Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 Veröld hmmFYRIRHEITNA LANDIÐhmbhí Listin að fæð- ast réttu megin við landamærin Það var komið fram yfir mið- nætti, þegar ófrísk kona gekk yfir brúna á Rio Grande milli Mata- moros í Mexíkó og Brownsville í Bandaríkjunum. Konan hét Maria Gallegos Lozano og var komin að því að ala barn sitt. Hún sýndi bandaríska útlendingaeftirlitinu þarna á staðnum spjald sem hún hafði meðferðis og hljóðaði upp á leyfi til 72ja klukkustunda dvalar í Bandaríkjunum. Því næst hljóp hún eins og fætur toguðu niður International Boulevard að litlu gulu húsi með bláu skilti, þar sem stóð: „Se atienden pattos", þ.e. við tökum á móti. „Hún barði að dyrum og hentist inn, lafmóð," sagði Margarita Garcia, sem tekið hefur á móti börnum í heimahúsi í þrjá ára- tugi. „Hún lagðist fyrir og stund- arfjórðungi síðar fæddi hún barn- ið. Fæðingin gekk vel, enda átti hún fyrir 6 börn í Mexíkó. Hún hvíldi sig stundarkorn, og lagði síðan af stað heim aftur með barnið. Það var drengur og hlaut hann nafnið Marivel Lozano. Hann fæddist 15. marz sl. af mexikönsku foreldri, en öðlaðist bandarískt ríkisfang við fæðingu. Móðirin er ein af þúsundum mexíkanskra kvenna sem fara yfir landamærin til Texas til að fæða börn. tilgang- urinn með þessu er sá að gefa börnunum tækifæri til betra lífs í krafti þeirra réttinda, sem banda- rískt ríkisfang getur fært þeim. Meðal þeirra er dvalarleyfi í Bandaríkjunum, ókeypis skólavist, aðgangur að tryggingakerfi, sjúkrasamlagi og annarri velferð- arþjónustu á vegum alríkis- eða fylkisstjórna, og síðar meir kosn- ingaréttur. Börnin geta notið góðs af þessum réttindum þegar við fæðingu, ef þeim er komið fyrir hjá ættingjum eða vinum, sem búa í Bandaríkjunum, en yfirleitt er það við upphaf skólagöngu, þegar þau eru fimm eða sex ára gömul. Árið 1981 fæddust 1.417 börn af mexíkönsku foreldri í Cameron- sýslu, en til hennar telst Browns- ville. Er þetta 20% barnsfæðinga í sýslunni það árið. Hliðstæðar upp- lýsingar frá öðrum árum lágu ekki fyrir á manntalsskrifstofunni í Texas. Þó að áin Rio Grande skilji á milli Mexíkó og Bandaríkjanna, er römm sú taug, er tengir saman fólkið, er býr beggja vegna. Kyn- slóð eftir kynslóð hafa mexíkansk- ar konur farið yfir ána til að ala börn sín á bandarískri grund, a.m.k. frá því að móðir Josefinu Salina fór að taka á móti börnum heima hjá sér fyrir 50 árum. „Móðir mín tók á móti fjögur þús- und börnum og fjölmörg þeirra voru frá Matamoros,“ sagði frú Salina í viðtali. Hún hefur um sex ára skeið tekið á móti börnum heima hjá sér, en hún býr í Brownsville, nokkrum húslengd- um frá landamærabrúnni. Hún segir, að 40—50% þeirra kvenna sem til hennar leiti séu frá Mexí- kó, og það sama segja frú Garcia og aðrar ljósmæður við landa- mærin. Straumurinn hefur verið stöðugur, en er þó nokkuð háður breytingum á innflytjenda- löggjöfinni í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að mexíkanskar konur vilja ala börn sín í Banda- ríkjunum hefur ávallt verið sú sama. „Þær koma hingað til þess að þau geti orðið bandarískir ríkis- borgarar. Þau geta gengið í skóla hérna," segir frú Salina. „Þær halda, að lífið hér sé þægilegra og betra." — PAMELA LYON SKULDADAGAR Okrararnir hrekja fórnarlömbin í gröfina Borðað úti á japanskan mita: Stundum endar lífsgæðakapphlaupið með því að fólk ræður sér bana. « Japanir ganga alltaf snyrtilega frá skófatnaði sínum áður en þeir ráða sér bana. Fjögur pör af skóm fundust á dögunum á ströndinni við smábæinn Shin-Minato á vest- urströnd Japans og það kom í ljós, að þau tilheyrðu Kazuo Koen, Yoko, konu hans, og tveimur böm- um þeirra, en lík þeirra allra fundust síðar í fjölskyldubílnum, sem ekið hafði verið í sjóinn. Lögreglan komst að því, að Yoko hafði tekið að láni 10 milljónir yena, ca. 900 þúsund krónur, hjá okrurum, en síaukin umsvif þeirra er orðið alvarlegt mein í japönsku þjóðlífi og blöðin í landinu hafa harðlega fordæmt atferli þeirra. Samkvæmt könnun, sem eitt dagblaðið hefur gert, er tala þeirra, sem þegar á þessu ári hafa fyrirfarið sér vegna ágjarnra okrara, orðin alls 185. Blaðið full- yrðir, að raunveruleg tala sjálfs- morða af þessum sökum sé þó miklu hærri. Hver sem er getur opnað lána- skrifstofu í Japan og án þess að þurfa til þess nokkur leyfi. Bankar eru einstaklega tregir til að lána einstaklingum vegna miklu hærri ágóða af lánum sem veitt eru fyrirtækjum. Bankamenn virðast hins vegar ekki hafa neinar efa- semdir um lánveitingar til okrar- anna. Milljónir Japana eiga ekki ann- arra kosta völ en að leita til þeirra til að fá lánaða peninga, sem bankarnir hafa neitað þeim um. Kveikjan að þessum lántökum eru iðulega auglýsingar í sjónvarpi eða myndabæklingar sem æsa löngun fólks til að kaupa vídeó- tæki, húsgögn, hljómburðartæki og bíla. Okrurunum er heimilt að taka allt að 109% í vexti auk annars lántökukostnaðar, þótt mörgum blöskri ekki að krefja grandalausa viðskiptavini um allt að þrisvar sinnum meira með ólöglegum hætti. Það er því engin furða þótt margir okrararnir séu á snærum ótíndra glæpamanna. Lögreglan heldur því fram, að um það bil 3.500 okrarar séu sjálfir glæpa- menn eða hafi náin tengsl við glæpahringa. Þessir menn hafa ekkert samvizkubit af því að inn- heimta lánin með hörku. Fari eig- inmaðurinn í felur, er eiginkonan oft neydd til þess að stunda vændi til að ljúka greiðslu lánsins. Marg- ar kjósa fremur að svipta sig lífi. - PETER MCGILL ■HJÓNABAWDIÐ Veslings konan vissi hverju hún gekk að Kona nokkur í Bretlandi fór nýlega fram á skilnað við mann- inn sinn og bar því helst við, að hann skyrpti í vaskinn, svæfi í nærfötunum, hefði ekki fata- skipti nógu oft og klippti á sér táneglurnar í stofunni. Hún tap- aði málinu. Marjorie Harman heitir kon- an, 53 ára gömul. Hún sagði einnig, að maðurinn sinn, Harry að nafni, sjötugur auðkýfingur, væri naumur á fé við hana og tímdi ekki að kaupa nógan mat handa hundinum og kettinum. Harry Harman bar á móti því, að hann hagaði sér á einhvern hátt óeðlilega, og dómarinn úr- skurðaði, að ástæðurnar, sem frú Harman nefndi, væru ekki næg- ar til skilnaðar. Hún hefði mátt vita hvað hún var að gera þegar hún giftist honum árið 1974 eftir að hafa búið með honum í fjögur ár. Harry Harman var af fátæku fólki kominn, en eftir „nísku, nurl og sparsemi" í heilan mannsaldur er hann orðinn auð- ugur maður. Sparsemi hans er m.a. í því fólgin að loka alltaf fyrir gasið og rafmagnið þegar ekki er verið að nota það og ganga í notuðum fötum. Fyrir 13 árum átti hann um 60.000 pund í hlutabréfum, fjár- hæð, sem vaxið hefur verulega síðan. Það, sem um var spurt, var í raun þetta: Gat frú Harman ætl- ast til þess af manni sínum, að hann breytti háttum sínum til að þóknast henni, eða hafði hann rétt til að haga sér á sama hátt og hann hafði gert síðasta ald- arfjórðunginn? Dómarinn bað Harry Harman að útvega nokkurs konar fjár- haldsmann fyrir hundinn og köttinn á heimilinu, sem sæi um að þá skorti ekkert, og féllst hann fúslega á það. HÆÐIR & LÆGÐIR Þegar veðurguð- irnir verða vankaðir Eitthvað undarlegt er á seyði í Kyrrahafinu, allt frá hinni einma- nalegu Jólaey til stranda Kalif- orníu. Sjófuglarnir yfirgefa ung- ana sína, fiskar og önnur sjávar- dýr leita á nýjar slóðir, ströndun- um skolar til hafs í stórbrimi og veðurguðirnir vita ekki sitt rjúk- andi ráð. Flóð, eldar og þurrkar hrjá í senn allt það víðlenda svæði, sem hefur Ástralíu, Suður- Ameríku og Kaliforníu sem út- verði. Veðurfræðingar við Scripps- haffræðistofnunina í Kaliforníu hafa aldrei upplifað neitt þessu líkt frá því að þeir fóru að fylgjast með veðurfarinu og ástandinu í hafdjúpunum fyrir um 40 árum. Þeir, sem ákafast boða fagnaðar- erindið fyrir syndum spilltum sál- um, eru líka vissir um, að nú loks- ins sé dómsdagur að koma. Duttlungarnir í móður náttúru hafa valdið því, að alls konar sjáv- ardýr, sem lifa við miðbaug, hafa flúið heimahagana og leitað til hafsvæðanna úti fyrir Kaliforníu- ströndum. í sjónum undan Los Angeles morar allt í risasmokk- fiski og heilar torfur af stórfiski, sem heima á í hafdjúpunum í mörg þúsund kílómetra fjarlægð, ösla nú á grynningunum fyrir utan Santa Barbara. Rauðir krabbar og sæhestar, sem eiga ætt sína og óðul við Mexíkóströnd, koma nú upp á yfirborðið allt frá San Diego til San Francisco. Hvernig skyldi nú standa á þessum ruglingi? Sérfræðingarnir hjá Scripps-stofnuninni segja, að sökudólgurinn heiti E1 Nino, eða Barnið, heitur straumur, sem ár- lega upphefst úti fyrir ströndum Perú og Ekvador og leggur síðan leið sína þúsundir kílómetra út í Kyrrahaf. f vetur var „Barnið" nærri sex gráðum heitara en áður og stærri en nokkru sinni — náði næstum fjórðung leiðarinnar kringum hnöttinn. „Barnið" setur allt úr skorðun- um, segir dr. Jerome Namias, einn sérfræðinganna hjá Scripps, bæði hafstrauma og vinda. f vetur hef- ur það valdið flóðum á vestur- strönd Suður-Ameríku, þurrkum og eldum í Ástralíu og stórviðrum í Kaliforníu, sem hafa skolað heimilum kvikmyndastjarnanna í sjóinn, sökkt skipum, eyðilagt bryggjur og kastað sæljónum upp á þurrt. „Barnið", sem heitir svo vegna þess að straumurinn lætur fyrst á sér kræla um jólaleytið, hefur ver- ið mönnunum erfiður í þúsundir ára. Breskir sæfarendur á síðustu öld segja frá því, að blóðrauð átan, sem fylgir straumnum, hafi eyði- leggjandi áhrif á skipsviðina, og á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.