Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ1983 Auðvitað fylgir því viss söknuður - þau hafa jú hlýft við frosti, kulda og sjó- gusum vetrarins. En ekki klæðist maður þeim á balli, leikhúsi eða notalegum veitingastað. Hvað þá á „veiðum í landi“. Þessvegna býður TORGIÐ og HERRA- RÍKIN þér í tilefni tímamótanna, 15% afslátt af hinum glæsilegu SIR jakka- fötum, SIR - gallinn við hæfi í landi, gallinn, sem gefur „veiðivon". gefur „veiðivon" Austurstrxti 10'^^ysími: 27211 "K Snorrabraut GlæstxB. Hamraborg - Kopayog. MisWærM vt'tmrins IQgö til hliöar Alþjóðleg- ur Rauða kross-dagur EINS OG mörgum er kunnugt er 8. maí alþjóðlegur Rauða kross-dagur, haldinn hátíðlegur á afmælisdegi Henry Dunants, stofnanda hreyf- ingarinnar. Hér á eftir fer ávarp Al- þjóðasambands Rauða kross-félaga til aðildarfélaga sinna í tilefni dags- ins. „Enn geisa styrjaldir víða um heim. Rauða kross-menn veita hinum særðu skyndihjálp og fórna stundum lífi sínu við störf sín. Sjálfsfórn og hollusta þessa fólks minna á eitt af grundvallaratrið- um Rauða krossins, mannúð. í dag hyllir Alþjóðarauðakrossinn þetta fólk. En þessi kjarkmenni eru aðeins fá í hópi þeirra milljóna sem dag- lega þurfa að bregðast við marg- víslegum vanda, stórum og smá- um. Áður var skyndihjálp einkum veitt á vígvöllum en nú geta menn einnig bjargað mannslífum með skjótum viðbrögðum við ýmsar aðrar aðstæður, í náttúruhamför- um eða þegar slys verða í umferð- inni, á vinnustað eða í heimahús- um. f þróunarlöndum er einnig unnið að slysavörnum og aukinni heilsugæslu auk skyndihjálpar. Hvert sem starfssvið skyndi- hjálparmanna er um allan heim eiga þeir eitt sameiginlegt, starfs- þjálfun. Það hefur lengi verið ljóst að góðvildin ein nægir ekki. Sá, sem kann ekki til verka, getur unnið meira tjón en gagn þótt honum gangi gott eitt til. „Að kunna til verka" er kjörorð okkar á þessum alþjóðarauðakrossdegi. Þeir, sem veita skyndihjálp, búa ekki aðeins yfir hagnýtri kunn- áttu, heldur veita þeir hjálp sína án tillits til þjóðernis, kynþáttar, trúarbragða, þjóðfélagsstöðu eða stjórnmálaskoðana. Með þessu móti rætast hugsjónir Rauða krossins. Því fleiri sem játast þessum hugsjónum því auðveldara á Rauði krossinn með að takast á við vandamál framtíðarinnar. Þetta styrkir líka stöðu landsfé- laganna í baráttu þeirra fyrir bættum heimi." Á þessu ári hefur Rauði kross fslands lagt mikla áherslu á skyndihjálparkennslu. Frá ára- mótum til maíloka verða skyndi- hjálparnámskeiðin, sem Rauði kross íslands gengst fyrir, orðin tæplega þrjátíu talsins, þar af hafa tuttugu námskeið verið hald- in í samvinnu við aðildarfélög Starfsmannafélags ríkisstofnana. Auk þess hafa nokkrar Rauða kross-deildir haldið allmörg nám- skeið í skyndihjálp. Á öllum Norðurlöndum er árið 1983 helgað umferðaröryggi og hefur verið ákveðið að RKÍ og Umferðarráð kynni bifreiðastjór- um sérstaklega skyndihjálp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.