Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Það er jafn árvisst og koma lóunnar, að þegar fer að vora fara þjóðir á svipuðu menning- arstigi og við að hugleiða útlit sitt. Þegar vetrargallanum er varpað, og fólk ætlar að fara að taka sig vel út í léttum vor- og sumarfötum, kemur oft í ljós það sem ýmsa hafði kannski grunað, að mittismálið breytist gjarnan í vetrarhíðinu. Og af því allir eru alltaf að leitast við að mæta þörfum allra, þá er einnig reynt að mæta þörfum þeirra gildu og bjóða upp á megrunar- kúra. Allt er þetta svo einfalt, borðaðu bara þetta en ekki hitt, tyggðu hvern bita 33svar sinn- um, hlauptu og gerðu leikfimi... Þrátt fyrir alla þessa einföldu og óbrigðulu kúra, sem svo og svo margir ku hafa notað með góð- um árangri og misst svo og svo mikið (oftast ótrúlega mikið) á svo og svo löngum tíma (oftast ótrúlega stuttum), þá er til fjöldi fólks, sem eyðir megninu af ævinni í megrunarkúrum, án þess að aðrir sjái árangurinn ... Aðrir leggja meira upp úr fræðslu um mat og hitaeiningar heldur en hókuspókuskúrum. Þeir gildu eiga að muna að sætt og feitt er óæskilegur matur, sækið fremur daglegt brauð í gott, gróft brauð, grænmeti, fisk og margar mjólkurafurðir og magurt kjöt, gjarnan innmat. Engin loforð um snögga megrun, heldur að sígandi lukka sé bezt hér eins og annars staðar. Breyt- ið mataræði ykkar og megrunar- og mittismál ganga ykkur í hag. Hollu mataræði fylgir auk þess ýmislegt annað, svo sem minnk- andi líkur á ýmsum algengum sjúkdómum (og sé tóbaki sleppt, fylgir enn meira með í kaupbæti ...). Þetta er vissulega vænleg aðferð. Hún krefst átaks, því það er alltaf erfitt (stundum sársaukafullt) að læra að lifa líf- inu upp á nýtt. Breyttu matar- æði fylgja nefnilega að ýmsu leyti breyttir lifnaðarhættir. Það þarf e.t.v. að læra að fara með ný hráefni, sem við höfum varla þekkt áður, því auðvitað verður holli maturinn og heppi- legi að bragðast frábærlega vel, svo okkur finnist við ekki vera búin að missa þá lífsfyllingu sem felst í því að borða góðan mat. En þrátt fyrir skilning á heppilegu mataræði, stöðugan lestur hitaeiningataflna og reikningskúnstir, þá veitist fólki miserfitt að grenna sig, svo ekki sé nú meira sagt. Þess vegna hefur svinnum mönnum og spök- um komið í hug, að það sé kannski ekki allt undir því kom- ið hvað menn borða, né hversu mikið. Þó mennirnir séu nú einu sinni jafn misjafnir og þeir eru margir, hafa sálfræðingar þótzt koma auga á að þeim offeitu sé ýmislegt sameiginlegt. Þeir hafa því látið mittismálin til sín taka, og það fer væntanlega vel á því, þeim getur varla verið neitt mannlegt óviðkomandi ... Mitt innlegg hér í mittismálin er að rekja nokkrar hugmyndir og kenningar sem hafa komið fram varðandi offitu og ástæður hennar. Þessar kenningar eru ekki óumdeildar frekar en marg- ar aðrar varðandi mannanna hegðan, en kannski kannast ein- hverjir við einhver af þeim fyrirbærum sem þar er lýst. Þetta er alltjent ágætis þanka- næring ... Hvenær borðar mannskepn- an? Þegar hún er svöng, eða hvað ... Það virðist vera að þetta sé ekki algilt svar. Flestir borða þegar þeir eru svangir, eða af því að þeir eru svangir, þ.e. þeir finna fyrir líkamlegum áhrifum hungurs, tómleikatil- finningu í maga, sem stafar m.a. af örari hreyfingu meltingar- færanna, þegar þau hafa ekki fæðu að vinna á. En rannsóknir benda til þess, að offitusjúkl- ingar geri sér ekki grein fyrir hvenær þeir eru í raun svangir, túlkun þeirra á hungurtilfinn- ingu er önnur en hjá hæfilega þungum. Þetta hefur verið skýrt þannig, að í æsku, þegar flestum lærist að þekkja líkamleg merki hungurs, hafi offitusjúklingar ekki lært að greina á milli hung- urs annars vegar og svo hræðslu og reiði hins vegar. í æsku hafi þeim verið gefinn matur, þegar eitthvað bjátaði á, og því túlki þeir reiði, áhyggjur eða ótta sem hungurtilfinningu og bregðist við slíkum aðstæðum með því að borða. Hér kinka Danir líklega kolli, því þeir eiga þetta ágæta orð', trestespiser, sá sem borðar sér til huggunar. Á barnsaldri lærum við ekki aðeins að greina hvort við erum svöng, heldur einnig hvenær við erum södd. Það er því áríðandi að þvinga börn ekki til að klára ákveðna skammta, heldur láta þau ráða hversu mikið þau borða. En skammtið þeim eða látið þau taka sér lítið, svo þið sitjið ekki uppi með hauga af leifum í lok hverrar máltíðar ... í rannsókn var kannað hvort þarmahreyfingar hefðu afger- andi áhrif á svengdartilfinningu. Það kom í ljós, að flestir hæfi- lega þungir túlkuðu þarma- hreyfingar einmitt þannig, þ.e. á þungvæga, er að þeir virðast fremur borða f takt við klukkuna en tilfinningarnar. I tilraun sem var gerð til að kanna þetta atriði var klukkunni flýtt. Þegar klukkan sýndi þannig ótímabær- an matmálstíma, vaknaði hung- ur hjá þeim þungvægu. Þeir léttvægu sýndu aftur á móti lít- inn áhuga, sumir sögðust ekki vilja bita, því þeir vildu ekki eyðileggja matarlystina svona rétt fyrir matinn, ætluðu sem sé heim í mat. Þetta atriði varð- andi tfmann tengist sannarlega því sem nefnt var á undan, því tíminn getur minnt okkur á mat, um hvað hugsum við þegar kl. 7 að kvöldi er nefnt við okkur? Það hvort við borðum lítið eða mikið er væntanlega oft komið Mittismál sögðust svangir þegar þarma- hreyfingarnar voru örar, en mun færri offitusjúklingar ályktuðu á sama hátt. Það virðist einkenna of feitt fólk, að það borðar ekki minna þó það sé satt, þ.e. nýbúið að borða. Þeir sem eru nálægt eða alveg við kjörþyngd, hafna hins vegar frekar mat, séu þeir sadd- ir, eða borða mjög lítið. í tilraun til að kanna áhrif hræðslu og kvíða á matarlyst, kom í ljós, að þeir þungu borð- uðu meira þegar þeir voru hræddir eða kvíðnir, en þeir léttu borðuðu aftur á móti mun minna, þeir hreinlega misstu matarlystina. Þetta er mjög at- hyglisvert, því svo virðist sem hræðsla dragi úr þarmahreyf- ingum, og veiti sykri út í blóðið, og það dregur úr líkamlegum áhrifum svengdar. Ef þessi þrjú atriði gilda al- mennt um þá sem eru þjakaðir af offitu, gefa þau vísbendingu um að offituvandamálið sé nokk- uð margslungið. Þeir léttvægu og þungvægu, f eðlisfræðilegum skilningi orðanna, virðast ekki hugsa alveg á sama hátt, þeir bregðast við líkamsstarfseminni á ólíkan hátt. Áhrif umhverfisins á hversu mikið fólk borðar virðast nokkuð mismunandi hjá þeim léttvægu og þungvægu. Þeir léttvægu halda sínu striki, án tillits til hvar þeir borða eða hvað. Þeir halda sig ómeðvitað við einhvern fastan hitaeiningaskammt, sem líkami þeirra virðist stilltur inn á. Þungvægir borða æ minna eftir því sem umhverfi og matur er minna spennandi. Ef ekkert í umhverfinu minnir þá á mat og ef maturinn er lítt áhugavekj- andi borða þeir mjög lítið. En auglýsingar eða myndir af mat vekja upp hungur hjá þeim og matur sem liggur frammi, t.d. í gluggum búða og veitingahúsa, er nánast óbærileg freisting. Þetta kemur ágætlega heim og saman við það sem áður var sagt. Léttvægir borða þar til þeir hafa satt hungur sitt, þungvægir borða ef umhverfi og matur hvetur þá til þess. Fyrrnefndi hópurinn er því fremur óháður ytri aðstæðum, en lætur stjórn- ast af líkamsstarfseminni. Um seinni hópinn gildir alveg öfugt, matarlegt umhverfi æsir upp hungur þeirra, ekki merki frá meltingarstarfseminni. Enn ein ábending í þá átt, að líkamsstarfsemin hafi lítil áhrif undir bragði og gæðum. En hversu góður sem þeim léttvægu finnst maturinn, hætta þeir þeg- ar ákveðnu mettunarstigi er náð, eða öllu heldur þeir hætta þegar þeir eru orðnir saddir. Þeir þungvægu borða oft mun meira af mat sem þeim finnst góður en þeir þurfa til að verða saddir. Þeir eiga oft mjög erfitt með að hætta að borða mat, sem þeim finnst sérstaklega góður. , Bragð, útlit og lykt matarins hafa slík áhrif, að þeir ráða vart við sig. Þetta er enn eitt dæmi um hvernig ytri áhrif virðast fremur stjórna matarlyst þeirra en mettunarmælir líkamans. Þegar er talað um þungvæga hér að ofan, er átt við fólk sem er verulega of feitt, en ekki þá sem eru aðeins að stríða við nokkur kíló. Á spítölum hefur það víða gef- izt nokkuð vel, að læknir, sál- fræðingur og næringarfræðing- ur aðstoði offitusjúkling við að ná tökum á líkamsþyngd sinni og grenna sig. Það tekur langan tíma að læra að gera sér grein fyrir næringarlegum og sál- fræðilegum þáttum, svo að þetta er ekki nein tveggja vikna dagskrá. Það er gjarnan reiknað með að slík allsherjaraðlögun taki um 3 ár, eftir þann tíma sé viðkomandi búinn að ná stöðugri þyngd og sé farinn að borða þannig að hann fitni ekki. Þetta sé hliðstætt öðrum lífsvenju- breytingum, t.d. því að hætta að reykja sígarettur. Tóbaksnautn- in á það t.d. sameiginlegt með matarnautn að hún tengist ytri aðstæðum. Fólk langar t.d. mest í sígarettur við ákveðin störf eða á ákveðnum stöðum. En það er kannski líka sál- fræðilegt vandamál hvernig hver og einn lítur á þyngd sína. Við höfum að vísu svokallaða kjörþyngd til viðmiðunar. Hún er nú yfirleitt fundin með því að draga töluna 110 (áður var reiknað með 100) frá hæð sinni í cm. Sá sem er 170 cm ætti sam- kvæmt því að vega um 60 kg. En hugmyndir okkar um okkur sjálf eru ekki aðeins okkar eigin hugmyndir, heldur eru þær mótaðar af því sem öðrum finnst um okkur, eða því sem við höld- um að öðrum finnst um okkur. Og svo svífur hugtakið tízka mjög yfir og allt um kring. Upp úr 1950 áttu konur að vera mitt- ismjóar, mjaðma- og barmmikl- ar. Mjúkar, ávalar stundaglasa- línur þóttu einkar glæsilegar á kvenfólki. Á þeim tíma áttu karlmenn að vera mjaðmalitlir, herðabreiðir og vöðvastæltir. Upp úr 1960 kom svo horrenglu- tíminn fyrir bæði kynin. Nú ku fyrirmyndin vera hinn stælti líkami, ekki hnyklandi vöðvar heldur vel þjálfaður líkami. Það á bæði við karla og konur. Með þetta í huga er rétt að við íhug- um útlit okkar, íhugum hvers við getum vænzt af líkamanum. Þeir sem eru útlimastuttir verða aldrei útlimalangir, hvað sem þeir teygja skankana, sama hvað tízkan segir, og svo má lengi telja. Sættum okkur við það sem við fáum ekki breytt, en einbeit- um okkur að raunhæfari atrið- um, gerum skynsamlegar kröfur til eigin útlits. Það er mun árangursríkara og vænlegra. Það getur verið gott að hug- leiða ofannefnd atriði varðandi offitu. En nokkur einföld ráð geta komið sér vel fyrir þá sem hyggja á vormegrun: 1) Ef þið ætlið að megra ykkur um meira en 20 kg eða þar um kring, er æskilegt að ráðgast við lækni. 2) Það getur verið hressilegt að byrja á góðum megrunarkúr til að koma sér af stað, kúr á sér- stöku fæði. Það er oft hægt að missa nokkur kíló á fremur stuttum tíma með slikum kúr- um. En vegna þess að oft er það mest vatn sem við missum, verð- ur að búast við því að eitthvað af því skili sér þegar við förum að borða eðlilega aftur. 3) Það er vænlegra að borða allan mat, fremur en að neita sér um eitthvað. Ef við látum freistast, getum við misst alla trú á okkur og megrunarkraft okkar og þá erum við illa sett. En auðvitað á að borða lítið af sæt- og feitmeti. 4) Jákvætt hugarfar skiptir miklu máli. Reynið að hafa í huga það sem vel tekst, en ein- blínið ekki á mistökin. Þið getið jafnvel veitt ykkur smá verð- laun, þegar einhverjum áfanga er náð. En hafið samt ekki neitt matarkyns í verðlaun! 5) Það er bezt að halda sig við matmáls- tíma. Ef hungrið sverfur illilega að þess á milli, þá er bezt að grípa til heppilegs snarls. Þar er grænmeti efst á blaði, e.t.v. þurrt hrökkbrauð með. 6) Og svo er bezt að taka ekki of stóra skammta, þegar kemur að mál- tíðinni, borða hægt og tyggja vel og hætta að borða þegar maður er saddur. 7) Þeir sem eru sólgnir í mat, þegar þeir eru áhyggjufullir eða æstir á annan hátt, ættu að reyna að gera sér grein fyrir að það er hægt að sefa slíkar tilfinningar á annan hátt en með því að borða. Reynið slökun eða hreyfingu, svo eitt- hvað sé nefnt. 8) Vel á minnzt, hreyfing. Hún hressir, bætir og kætir. Áreynsla útheimtir brennsluefni, svo hún getur ver- ið gagnleg fyrir þá sem eru í megrun, en ein saman dugir hún sjaldnast til stórbreytinga á mittismáli. Það er að mörgu að huga varð- andi mittis- og megrunarmál. Megrun leysir ekki öll vandamál, en hún getur stundum stuðlað að betri líðan. Það er talið vænlegt að vera hæfilega þungur, borða hollan mat og hreyfa sig reglu- lega. Góða skemmtun við hollan mat og góða hreyfingu ... 1 Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Hestamannafé- lagið Hörður Firmakeppni Hestamannafélagsins Haröar veröur haldin á Varmárbökkum fimmtudaginn 12. maí kl. 12. Firmanefnd Haröar. BARNAHEIMILIÐ KORNMÚLA, FLJÓTSHLÍÐ Sumardvöl Ennþá eru örfá pláss laus til sumardvalar fyrir börn 6—12 ára. Dvalartími getur veriö frá 1 viku upp í 3 mánuöi. Uppl. í síma 21111 (Sam G!ad), virka daga kl. 10—12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.