Morgunblaðið - 19.05.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
3
Fegurðardrottning íslands í kynningarþætti um Ungfrú alheims-keppnina:
Milljón dollara landkynn-
ing að kostnaðarlausu
Bandarúska kvikmyndafyrirUekið
Paramount Pictures, eigandi fegurð-
arsamkeppninnar Ungfrú aiheimur,
hefur farið þess á leit við þá aðila,
sem standa að vali Fegurðardrottn-
ingar íslands, að send verði stutt
kynningarkvikmynd um Fegurðar-
drottningu (slands til Bandaríkj-
anna strax í byrjun næstu viku.
Hefur fyrirtækið afráðið að
gera hálfrar klukkustundar lang-
an þátt um Ungfrú alheims-
keppnina, sem fram fer í St. Louis
í Missisippi í Bandaríkjunum
ll.júlí. Ákveðið hefur verið að
kynna þátttakendur frá sex lönd-
um og kom fram sérstök ósk um
að Fegurðardrottning íslands yrði
með í þessum þætti. Þátturinn
verður sýndur nokkrum dögum
áður en keppnin fer fram og hefur
þegar verið seldur öllum stærstu
sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjun-
um. Það er Saga-film, sem hefur
verið falin gerð þessarar kvik-
myndar hér heima. Verður mynd-
in tekin á krýningarkvöldinu í
Broadway annað kvöld.
Ef tekið er mið af lengd þáttar-
ins er talið líklegt að 3—4 mínút-
um verði varið til kynningar á ís-
landi. Til gamans má geta þess, að
hver auglýsingamínúta í stærstu
sjónvarpsstöðvunum kostar
250.000 dollara. Hér er þvi um
einnar milljón dollara landkynn-
ingu að ræða, sem þó kostar að-
standendur keppninnar hér heima
ekkert utan vinnslukostnað við
kvikmyndina.
HARÐUR árekstur varð í Hvalfjarðarbotni, skammt fyrir sunnan Botnsá, laust
fyrir klukkan níu í gærmorgun. Þar skullu saman á blindhæð og í beygju
Volvo-bifreið á suðurleið og BMW á vesturleið. Fjórir voru fluttir í sjúkrahúsið á
Akranesi, þrír úr Volvo-inum og ökumaður BMW-bifreiðarinnar. Meiðsli reyndust
ekki alvarleg.
Báðar bifreiðirnar eru stórskemmdar og varð að draga báðar af slysstað.
Okkur er Ijóst að SAABINN er ekki ódýrasti bíllinn á markaðnum, enda þarf yfirleitt að greiða meiri
gæði svolítið hærra verði.
Til þess að koma til móts við SAAB kaupendur höfum við nú hækkað lánin í 30% af kaupverði.
Komdu og talaðu við sölumenn okkar. Skoðaðu SAABINN og keyrð'ann.
Við leggjum okkur fram um að létta þér kaupin.