Morgunblaðið - 19.05.1983, Side 23

Morgunblaðið - 19.05.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 23 Skýrsla bresks lávarðar: Fjórar millj- ónir þræla í Rússlandi Strassbourg, Krakklandi, 18. maí. AP. BRESKUR lávaröur aö nafni Willi- am Bethell, sem fylgst hefur grannt meö málefnum Sovétríkjanna um langt skeiö, lét í gær frá sér fara skýrslu þar sem hann fór ófögrum orðum um ástandið í Sovétríkjunum um þessar mundir. í skýrslu Bethells kemur fram, að um 4 prósent vinnuafls í Sovét- ríkjunum eru hreinlega þrælar sem flestir hverjir vinna við öm- urleg skilyrði. Þetta telur um 4 milljónir Rússa sem eru með þess- um hætti neyddir til vinnu, eða samanlögð íbúatala írlands og Danmerkur. í skýrslunni hvatti Bethell Sovétmenn til að sleppa pólitískum föngum og láta af ofsóknum á hendur trúuðum og ýmsum sérhópum. Bethell minntist á geðsjúkrahús þeirra Sovétmanna, „morð og pyntingar eru undantekningarnar frá reglunni í Sovétríkjunum, en vald stjórnvalda yfir almúganum er samt algert. Stjórnvöld gera annað í staðinn, þeir, sem ekki halda sig á mottunni, eiga á hættu að vera sendir á geðsjúkahús hvort sem eitthvað amar að þeim eða ekki. Þar er lyfjum dælt í heilbrigt fólk og það gert að sjúklingum og vesalingum. Sovétríkin eru þjóð sem getur sent menn til tunglsins, en þau veita þegnum sínum samt ekki hin minnstu grundvallar- mannréttindi," sagði Bethell. Breski íhaldsflokkurinn: Litlar breyting- ar á stefnuskrá Lundúnir, 18. maí. AP. MARGARET Thatcher, forsætisráö- herra Bretlands, lagði fram í gær stefnuskrá íhaldsflokksins fyrir kosningarnar sem fram fara 9. júní næstkomandi. Haföi skrárinnar veriö beöið með eftirvæntingu, en í henni ítrekar flokkurinn fyrri stefnu sína, þá sömu og Bretar hafa fengiö aö kynnast síöustu árin meö frú Thatch- er í forsætisráöherrastólnum. Sam- kvæmt stefnuskránni velja Bretar 9. júní næstkomandi hvort þeim finnst atvinnuleysið vera sanngjarnt verð Michael Foot á göngu með hundinn sinn. fyrir litla veröbólgu, eða hvort alþýð- an telur Verkamannaflokkinn lúra á betri úrræðum. Frú Thatcher ræddi við frétta- menn í gær um stefnuskrána og var að því spurð hvenær hún teldi að atvinnuleysið myndi minnka. Hún svaraði: „Því get ég ekki svar- að, enginn stjórnmálamaður með réttu ráði eða ríkisstjórn getur svarað því. Næsta spurning." I stefnu flokksins er gert ráð fyrir nýjum hömlum á verkalýðsfélög, bandarískar meðaldrægar kjarn- orkuflaugar svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur Thatcher lofað að leysa upp sjö meiriháttar fjárveitinga- nefndir sem starfað hafa í stærstu borgum Bretlands. Nefndir þessar hafa mjög haft horn í síðu frú Thatcher fyrir óbilgjarnar sparn- aðarráðstafanir sínar. Verkamannaflokkurinn undir forystu Michael Foots leggur mikla áherslu á tregðu Thatchers til að svara því hvenær atvinnúleysið muni hjaðna. Segir Foot að Verka- mannaflokkurinn treysti sér til að lækka tölu atvinnulausra úr 3,17 milljónum í 600.000 á fimm árum með auknum ríkisútgjöldum. Foot sagði um stefnuskrá íhaldsflokks- ins: „Þetta er ömurleg stöðnun. Plagg þeirra býður ekki bara upp á meira af því sem á undan er farið, heldur verra þó ef nokkuð er.“ UMBOÐSAÐILI KARNABÆJAR OPNARÁ AKUREYRI í DAG!! | © KARNABÆR Verslunin er í Nýju Verslunarmiðstööinni Sunnuhlíö og er svo glæný aö hún hefur ekki fengið nafn. Allar uppástungur vel þegnar. Verið velkomin. RENAULT TRAFIC Lipur og rúm- góöur sendibíll Framhjóladrifinn, rúmgóður og lipur sendi- bíll. Sérstaklega hentugur fyrir fyrirtæki til vöruútkeyrslu og sendiferða. Vélastærð: 1397 cm bensín. 2068 cm diesel. Burðargeta: 800 kg eða 1000 kg. RENAULT er reynslunni ríkari. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.