Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 83 niðurstaða fundarins sú að af tvennu illu væri skárra að berjast áfram og veðja á framtíðina og lögðu aðilar fram sinn skerf hver til að svo mætti verða; Adresens Bank og Factoring aukna fyrir- greiðslu og fjármögnun og við hér enn frekari ábyrgðir. Fór þetta ár, 1977, síðan nokkurn veginn eins og við höfðum reiknað með, tapið jókst um 1—2 milljónir norskra króna um vorið og sumarið en síð- an tók því að linna með haustinu og varð jöfnuður milli gjalda og tekna síðustu mánuðina, en um áramótin stóðum við uppi með 4ra—5 milljóna norskra króna tap á Inter-Nesco-Norge. Er þetta í raun stofn þeirrar fjárhæðar, sem verið var að dæma okkur Sigurjón til að greiða Christiania Bank og Kreditkasse í Bæjarþinginu á dög- unum, en svo fór um Andresens- Bank, að hann varð sjálfur fyrir verulegum skakkaföllum, er harðna tók í dalnum í norsku efnahagslífi, en það gerðist um þessa sömu mundir, og var hann sameinaður Christiania Bank og Kreditkasse 1979 eða 1980. Síðasta verkið 1977 og það fyrsta 1978 „Síðasta verkið, sem ég vann á árinu 1977, þá á gamlársdag, var að semja uppsagnarskeyti til framkvæmdastjórans fyrir Inter- Nesco-Norge og það fyrsta á árinu 1978 var að senda það. Var þetta víst eitt fyrsta skrefið sem við tök- um sjálfstætt og án fyrirfram samráðs við Andresens Bank og Factoring í Inter-Nesco-Norge- málinu en bankinn hefði þó getað um langt skeið f Noregi en of snemma til að geta séð fyrir þá óheillaþróun sem framundan var i norskum efnahagsmálum." í Noregi aðra hverja viku — Og þið hættið þá eftir árið 1977 eða hvað? „Nei, við höfðum enn ekki lært að gefast upp. Þvert á móti get ég kannski sagt því er hér var komið höfðum við sjóast nokkuð; lært af eigin reynslu og þannig orðið sjálfstæðari og ákváðum við að halda ótrauðir áfram. Fram á sumarið 1978 sá ég sjálfur um daglega framkvæmdastjórn fé- lagsins, sem starfandi stjórnar- formaður, og var ég aðra vikuna í Noregi og hina hér heima. Varð fyrsta verkefni mitt að sjálfsögðu það að reyna að draga úr rekstrar- kostnaði og umfangi fyrirtækis- ins; að minnka það í þá stærð, sem við hér höfðum ætlað því í upp- hafi. Var þetta nokkuð kaldhæðn- islegt. Mál þróuðust þó á viðun- andi hátt og f ágúst 1978 réðum við svo nýjan framkvæmdastjóra fyrir Inter-Nesco-Norge, norskan rafeindatæknifræðing, sem verið hafði með okkur frá upphafi og reynst hafði vel. Var ég orðinn nokkuð ferðlúinn er hér var komið sögu og því mjög feginn, er nýi framkvæmdastjórinn tók við.“ Farið til Svíþjóðar — Ný óveðursský í Noregi — Og hvað gerðist svo? „Um svipað leyti fréttum við af því fyrir tilviljun, að Marantz- Superscope hygðist sjálft yfirtaka dreifinguna á tækjum sfnum i Svf- greiða varninginn að verulegu leyti. Leiddi svo eitt af öðru og urðum við að endurskipuleggja reksturinn í Noregi með því að leggja niður Inter-Nesco-Norge með skiptameðferð og stofna nýtt fyrirtæki, FNS-Nesco-Norway, til að taka við. Var þetta gert í sam- ráði við helstu samstarfs- og viðskiptaaðila okkar, en eftir þetta má segja að mjög vel hafi gengið í Noregi." Samstarfsslit — Og hvað bar svo það herrans ár 1979 í skauti sér? „Rekstur var nú loks kominn f hagstætt horf í Noregi og gekk þar vel, eins og ég var að segja. í Sví- þjóð gekk líka vel hvað varðaði sölu og starfsemina í landinu sjálfu. Var því vel tekið af sænsk- um kaupmönnum og öðrum, að ís- lenskir aðilar hefðu yfirtekið FNS Audio eða FNS-Nesco-Sweden, en í það höfðum við breytt nafninu á fyrirtækinu. Við gátum þó ekki nýtt okkur þessa velvild og ágæt- an meðbyr í Svíþjóð sem skyldi, því nú komu upp vandamál í varn- ingsaðdrætti þar. Haustið 1978 kom Marantz-Superscope með nýja og ódýrari tækjalínu á mark- að en áður hafði boðist. Fram til þessa höfðu Marantz-tækin verið fremur dýr, enda í mjög háum gæðaflokki, og var því tiltölulega auðvelt að selja þessa nýju, ódýru línu en menn gerðu sér ekki grein fyrir á þessu stigi að minna var borið í tækin en áður hafði verið. Kom upp svipuð staða í ýmsum öðrum Evrópulöndum og varð eft- irspurnin umfram framleiðslu og þjóð, auk þess sem þessi sam- starfsslit komu á versta tíma, eða rétt fyrir byrjun aðalsölutímabils sem er frá hausti fram að jólum eins og ég gat um fyrr og varð því af þessu mikið tjón. Komu þannig úpp fjárkröfur gegn okkur, að vísu misréttmætar, sem námu milli 2,5 og 3 milljóna dollara, eða 50—60 milljónir íslenskra króna miðað við núverandi gengi, en sjálfir gerðum við kröfur á hendur Marantz-Superscope að fjárhæð 150 milljónir belgískra franka, sem þá jafngilti um 5 milljónum dollara. Voru kröfur okkar gegn Marantz-Superscope byggðar á og reiknaðar út eftir belgískum lög- um, en samkvæmt þeim er rétt- arstaða umboðsfyrirtækja mjög skýr gagnvart framleiðendum og nákvæmar formúlur fyrir rétt- mætum kröfugerðum af þessu tagi.“ Gangur málaferlanna og staöan nú — „Auðvitað er það summan sem skiptir máli“ — Hvernig hafa svo átök þessi og málaferli gengið? „Þó að kröfurnar gegn okkur og okkar eigin kröfur gegn Marantz- Superscope séu að mestu tilkomn- ar vegna sömu mála eru þær í eðli sínu sjálfstæðar og reknar óháð hver annarri. Við höfum nú — reyndar með góðra manna hjálp hér og nokkrum harmkvælum — samið um eða greitt allar kröfurn- ar gegn okur, nema kröfu Andre- sens Bank eða Christiania Bank og Kreditkasse, sem dæmt var í hér- kröfugerðum sem hér eru á ferð sem skiptir máli, frekar en önnur hliðin ein sér.“ Nesco Manufacturing stofnað hér sem alþjóðlegt framleiðslufyrirtæki um áramótin 1979/1980 — Og enn höfðuð þið ekki feng- ið nóg af útlöndum? „Nei, við fáum seint nóg meðan við stöndum uppréttir, jafnvel ekki þó við föllum niður á hnén á stundum. Auk þess hafði Nesco International og Marantz-Super- scope-reksturinn verið okkur dýrmætur skóli — já, vitaskuld æði kostnaðarsamur líka — og vildum við nýta okkur þá þekk- ingu á norrænum og alþjóðlegum málefnum, þau mörg hver ágætu sambönd, sem við höfðum komist í, og þá margþættu reynslu, sem við höfðum öðlast, til að heyja stríðið áfram, og, ef frekast væri unnt, vinna það, þó að fyrsta orustan hefði í ýmsu, eða flestu, tapast. Stofnuðum við þá hér þriðja Nesco-fyrirtækið, Nesco Manufacturing hf., eða Nesco- framleiðslufélag, eins og það heit- ir á íslensku, um áramótin 1979/1980, og er tilgangurinn með því alþjóðleg framleiðsla raf- eindatækja, einkum fyrir Norður- landamarkaðinn, sem á að reka og stjórna héðan." Framleiðslufyrirtæki í nýjum skilningi — Engar eigin verksmiðjur — Og hvernig átti að vinna stríðið með þessu nýja fyrirtæki? l a r :> jflj fris Hreinsdóttir, starfsstúlka I NESCO, með eitt fyrsta tækið, sem fjöldaframleitt var á vegum félagsins. Guðmundur Svavarsson, alþjóðlegur markaðsstjóri NESCO Manufacturing, við merkið, sem sett er á framleiösluplötur allra tækja fyrirtækisins. ógilt þessa uppsögn hefði hann viljað, þar sem við höfðum m.a. veðsett honum öll hlutabréfin í fé- laginu og allan þann rétt sem þeim fylgdi og fór bankinn þannig með raunverulega yfirstjórn fyrir- tækisins." Rangri ráðgjöf um að kenna? — Ertu með þessu að seg^'., að við hafið orðið leiksoppar rangra upplýsinga og ráðlegginga þessa framkvæmdastjóra og viðskipta- banka ykkar? „Já, að nokkru leyti er ég að segja það. Auðvitað hefðu þessir aðilar átt að hafa einhverjar hugmyndir um hvernig komið var fyrir Tandberg áður en sú sprengja sprakk opinberlega og eins finnst okkur að þeir — eink- um bankinn — hefði átt að sjá nokkuð fyrir þá kollsteypu sem eftir átti að verða í norsku efna- hagslífi, a.m.k. að því marki að okkur hefði frekar verið ráðlagt að byrja smátt og varlega en stórt. Að hinu leytinu var það vitaskuld okkar eigin glannaskapur að láta leiðast út í fjárskuldbindingar og áhættu af þeirri stærðargráðu sem raun ber vitni. Almennt má þó kannski segja, að óheppileg tímasetning þessa Inter-Nesco- Norge-máls hafi verið ein aðal orsök þess ófarnaðar sem varð. Við byrjuðum of seint til að geta notið góðærisins sem verið hafði þjóð, með því að kaupa umboðs- fyrirtækið er þar var, en það hét FNS Audio og var 50 ára gamalt og rótgróið sænskt fyrirtæki í eigu svissneskra aðila þó. Leist okkur illa á þessi tíðindi því við töldum ljóst, að ekki myndi líða langur tími þar til Marantz-Superscope myndi þá vilja hirða hin Norður- löndin líka, kæmust þeir á annað borð þar inn. Brugðumst við því hart við og keyptum öll hlutabréf- in í FNS Audio áður en Marantz- Superscope gat hrint áformum sínum í framkvæmd. Var þetta hálf hasarkennt, en við litum svo á, að þetta væri nauðsynleg sjálfsvörn af okkar hálfu, því ef við hefðum misst Noreg, fannst okkur að vonlaust yrði að vinna upp það mikla tap er þar hafði orðið. Marantz-Superscope-menn urðu heldur hvumsa við, en áttu þó einskis annars úrkosti en að semja við okkur og tókum við formlega við FNS Audio og Mar- antz-Superscope-umboðinu fyrir Svíþjóð í ágúst 1978. í september- október 1978 tóku þó enn að hrannast upp óveðursský á norsk- um himni og kom þar ýmislegt til, en einkum þó að helsti viðskipta- vinur okkar þar, verslanakeðjan Kvikk, sem var eitt 2ja—3ja stærstu smásölufyrirtækjanna í þessari viðskiptagrein í Noregi, lenti í greiðsluörðugleikum og fengum við því ekki mjög stóran viðskiptasamning okkar við Kvikk fjármagnaðan en búið var að af- framboð á tækjum. Hér sýndi svo Marantz-Superscope mikil óheil- indi, því í stað þess að miðla tækj- unum jafnt til hinna ýmsu mark- aða, létu þeir þau lönd sem þeir höfðu sjálfir eigin dreifingarfyr- irtæki í, eins og Þýzkaland, Eng- land og Frakkland, hafa forgang, en hin löndin þar sem voru sjálf- stæð umboðsfyriræki, eins og við vorum með, voru látin mæta af- gangi. Gátum við því ekki afgreitt nema brot af þeim pöntunum sem við höfðum fengið í Svíþjóð og lof- að afgreiðslu á. Varð af þessu mik- ið og illt tjón, bæði fyrir okkur og viðskiptavini okkar. Voru hér í raun svo miklar fjárhæðir og hagsmunir í húfi, að þetta hefði riðið okkur að fullu í Svíþjóð ef ekki hefði komið til dyggileg að- stoð viðskiptabanka okkar þar, en útibússtjórinn, sem við skiptum við, reyndist þar mikill dreng- skaparmaður. Þessir atburðir ur- ðu síðan kveikjan að því ófriðar- og átakabáli, sem leiddi til sam- starfsslita milli Marantz-Super- scope og okkar haustið 1979, en þess má geta að um sama leyti urðu samstarfsrof milli danska umboðsmannsins og Marantz- Superscope af svipuðum ástæðum, að ég hygg.“ Kröfur og gagnkröfur „Við höfðum sett mikla fjár- muni í Marantz-Superscope-starf- semina á íslandi, í Noregi og í Sví- aði á dögunum, en hún er um þriðjungur heildarkrafnanna gegn okkur. Miðað við þann málatilbún- að sem er og málsatvik teljum við að sú krafa standist ekki, enda kemur í ljós við skoðun dómsins, að dómarinn virðist hafa misskilið ákveðin lykilatriði málsins og geri ég mér sterkar vonir um að þess- um dómi verði hnekkt fyrir Hæstarétti. Hvað varðar okkar eigin kröfur gegn Marantz-Sup- erscope, þá fórum við okkur hægt fyrstu 1—2 árin, en þá var svo komið fyrir þeim sjálfum, að við skipbroti lá og var til lítils að reka mál gegn þeim með ærnum til- kostnaði, meðan ekkert var með vissu af þeim að hafa. En sem bet- ur fer fór þetta svo, að Philips í Hollandi yfirtók Marantz-Super- scope-verksmiðjurnar í Japan og Taiwan og Evrópufyrirtækið og tryggði þannig tilveru og fram- haldsrekstur þess. Eftir það höf- um við rekið málið eftir því sem fjárráð hafa leyft, en málarekstur þessi er geysikostnaðarsamur. Enn getur liðið árabil, þar til úr- slit fást í máli þessu sem er flókið hvað varðar bæði aðilastöðu eða aðild og lögsögu, auk þess sem það getur farið fyrir allt að 4 dómsst- ig. Við erum þó sannfærðir um, og hér byggjum við á nýlegri skýrslu lögfræðinga okkar, að okkur muni takast að knýja verulegar fjár- hæðir út úr Marantz-Superscope áður en yfir lýkur og auðvitað er það summan út úr þeim tvíhliða „Við höfðum veitt því athygli, hvernig starfsemi og eðli ýmissa evrópskra framleiðslufyrirtækja á þessu sviði hafði verið að breytast á undanförnum árum, en erfiðara og erfiðara varð að framleiða ýmsa tækjaflokka, einkum þá ein- faldari, á hagkvæman hátt hér í Evrópu, og urðu framleiðendur eins og Grundig og Philips að leita í vaxandi mæli til Austurlanda fjær og láta verksmiðjur þar framleiða fyrir sig, undir eigin vörumerki, eða kaupa þar verktö- ku og framleiðsluþjónustu. Gall- inn á þessu var bara sá, að Grund- ig, Philips og aðrir slíkir sátu uppi með sín kostnaðarsömu skrif- stofubákn hér í Evrópu, sem örð- ugt reyndist að skera niður, og ala varð önn fyrir áfram, þó eigið framleiðsluhlutfall minnkaði. En þetta leiddi til þess, að þegar evr- ópskur framleiðandi lét framleiða fyrir sig tæki í Austurlöndum fjær, sem kostaði t.a.m. 10 dollara þar, þá þurfti hann e.t.v. að bæta við 2—3 dollurum vegna kostnað- ar af skrifstofubákni sínu og síðan 1—2 dollurum til að hafa nokkurn hagnað, og var vörueining, sem kostaði 10 dollara frá verksmiðju í Austurlöndum fjær þannig komin í 13—15 dollara, auk flutnings- kostnaðar, áður en hún komst á dreifingarstig hér í Evrópu. Hér fannst okkur vera veila, sem við gætum nýtt okkur, og reiknuðum SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.