Morgunblaðið - 19.05.1983, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
Yfirlitsmynd af nýja miðbænum i Seltjarnarnesi. Lengst til hægri á myndinni er Hornbjargið, sem stendur við sjóinn. Fjórar byggingar mynda síðan umgjörð
torgsins. Það er markaðsverslun Vörumarkaðarins hf. að austan, húsnæði Útvegsbankans og lyfjaverslunarinnar að sunnan, en að vestan- og norðanverðu
verður byggt húsnæði undir ýmiss konar sérverslanir.
Nýstárlegur miðbær að
rísa á Seltiarnarnesi
Rætt við bæjar-
stjórann Sigur-
geir Sigurðsson
Á SELTJARNARNESI er að rísa ný-
stárlegur miðbær sem vekur athygli.
Þar verður yfirbyggt miðbæjartorg,
upphitað með afrcnnslisvatni húsa í
næsta nágrenni. Sumar sem vetur
verður því hlýtt og notalegt á torginu
og fólk getur gengið á milli verslana og
fyrirtækja án þess að eiga það á hættu
að fá lungnabólgu. Þá er gert ráð fyrir
því að þarna verði margvíslegar uppá-
komur og skemmtanir. Morgunblaðið
hafði samband við bæjarstjórann á
Seltjarnamesi, Sigurgeir Sigurðsson,
til þess að fá nánari upplýsingar um
þennan nýja miðbæ.
— Hvaða hlutverki á þessi nýi
miðbær að gegna, Sigurgeir?
„Þegar við hófum skipulagrungu
miðbæjar hér á Nesinu gerðum við
okkur þegar grein fyrir því að til
þess að gera slíkan stað eftirsóknar-
verðan fyrir fyrirtæki og viðskipta-
vini yrðum við að bjóða upp á eitt-
hvað nýtt og sérstakt. Ennfremur
þurftum við að taka sérstakt tillit til
veðurfarsins hérna, því eins og
kunnugt er getur verið ansi vinda-
samt hér á Nesinu. Eftir ítarlegar
Þessi mynd er tekin í norður yfir húsnæði Vörumarkaðarins sem þarna er í
byggingu. í baksýn er hið stórbrotna og óvenjulega Hornbjarg, eða íbúðar-
blokkin númer 1 til 9 VÍð Eiðistorg. MoreunblaAiAKrintján Einarnson.
athuganir varð ofan á að reisa hér
yfirbyggt miðbæjartorg, en það töld-
um við líklegustu leiðina til að gera
það eftirsóknarvert að versla hér og
fjárfesta."
— Hefur byggingaráætlun ykkar
staðist?
„Það var árið 1978 sem auglýst var
eftir aðilum sem kynnu að hafa
áhuga á því að taka þátt I byggingu
blokkin númer 1 til 9 við Eiðistorg,
sem að flestra dómi er mjög athygl-
isverð í öllu tilliti. í henni eru um 70
íbúðir, margar hverjar með stór-
kostlegu útsýni. Og bílskýli fylgir
mörgum þeirra. Þessar íbúðir skapa
miðsvæðinu ákveðna festu. Norðan
Suðurstrandar, I framhaldi af mið-
bænum, er Byggung að reisa sjö
stórhýsi sem í verða um 120 til 130
miðbæjar á Seltjarnarnesi. Var
strax mikill áhugi. Það var samið við
fyrirtækið Óskar & Braga sf. um að
byggja allan kjarnann og hefur það
farist þeim vel úr hendi."
— Hvað verður svo í miðbænum?
„Segja má að svæðið skiptist í
tvennt. Það er annars vegar íbúð-
arhluti að austanverðu til að mynda
skjól og nýta útsýnið. Þar er íbúða-
íbúðir. Ennfremur eru 400 til 500
íbúðir í göngufjarlægð austan svæð-
isins, þannig að góður viðskipta-
kjarni er þar þegar fyrir hendi.
Hins vegar er það svo verslunar-
og viðskiptahlutinn, sem liggur
sunnan og vestan við yfirbyggða
torgið. Þar er Vörumarkaðurinn hf.
að byggja markaðsverslun, sem
verður að gólffleti um 3.300 fermetr-
ar, kjallari, tvær hæðir og ris. Það er
óhætt að fullyrða að þessi verslun
komi til með að bjóða bestu fáanlega
þjónustu hérlendis, því hér er byggt
frá grunni hús til að þjóna verslun
eins og hún getur best orðið. Við
torgið verður Útvegsbankinn með
ágætt útibú, þarna verður lyfjabúð,
fataverslun, tískuverslun, blómabúð,
gleraugnaverslun, gullsmiður, hár-
greiðslustofa, rakari og póstur og
sími með aðstöðu. Og fleira mætti
nefna.
Þakið byggist yfir torgið út frá
lofthæð annarrar hæðar, þannig að
fyrirtæki á annarri hæð verða með
steyptri gangstétt út frá gólfi þeirr-
í húsinu sem þarna er að rísa verður útibú Búnaðarbankans og lyfjaverslun.
Það lokar torgið af sunnanmegin.