Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 ELLAKAÖEENDUR Nú eru aðeins nokkr- ir mánuðir, síðan hinn nýi framdrifni MAZDA 626 var kynntur. Það er ekki ofsögum sagt, að fá- ir nýir bílar hafi nokkru sinni fengið eins lofsamlegar umsagnir og dóma og hann. Við skulum sjá hvað sérfræðing- arnir segja um MAZDA 626: Kjörinn „Innflutti bíll ársins" hjá Motor Trend Árlega velur hið virta bandaríska bílatímarit Mot- or Trend „Innflutta bíl árs- ins" (Import car of the year). Úrsht fyrir árið 1983 liggja nú fyrir og voru þau birt í aprílhefti blaðsins. í þetta skipti voru það 11 nýjar gerðir innfluttra bíla í Bandaríkjunum sem kepptu um þennan eftirsótta titil. 7 gagnrýnendur tímaritsins prófuðu alla bílana í 2 vikur við allskonar akstursað- stæður. Síðan gaf hver þeirra stig fyrir 36 atriði í 6 aðalflokkum í leynilegri at- kvæðagreiðslu. Er stigin höfðu verið tekin saman var MAZDA 626 ó- tvíræður sigurvegari. Stig féllu þannig: 1. MAZDA 626 4.649.1 2. Porsche944 4.507.1 3. Volvo 760 GLE 4.273.0 4. Mitsubishi Starion 4.258.7 5. ToyotaTercel4WD 4.229.4 6. Toyota Tercel SR-5 4.129.7 7. Mitsubishi Cordia 4.023.6 8. Renault Fuego 3.982.2 9. Datsun Pulsar 3.858.0 10. Datsun Sentra 3.832.4 11. Mitsubishi Tredia 3.780.9 Gagnrýnendur blaðsins höfðu meðal annars þetta að segja um Mazda 626 í athugasemdum sínum: „í mínum augum þá er hinn nýi MAZDA 626 einn af 5 best hönnuðu bílum í heiminum í dag. Hann líkir ekki eftir neinum öðrum og hann er frábært dæmi um þá forystu sem MAZDA hefur meðal japanskra bif- reiðaframleiðenda “ „Frábært framdrif “ „Besti japanski bíllinn, sem ég hef ekið“ „Ber MAZDA algjörlega höf- uð og herðar yfir aðra jap- anska bifreiðaframleiðend- ur?" „Mazda 626 sýnir meiri sér- einkenni og merki um nýjan hugsunarhátt í bílahönnun, og meiri klassa en nokkur annar 2000 cc búl á Banda- ríkjamarkaði. Hann er sannkallaður sig- urvegari“ Kjörinn Bíllársins 1982/1983 íJapan Mazda 626 hlaut hina eftir- sóknarverðu viðurkenningu „Bíll ársins 1982/1983“ í Japan. Við afhendingu verðlauna- bikarsins sagði formaður dómnefndarinnar meðal annars: „ MAZDA 626 hlaut útnefn- ingu sem bíll ársins, vegna þess að hann býður upp á frábært jafnvægi milli allra þeirra þátta sem skipta meginmáli: Gott rými, góða aksturseiginleika, þægindi, stílhreint útlit og spar- neytni". Ennfremur sagði hann: „Aksturseiginleikar MAZDA 626 taka fram öðr- um japönskum bílum í þessum stærðarflokki. Þetta er mjög góður bill og verðugur fulltrúi Japan á alþjóðavettvangi". Europa- Pokal Nú stendur yfir keppni V- þýska bílatímaritsins Auto Zeitung um Evrópubikar- inn. Til keppninnar hafa ver- ið valdar 16 nýjar gerðir bíla og keppa þeir í 4 riðlum, 4 í hverjum. Keppni í 1. riðli er nú nýlokið og voru í honum: Hinn nýi Mercedes Benz 190, Mazda 626, Honda Ac- cord EX og Volvo 360 GLS. í dómnefndinni eru 8 bíla- gagnrýnendur og gefa þeir stig fyrir fjölmörg atriði. Við erum hreyknir yfir því að MAZDA 626 bar sigur- orð af öllum keppinautum sínum, meira að segja hin- um frábæra Mercedes Benz 190! Stigin féllu þannig: 1. MAZDA 626 336 2. Mercedes Benz 190 310 3. HondaAccord 306 4. Volvo 360 282 Og hvað segja hinir kröfuhörðu Þjóðverjar um MAZDA626? í niðurstöðum dómnefndar segir: „Ef að hinn nýi MAZDA 626 hefði aðeins sigrað í 1. ríðli vegna þess hve hagkvæmur hann er og vel útbúinn, þá væri hann ekki verðugur sigurvegari. Þessi nýi fram- drifni japanski búl hefur nefnilega fjöldan allan af öðrum góðum eiginleikum, sem setja hann í fararbrodd í þessarí keppni: Gott rými fyrirbæði farþega ogfarang- ur, hann er þægilegur í akstri, aksturseiginleikar eru góðir, bensíneyðsla er h'til og hann býður upp á mikið öryggi í akstri. Hann er verðugur sigur- vegari í 1. riðli“ Mikið hrós, ekki satt? En MAZDA 626 á það skilið. Því ekki að kynnast MAZDA 626 af eigin raun? Við bjóðum ykkur að koma og skoða og reynsluaka þessum frábæra bíl. En að síðustu: Þar sem eftirspurnin eft- ir MAZDA 626 er geysileg erlendis, munum við aðeins fá takmarkað magn af þessum vinsæla bíl á þessu ári... Tryggið ykkur þvi bíl sem fyrst. Hýrmmmnm Mazda 626 4ra dyra Saloon/2ja dyra Coupe 5 dyra Hatchback BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, sími 812 99 rwn TEST SGS/ ALMENNA AUGLYJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.