Morgunblaðið - 19.05.1983, Side 30

Morgunblaðið - 19.05.1983, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1983 céilr spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS HAFLIÐI Jónsson, gardyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkju. Lesendur geta lagt spurn- ingar fyrir Hafliða jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgunblaðsins í síma 10100 milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til föstudaga. Hafliði Jónsson er landsþekktur garðyrkju- frömuöur og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær þrjá áratugi. Vorhreinsun í umhverfi okkar Umhverfi okkar Um þessar mundir er víða ver- ið að hreinsa til á lóðum hér sunnan- og vestanlands, einkum á þéttbýlissvæðunum við Faxa- flóa. Til sveita gefast trúlega færri stundir til stórþrifa utan- dyra vegna annríkis við sauð- burð og önnur brýn verkefni sem ávallt eru aðkallandi fyrst á vor- in. En auðvitað er fátt eðlilegra en fólk haldi öllu þokkalega hreinu í kringum sig, jafnt utan- dyra sem innan. Slíkt ætti ekki að þykja verulega fréttnæmt en þó er vissulega ánægjulegt að horfa á myndir í sjónvarpinu þar sem vakin er athygli á vorhrein- gerningum utanhúss. Nú þegar flestar götur í þéttbýli eru lagð- ar malbiki og víðast hvar komn- ar steyptar eða hellulagðar gangstéttar meðfram malbikuð- um brautum, ætti reyndar að komast á sú þegnskylda, að íbú- arnir héldu sinni götu breinni og hér í Reykjavík er orðin veruleg þörf á að íbúarnir taki sig saman um að koma þessari reglu á. Með sífellt aukinni útþenslu byggðar- innar vex vandinn við að halda uppi þeirri þjónustu sem með þarf, til að götur og opin svæði séu ávallt í sæmilegu lagi hvað þrifnað varðar. Víða erlendis er slík regla í heiðri höfð hjá borg- urunum, að þeir annist sjálfir umhirðu síns eigin hlaðvarpa. Þar gæta íbúarnir þess að eng- inn óhroði safnist saman í þeirra umhverfi og börnin líta svo á að gatan sem þau alast upp í, sé þeirra eigin eign og foreldra þeirra. Þar skemmir enginn neitt — þar er heilagur heima- reitur sem enginn má sóða út. Slíkan hugsunarhátt þurfum við að temja okkur og það fyrr en síðar. Vel væri hugsanlegt að í hverri götu kæmust á sérstök „göturáð" eða stjórnir, er störf- uðu með svipuðum hætti og nú á sér stað í flestum fjölbýlishús- um. Hafa má í huga, að við margar götur hér í höfuðborg- inni búa fleiri íbúar en í mörgum bæjarfélögum á landsbyggðinni, sem þó hafa kjörið sína sveitar- stjórn og ráðið til sín sveitar- stjóra sem annast hina daglegu umsýslu til að gæta þess að allt sé í góðri reglu. Ekki er ég þó að mæla með að hver gata eða bæj- arhverfi verði að sjálfstæðum hreppsfélögum en þó væri það vafalaust um marga hluti gagn- legt, að ákveðnar hverfastjórnir væru starfandi er hefðu ein- hverja ábyrgð á sínum innri málum. Sú stjórn gæti stuðlað að ýmsu er lækkaði heildartilkostn- að við umhirðu borgarinnar, stýrt ræktun að verulegu leyti í sínu hverfi og haldið uppi heil- brigðu æskulýðsstarfi, sem beindist jafnt að hagnýtum verkefnum og þroskandi tóm- stundaviðfangsefnum, en stefndi þó í einu meginatriði að einu marki, en það væri að halda uppi heiðri sinnar heimabyggðar. Það er sannfæring mín, að ef hægt væri að fegra og bæta borgina með aðstoð æskufólks, er alið væri upp með því hugar- fari að fegra sitt umhverfi og virða það í orðsins fyllstu merkingu, þá væri fljótlegt að vinna stórvirki í ræktunarmál- um og lítil hætta á að ár eftir ár þyrfti að vinna upp sömu verkin vegna ófullnægjandi umgengni eða tillitsleysis fyrir því sem er sameign allra borgarbúa. Gangið um nágrenni ykkar og hafið augun opin fyrir því sem aflaga hefur farið af þeim verk- um sem unnin voru í fyrrasumar eða sumarið þar áður til að fegra umhverfið. Hvers vegna hafa allir þessir grasblettir verið traðkaðir í svað? Allar þessar girðingar verið tættar niður? öll þau tré sem plantað var í þeirri trú að þau ættu síðar eftir að veita unað og skjól, verið troðin niður eða rifin upp? Og við get- um haldið áfram að spyrja — hvers vegna? Næsta nágrenni okkar á að varða okkur miklu máli hvern einasta dag, allt árið. Einn vor- dagur nægir okkur ekki til hreingerninga. 1. Ræktun lóðar Kagnar Sigurðsson, Hjallavegi 5, Njarðvík, spyr: Hvernig er best að byggja lóð upp, áður en hún er tyrfð, hvern- ig jarðveg er best að nota og svo framvegis? Svar: Það er of algengt að lítið sé vandað til ræktunar lóðar og gildir oft einu hvort í grasflöt á að sá eða ætlunin sé að þekja hana. Hroðvirknislegur undir- búningur segir til sín þegar frá líður, þá verður grasflötin „grá og guggin" í stað þess að henni er ætlað að minna á grænt klæði, „þar sem smjör drýpur af hverju strái“, svo vitnað sé til fornra samlíkinga. Sami undir- búningur þarf að vera hvort sem sáð er eða tyrft. Það fyrsta sem ber að huga að er framræsla. Ef hætta er á að jarðraki verði of mikill, þá þarf að leggja ræsi í lóðina, en áður er hyggilegt að jafna yfirborðið ef það er mis- hæðótt. Æskilegt er að einhver vatnshalli verði á grasflötinni og þá helst að hún halli frá húsi. Þegar jöfnun og framræslu er lokið þá er að leita uppi góða mold og jafnan má marka gæði moldar með því, að kreista hana í greip sinni og bera hana upp að nefinu til að kanna hvort hún sé með súran keim. Best er sú mold sem er dökk á litinn, fjaðrar í hendi og hefur þægilega angan. Er við höfum aflað hennar og flutt í lóðina, jöfnum við úr henni þannig að hún myndi sem næst 20 sm lag yfir alla lóðina, en þó 50- -80 sm, þar sem tré og runnar eiga að vaxa. Að því búnu gæti verið til mikilla bóta að setja sand yfir, ef við erum með mold úr gamalli mómýri, og svo má ekki gleyma að bæta ofan á allt saman góðu lagi af hús- dýraáburði. Þetta góðmeti er hrært vel saman (plægt eða stungið upp) og svo er jafnað og rakað þar til allt er slétt og fág- að. Þá er að valta yfir til að tryggt sé, að engir slakkar séu f yfirborðinu, og til að ganga úr skugga um að svo sé ekki, er handhægast að hafa réttskeið sem við leggjum á yfirborðið og hugsum okkur að við séum að taka rétt gólfið í stofunni okkar. Og svo ráðum við í framhaldið. II. Kartöfluútsæði Rósa Einarsdóttir, Kvistalandi 23, ■pyr: Getur verið að matarkartöflurnar hjá Grænmetinu séu ófrjóar, þannig að ekki sé hægt að setja þær niður? Eru þær úóaðar með einhverju efni sem gerir þetta að verkum? Svar: Það er mjög líklegt að kartöflur sem seldar eru til mat- ar hafi verið úðaðar gegn því að þær skjóti spýrum. Aldrei er að treysta öðru til útsæðis en því sem selt er til niðursetningar f ræktunarbeð. UI. Grænmeti í trjábeðum Elín Skeggjadóttir, Álfhólsvegi 39, spyr: Vill garðyrkjustjóri gefa okkur nánari leiðbeiningar um græn- metisræktun í trjábeðum, þar sem ekki er hægt að nota plast- yfirbreiðslur? Svar: í hugleiðingu er ég skrifaði um þetta mál, var mér það efst í huga, að benda á möguleika þess, að nýta trjábeð til ræktunar matjurta. Af slíku þarf ekki að vera nein óprýði. Hugsum okkur að síðla hausts losuðum við jarð- veg í beinni rás um 10—15 sm frá graskanti með það í huga að sá þar gulrótum í beinni röð f mars eða apríl á næsta vori, eða þegar mögulegt er að sá fyrir snjó og klaka. Við veggi, þar sem skuggi er meiri, gætum við svo plantað salati og sáð hreðkuir eða næpum. Það væri alls ekkert á móti því, að eiga f einhverju trábeðinu góða brúska af gras- lauk sem er kjörið álegg á brauð og gerir ljúffengt bragð með fisksteikum. Margt fleira mætti benda á, t.d. jarðarber. Það á ekki að vera nein þörf á plastdúk sem strengdur er á vírboga og getur orðið að dverggróðurhús- um ef við viljum flýta fyrir vexti þess grænmetis sem við ræktum á þennan hátt. IV. Rauður maur Hanna Rögnvaldsdóttir, Suður- götu 78, Hafnarfirði, spyr: Hvað er hægt að gera til að varna því að roðamaur komi úr garðin- um og leggist á blóm í gluggum? Svar: Hér mun átt við svonefnd- an stöngulberjamaur sem víða gerir vart við sig á vorin og sæk- ir þá oft inn í hús. Hann er hvimleiður en skaðlaus og ég þekki engin dæmi þess að hann sæki á stofublóm. Þessi plága varir sjaldnast lengi og besta húsráð sem ég kann er að setja raka bómull í gluggakistuna og stoppar hann þá oftast við og fer sjaldnast lengra. V. Sáning á fjöl- ærum plöntum Stefanía Frímannsdóttir í Kefla- vík, spyr: Hvenær á að sá til jöklasóleyjar og klettafrúar? Svar: Hyggilegast er að sá fræi að fjölærum jurtum strax og þess hefur verið aflað, sem oft- ast er að haustinu. llátunum, sem sáð hefur verið í, er þá kom- ið fyrir á góðum stað úti í garð- inum en helst í gróðurreit þar sem engin hætta er á að sáðkerið verði fyrir hnjaski. VI. Kláði í kartöflum Helga Ingólfsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði, spyr: Hvað er hægt að gera við kláða í kartöflum? Svar: Ef hægt er að koma því við væri best að rækta kartöflur í nýju garðsvæði og hvíla „kláða- garðinn“. Skipta jafnframt um útsæði. í garðinum má hins veg- ar rækta allar aðrar tegundir grænmetis. Sé þess ekki kostur að taka nýtt land undir kartöflu- ræktunina er eina úrræðið að bera brennisteinsduft í garðinn og nota brennisteinssúran áburð einvörðungu í garðinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.