Morgunblaðið - 12.05.1983, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.05.1983, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 67 „Skreiðaráfallu vofir yfir 400 norskum fisk- framleiðendum Osló, 4. naí. Frá fréttaritara MorgunhlaA.sins, Jan Erilt Laure. JAFNVEL hinir bjartsýnustu innan sjávarútvegsins efast ekki lengur um að verulegt áfall sé yfirvofandi meðal skreiðarverkenda. Framleiðendur liggja nú með 18.000 lestir af skreið að verðmæti hálfur milljarður króna (1,5 milljarður íslenzkra króna) og aðeins lítill hluti þessara birgða mun geta selzt í ár. Yfír 400 stærri og smærri fyrirtæki munu verða fyrir miklu tjóni og óttast menn að sum þeirra rísi ekki undir því og verði gjaldþrota. „Staðan er hörmuleg," segir Thor Olstad, framkvæmdastjóri „Felles- Lokaprófs- tónleikar í gítarleik FIMMTUDAGINN 12. maí kl. 20.30 þreytir Friðrik Karlsson gítarleikari lokaprófstónleika sina á Kjarvalsstöð- Friðrik er Reykvíkingur fæddur árið 1960. Hann lauk stúdentsprófi frá fjölbrautaskólanum í Breiðholti sl. ár og var fyrsti nemandinn er útskrifaðist á tónlistarbraut al- menns sérnáms. Gítarnám hóf Frið- rik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1977 en kennarar hans hafa verið Gunnar H. Jónsson og Joseph Ka Cheung Fung. Sam- hliða námi hefur Friðrik stundað kennslu við Tónskólann og viðar, einnig starfað við popp- og jazztón- list og er einn af meðlimum hljóm- sveitarinnar Mezzoforte. Á tónleik- unum mun Friðrik flytja verk eftir Dowland, Bach, Sor, Barrios og Walton. salgslaget" (Sameinuðu sölusamtaka fiskframleiðenda), sem nýlega hélt aðalfund sinn. Þrátt fyrir að við höf- um fengið 200 milljónir (600 milljón- ir íslenzkar) að láni frá norska rík- inu og Nígería hafi gefið leyfi til lft- ils háttar innflutnings, mun það tæplega bjarga hluta fyrirtækjanna. Þar sem Norðmenn keppa við lslend- inga um markaðinn f Nigeríu er ekki hægt að reikna með því að Norð- menn geti selt meira en fyrir 100 milljónir króna (300 milljónir ís- lenzkra króna) þangað í ár. Aðrir markaðir, sem þýðingu hafa, eru ekki fyrir hendi. Því eru tveir mögu- leikar fyrir hendi og báðir illir. Ann- ar að mala skreiðina i dýrafóður, sem þýðir að hugsanlega fáist 2 krónur (6 íslenzkar krónur) fyrir kílóið í stað 30 (90) eins og reiknað var með á Nígeríumarkaði. Hinn kosturinn er, að liggja með birgðirn- ar til næsta árs í trausti þess að markaðurinn í Nígeríu opnist þá. Það hefur hins vegar þau vandræði í för með sér að framleiðendur ráða ekki við að hafa fjármagn bundið svo lengi og tilveru þeirra verður því stofnað í verulega hættu. Þá segir Thor Olstad, að framleið- endur hafi lært af Nígerfu-ævintýr- inu. Þrátt fyrir að tekizt hafi að selja 24.000 lestir af skreið til Nfg- eríu 1981 hefðu menn átt að hægja á sér og viðurkenna að markaðurinn væri óstöðugur. Hefði 10.000 lestum minna verið selt, hefðu ekki eins margir einblínt á skreiðarfram- leiðsluna á næstu vertíð. Það hafi sýnt sig að hættulegt er að treysta aðeins á Nigeriumarkaðinn. Togarinn Guðsteinn við bryggju á Akureyri. Verður hann gerður út frá Akureyri í framtíðinni? Morgvnbi>*ið/G. Brr*. Togarinn Guðsteinn: Engin skilyrði sett fyrir bæjarábyrgd — sem Akureyrarbær veitir vegna kaupa á togaranum Akureyri, 6. maí. BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti í síðustu viku að veita bæj- arábyrgð fyrir láni að upphæð 1,3 milljónum Bandaríkjadala (um 30 milljónir króna) vegna endurbóta á togaranum Guðsteini, sem Þor- steinn og Kristján Vilhelmssynir og Þorsteinn Már Baldvinsson hafa fest kaup á. Hyggjast þeir láta breyta togaranum í frystiskip og endurbæta hann fyrir þessa upp- hæð. Að sögn Helga Bergs, bæjar- stjóra á Akureyri, voru engin skil- yrði sett fyrir þessari bæjar- ábyrgð, hvorki um að togarinn yrði gerður út frá Akureyri, né heldur að breytingar þær, sem gera á, verði látnar fara fram hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri. Því spyrja nú margir á Akureyri hver tilgangurinn sé með því að veita þessa ábyrgð. Að vísu lét Helgi þess getið, að „bæjarstjórn teldi, að skipið yrði gert út frá Akureyri og að lægsta tilboðið í endurbæt- urnar væri frá Slippstöðinni." Að sögn Þorsteins Más Bald- vinssonar, eins eigendanna, er ábyrgð Akureyrarbæjar háð því skilyrði, að takist að losa lausa- skuldir af skipinu og forða þvi þannig frá yfirvofandi nauðungar- uppboði í júní. Sagði Þorsteinn, að tækist að vinna bug á þessum erf- iðleikum, teldu þeir góða mögu- leika á því, að dæmið gengi upp með aðstoð bæjarins. Hefði til- boða í breytingarnar og nauðsyn- legar endurbætur verið leitað hjá Slippstöðinni, í Bretlandi, Dan- mörku og Noregi og hefði tilboð Slippstöðvarinnar verði lægst. Skuttogarinn Guðsteinn var eign fyrirtækisins Samherja í Grindavík, sem hætti útgerð hans fyrir nokkru og hefur hann nú leg- ið aðgerðarlaus við bryggju á ell- efta mánuð. Guðsteinn er skuttog- ari af stærri gerðinni, smíðaður í Póllandi 1974. Þeir Þorsteinn og Kristján eru synir Vilhelms Þorsteinssonar, annars forstjóra Útgerðarfélags Akureyringa hf., og Þorsteinn Már er bróðursonur Vilhelms. G. Berg Dæmalaus afgreiðsla á tilboðum Friðrik Karlsson Ábyrgu stjórnarmenn, Ég vísa til viðskipta minna við Járnblendifélagið, en ég hef ann- ast akstur á vaktavinnufólki og fleiri starfsmönnum félagsins frá Akranesi til Grundartanga síð- ustu þrjú árin eða þar um bil, án kvartana af hálfu félagsins. Jafnframt vísa ég til útboðs Járnblendifélagsins á flutningi starfsfólks þess frá 25. mars sl. og leyfi mér að vitna í endurrit fund- argerðar frá 11. apríl 1983, sem Stefán Reynir Kristinsson, fjár- málastjóri félagsins, samdi þegar tilboð voru opnuð. í fundargerðinni segir auk ann- ars: „ 3. Sæmundur Sigmundsson, Borgarnesi Liður A: 2.300 kr./dag Liður B: 1.200 kr./dag Liður C: 350 kr./ferð Þetta tilboð gildir ef um alla liði er samið. 3.2. Sæmundur Sigmundsson. B-liður 1.200 kr./dag C-liður 350 kr./ferð 3.3. Sæmundur Sigmundsson. A-liður 2.500 kr./dag Rekstraráætlun fylgdi öllum tilboðunum." „ 6. Reynir Jóhannsson A-liður 3.744 kr./dag Biliður ef tilboði A ekki tekið 1.560 kr./dag B^liður ef A-tilboði er tekið 10.40 kr./dag þegar ferðir eru samkvæmt A-lið en 1.560 kr. aðra daga. C-liður ef tilboði í Bj eða B2 tekið 350 kr./ferð. Rekstraráætlun fylgir tilboð- inu.“ Vegna tilboðs Reynis Jóhanns- sonar í B-ferðir þar sem ein B-ferð er sameinuð A-ferð þvert ofan í ákvæði í útboðsgögnum vil ég taka fram að ekkert var því til fyrir- stöðu að ég gerði það einnig, ef ég Opið bréf til stjórnar- manna íslenska járn- blendifélagsins hf., þeirra Hjartar Torfasonar, Guð- mundar Guðmundssonar, Eggerts G. Þorsteinsson- ar, Páls Bergþórssonar, Rolfs Nordheim, Leifs Kopperstad og Gunnars Viken, frá Sæmundi Sig- mundssyni, sérleyfishafa, Borgarnesi. hefði vitað um, að forstjóri félags- ins, Jón Sigurðsson, hefði talið það eðlilegt. Mér virðist, miðað við forsendur útboðsgagna og tilboða og A-ferð- ir í 250 daga á ári, að Járnblendi- félagið hefði getað fengið mfna flutningsþjónustu í A-ferðum kr. 361.000 ódýrari en Reynis, sem virðist hafa verið samið við, og í B-ferðum kr. 131.400 ódýrari mið- að við verðlag í mars 1983. Eða samtals kr. 492.400 lægri útgjöld á ári. C-ferðir okkar beggja voru á sama verði. Mér þykir sú afstaða Járnblendi- félagsins, að semja við aðila sem býður mun dýrari þjónustu, und- arleg, og leyfi mér því að ítreka óskir um svör við því hvers vegna ekki var samið við lægstbjóðanda og hvers vegna var verið að bjóða flutningana út. Vænti heiðraðs svars eða svara ykkar við fyrsta tækifæri. Borgarnesi 4. maí 1983, virðingarfyllst, Sæmundur Sigmundsson, Borgarnesi. Nú kemur þú meö okkur til Mallorka í sumar FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstígl. Símar 28388 og28580

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.