Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983
57
Newsweek
SHCUIAL KEPURT
HITLER’S É=.
How Thay Could
Rewrito History
Hitler and tho Jews
Are They Genuine?
Forsíða Newsweek.
DER BPIEGEL
Forsíða Spiegel.
---------------------—------------" Koch ritstjórí og Heidemann.
David Irving: hefur snuizt mörgum sinnum.
ekki vitað um „hina endanlegu
lausn“, er sú sama og „linir" naz-
istar eins og Wolff vilja sjá á
prenti til að fá málsbætur sjálfir
að sögn Observer. Auk þess er
stórfé í húfi.
Einhverjir alls 10.000 útsendara
austur-þýzku leyniþjónustunnar
geti hafa komizt á snoðir um
áformin um að selja dagbækurn-
ar. A-Þjóðverjar hafi talið að birt-
ing pólitískrar erfðaskrár For-
ingjans mundi vekja uppnám á
Vesturlöndum og staðfesta það
sem austanmenn hafi sagt árum
saman um stöðuga dýrkun á Hitl-
er og nazistum. A sama tíma væru
ungir Þjóðverjar að velta fyrir sér
sannleiksgildi þess sem þeim væri
kennt um Hitlerstímann í skólum.
Wolf-Rúdiger, sonur Hess, sem
telur dagbækurnar ófalsaðar, hef-
ur verið beðinn að bera málið upp
við föður sinn { Spandau-fangelsi,
en Rússar koma í veg fyrir það.
Honum var t.d. ekki leyft að ræða
málið við föður sinn þegar hann
heimsótti hann á afmælinu.
Eini maðurinn sem gæti varpað
ljósi á málið er Wolff hershöfðingi
að sögn Observer. En hann hefur
þagað og þeir mörgu sem hafa
orðið fyrir álitshnekki vegna
málsins vona líklega að hann þegi
sem lengst.
Pólitískt svindl?
Bandarísk blöð hafa komið fram
með tilgátur um hugsanlegar póli-
tískar ástæður fyrir því að dag-
bækurnar skutu upp kollinum.
The New York Times segir í aðal-
atriðum:
Ef dagbækurnar reynast falsað-
ar gera nokkrir sérfræðingar ráð
fyrir að þær hafi verið soðnar
saman í Austur-Evrópu til að
reyna að grafa undan samskiptum
Vestur-Þjóðverja og bandamanna
þeirra. Þeir segja að megintil-
gangur slíks svindls austur-þýzku
og sovézku leyniþjónustunnar
væri að sýna að Vesturveldin vís-
uðu á bug tækifærum til að binda
enda á síðari heimsstyrjöldina og
beri hina sögulegu ábyrgð á end-
anlegri skiptingu Þýzkalands.
Fremur jákvæð ummæli um
Chamberlain og Hess vekja eink-
um furðu. Um Chamberlain á
Hitler að hafa skrifað: „Hann lék
næstum því á mig, þessi mjúkmáli
Englendingur..." Stjórnarerind-
reki sagði um þennan kafla að
hann gæti verið tilraun til að sýna
Chamberlain, postula friðkaupa-
stefnunnar, í betra ljósi.
Umfjöllunin um Hess-málið er
dularfull, en getur átt að gefa til
kynna að Bretar hafi ekki haft
áhuga á nokkrum samningum um
að binda enda á stríðið.
Annað dæmi um tóninn í dag-
bókunum sést á ummælunum um
Stalín. „Hvernig i ósköpunum fer
Stalín að þessu?“ á Hitler að hafa
skrifað og átt við viðnám Rússa
sjö mánuðum eftir að innrás Þjóð-
verja hófst.
Sérfræðingar, sem leita að póli-
tískum boðskap, mundu ekki búast
við að finna stöðuga aðdáun á
Stalín orðaða í dagbókunum, held-
ur öllu fremur undirtón mikillar
virðingar fyrir Sovétríkjunum,
hernaðarmætti þeirra og vaxandi
meðvitund um að þau séu ósigr-
andi. Áhrif dagbókanna á umræð-
ur um þýzka sögu gætu orðið já-
kvæðar Rússum, hvort sem þær
eru falsaðar eða ekki. Nóg er að
sýna að Þýzkaland hafi verið fórn-
arlamb Breta og Bandaríkja-
manna.
N.Y. Times hefur eftir vestur-
þýzkum embættismanni: „Ef ég
væri að falsa slíka dagbók fyrir
Austurveldin mundi ég gera Hitl-
er að leiðindapúka, skepnu og
heimskingja. En ég hefði viljað
láta líta út fyrir að Englendingar
og Bandaríkjamenn hefðu gert
honum kleift að gera ástandið
ennþá verra."
Blaðið vitnar í tvo þýzka sagn-
fræðinga, sem óttast að hinar
meintu dagbækur „gætu haft
sterk áhrif á unga Vestur-Þjóð-
verja, sem nú eru að endurmeta
samband sitt við fortíð landsins“.
Eins og Lundúnablaðið The Times
bendir á hafa Þjóðverjar aldrei
áður skoðað eins rækilega hug
sinn til fortíðar nazismans og í
janúar, þegar 50 ára afmælis
valdatöku Hitlers var minnzt.
Ymsir v-þýzkir sagnfræðingar,
bæði vinstri- og hægrisinnaðir,
hafa veitzt æ harkalegar að
Vesturveldunum fyrir aðgerðir
þeirra í stríðinu og endalok stríðs-
ins sem leiddu til skiptingar
Þýzkalands. K.-D. Bracher telur
að meðan fram fari umræður um
staðsetningu bandarískra eld-
flauga i Vestur-Þýzkalandi sé vax-
andi markaður fyrir sagnfræðirit,
þar sem Bandaríkjamönnum og
Bretum sé hallmælt. Ýmsir and-
stæðingar eldflauganna halda því
fram að Vestur-Þýzkaland sé
bandarískt leppríki.
Þótt dagbókunum hafi verið
tekið með efasemdum og vantrú
munu margir Þjóðverjar spyrja
hvort nauðsynlegt hafi verið að
birta þær áður en nógu vel hafði
verið kannað hvort þær væru fals-
aðar. Þeir munu líka hafa af þvi
nokkrar áhyggjur hvort birting
þeirra í Stern kunni að ýta undir
sjúklegan áhuga á Foringjanum,
sem margir telja sig hafa orðið
vara við eins og The Times bendir
á.
gh tók saman.
BÍL AVERKST ÆÐIÐ
AuÖbrekku 63, Kóp. Sími 46940
Sérhæfum okkur í viðgerðum á Fiat- og Lada-bifreiö-
um. Einnig vatnskassa- og bensíntankaviögeröum.
Höfum varahluti í Fíat
Opiö milli kl. 8 og 19.
Electron 1100
De luxe
Sjálfvirk þvottavél
í sérflokki
1100/800/500 sn./mín. þeyti-
vinda
Tekur 4,5 kg af þurrum þvotti
Sparnaöarrofi
I Tekur inn á sig bæöi heitt og
kalt vatn
Hitar 30°C, 40°C, 50°C, 95°C
Þvottakerfi fyrir straufrí efni
3 hólfa sápuskúffa
Þvottatromla úr ryöfríu stáli
Topphlíf er nota má sem
vinnuborð
Er á hjólum og því auöhreyf-
anleg
Utanmál: hæð 85 cm, breidd
59 cm, dýpt 56 cm.
Þyngd: 70 kg.
HOOVER ER HEIMILISHJÁLP
Verö kr. 15.667,00
Greiðsluskilmálar
ÁRS ÁBYRGÐ
fAlkinn
Suöurlandsbraut 8,
sími 84670.