Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 69 Tindilfættur hann tölti af stað, tilbjó sér langa rædu um það, hvcrnig hann skyldi haga munn, þá heilsa færi bóka runn. Um túngard á höfuð rasa réð; raskaðist þá allt konsepteð. Fljótlega spratt hann fætur á; fór heim og presti heilsar þá: „Séra vetrungur, sæll vert þú. Segja vil ég þér fréttir nú: Prófastsins kveðju flyt ég fljótt. Hann fór til skrattans úr höfuðsótt.“ Hans móðir Finna f bókinni „Tillag til alþýðlegra fornfræða" eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi er að finna eftir- farandi skopsögur: Kerling kom frá kirkju á jóla- daginn og sagði við karlinn sinn: „Nú vissi ég, hvað móðir drottins míns hét í dag. Hún hét Finna." „Það var ekki satt,“ segir karl- inn, „hún hét Máríá." „Ég get sannað það,“ segir kerl- ing, „versið er svona: „f því húsi ungan svein og hans móðir Finna.“ Og Finna hét hún, og hafðu það.“ „Við skulum tátla hrosshárið" Karl var að tæja hrosshár og sonur hans með honum. Þá sagði sonurinn: „Pápi minn, er það satt, að Jesús Kristur hafi stigið niður til helvítis?" „Ég veit það ekki, drengur minn,“ segir karl, „svo segja prest- arnir. Við skulum ekki gefa um það. Við skulum vera að tátla | hrosshárið okkar." „Ertu einsýn, Borga?“ Karl átti éinsýna kerlingu. Þeg- ar þau höfðu verið saman í 19 ár, tók karlinn allt í einu eftir því einu sinni og kallaði upp yfir sig: „Hvort í skrattanum ertu einsýn, Borga?“ „Sko djöfullinn frammi!“ Einu sinni var vormaður í Þor- lákshöfn, sem stamaði mikið. Þar gekk drengur með skipum, og einn morgun beiddi hann þennan for- mann fars, en hann þverneitaði því. Frammímenn aumkvuð’ust yf- ir drenginn og skutu honum upp, svo formaðurinn tók ekki eftir. Síðan ýttu þeir frá landi og reru menn út á sjó og fóru að lesa sjóferðamannsbæn sína, eins og siður er til. Þá kom formaðurinn allt í einu auga á drenginn, og varð hann fokreiður og kallaði upp úr miðri bæninni: „Sko d-d-d-djöf- ulinn frammí!" „Þess gætir ekki, Mundi minn ... “ Eftirfarandi kímnisögu er að finna í þjóðsagnasafni Torfhiidar Þorsteinsdóttur Hólm, sem út kom 1962: „Einhverju sinni var fjölkunnugur maður ástfanginn í vinnukonu á öðrum bæ. Hún vildi ekki eiga hann, en var hrædd við fjölkyngi hans, svo hún vildi reyna að hafa hann góðan. Bar þá svo til, að hann kom á kvíagarðinn, þegar hún var að mjólka ærnar. Bauð hún honum að drekka lyst sína úr skjólunni, og gjörði hann það, og var þá gott borð á henni. Tók hún síðan skjól- una og pissaði í hana til að fylla í skarðið. Honum þótti þetta ljótar aðfarir og fór að setja ofan í við hana. Þá svaraði hún: „Þess gætir ekki, Mundi minn, í svo mikilli mjólk." Ofbauð honum þá svo mjög subbuskapur hennar, að hann varð henni öldungis frá- hverfur. honda hefur aflað sér alþjóðaviðurkenningar vegna frábærrar hönnunar, tæknilegrar yfirburða og sérstakrar sparneytni í akstri. hoivtda er 5 gíra eða sjálfskipt með „over- drive“ og aflstýri. honda framhjóladrif, sjálfstæð fjöðrun á öll- um hjólum og tannstangarstýri er trygging fyrir öruggum akstri. honda bifreiðir eru hannaöar með eftirfarandi í huga: Fagurt útlit. Vandaöan frágang. Trausta yfirbyggingu. Sparneytna vél. Þessir eiginleikar eru hróður honda og einmitt það sem eykur traust eigandans. Kynnist sjálf hvaö hoivimk býður. HOIVDA A ÍSLANDI — VATNAGÖRÐUM 24 — SIMAR 38772 — 39460 _________________________________V_____ A HONDA >4ccord Verö: Beinsk. kr. 289.000. Beinsk. EX kr. 320.000 Sjálfsk. EXS kr. 348.000 Gengi Yen 0,09126.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.