Morgunblaðið - 19.05.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
Stöðvun alkalískemmda
í steinsteypu
— eftir Hákon
Olafsson, yfirverk-
frœðing
Þessi grein er stíluð til
hins almenna húseiganda og
þeirra, sem fást við sprungu-
viðgerðir og viðhald steyptra
húsa. Er ætlunin að koma á
framfæri nýjustu rannsókna-
niðurstöðum á þessu sviði á
stuttan og auðskiiinn hátt.
Mest áhersla verður lögð á
að greina frá áhrifum af
notkun svokallaðra silikon-
og silan-efna þar sem þau
eru auðveld í notkun og hafa
reynst áhrifarík.
Orsakir
Skaðleg alkalíefnahvörf geta
komið fram í húsum, sem steypt
eru úr virkum fylliefnum. Til þess
að svo verði þarf rakastig í steyp-
unni þó að vera hátt. Ahrifarík
aðferð til að draga úr eða stöðva
efnahvörfin er að lækka rakastig í
steypunni, en útveggir margra
húsa eru rakamettaðir. Mynd 1
sýnir áhrif raka á alkalíþenslu.
Sést hversu ört dregur úr henni
með lækkandi rakastigi. Einnig
sést að hitastig steypunnar hefur
mikil áhrif.
Aðgerðir
Rannsóknir hafa beinst að því
að lækka rakastig í útveggjum
húsa með eftirtöldum aðgerðum:
Loftræstum klæðningum —
múrun á einangrun — endursteyp-
um — og yfirborðsmeðhöndlun
(silkikon/silan-málningu). Helstu
niðurstöður:
— Klæðningar. Veggir þorna ef
rétt er að staðið. Ef veggir eru
með þétta málningu gengur út-
þornun hægt og óvíst er um
árangur nema málning sé fjar-
lægð að hluta a.m.k.
— Múr á einangrun. Akrylbundin
trefjaglersbent múrkerfi virð-
ast vænleg. Ófullnægjandi
reynsla er þó enn fyrir hendi
og frekari rannsóknir nauð-
synlegar. Dæmi um hús með
slíku múrkerfi (ISPO): af-
greiðsla SR að Ártúnshöfða og
Hraunbæ 75. Sementsbundin
múrkerfi hafa ekki reynst nógu
vel, en rannsóknir eru ekki
tæmandi.
— Endursteypur. Að steypa nýtt
vel bent byrði utan á eldri
steypu hefur ekki gefið nógu
góða raun.
— Silikon/silan-meðhöndlun.
Áhrifaríkt á ómálaða veggi.
Vænlegt á málaða veggi með
fíngerðu sprungumynstri.
— Málningar má flokka í þéttar
Hákon Ólafsson
málningar, milli-þéttar og
opnar. Algengustu mistök, sem
gerð eru þegar verið er að
halda við alkalískemmdum
húsum er að nota þéttar máln-
ingar. Þetta er þó mjög algengt
þar sem slíkar málningar
þekja vel sprungur, eru slit-
sterkar og hafa góða viðloðun.
Oft er einnig unnt að benda á
hús þar sem viðkomandi máln-
ing hefur enst í fjölda ára. í
alkalískemmdum húsum þar
sem veggir eru rakamettaðir
eykur notkun slíkra málninga
vandann og þar sem þetta eru
sterkar málningar er kostnað-
arsamt að fjarlægja þær. Þeg-
ar sprungur koma fram í
veggjum er æskilegt að loka
þeim sem fyrst til þess að vatn
gangi ekki óhindrað inn í vegg-
ina. Venjulegar akrylmáln-
<0
HÚs: Einarsnes 16 Veggir: ómálaðir Meðhðndlun: silikon á a-gafl 1980 siloxan á v-gafl 1982
M S ómeöhð ídlað—» L' ° o iservado (sil- oxan)
SfO Drisil 78 (silikon)
V i í
4,0
Mynd 2 1980 - áhrif sj fíngerðu 1981 likon/silo sprungumyi 1982 xan á raka istri 1983 stig i ómá Tími Luðum vegg; um meó
ingar, en þær hleypa vel i gegn
um sig raka, geta hentað til
slíks ef um fíngert sprungu-
mynstur er að ræða. Notkun
silikon- eða sílan-efna kemur
einnig sterklega til greina, og
þá ein sér eða með málningu.
Frekari rannsóknir vantar þó á
þessu sviði.
Silikon- og silan-efni
Rannsóknir á þessum efnum
voru auknar verulega á sl. sumri.
Var það gert vegna jákvæðra
niðurstaðna af tilraunum, sem
voru í gangi en þær bentu til þess
að með notkun slíkra efna mætti
lækka rakastig í ómeðhöndlaðri
steypu niður fyrir hættumörk, þar
sem skemmdir væru á byrjunar-
stigi. Hér gæti því verið um að
ræða tiltölulega ódýra viðgerðar-
aðferð, enda þótt efnin séu dýr.
Einkenni þessara efna er að þau
eru glær vökvi, sem gengur inn í
yfirborð steypunnar, þegar þeim
er sprautað á hana (eða penslað)
og gera steypuna vatnsfælna
þ.e.a.s. þau rjúfa hárpípukraftana
í steypunni þannig að hún hrindir
vatni frá sér í stað þess að soga
það í sig. Efnin mynda ekki sýni-
lega himnu á steypunni og loka
ekki raka inni í henni.
Áhrif og ending þessara efna
eru mismikil og sum þeirra geta
haft áhrif á t.d. viðloðun máln-
ingar (ýmist til bóta eða hins
verra). Eftirtaldar rannsóknir
hafa verið gerðar:
a) prófanir á húsum með fíngerð
sprungumynstur, aðallega
ómáluð en einnig máluð. Áhrif
á rakastig hafa verið jákvæð.
Sem dæmi, sjá mynd 2.
b) áhrif á rakadrægni múrstrend-
inga. Múrstrendingar voru
ofnþurrkaðir og síðan vættir
vel í viðkomandi efni. Þeir voru
síðan settir í vatn, mismunandi
dýpt, og rakastig þeirra mælt
eftir 7 og 24 klst. Dæmi um
niðurstöður, sjá mynd 3.
c) áhrif á viðloðun málningar.
Fullnægjandi rannsókn hefur
ekki verið gerð en lausleg at-
hugun var gerð á nokkrum efn-
um á eftirfarandi hátt: steypu-
klossar voru vættir ríkulega í
viðkomandi efni síðan málaðir
næsta dag með Hörpusilki þá
vættir aftur og síðan málaðir á
ný. Eftir 1 mánuð var viðloðun
mæld. Af þeim fimm tegund-
um, sem prófaðar voru, hafði
aðeins ein afgerandi áhrif til
hins verra á viðloðun máln-
ingarinnar.
Eins og sést á mynd 3 eru silan-
efni áhrifaríkari en silikon og end-
ingarbetri (10—15 ár). Er það
einkum vegna þess að mólekúl
silana eru minni en í silikonum og
ganga þau því dýpra inn í steyp-
una. Silanar eru einnig verulega
mikið dýrari. Með hliðsjón af
mynd 3 má ætla að silanar geti
einnig verið áhrifaríkir á fleti með
litlum vatnshalla en almennt hef-
ur til þessa verið talið að þeir
hentuðu einkum á lóðrétta fleti.
Eftirtalin efni hafa verið prófuð
varðandi rakaísog múrstrendinga,
en þau fást þó ekki öll hér á landi:
I»órir S. (iröndal skrifar frá Bandaríkjunum:
Fiskblokkin á þrjátíu ára aftnæli
Fyrir réttum 30 árum hófst á
íslandi framleiðsla á beinlausum
fiskflökum, sem lögð voru í þar
til gerðan ramma og fryst undir
pressu. Út kom fiskblokk, horn-
rétt með slétt yfirborð. Seinna
var bætt við vaxbornum pappa-
öskjum, sem flökunum var raðað
í, en rammarnir voru nauðsyn-
legir eftir sem áður. Síðan hafa
orðið tiltölulega litlar breyt-
ingar á framleiðslu þessarar
mikilvægustu útflutningsvöru
íslendinga.
Ekki veit ég, hve langan tíma
það tók að „finna upp“ blokkina.
Það var gert hérna í henni Am-
eríku 1950—53, og er Jón Gunn-
arsson, þáverandi forstjóri
Coldwater Seafood Corp., dótt-
urfyrirtækis SH, talinn einn af
brautryðjendunum, sem leiddu
þær tilraunir til happasælla
lykta. Sumir segja, að tilkoma
blokkarinnar hafi verið álíka
áríðandi fyrir fiskiðnaðinn og
uppfinning hjólsins var fyrir
samgöngumál mannskepnunnar.
Áður en blokkin kom til sög-
unnar, voru fiskflök eingöngu
fryst í mismunandi stórar
pakkningar. Neytendur þíddu
fiskinn og skáru í stykki áður en
matreitt var. Blokkin skapaði
nýjan iðnað og framleiðsla fisk-
vinnslustöðvanna skapaði nýjan
markað með nýjum tegundum
fiskrétta. Nákvæm skammta-
stærð gerði þíðingu og skurð
ónauðsynleg og nú var hægt að
setja frystan fiskinn beint í
ofninn eða feitipottinn.
Mál blokkanna er nákvæmlega
reiknað út til þess að hægt sé að
saga þær niður í réttar stærðir
fiskstauta og skammta. Fyrst í
stað fór sögunin fram í venju-
legum kjötsögum. Var þeim rað-
að saman þannig, að ein sögin
tók eitt sagarbragð, en svo gengu
blokkarbútarnir til næsta sag-
armanns, sem sagaði næsta
skurðinn. Því miður urðu stund-
um slys við sagirnar, og ekki var
óalgengt á fyrstu árum þessa
nýja iðnaðar að sjá fólk í fisk-
vinnslustöðvunum með færri
fingur en tíu.
En tækninni fleygði fram og
brátt voru komnar á vettvang
sjálfvirkar sagir, nákvæmar og
næstum hættulausar. Sagar-
blöðin voru þynnri og sterkari en
áður og gáfu miklu betri nýt-
ingu. Ur sagarvélunum er fisk-
urinn fluttur á færiböndum,
fyrst í gegnum þunna deigsúpu
og síðan í vél, sem brauðgar
skammtana. Ef forsjóða á
fiskinn, heldur hann áfram
niður í feiknarlangan feitipott
og er honum fleytt gegnum hann
á nokkrum sekúndum. Þaðan
liggur svo leiðin inn í frystigöng,
sem beingadda hann á skömm-
um tíma. Svo er pakkað í öskjur.
Á þessum þremur áratugum
síðan blokkin fæddist hafa verið
framleiddar af henni milljónir
smálesta í landinu og hefir lang-
mestur hlutinn lent í Ameríku.
Gæði íslenzku blokkanna hafa
alltaf verið rómuð, þótt á fyrstu
árunum væri stundum kvartað
yfir því, að yfirborðið væri ekki
eins slétt og á kanadísku blokk-
unum. Sérstaklega bar áþessum
galla á linuvertiðinni. Islenzki
fiskurinn var einfaldlega svo
glænýr og stinnur, að erfitt var
að pressa hann í blokkina. Linur
netafiskur var miklu betri!