Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983
Baur ásamt einni af eldri tegundum Junker-flugvéla.
Snekkja Görings.
sambandi við Heinrich Heim, rit-
ara Bormanns, og Heinz Linge,
yfirmann starfsliðs hans, og hvor-
ugur hefði minnzt á nokkrar dag-
bækur. Hann taldi að verið gæti
að Austur-Þjóðverjar hefðu falsað
dagbækurnar.
„Verkstæði hefur verið komið á
fót í Potsdam til að falsa Hitler-
skjöl og myndir og afla erlends
gjaldeyris, sem mikill skortur er á.
Eg tel vel hugsanlegt að þessi
skjöl séu þaðan komin."
Bauer viss
Einn fárra, sem ekki hefur látið
í ljós efasemdir, er einkaflugmað-
ur Hitlers, Baur hershöfðingi, sem
er 86 ára gamall. Hann segist enn
viss um að Junker-flugvélarnar
hafi brotlent í skóglendi skammt
frá Börnersdorf.
Dr. Menry Picker, sem var trún-
aðarmaður Hitlers og hitti hann
daglega 1942—45, bendir á það
eins og Hillgruber að Hitler hafi
árum saman lesið fyrir riturum
sínum eða talað inn á segulband
og segir það mæla gegn því að
dagbækurnar séu ófalsaðar. „Hitl-
er átti mjög erfitt með að skrifa,"
segir hann.
Aðrir, sem voru handgengnir
Hitler, trúa hins vegar ekki full-
yrðingum Stern. Henrietta von
Schirach, kona leiðtoga Hitlers-
æskunnar, Baldurs von Schirach,
kvaðst furða sig á dagbókunum og
hafa haldið að Hitler skrifaði að-
eins hjá sér minnispunkta um það
sem hann þyrfti að gera.
Flugmálafulltrúi Hitlers frá
1937, Nicolaus von Below, sagði:
„Hitler og ég vorum oft á fótum til
þrjú eða fjögur. Eftir júlí-sam-
særið (1944) gat Hitler aðeins
skrifað með erfiðismunum með
blýanti."
James O’Donnell, sagnfræðing-
ur í Boston, sagði að Hitler hefði
ekki haldið dagbók og ekki getað
það: „Ég talaði við tvo af fjórum
riturum hans og þeir minntust
aldrei á það að hann hefði fært
dagbók. Þeir voru mjög hand-
gengnir honum og hefðu áreiðan-
lega vitað það. Það hefði einfald-
lega ekki samrýmzt lífsstíl Hitl-
ers, hann hafði ritara og hljóðrit-
unartæki og þurfti ekki að skrifa
neitt hjá sér. Hann gat enn skrif-
að 1943 og 1944, en gerði það yfir-
leitt ekki, (hægri) höndin'var t.d.
lömuð.
O’Donnell segir að þegar hann
tók viðtal við Albert Speer hefði
hann minnzt á ferð sína til Berlín-
ar í marz 1945 þegar hann sótti
áritaða mynd af Foringjanum.
Hitler rétti honum ljósmyndina,
tók upp lindarpenna og ritaði síð-
an með töluverðum erfiðismunum
kveðju á ljósmyndina og áritaði
hana. „Speer gat lesið áritun Hitl-
ers, en sagði að hún hefði verið
illlæsileg."
Falsskjöl til sölu
Próf. Eberhard Jáckel við há-
skólann í Stuttgart kveðst kunn-
ugur viðskiptum með fölsuð skjöl.
Jáckel sagði The Observer að
safnari nokkur hefði sýnt sér eina
af dagbókunum a.m.k. einu ári áð-
ur en sagt er að dagbækurnar hafi
fundizt í Austur-Þýzkalandi.
Hann taldi dagbókina falsaða.
Safnarinn, sem hann neitaði að
nafngreina, hefði virzt hafa hætt
við að kaupa dagbókina sjálfur.
Próf. Joachim Fest sá einnig ýmis
gögn á undan Heidemann og er
sammála Jáckel.
Um svipað leyti kveðst Dr. Aug-
ust Priesack, starfsmaður í skjala-
safni nazista 1935—39, einnig hafa
heyrt að dagbækurnar væru fá-
anlegar. Hann kveðst hafa tekið
afrit af fjórum síðum frá árinu
1935 og átta síður úr þriðja bindi
„Mein Kampf". Kaupsýslumaður
frá Houston, Billy F. Price, keypti
bók með málverkum og teikning-
um eftir Hitler í fyrra fyrir milli-
göngu Priesacks.
Priesack reyndi að vekja áhuga
David Irvings á „Mein Kampf 111“
og einni síðu úr dagbók Hitlers
1932. í lok síðasta árs komst Irv-
ing að þeirri niðurstöðu að sýnis-
horn Priesacks væru fölsuð.
Otto Gunsche, SS-majór sem
brenndi lík Hitlers, sagði Irving í
nóvember í fyrra að til væru sann-
anir um að Hitler hefði vitað um
flugferð Hess. Gunsche kvaðst
hafa séð þetta í „dagbókunum",
sem væru áreiðaniega ófalsaðar.
Vinur nazista
Bæði Priesack og Irving eru vin-
ir Stern-blaðamannsins Gerd
Heidemann. Heidemann er kunn-
ur fyrir áhuga á minjagripum úr
stríðinu og seldi hús sitt í Ham-
borg 1973 til þess að kaupa
snekkju Hermanns Görings, „Car-
in II“, sem nú liggur við festar í
Hamborg, fyrir 250.000 pund.
Hann hefur farið í margar
fljótaferðir í snekkjunni með
fyrrverandi nazistaleiðtogum eins
og Wolff hershöfðingja, sem var
lengi aðstoðarforingi Himmlers,
og Wilhelm Mohnke, SS-foringja-
num sem var síðasti yfirmaðurinn
í neðanjarðarbyrgi Hitlers. Heide-
mann heyrði fyrst um flugslysið í
Börnersdorf um borð í „Carin II",
sem þannig kom honum á slóðina.
Á blaðamannafundi Stern í Ham-
borg lýsti Heidemann því að
fyrrverandi nazistaleiðtogar segðu
að snekkja Görings ætti að vera
„minnisvarði um skilning, svo að
ódæði nazistaáranna endurtækju
sig ekki“.
Hvorki Wolff né Mohnke voru
harðlínu-nazistar heldur úr hópi
margra fríliðaforingja áranna eft-
ir 1920 sem gengu í Nazistaflokk-
inn. Wolff er frægastur fyrir það
að hann samdi um uppgjöf Þjóð-
verja á Ítalíu. Observer bendir á
að ekkja Bormanns flúði til Bolz-
ano eftir stríðið með skjöl hans og
aðra muni og að Heidemann fór til
Bolzano eftir 1970 þegar hann hóf
leit að „týndum nazistum".
Góður markaður er fyrir endur-
minningar nazista frá Austur-
Þýzkalandi. Stundum eru þær
falsaðar og stundum hefur þeim
verið hagrætt. í dagbókum Göbb-
els, sem komu fram í dagsljósið á
síðasta áratug, virðist hafa verið
sleppt köflum, sem féllu Rússum
ekki í geð.
Clifford Irving, sem falsaði
„sjálfsævisögu" auðkýfingsins
Howard Hughes 1972, segir í
Newsweek að það væri enginn
vandi að falsa ný eintök af dag-
bókum Hitlers:
„Ég næði í nokkur sýnishorn af
rithönd Hitlers — það þyrftu ekki
að vera frumrit, afrit mundu
nægja. Ég færi í nokkrar verzlanir
til að kaupa réttan pappír og blek.
Það þyrfti að kosta mikla rann-
sókn — það hefur verið skrifað svo
mikið um manninn." Hann sagði
að það þyrfti ekki að taka nema
hálfan mánuð að ná valdi á rit-
höndinni og snjall falsari gæti
breytt stílnum.
Ófölsuð skjöl með
Sérfræðingar hafa komið fram
með þá tilgátu að ófölsuðum skjöl-
um hafi verið komið fyrir með
dagbókunum til þess að auka lík-
urnar á því að dagbækurnar yrðu
viðurkenndar.
Próf. Hans Booms, forstöðu-
maður v-þýzka þjóðskjalasafnsins
athugaði átta eintök af Stern-
skjölum og telur þau ófölsuð. En
aðeins eitt sýnishornið virðist
komið úr dagbókunum sjálfum.
Ófalsaða sýnishornið var uppkast
að yfirlýsingu Nazistaflokksins
um flugferð Hess til Bretlands.
Talsmaður Stern hefur játað að
Heidemann hafi komizt yfir meint
bréf Churchills og Mussolinis.
Upphaflega komst Lundúnablaðið
The Times yfir þessi bréf, en taldi
sig komast að því 1969 að þau
væru fölsuð. Heidemann bætti
þeim þá í safn sitt.
Talsmaður Stern sagði að ekki
hefði verið sýnt fram á hvort
„bréfin" væru ófölsuð eða ekki:
„Það sýnir aðgát okkar og Herr
Heidemanns í þessum málum að
við höfum aldrei birt bréfin.
Rannsókn fer enn fram til að fá
staðfest hvort bréfin eru ófölsuð."
Heidemann á einnig safn bréfa frá
Göring.
Brezki sagnfræðingurinn Bul-
lock lávarður („Hitler: A Study in
Tyranny") hefur hvatt Bonn-
stjórnina til að skipa nefnd til að
rannsaka dagbækurnar og skera
úr um hvort þær séu falsaðar.
„Annars verður þyrlað upp miklu
pólitísku moldviðri út af þessu og
allir munu vaða í villu og svíma að
lokum." Stern hefur vísað áskorun
Bullocks á bug vegna einkaréttar
síns.
George Young, áður annar æðsti
maður brezku leyniþjónustunnar
MI6, telur að austur-þýzka leyni-
þjónustan hafi falsað skjölin til að
vekja tortryggni í garð NATO. Yf-
irvöld í Moskvu hafi lagt blessun
sína yfir þetta. Þetta sé auðvelt
fyrir a-þýzku skjalafölsunardeild-
ina.
Nazistar —
A-Þjóðverjar?
Líklegasta skýringin kemur
fram í The Observer, sem telur að
Austur-Þjóðverjar og gamlir naz-
istar í Suður-Ameríku hafi verið
sameiginlega að verki og enn
fremur að hluti skjalanna kunni
að vera ófalsaður.
Þýzka blaðið Die Zeit segir að í
fyrra hafi Heidemann verið milli-
göngumaður í samningaumleitun-
um háttsettra nazista í Uruguay
við Rússa. Nazistarnir munu hafa
boðizt til að segja Rússum hvar
stolna rússneska listmuni væri að
finna gegn því að Hess yrði látinn
laus.
Athygli vekur að Stern lagði á
það áherzlu við The Times að
greinaflokkurinn byrjaði á kaflan-
um um Hess og birting greinanna
í Stern hófst á afmælisdegi hans.
Austur-Þjóðverjar hefðu ekki lagt
áherzlu á slíkt, en gamlir nazistar
vildu gjarnan að Hess fengi upp-
reisn æru. Myndin, sem er dregin
upp af Hitler, t.d. að hann hafi
ekki verið ómannúðlegur, haft
áhyggjur af því að Gyðinga-
ofsóknirnar gengju of langt og