Hugur okkar stóð fyrst til Noregs í þessu efni, en þar fæddist ég. Miklir upp- gangstímar voru líka í Noregi á þessu árabili og efnahagsmál og framtíð þar í landi talin afar björt." Nesco International stofnað árið 1975 fyrir M aran tz-Su perscope- rekstur erlendis — Byrjað í Noregi — Er það þá þegar um eða fyrir 1970 sem þið hefjið starfsemina í Noregi? „Nei, það leið mun lengri tími þangað til. Við höfðum hér heima m.a. fengið umboð fyrir fyrirtækið Marantz-Superscope, sem þá framleiddi einkum hljómflutn- ingstæki í háum gæðaflokki. Það gerist svo 1975, að samningar tak- ast milli Marantz-Superscope og okkar um, að við tækjum jafn- framt að okkur umboðið fyrir Noreg. Þetta ár stofnum við því Nesco International, sem skyldi starfa hér, en að erlendum um- svifum eingöngu, og Inter-Nesco- Norge í Noregi í framhaldi af því.“ Norsk ráðgjöf — norskur framkvæmdastjóri — Voru rekstraráætlanir allar gerðar af ykkur, eða voru norskir aðilar hafðir með í ráðum? „Að sjálfsögðu voru norskir að- ilar hafðir með í ráðum, okkur datt ekki í hug, að við hefðum til að bera nægilega þekkingu á norskum aðstæðum og málefnum til að hefja þar rekstur upp á eigin spýtur. Þegar í upphafi 1975 sett- um við okkur í samband við Andresens Bank í Osló, fyrir milli- göngu Félags íslenskra stórkaup- manna og Félags stórkaupmanna í Noregi, en bankinn hafði sérstaka ráðgjafadeild fyrir erlenda aðila, sem hugðust stofna til rekstrar í Noregi. Ennfremur leituðum við til virtra ráðgjafafyrirtækja um mannaráðningar og markaðs- og rekstrarmál, auk þess, sem við sömdum við A/S Factoring, stærsta fyrirtæki Noregs í „fact- oring“, sem er sérhæfð sölufjár- mögnun, en við alla þessa aðila höfðum við mjög náið samráð, bæði um undirbúning allan og síð- an reksturinn sjálfan, þegar að honum kom, og var nánast ekkert gert án þess að bera það áður und- ir þessa aðila, einkum bankann. Framkvæmdastjóra réðum við fyrir milligöngu Hartmark-Iras, eins helsta ráðgjafafyrirtækis Osló-borgar um framkvæmda- stjóraráðningar og önnur manna- ráðningamál, en fyrir valinu varð Norðmaður um þrítugt, sem gegndi framkvæmdastjórastarfi hjá einu af fyrirtækjum ÁSV, Árdal og Sundal Verk. Var hann valinn úr hópi um 50 umsækjenda og í samráði við þá norsku sam- starfsaðila okkar, sem ég hefi nefnt. Hartmark-Iras útvegaði okkur jafnframt aðra starfsmenn, en okkar hugmynd var að hefja reksturinn með 4 mönnum og auka síðan mannahald með auk- inni sölu og rekstrarumfangi. Fóru þessar ráðningar fram vorið og sumarið 1976 samtímis því, sem við tókum á leigu húsnæði og lögð- um síðustu hönd á annan rekstr- arundirbúning." Byrjað stórt — Aukið hlutafé og ábyrgðir „Hlutafé Inter—Nesco-Norge var upphaflega 300 þúsund norsk- ar krónur, og var það í samræmi við aðra þætti áforma okkar um rekstur þennan. Hinn nýráðni framkvæmdastjóri hafði hins veg- ar aðrar og stærri hugmyndir. Hann taldi réttast að byrja rekst- urinn þannig, að unnt yrði, frá upphafi, að markaðssetja varning okkar um allan Noreg, sem er langt land og seinfarið, en þetta kallaði á 7—8 menn í söludeild einni saman. Gerði framkvæmda- stjórinn tillögu um rekstrar- fyrirkomulag af þessu tagi, sem hafði í för með sér þörf á 15 manna starfsliði, í stað 4ra, og miklu meira fjármagni en við höfðum gert ráð fyrir. Meginrök framkvæmdastjórans fyrir því að við skyldum byrja svo miklu stærra en við höfðum ætlað og um hafði verið talað voru annars veg- ar, að þannig yrði hagkvæmni meiri og hins vegar, að slíku fyrir- tæki væri hann vanur og að á þennan hátt gæti hann því helst tryggt okkur góðan árangur. Var hér úr vöndu að ráða. Við höfðum sjálfir í raun ekki þekkingu til að taka málefnalega afstöðu til máls- ins, og varð niðurstaðan sú, að við buðumst til að auka hlutaféð í 500 þúsund norskar krónur og ieggja fram bankaábyrgð héðan að heim- an upp á aðrar 500 þúsund norskar krónur, ef Andresens Bank og A/S Factoring fengjust til að auka inn- kaupa- og sölufjármögnun sína að sama skapi og legöu þar með og þannig blessun sína yfir þessi stórauknu rekstraráform. Fóru mál svo, að framkvæmda- stjóranum tókst að sannfæra alla aðila málsins um réttmæti hug- mynda sinna og tillagna, og varð úr að Inter-Nesco-Norge byrjaði með 15 manna starfslið og nær 30 milljóna norskra króna söluáætl- un fyrir fyrsta árið.“ Gekk vel til aö byrja með, en ... „Er svo ekki að orðlengja það, að við förum af stað í Noregi síðla árs 1976 og gekk vel fyrstu mánuð- ina. Þess var hins vegar skammt að bíða, að áföll dyndu yfir. í mars 1977 gerðist það, að sú frétt kemur eins og sprengja inn í norskt við- skipta- og efnahagslíf, að hið mikla og virta norska fyrirtæki, Tandberg, sem átti bæði verk- smiðjur í eigin nafni og Radio- nette- verksmiðjurnar, sé komið í greiðsluþrot og riði jafnvel til falls. Fyrirtækið hafði milli 3.000 og 4.000 manns í vinnu og var þannig meiriháttar atvinnuveit- andi, auk þess, sem það var nánast þjóðarstolt Norðmanna, svo ljóst mátti vera, að nú myndi draga til tfðinda fyrir okkur útlenska og auk þess ísienska nýgræðinga, en Tandberg hafði verið markaðs- drottnari á sviði útvarps- og hijómtækja í Noregi með allt að 50% markaðshluta og var helsti keppinautur okkar hvað varðaði Marantz-hljómtæki. Það fyrsta sem svo gerðist f því dauðastríði þessa stórfyrirtækis, sem þarna var opinberlega hafið, var að það hleypti af stokkunum gífurlegri söluherferð, sem meðal annars var framkvæmd á þann hátt að starfs- menn samsteypunnar voru látnir selja vinum og vandamönnum framleiðsluvörur fyrirtækisins á verksmiðjuverði í örvæntingar- fullri tilraun Tandberg til að rétta greiðslustöðu sína og geta menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif þetta hefði á hinn venjulega markað fyrir þennan varning. Um svipað leyti og reyndar í beinum tengslum við þetta gerist svo það að norska ríkisstjórnin ákveður að banna endanlega inn- flutning á iðnaðarvörum frá Tai- wan, en einmitt þaðan höfðum við ætlað að flytja inn stóran hluta af tækjum okkar. Við höfðum miðað við að vera með tvenns konar tæki á boðstólum; Marantz-hágæða- tæki, er kepptu fyrst og fremst við Tandberg, og einfaldari og ódýrari Superscope-tæki, sem aðallega voru framleidd í Taiwan og fá skyldu almennari sess á markaðn- um. Hér var því í einni svipan kippt undan okkur fótunum í tvennum og algjörum skilningi og þurfti ekki að fara í grafgötur um, að þetta hlyti að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir okkur." Meiri ábyrgð eða að leggja árar í bát „Við vorum svo kallaðir út á eins konar skyndi- og neyðarfund í apríl 1977, þar sem staðan var rædd, en þá höfðum við varið 2,5 til 3 milljónum norskra króna í víðtæka kynningarherferð og það að koma okkur af stað. Voru góð ráð því dýr, eða öllur heldur engin, þvf við höfðum aðeins tvo megin kosti og hvorugan góðan; að gefast upp, leggja árar í bát og hrökklast heim til íslands með þetta stór- fellda tap á bakinu eða að reyna að berjast áfram — þó með fyrir- sjáanlegu vaxandi tapi um vorið og sumarið — og þrauka fram á haustið, en frá hausti fram að jól- um er helst sölu- og hagnaðarvon f þessari viðskiptagrein. Varð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.