Morgunblaðið - 19.05.1983, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983
Bæjarþing Reykjavíkur:
Kennarar fá fæðis
peninga greidda
í nemendaferðum
DÓMUR er fallinn í undirrétti í
máli, scm tveir kennarar höföuðu
á hendur fjármálaráðuneytinu og
borgarsjóði til greiðslu á fæðis-
peningum vegna nemendaferðar.
Krafa kennaranna um greiðslu
skuldarinnar var viðurkennd og
var borgarsjóði Reykjavíkur gert
að greiða skuldina.
Forsaga málsins er að vorið
1981 fóru tveir kennarar við
Hlíðaskóla í Reykjavík í vor-
ferðalag með 12 ára börn. Þeir
sendu reikninga fyrir fæðispen-
ingum samkvæmt samningum
opinberra starfsmanna til
fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
Viðurkennt var að greiða
bæri reikningana, en fjármála-
ráðuneytið og borgarsjóður
deildu um hvorum bæri að inna
greiðsluna af hendi. Þetta
ósamkomulag varð til þess, að
kennararnir fengu ekki greiðsl-
una og lentu þannig á milli
steins og sleggju. Þeir fóru því í
mál við þessa aðila til lúkn-
ingar skuldinni. Dómur féll svo
á þá leið, að borgarsjóði var
gert að greiða skuldina.
Borgarsjóður vísaði málinu
til Hæstaréttar, en til þess
þurfti leyfi dómsmálaráðuneyt-
isins, þar sem um svo lága fjár-
hæð var að ræða. Ráðuneytið
hefur nú synjað borgarsjóði um
leyfið og stendur dómur undir-
réttar því óhaggaður og hefur
borgarsjóður þegar greitt
reikningana. Kennarar í
Reykjavík fá því framvegis
fæðispeninga í nemendaferðum
greidda í samræmi við opinbera
starfsmenn.
Þjóðleikhúsið:
Segerström
dansar
hlutverk Jeans
Hlutverkabreyting hefur nú orðið
í sýningu Þjóðleikhússins á ballett-
inum Fröken Júlía eftir Birgit Cull-
berg. Sænski dansarinn Fer Arthur
Segerström hefur tekið við hlutverki
Jeans af landa sínum Niklas Ek,
sem dansaði hlutverkið hér á fyrstu
sýningunum.
Segerström er íslenskum leik-
húsgestum að góðu kunnur, þar
sem hann hefur tvisvar sinnum
áður dansað í sýningum í Þjóð-
leikhúsinu.
Kl. 9.30
Kl. 11.00
Kl. 11.20
Kl. 12.30
Kl. 13.30
Kl. 16.30
Jónas
Haralz
Ráðstefna um
Efnahagsbandalag
Evrópu
í Kristalssal Hótels Loftleiða
föstudaginn 20. maí frá 9.30 til 16.30.
Ráðstefnustjóri
Jónas Haralz bankastjóri
Dagskrá:
Ávarp viðskiptaráðherra, Tómasar Árna-
sonar.
• EBE, uppbygging þess, starfsemi og sam-
skipti við ríki utan bandalagsins.
Kaffihlé.
• Viðskipti EBE og íslands.
Hádegisverður.
• EBE og Bandaríkin.
• EBE og Japan.
• Starfsemi og stefna EBE í orkumálum.
Ráðstefnuslit.
— Ræðumenn frá Efnahagsbandalaginu verða Klaus
Ewig, Folmer Bang Hansen og Niels Jörgen Thögersen.
— Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku. 'Umræður og
fyrirspurnir verða að loknum hverjum fyrirlestri.
— Ráðstefnugjald er kr. 350.00. Innifalið er hádegisverð-
ur og kaffi.
— Allir sem tengjast viðskiptum, fjölmiðlun og stjórn-
málum, svo og aðrir sem láta sig varða það sem er að
gerast í alþjóðamálum, eru hvattir til að sækja þessa
ráðstefnu.
Nánari upplýsingar hjá Viðskipti og verzlun, síma 12850 og
Verslunarráði íslands, síma 83088.
Tómas
Arnason
Folmer Hang
Hansen
Niels Jörgen
Thögersen
Ráðstefnan er
öllum opin
viöskipti
&verzlun
Þing Norræna vélstjóra-
sambandsins hefst
í Reykjavík í dag
DAGANA 19. og 20. maí nk. verður
haldið í fyrsta sinn á íslandi þing
Norræna vélstjórasambandsins, sem
stofnað var árið 1919.
Hlutverk sambandsins er að
fjalla um félags- og kjaramál vél-
stjóra á Norðurlöndum.
Þriðja hvert ár er haldið þing
sambandsins og þá er forseti þess
kosinn. Á milli þinga, tvisvar á
ári, er haldinn formannaráð-
stefna, þ.e. formenn aðildarfélag-
anna hittast til þess að fjalla um
hin ýmsu mál, sem efst eru á
baugi á hverjum tíma.
f nóvember 1981 gerðist Vél-
stjórafélag íslands formlegur aðili
að þessum samtökum á fundi sem
haldinn var í Gautaborg.
Á síðasta fundi þessara sam-
taka, sem haldinn var í Esbjerg
dagana 1.—3. nóvember 1982 var
ályktað um: Undanþágur til vél-
stjórstarfa — Mönnunarmál —
Menntunarmál vélstjóra.
Jafnframt var rætt um hin
ýmsu atriði varðandi störf og
menntun vélstjóra, sem samræma
þarf með tilkomu þeirrar ákvörð-
unar stjórnvalda á Norðurlöndum
um að Norðurlöndin skuli skoðast
sem sameiginlegur vinnumarkað-
ur, þar sem þegnar landanna hafi
gagnkvæman rétt til starfa.
Á þinginu verður m.a. haldið
áfram umræðu um þessi mál og
önnur sem nú eru í brennidepli.
Menntunarmál vélstjóra eru
stöðugt til umræðu. í beinu fram-
haldi af þeim umræðum verður
Vélskóli Islands heimsóttur, og
mun skólastjóri hans, Andrés
Guðjónsson, ásamt deildarstjór-
um skólans kynna þingfulltrúum
skólann og svara fyrirspurnum
varðandi námsefni og starfsemi
hans.
Hitaveita Suðurnesja verður
heimsótt og mun yfirvélstjóri
hitaveitunnar, Bragi Eyjólfsson,
upplýsa þingfulltrúa um starfsemi
hitaveitunnar og tæknilegan bún-
að.
(Fréttatilkynning).
Grásleppuhrognin:
27 krónur fyrir
hvert kíló
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins
hefur ákveðið að lágmarksverð á
grásleppuhrognum upp úr sjó á
hrognkelsavertíð 1983 skuli vera kr.
27,00 fyrir hvert kíló.
Verðið er miðað við að gert sé að
grásleppunni fljótlega eftir að hún
er veidd og hrognin ásamt þeim
vökva, sem í hrognasekkjunum er
og þeim vökva, sem umlykur þá í
holinu sé hellt saman í vatnshelt
ílát. Ekki verði reynt að skilja
vökvann frá hrognunum né bæta í
vökva.
Verðið er miðað við að seljandi
afhendi hrognin á flutningstæki
við hlið veiðiskips.
Auk verðsins, sem að framan
greinir skal lögum samkvæmt
greiða 10% gjald í stofnfjársjóð
fiskiskipa og ennfremur 7% olíu-
gjald.
Sendi 61
árs manni
morðhótanir
TÆFLEGA þrítugur maður í Vogun-
um hefur viðurkennt að hafa sent 61
árs gömlum bónda á Vatnsleysu-
strönd morðhótanir. Bóndinn fann
fjögur bréf stíluð á sig í útihúsum, þar
scm honum var hótað að verða skot-
inn til bana. í gær viðurkenndi ungi
maðurinn fyrir rannsóknarlögregl-
unni í Keflavík að hafa sent bréfin.
Mennirnir hafa þekkst um nokk-
urra ára skeið og munu góðir kunn-
ingjar. Bóndinn vill ekki leggja
fram kæru á hendur unga mannin-
um. Ekkert bendir til þess, að ungi
maðurinn hafi ætlað að láta verða
af hótunum sínum. Málið verður
sent ríkissaksóknara.
Akureyri:
Bifreið stolið og
hún stórskemmd
AÐFARANÓTT þriðjudagsins var
bifreiðinni A-4208, sem er rauð af
gerðinni BMW 315, stolið á Akur-
eyri. Fannst hún í gær stórskemmd
við Hámundarstaði í Árskógshreppi
um 10 kílómetra innan Dalvíkur.
Vegna þessa óskar rannsóknar-
lögreglan á Akureyri eftir upplýs-
ingum um ferðir bifreiðarinnar,
hafi einhverjir orðið hennar varir
á Akureyri eða á leiðinni til Dal-
víkur umrædda nótt.
upp úr sjó
Heildarverð, sem kaupanda ber
að greiða, er samkvæmt þessu kr.
31,59 hvert kg.
Segja má verðinu upp með viku
fyrirvara hvenær sem er á verð-
tímabilinu.
Reykjavík:
Hjólaskoö-
un við grunn-
skólana
DAGANA 16. til 21. maí er á vegum
lögreglunnar í Keykjavík og Umferð-
arnefndar Keykjavíkur hjólaskoðun
við grunnskóla borgarinnar.
f frétt frá þessum aðilum segir:
„Tímasetning hefur verið auglýst í
öllum skólum. Lögreglan telur mjög
mikilvægt að ná til sem flestra
hjólreiðabarna.
Nú fer í hönd sá tími, sem slys á
fólki á reiðhjólum eru hvað algeng-
ust. Lögreglan leggur áherslu á að
sem flest börn mæti með hjól sín til
skoðunar og að foreldrar hafi eftir-
lit með yngstu börnunum, þegar þau
byrja að hjóla og veiti þeim tilsögn í
umferðinni.
Einnig vill lögreglan minna á að
börnum yngri en sjö ára er óheimilit
að vera á reiðhjólum á almanna-
færi. Börn yngri en tíu ára ættu
ekki að hjóla á akbrautum. Heimilt
er að hjóla eftir gangbrautum og
gangstígum, þar sem það er hægt án
hættu eða óþæginda fyrir gangandi
vegfarendur.
Fækkum reiðhjólaslysum og öðr-
um slysum í umferðinni. Samein-
umst um betri umferð."