Morgunblaðið - 19.05.1983, Side 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
111. tbl. 70. árg.
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bretland:
Uppgrip
hjá veð-
möng-
urunum
Lundúnum, 18. maí. AP.
VEÐMANGARAR í Bretlandi hafa
ærinn starfa þessa dagana. Veðmil
eru vin.sæl þar í landi og nú kemur
einkum tvennt til; rigning upp á
hvern einasta dag og þingkosn-
ingarnar, sem efnt verður til 9.
júní.
Rigning var í London í dag, 32.
daginn í röð. Þótt talað sé um
rigningu í Lundúnum er ekki
endilega átt við linnulaust úr-
helli. Hins vegar hefur ekki kom-
ið rigningarlaus dagur frá því 16.
apríl. Veðstofur bjóða nú fólki
mjög hagstætt vinningshlutfall
vilji menn veðja á tvo rign-
ingarlausa daga í röð.
Mikið fjör er einnig í veðmál-
um í tengslum við væntanlegar
kosningar. Veðmangarar eru
greinilega vissir um sigur
Ihaldsflokksins því veðmálin
standa yfirleitt %. Kaupsýslu-
maður einn hefur lagt inn 90.000
pund á væntanlegan sigur
Ihaldsflokksins. Þótt hann vinni
veðmál sitt fær hann aðeins lftið
brot til baka, eða 20.000 pund,
auk veðupphæðar sinnar.
Konungsfjölskyldan er heldur
ekki ósnortin af veðmálum. Karl
Bretaprins hefur veðjað einni
freyðivinsflösku við Michael
Foot, að enginn einn flokkur fái
hreinan meirihluta i þingkosn-
ingunum. Að sögn talsmanns
hallarinnar var veðmál þetta
ákveðið fyrir 17 mánuðum og þá
aðeins í gamansömum tóni.
Hafði Foot sagt prinsinum, að
Verkamannaflokkurinn ynni og
fengi hreinan meirihluta í næstu
þingkosningum.
Stympingar í þinghúsinu!
Þingmenn v-þýska þingsins horfðu í allar áttir f von um aðstoð, er hépur unglinga réðst inn í þinghúsið til þess að
hengja þar upp mótmælaborða í gær. Þeim tókst ekki ætlunarverk sitt, en atburður þessi raskaði óneitanlega
hefðbundnum degi í þinghúsinu. Sím»mynd-Al’
Atlotin
stöðvuð
— í réttarsalnum
^ Tórínó, ÍUlíu, 18. maf. AP.
ÁSTARLEIKIR tveggja sakborninga
úr hópi Rauðu herdeildanna innan
rimla sérstaks búrs, sem þeir eru hafð-
ir f á meðan réttarhöldum stendur,
þóttu í gær ganga út yfir allt velsæmi
og varð að gera hlé á yfirheyrslum á
meðan parið var aðskilið. Brást það hið
versta við og hrópaði vígorð að dómar-
anum og öðrum í réttarsalnum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem
ástin verður sektarkenndinni yfir-
sterkari hjá meðlimum Rauðu her-
deildanna. Tvívegis hefur það komið
fyrir, að konur úr samtökunum hafa
orðið óléttar innan rimlanna. í ann-
að sinnið er Ijóst, að getnaðurinn
átti sér stað innan sambærilegs búrs
og að framan er getið í réttarsal.
Hugmyndir hafa komið upp um að
aðskilja karla og konur samtakanna
á meðan réttarhöldunum stendur til
þess að koma í veg fyrir frekari atlot
innan rimlanna. Þessar athafnir
meðlima Rauðu herdeildanna hafa
verið helsta leið þeirra til að sýna
andúð sína á kerfinu innan veggja
dómssalanna.
Áhrifamikil nefnd Bandaríkjaþings samþykkti frekari fjárveitingu:
Enn einni hindrun rutt
úr vegi MX-Hauganna
Washington, 18 maí. AP.
ÁHRIFAMIKIL nefnd innan Banda-
ríkjaþings samþykkti í nótt með 30
atkvæðum gegn 26, að samþykkja
bciðni Reagans forseta og leggja til
fjármagn til þróunar og rannsókna á
MX-flaugunum umtöluðu. Reagan
sagði fréttamönnum að atkvæða-
greiðslunni lokinni, að hann væri
bjartsýnn á endanlegt samþykki
þingsins fyrir framleiðslu flauganna.
„Eg gleðst yfir úrslitum þessarar
atkvæðagreiðslu," sagði forsetinn.
Sýrlendingar neita að
ræða nokkuð við Habib
Beirút, 18. maí. AP.
PHILIP C. Habib, sérlegur sendi-
fulltrúi Bandarfkjastjórnar í Miðaust-
urlöndum, var í dag væntanlegur aftui
til Beirút frá Róm til viðræðna við líb
anska ráðamenn um leiðir til þess að
fá Sýrlendinga til þess að samþykkja
samkomulag ísraela og Lfbana um
brottflutning erlends herliðs.
Habib hafði í hyggju að fara til
Damaskus i Sýrlandi á morgun, en
sú ferð verður líkast til ekki farin,
þar sem Sýrlendingar hafa neitað að
taka á móti honum á þeim forsend-
um, „að þeir eigi ekkert vantalað við
hann“.
Yfirlýsing þessi þykir undirstrika
reiði Sýrlendinga í garð Líbana fyrir
að skrifa undir samkomulagið við
ísraela. Sýrlendingar segja sam-
komulagið stofna öryggi þeirra i
hættu og fela i sér átroðning á líb-
önsku yfirráðasvæði.
Sýrlendingar lýstu því á hinn bóg-
inn yfir, að þeir hygðust taka upp
viðræður við Líbana um brottflutn-
ing 35.000 manna herliðs þeirra og
10.000 manna liðs PLO frá norðaust-
urhéruðum landsins. Talið er að við-
ræður þeirra við Sýrlendinga hefjist
í næstu viku.
Gemayel, forseti Líbanon, hefur
skýrt frá því, að hann vonist til þess
að fá megi Sýrlendinga ofan af ein-
arðlegri afstöðu þeirra. Stólar hann
einkum á málamiðlun af hálfu full-
trúa Bandaríkjamanna, svo og Sov-
étmanna, auk stuðnings frá Saudi-
Aröbum.
Khaddafy Libýuleiðtogi hefur
hvatt Arababandalagið til þess að
sniðganga Líbani i öllum samskipt-
um, en talið er ólíklegt, að gripið
verði til svipaðra aðgerða og 1979
þegar Egyptar voru sniðgengnir í
kjölfar undirritunar friðarsáttmál-
ans við tsraela.
Sagði hann ennfremur að nú hyllti
loks undir samkomulag beggja
flokkanna um afstöðu til vopna-
takmörkunar. „Ég vonast nú til þess
að málið hljóti samþykki beggja
þingdeilda," sagði forsetinn.
Reagan hefur barist ötullega fyrir
þessum flaugum og sagt þær nauð-
synlegan mótleik gegn nýjum vopn-
um Sovétmanna. Sagði hann við
fréttamenn í gær, að honum hefðu
borist fregnir um að Sovétmenn
hefðu þegar brotið ákvæði SALT-
Il-samningsins. Þó lægju engar
áþreifanlegar sannanir fyrir.
Skýrt var frá þvi í Washington í
dag, að sjóherinn myndi á næsta ári
leggja fram beiðni um fjármagn til
smíði kafbáta, sem gætu farið undir
fastaís f Norður-Ishafi og barist við
sovéska kafbáta. Talsmenn sjóhers-
ins segja Sovétmenn nú þegar eiga
mjög fullkomna kafbáta, búna
flugskeytum, sem geta athafnað sig
langt undir ísnum. Væri þegar vitað
til umfangsmikilla tilrauna þeirra i
Norður-tshafi.
Segja talsmenn sjóhersins, að ein-
ungis örfáir kafbátar úr bandaríska
flotanum séu þannig úr garði gerðir,
að þeir geti þolað þær aðstæður sem
eru í tshafinu. Vegna umsvifa Sov-
étmanna á þessum slóðum megi það
ekki dragast lengur að framleiða
kafbáta fyrir heimskautaaðstæður.
Bandaríkin:
Walesa heiðraður
Varajá og Vatikaninu, 18. maí. AP.
LECH WALESA og fleiri verkalýðs-
leiðtogar voru í dag harölega gagn-
rýndir af pólska dagblaðinu „Lýð-
veldið". Var Walesa þar sakaður um
undirróðursstarfsemi I tengslum við
þá leiðtoga Samstöðu, sem fara
huldu höfði. Var hugmyndum Walesa
um óháð verkalýðsfélög alfarið vísað
ábug.
Walesa var í dag, að honum fjar-
stöddum, sæmdur æðstu viður-
kenningu á ársþingi samtaka
starfsmanna í bandariska bifreiða-
iðnaðinum. Risu fundarmenn úr
sætum og klöppuðu honum lof i
lófa. Formaður samtakanna sagði,
að barátta Samstöðu væri heiðar-
leg barátta fyrir viðurkenningu
meðlima samtakanna sem mann-
legra vera.
Á sama tíma og verið var að út-
húða Walesa i dagblöðum mót-
mæltu leiðtogar Samstöðu, sem
fara huldu höfði, dauða unglings-
pilts, sem lét lífið eftir barsmiðar
lögreglu. Samtökin útbýttu dreifi-
riti, þar sem sagt var að dauði
hans bæri öll merki fyrirfram
ákveðins glæps.
Einn leiðtoga Samstöðu í bæn-
um Radom, suður af Varsjá, var að
sögn málgangs samtakanna hand-
tekinn þar eftir mótmæli, sem
brutust út 3. maí sl. Kom þetta
fram í fréttabréfi Samstöðu, sem
vestrænum fréttamönnum var af-
hent í dag. Lögregluyfirvöld stað-
festu í dag, að Andrzej Sobiera
hefði verið handtekinn, en neituðu
frekari upplýsingum um málið.
Afmælisdagur páfa
Jóhannes Páll páfl II átti 63 ára af-
mæli í gær. Dagurinn var í engu
frábrugðinn öðrum dögum hjá hon-
um hvað vinnu snertir, en þessi
mynd sýnir hvar tvö lítil börn færa
honum blómvönd í tilefni dagsins.