Morgunblaðið - 19.05.1983, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
Greenpeace vill
bjarga hvalnum
Kaupmannahöfn, 1H. maí. AP.
SKX MKTKA langur mjaldur, hvít hvalateg-
und úr íshaflnu, skaut upp kollinum einn
síns liös við Virkesund í Limafiröi í fyrradag
og í gær tilkynnti talsmaður Greenpeace,
náttúruverndarsamtakanna, aö félagskapur-
inn myndi borga björgunaraðgeröirnar. Kkki
er ólíklegt að það takist að ná hvalnum, en
samt sem áður óttast margir að hann lifi það
ekki af.
Sören Andersen, einn fremsti hvalasér-
fræðingur Dana, sagði að dýrið ætti því
miður ekki nema takmarkaða möguleika á
því að lifa þetta af, þetta væru félagsver-
ur og þetta dýr ætti hverfandi möguleika
á því að finna á ný hóp sinn. Sagöi And-
erson jafnframt, að hann hefði hugsað sér
að reyna að beina dýrinu inn i.lygnan og
rólegan vog, ná því þar síðan með netum.
Þúsundir ferðamanna hafa siglt fram
og til baka um Limafjörðinn og margir
hafa verið svo heppnir að sjá dýrið. Það er
hulin ráðgáta hvernig það komst svo
langt inn í völundarhús Limafjarðar.
Telja ýmsir að hvalurinn hafi elt fiski-
torfu inn í fjörðinn og vilist síðan er hann
ætlaði að snúa til opins hafs á ný.
Mjaldurinn
byltir sér í Limafirði
Ólánslest
Png, 18. maí. AP.
FJÓRIK létu lífið og 46 manns slös-
uóust er sama járnbrautarlestin lenti
í tveimur óhöppum á tæpum sólar-
hring.
Fyrra óhappið átti sér stað 16.
maí, en þá ók rútubifreið full af
pólskum ferðamönnum í veg fyrir
lestina. Létust 3 Pólverjar, en 13
slösuðust. Síðara óhappið átti sér
síðan stað tæpum sólarhring síðar,
en þá ók lestin framan á vörufiutn-
ingalest. Einn lét lífið, lestarstjór-
inn, en 33 slösuðust, sumir alvar-
lega.
Kýldi prest
í gegn um
skriftalúgu
Siaunion Virginina, 18. maí. AP.
í fyrradag var séra Gregory
Dodge var í skriftaklefanum að
hlýða á syndir ókunnungs manns
í Stauntonsókninni, sem telur
aðeins 250 fjölskyldur. Lítið er
vitað hvaða syndir syndarinn
hafði drýgt, en er hann hafði lok-
ið máli sínu lét séra Dodge nokk-
ur vel valin orð falla og kallaði á
manninn að iðrast gerða sinna.
Vissi þá Dodge ekki fyrr en mað-
urinn rak handlegginn í gegn um
skriftalúguna, þreif í hálsmálið á
honum, dró hann að lúgunni og
lét höggin dynja á andliti hans.
Áður en varði loguðu slagsmál í
skriftaklefanum er Dodge
streittist á móti. Komst syndar-
inn undan, en prestur var færður
á sjúkrahús þar sem sárin á and-
liti hans voru saumuð saman.
Veður
víða um heim
Akureyri 3 alskýjað
Amsterdam 17 skýjað
Aþena 31 skýjað
Barcelona 18 lóttskýjað
Berlín 20 bjart
Brössel 16 bjart
Chicago 15 skýjað
Dytlinni 15 skýjað
Feneyjar 23 skýjað
Frankfurt 22 rigning
Genf 18 rigning
Helsinki 17 bjart
Hong Kong 27 Mttskýjað
Jerúsalem 26 skýjað
Jóhannesarborg 11 lóttskýjað
Kairó 31 heiðríkt
Kaupmannahöfn 19 heiðrikt
Las Palmas 21 hálfskýjað
Lissabon 17 skýjað
London 14 rigning
Los Angeles 34 lóttakýjað
Malaga 24 skýjað
Mallorca 22 lóttskýjað
Mexíkóborg 32 lóttskýjað
Miami 29 skýjað
Moskva 21 bjart
Nýja Dehlí 38 heiðríkt
New York 17 mistur
Osló 13 skýjað
París 18 rigning
Perth 21 rignin
Rio de Janeíro 34 rigning
Reykjavík 8 lóttskýjað
Rómaborg 26 bjart
San Francisco 29 bjart
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Sydney 20 skýjað
Tel Aviv 25 skýjað
Tókýó 21 heiðskirt
Vancouver 13 skýjað
Vínarborg 29 heiðrikt
bórshöfn 8 alskýjað
bendir á
njósnara
Bonn, 18. maí. AP.
VESTUR-ÞÝSKA tímaritið Quick
benti á fjóra sovéska njósnara starf-
andi í Vestur-Þýskalandi í síðasta
tölublaði sínu, birti af þeim myndir
og sagði þá alla starfa í sovéska
sendiráðinu í Bonn.
Jafnframt gat blaðið þess að sí-
vaxandi umsvif njósnara í Vestur-
Þýskalandi væri mikið áhyggjuefni
og stafaði ekki síst af lélegri leyni-
þjónustu Vestur-Þjóðverja og fleiri
landa Vestur-Evrópu. Blaðið sagði
að 100 hinna 408 sovésku diplómata
starfandi í landinu væru njósnarar
og það væri alls ekki óhugsandi að
talan væri enn hærri. Bar blaðið
frétt sína undir talsmenn innanrík-
isráðuneytisins, en þeir hvorki stað-
festu fréttina eða neituðu henni.
Hafði blaðið þó eftir áreiðanlegum
heimildum að stjórninni væri kunn-
ugt um starfsemi umræddra manna
og væru þeir undir eftirliti.
Quick getur þess að upp hafi kom-
ist um einn fjórmenninganna með
furðulegum hætti. Sovétmaðurinn
hitti þá vestur-þýskan embætt-
ismann og að skilnaði gaf hann hon-
nafnspjald sitt eins og títt er.
Nafnspjaldið varð hins vegar eftir í
vasa Rússans, en á miðanum mátti
sjá langan lista bílnúmera. Þegar
um nokkuð sem hann taldi vera
að búa í
OaM, 18. maí. AP.
NOKSKA stjórnin hefur boðið Androv
Sakharov að búa í Noregi með fjöl-
skyldu sinni, hafi hann áhuga á því og
fái hann fararleyfi frá Sovétríkjunum.
Sakharov hefur áður lýst yfir að
hann vildi gjarnan búa í Noregi og
stjórnvöld í Noregi hafa oftar en
einu sinni fært málið í tal við sov-
éska ráðamenn. Síðast sendi norski
utanríkisráðherrann, Svenn Stray,
bréf til Andrei Gromyko í mars á
þessu ári.
Sovétmenn hafa látið hafa eftir
flett var upp á númerunum kom í
ljós að þau voru óskráð og tilheyrðu
vestur-þýsku leyniþjónustunni. Not-
aði hún númerin á bifreiðir þær sem
notaðar hafa verið til eftirfarar.
Noregi
sér að ekki komi til mála að Sakh-
arov fái að flytjast af landi brott,
hann búi yfir alltof mörgum ríkis-
leyndarmálum.
Sakharov býr við skert ferðafrelsi
í borginni Gorki. Sagt er að hann
hafi verið heilsuveill upp á síðkastið.
Norsk stjórnvöld hafa látið í veðri
vaka að þau séu ekki ánægð með
svar Sovétmanna um að veita skáld-
inu ekki brottfararleyfi og þau hafi í
hyggju að fylgja málinu betur eftir.
Sakharov boðið
Stöðvast Stern?
Hamborg, 18. maí. AP.
KNN ER allt í háalofti innan veggja
hjá vesturþýska vikuritinu Stern, sem
hóf birtingar á dagbókum Adolfs Hitl-
er, sem svo reyndust falsaðar sem
kunnugt er. Horfur eru á því að næsta
tölublað Stern komi ekki út, enda hef-
ur starfsfólk blaðsins lagt niður vinnu
og heimtar að Henri Nannen útgefandi
verði rekinn frá störfum, einnig
framkvæmdastjórinn Gerd Schulte
Hilten. Segir starfsfólkið að með því að
birta hinar fólsuðu dagbækur hafi um-
ræddir menn lagt sjálfsvirðingu blaðs-
ins svo og vinnugleði blaðamanna þess
í rúst og því verði þeir að taka á sig
ábyrgð á mistökunum.
Þá krefst starfsfólk blaðsins, að
hinir tveir nýráðnu ritstjórar þess,
Johannes Gross og Peter Scholl-
Latour verði þegar reknir, því þeir
hafi íhaldssamar skoðanir sem gætu
skaðað frjálslyndisstefnu blaðsins.
Þeir Gross og Latour voru ráðnir i
kjölfarið á uppsögn ritstjóranna
Peter Koch og Felix Schmidt en þeir
sögðu af sér vegna dagbókarmálsins.
Næturlangir fundir hafa staðið yfir
að undanförnu með starfsfólkinu
annars vegar og blaðstjórninni hins
vegar. Síðast er fréttist var allt við
sama heygarðshornið og ekki útlit
fyrir samkomulag.
Nú er það hraðinn sem gildir,
ef þú ætlar að kaupa Superia á gamla verðinu.
Eigum ennþá __
flestar tegundir Superia )/ f
reiðhjóla á gamla verðinu. . 0
Ennfremur þríhjól og 14og16" HjÓI & VdCjndÍ\y/
barnahjól með hjálpardekkjum. Háteigsvegi 3,105 Reykjavik, s/m/2/577 '-j