Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1983 andrúmsloft í tímburhúsunum frá Húseiningnm hf Það kemur í ljós að gamla sögusögnin um betra andrúmsloít í timburhúsum er heilagur sannleikur eí marka má þá sem hafa byggt sér Siglufjarðarhús frá Húseiningum h.f. Viðskiptavinir okkar hafa ekki einungis hrósað okkur fyrir fallegar teikningar, efnisgœði og vinnuvöndun, heldur hefur þeim verið tíðrœtt um andrúmsloftið í húsunum. Enda er það staðreynd aö loftið í timburhúsum er töluvert frábrugðið því sem fólk g að venjast í steinhúsum. Húseiningar h.í. er tœknilega íullkomin verksmiðja, sem framleiðir vönduð, hlý og notaleg íjölskylduhús samkvœmt óskum viðskiptavina sinna. Lögð er áhersla á þœgindi og hagrœði fyrir alla fjölskyldumeðlimina, þá ekki síst heima- vinnandi íólk. Húeiningar h.f. kappkosta að mœta óskum hvers og eins, og verk- frœðingar okkar og arkitektar eru tilbúnir með góð ráð og útíœrslur á hugmyndum þínum og heimaíólks þíns. Húsin frá Siglufiröi eru miðuð við íslenskar aðstœð- ur, - þau eru björt, hlý og vinaleg! B HUSEININGAR HF SIGLUFIRÐI Sendist til Söluskrifstofu Húseinmga hf., Laugavegi 8, 101 Reykjavík. Vinsamlegast sendið mér stóru teikningabókina frá Siglufirði mér að kostnaðarlausu. Ég vil gjarnan kynna mér hina margvíslegu möguleika sem mér standa til boða frá Húseiningum h.f. Nafn: Heimilisfang: Póstnr.: Sími: íslenzkar smásögur, 3. bindi, komið út ÚT ER komid hjá Bókaklúbbi Al- menna bókafélagsins III. bindi ís- lenskra smásagna 1847—1974. Kristján Karlsson er ritstjóri verks- ins, en sögurnar í þetta bindi hefur valið Porsteinn Gylfason. í þessu bindi eru eingöngu sögur úr samtímanum, þ.e. eftir höfunda sem gáfu út fyrstu smásögur sínar á tímabilinu 1940—1974. Formáli er fyrir bindinu eftir Kristján Karlsson og er hann niðurlag rit- gerðar hans um íslenska smá- sagnagerð, en tvo fyrri hluta rit- gerðarinnar er að finna í I. og II. bindi. Með þessu bindi er lokið úrvali BAB úr smásögum íslenskra höf- unda, en von er á a.m.k. tveimur bindum þýddra smásagna. Mikil fjölbreytni er í efni þessa bindis, „og sé það rétt að smá- sagnaúrval sem þetta séu sagn- bókmenntir viðkomandi tímabils í hnotskurn, þá ber þetta þriðja bindi samtímabókmenntum okkar fagurt vitni," segir í kynningu á bókinni í Fréttabréfi bókaklúbbs- ins. Þorsteinn Gylfason segir í eftir- mála um val sitt „að tvö sjónarmið hafi ráðið við val sagnanna, aðal- sjónarmið og aukasjónarmið. Að- alsjónarmiðið hafi verið að setja saman sem besta og skemmtileg- asta bók og aukasjónarmiðið að bókin brygði upp myndum þeirra tíma er sögurnar voru samdar." Sögur í þessu III. bindi eru 34 talsins eftir jafnmarga höfunda, en þeir eru: Steinn Steinarr, Kristín Geirs- dóttir, Hannes Sigfússon, Jón Óskar, Elías Már, Geir Kristjáns- son, Asta Sigurðardóttir, Stefán Júlíusson, Einar Kristjánsson, Líney Jóhannesdóttir, Þórleifur Bjarnason, Oddný Guðmundsdótt- ir, Agnar Þórðarson, Kristján Karlsson, Jóhannes Helgi, Jón Dan, Jónas Árnason, Björn Bjarman, Steingrímur Sigurðsson, Gísli J. Ástþórsson, Ingimar Erl. Sigurðsson, Guðmundur Frímann, Rósberg G. Snædal, Jakobína Sig- urðardóttir, Jökull Jakobsson, Hannes Pétursson, Indriði G. Þor- steinsson, Svava Jakobsdóttir, Matthías Johannessen, Jón frá Pálmholti, Guðbergur Bergsson, Vésteinn Lúðvíksson, Dagur Sig- urðarson, Thor Vilhjálmsson. íslenskar smásögur III. bindi eru 466 bls. að stærð og unnar í Prentsmiðjunni Odda. (Frétutilkynning) Konur á Alþingi á hádegisfundi Kvenréttindafélags GESTIR Kvenréttindafélags íslands i hádegisfundi miðvikudaginn 11. maí verða hinar níu nýkjörnu konur i Alþingi og munu þær leitast við að svara spurningunni hvort þær telji það breyta einhverju á Alþingi og í þjóðfélaginu að fjöldi kvenna hefur nú þrefaldast á löggjafarþinginu. Fundurinn er opinn félagsmönnum og öðrum áhugamönnum um jafn- réttismál. í fréttatilkynningu frá Kven- réttindafélaginu er því fagnað að fjöldi kvenna þrefaldaðist á Al- þingi í nýafstöðnum Alþingiskosn- ingum og telur það skref í þá átt að konur komist til vaxandi áhrifa í þjóðfélaginu. í tilkynningunni segir, að það veki sérstaka athygli að fimm þeirra niu kvenna sem nú taka sæti á þingi, séu fulltrúar nýju framboðanna. Eiga nú allir stjórnmálaflokkar landsins, nema einn, kvenfulltrúa á Alþingi. „Það er von LRF að konur muni einnig setje svip á þá ríkisstjórn er nú verður mynduð," segir í lok frétta- tilkynningarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.