Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 61 14 tiiiiiiim Jón hefur verift meft stffan mjaðmarlift lengi og i því óhsgt meft aft hreyfa sig, en bækurnar eru innan seilingar. Letrinu raftaft upp fyrir gyllingu. Fyrsta tölublað Lesbókar Morgun- Leturgerðir af öllum stærðum og tegundum. bíaðsins. lægri en hjá peningamönnunum fyrir sunnan. Áður varð ég að handgylla allt og það var tafsamt og vandasamt verk. Þykir vænzt um Manntalið frá 1703 Þó ég hafi alltaf haft gaman af því að binda, var það ekki aðal- áráttan. Það var auðvitað bóka- söfnunin. Ég á orðið um 3.000 bækur, mest frumútgáfur og þykir alltaf jafn vænt um bækur. Vænzt held ég mér þyki um Manntalið frá 1703, Þyrna Þorsteins Erlings- sonar og bækur Stephans G., en það er nánast ómögulegt að tína eitthvað sérstakt út. Mér finnst alltaf gaman að því, að í íslenzka fornbréfasafninu mínu eru tvær arkir, sem stungið var undan við útgáfu vegna þess, að þær þóttu of dónalegar. Það var Jón Þorkels- son, sem sá um útgáfuna og er önnur örkin í Hvassafellsmálum um samskipti Jóns Sigmundsson- ar og Randíðar, en hin um skrifta- mál Ólafar ríku. Hún hafði víst ekki verið nógu góð við Björn sinn og leyfði sér meira að segja að hafa við hann samræði liggjandi á hlið. Þetta þótti sómakærum mönnum ekki hæft til útgáfu. Hætt er við að þeim brygði nú. Elzta bókin mín er líklega fyrsta bindið af Lærdómslistarit- unum, sem kom út 1781, en margt annað er mjög gamalt. Það dýr- asta er líklega Ljóðmæli Jóns Þorlákssonar á Bægisá, sem prentuð voru í Hrappsey 1783. Ætli þau kosti ekki eitthvað á annað hundrað þúsund. Þá eru Sagnablöðin, sem komu út í 10 ár og voru undanfari Skírnis, mjög dýrmæt og þau á ég öll í frumút- gáfu. Ef ég ætti að nefna eitthvað fleira merkilegt er af mörgu að taka. Nefna má, að ég á nánast allt, sem komið hefur út hjá Bók- menntafélaginu, Menningarsjóði og Sögufélaginu. Nær öll tímarit, sem út hafa komið og bitastæð eru, svo sem Lærdómslistafélags- ritin frá 1781, Skírni frá 1816, Andvara frá 1875, Eimreiðina frá 1895, Rétt frá upphafi, Hlín, Jörð, fyrri og seinni, Tímarit Máls og menningar frá upphafi, Sögu Menningarsjóðs, öll fornritin í frumútgáfu, Árbækur Ferðafé- lagsins, Fréttir frá íslandi, mikið safn þjóðsagna og öll sunnudags- blöð dagblaðanna. Get ekki látið frá mér bók Ég hef lesið allar bækurnar og flest tímaritin og hefur það verið mér mikil uppspretta fróðleiks og ánægju. Það er óskaplegur höfuð- verkur hvað verður um bækurnar, þegar ég verð allur. Maður má ekkert eiga þegar maður drepst, það sér erfðafjárskatturinn um. Ég hef ánafnað dótturbörnum mínum bækurnar og gefið út um það gjafabréf, en hafa þau svo nokkuð með þær að gera? Ég get ekki látið frá mér bók, annars væri ég búinn að selja þær. — Hvað ég vildi fá fyrir safnið? Ég léti það aldrei fyrir minna en tvær milljónir, það er rétt fyrir band- inu, en auðvitað læt ég það ekki. Ég vona bara að þetta fari að styttast," sagði Jón. HG SENDUM UM ALLT LA3STD. Takkasímar með 10 númera minni. Hringir síðasta númer aftur ef það var á tali. Mjög tær hljómur. Vandaðir símar, samþykktir af Póst og Síma. Verðfrá krónum 1.550 SKIPHOLTI 19, SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.